Þjóðviljinn - 03.10.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 03.10.1980, Síða 16
MOÐVIUINN Föstudagur 3. október 1980 Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaðsins^i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöid. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Kári Jónasson Kári Jónasson um fréttamagasínið: Treystum okkur ekki viö nú- verandi aöstæöur Við treystum okkur ekki til að vinna að fréttamagasini við núverandi aðstæður og meðan þær breytast ekki stöndum við við það sem við höfum sagt, sagði Kári Jónasson, fréttamaður út- varps, i gær, en sem kunnugt er gerir vetrardagskrá útvarpsins ekki ráð fyrir að framhald verði á Viðsjárþáttunum vegna þessarar afstöðu fréttamannanna. Við viljum gjarnan halda uppi fréttaþætti á borð við Viðsjá, — það hefur verið fréttastofunni og okkur sjálíum til góðs, ságði Kári. Hann tók fram að allir.sem hann hefði rætt um þessi mál við, væru sömu skoðunar, þar með taldir útvarpsráðsmenn, sem gjarnan vildu að slikur þáttur yrði á vetrardagskránni. En það er bara ekki hægt, sagði Kári. Fréttamenn á útvarpinu hafa lengi kvartað undan mjög lélegri aðstöðu og tækjaskorti. Nú vantar pláss fyrir þrjá fréttamenn og tæki i stúdiói eru úr sér gengin og hálfónyt að sögn Kára. Á þessu hvoru tveggja verður að ráða bót til þess að þeir treysti sér til þess að vinna að gerð fréttamagasins. Var þeim gefinn frestur frá fimmtudagskvöldi fram að há- degi á föstudag til þess að gefa endanlegt svar. Þar sem ekkert hafði gerst i húsnæðismálunum, var þaö hið sama og áður og vitnað til greinargerða frá fyrra ári og annarrar frá i vor. Kári sagði að nú væri verið að kanna hvort hægt væri að leysa hús- næöisvanda fréttastofunnar innan veggja útvarpshússins og sagðist hann vilja vera bjartsýnn á að það tækist. —A! Nýr þáttur útvarpsins: „A vett- vangi” Á þriðjudag i næstu viku hleypur af stokkunum nýr út- varpsþáttur, ,,Á vettvangi”, og veröur hann á dagskrá eftir kvöldfréttir kl. 19.35 á þriðjudags, miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagskvöldum. Umsjónar- maður þáttarins er Sigmar B. Hauksson og aöstoðarmaður hans er Asta Ragnheiöur Jóhannes- dóttir. Sigmar sagöi i samtali viö Þjóöviljann i gær að þátturinn Framhald á bls 13 Borgin kostar malbikun við Lóuhólana: „Smávegis slys” sagdi Kristján Benediktsson „Það varð smávegis slys og embættismennirnir sem hlut áttu að máli hafa fúslega viðurkennt að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þvl að þetta mál hefði átt að fara fyrir borgarráö. Reykviskir skattgreiðendur verða þvi að taka á sig þennan kostnað um tima þar til kirkjulóðinni verður úthlutað en þá ber nýjum lóðarhafa að endurgreiöa borginni gerð þess- ara 22ja bilastæða”, sagði Kristján Benediktsson, formaður borgarráðs,! borgarstjórn i gær I tilefni af fyjrirspurnum Guðrúnar Helgadóttur um malbikunar- framkvæmdir við verslunarhúsið Lóuhóla 2—6, sem skýrt hefur verið frá I Þjóðviljanum. Guðrún Helgadóttir óskaði eftir svörum við þvi hver hefði upphaf- lega átt að borga bilastæðin næst verslunarhiisinu Suöurhólameg- in, hver kostnaðurinn væri og hver myndi nú borga malbikun stæðanna. Einnig hreyfði hún þeirri hug- mynd að láta nú við sitja og fara ekki i frekari framkvæmdir þama en þegar er orðið. 1 svari öddu Báru Sigfúsdóttur, for- manns framkvæmdaráös.kom fram að tveir embættismenn Framhald á bls 13 VemiKiar á nýju krónunni Bæklingur á hvern bæ Geymið á vísum stað Þessa dagana er verið að senda inn á hvert heimili í landinu upplýsingabækling sem Seðla- bankinn hefur látið gera um gjaldmiðilsbreyt- inguna. Bæklingur þessi, sem er hinn aðgengilegasti, leitast við að svara skilmerkilega öllum þeim spurningum sem brýnt er að allir kunni svör við þegar nýja krónan tekur gildi 1. janúar næst- komandi. Mlmið að hafa bæklinginn góða alltaf á vísum stað þar sem allir geta gengið að honum eftir þörfum. Oll þurfum við að vera klár á nýju krónunni þegar hún tekur gildi. Ekki satt? Bæklingur á ensku og dönsku Bæklingur í enskri og danskri útgáfu verður fáanlegur fyrir þá sem þess óska. Nauðsynleg lesning -því fyrr, því betra Hér gefst því kjörið tækifæri fyrir alla lands- menn, fjölskyldur sem einstaklinga, að kynna sér efni bæklingsins til hlítar í góðu tómi heima við og endurlesa eftir því sem nær dregur breyting- unni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ýtarlegri bæklingur fyrir fyrirtæki Ýtarlegri bæklingur sem miðaður er sérstak- lega við þarfir fyrirtækja og stofnana er einnig til reiðu og fæst gegn pöntun í bönkum og spari- sjóðum. minni upphæðir-meira veiðgildi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.