Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. október 1980. FLUGLEIDIR Hluthafafundur Boðað er til almenns hluthafafundar i Flugleiðum hf. miðvikudaginn 8. október n.k. kl. 14.30 i Kristalsal Hótels Loftleiða i Reykjavik. Dagskrá: 1. Umræður og ákvörðun um framhald Norður-Atlantshafsflugs Flugleiða hf. milli Luxemborgar og Bandarikjanna. 2. Tillaga til breytingar á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til aukningar hlutafjár félagsins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins Reykjavikurflugvelli, frá og með 1. október n.k. og lýkur afhendingu þriðjudaginn 7. október. Þeir hluthafar, sem hafa i hyggju að láta umboðsmann sækja fundinn fyrir sina hönd, skulu leggja fram skrifleg og dag- sett umboð. Fyrri umboð gilda ekki. Stjórn Flugleiða hf. DANSSKOLI Sigurðar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ Utboð — uppsteypa Barnavinafélagið Sumargjöf óskar eftir tilboðum i að steypa upp nýbyggingu við Eiriksgötu. Gögn verða afhent hjá Arkitektastofunni s.f. Ármúla 11, Rvik, frá og með 30. sept. n.k.. Tilboð verða opnuð 14. okt. n.k. Fjölmenni á Lœkjartorgi: Gerum Gervasoni að landa okkar og félaga! Á föstudaginn i siöustu viku gengust stuöningsmenn Patrick Gervasonis fyrir útifundi á Lækjartorgi til áréttingar kröf- unni um aö honum veröi veitt landvist á tslandi og I mótmæla- skyni viö þá ákvöröun dóms- málaráöuneytisins aö visa honum úr landi. Mikið f jölmenni var á fundinum og greinilegt aö sá málstaöur mannhelgi og mannúbar sem þar var varinn, á fylgi að fagna jafnt hjá ungum sem öldnum. A fundinum töluöu menn úr öllum stjórnmálaflokk- unum en fundarstjóri var Páll Skúlason, prófessor. t fundarlok var lesin kveöja og þakkar- ávarp frá Patrick Gervasoni, sem á fimmtudeginum var lát- inn laus úr Siöumúlafangelsinu og heimilað að dvelja hér á ábyrgö lögmanns sins fram til 2. desember n.k. Ræöum manna svo og þakkarávarpinu var vel fagnaö og fara ágrip af fyrstu þremur ræöunum hér á eftir. Við eigum að gæta þessa bróður okkar Guömundur J. Guömundsson, formaöur Verkamannasam- bands Islands talaði fyrstur. Hann lagði áherslu á að mönn- um bæri að gæta bróður sins. Hér ætti i hlut verkamanns- sonur af snauðri fjölskyldu i Frakklandi. örbirgð fjölskyld- unnar var slik, sagði Guð- muftdur, að strax á tveggja ára aldri var drengurinn settur á þriöja flokks upptökuheimili. Hrakningar og skortur voru hlutskipti hans i bernsku. Getur það verið að hann hafi farið veg- villt þegar hann leitar hingað hundeltur og heldur að þessi vopnlausa þjóð myndi ekki telja það til saka að hafa neitað að bera vopn? Hvenær varð þaö að sök á tslandi? spurði Guð- mundur. Hann benti á að sakir Patricks Gervasonis væru engar, afbrot hefði hann engin framið. Þá minnti hann á aö þegar hingað kom nylega rúss- neskur flóttamaður var honum tekið eins og vera bar og rétti- lega á málum hans haldið. Guðmundur sagði aö þó hann gæti ekki talað i nafni verka- lýðshrey fingarinnar sem slikrar, þá gæti hann fullyrt að yfirgnæfandi hluti islensks verkafólks hefði samúð með lifshlaupi þessa unga manns og vildi ekki að hann yrði hrakinn úr landi. Guðmundur sagði að þó ákvörðuninni um brottvisun heföi verið frestað i bili, lægi ekkert fyrir um það hver hlut- skipti Gervasonis yrði eftir 2. desember. Við eigum að gæta þessa bróöur okkar, sagði Guð- mundur og hindra þá skömm sem tslandi yrði gerð ef þessi ungi maður rotnar i frönsku herfangelsi. Við eigum að sam- einast um það, þó við séum ósammála um allt annað, — við eigum aö gera hann að landa okkar og félaga! Sæmd okkar liggur við Haraldur ólafsson, lektor minnti á það i upphafi aö á sögu- öld var það talið mönnum til sæmdar á tslandi að halda sakamenn og þó þeir sem væru samankomnir á torginu væru ólikir og ósammála um margt þá væri þeim sameiginleg sú réttlætiskennd sem hvetur menn til aö biöja hraknings- manni, sem enginn vill taka við, griða. Hann sagði aö viö tslendingar Guömundur llaraldur Jón Erna Hvenær varö þaö sök á íslandi aö neita aö bera vopn? værum svo vel settir, að enginn okkar gæti orðið sakamaður vegna laga um herþjónustu og við ættum erfitt með að skilja lagabókstafi sem þvinga menn til þess að drepa aðra menn. Hann lagöi áherslu á að Gerva- soni hefði ekki beitt neinum undanbrögöum heldur neitað herþjónustunni af nær þvi barnslegri einlægni og þrjósku. Nú héti það að hann hefði komið ólöglega inn i landið og þess vegna ætti samkvæmt reglum að visa honum á braut. Það er átakaminna að fara eftir reglunum og segja siðan — ég gerði abeins skyldu mina, sagði Haraldur, en reglur mega aldrei snúast upp i að vera kúgunar- tæki. Hvernig gat hann sem pólitiskur flóttamaður komið öðru visi inn i landiö en skil- rikjalaus með vegabréf sem ekki var löglegt? Er það ekki einmitt einkenni á pólitiskum flóttamönnum? Sæmd okkar liggur við, sagði Haraldur. Við eigum að virða rétt þeirra sem ofsóttir eru af pólitiskum ástæðum og við megum ekki mismuna mönn- um. Látum ekki þá skömm henda okkur að sparka i hönd sem biður griða, tökum i fram- rétta hönd þessa manns og segj- um: Lika þú ert bróðir okkar, vertu hér og þiggðu grið okkar. Mannúðarmál sem skiptir okkur ekki í flokka Jón B. Hannibalsson ritstjóri hóf mál sitt meö tilvitnun i Lenin og sagði að þó hann hefði litlar mætur á þeim manni og kenningum hans þá væri hann honum sammála um eitt: Stundum væri það ekki aðeins réttur manna heldur skylda að bera vopn. Af þessu mætti ráða að hann væri sjálfur ekki friðar- sinni eins og Patrick Gervasoni og þeir timar kæmu i lifi hverrar þjóðar að menn þyrftu að gripa til vopna til að berjast gegn kúgunaröflum sem ekki virtu annað en valdbeitingu. Tók hann dæmi frá Afganistan máli sinu til stuðnings og sagð- ist vera þeirrar skoðunar að lýðræöisriki ættu ekki annan kost en að binda sig saman i hernaðarbandalagi. Þar væri hann lika ósammála Gervasoni. Ég er hér, sagði Jón, til að bera þvi vitni, að þó okkur greini á um afstöðuna til heimsmála og stjórnmála, þá eigum við skilyrðislaust að virða rétt manna til að halda fram skoöunum sinum og rétt þeirra til að lifa i samræmi við sina sannfæringu. Jón lét þess getið að hefði hann á sinum tima verið ungur Bandarikjamaður i Viet-Nam striöinu, þá hefði hann neitaö að bera vopn á viet- namska bændur. Þá hefði ég veriö nauðbeygður til þess að leita hælis utan heimalands mins,þá hefði ég staðið á landa- mærum Kanada i svipuðum sporum og Gervasoni stendur nú hér, sagöi hann. Þó ég sé ekki friðarsinni, þá neita ég þvi aðnokkurt rikisvald geti neytt menn til að bera vopn i þágu málstaöar sem menn trúa ekki á, sagði Jón. Frakkar sjálfir virða þennan rétt manna til að neita vopnaburði og þús- undir Frakka hafa notfært sér hann. Þaö gat Patrick Gerva- soni ekki,og hann hefur tekið af- leiðingum gerða sinna. Hér er þjáður einstaklingur sem biður Framhald á bls. 13 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.