Þjóðviljinn - 16.10.1980, Síða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1980, Síða 7
Fimmtudagur 16. október 1980 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Samantekt um Czeslaw Mflosz Nóbelsskáld: Einsog menn gátu lesið í fréttum var það útlægur Pólverji, Czeslaw Milosz, sem hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels í ár. Með þeim verðlaunum er ber- sýnilega verið að vekja athygli bæði á pólskum bókmenntum og útlaga- bókmenntum. Pólverjar eru sagðir stoltir af því að svo merkur fulltrúi skáldskaparhef ðar í landi þeirra fær verðlaunin, en aðrir eru dálítið hissa, eins og jafnan þegar þeir menn fá ekki verðlaunin eðlilegur fyrirvari. En um þetta hefur annað útlagaskáld, rúss- neski gyðingurinn Josif Brodski sagt: „Eg efast ekki hið minnsta um þá staðhæfingu að Czeslaw Milosz sé eitt af fremstu skáld- um heims, kannski hið fremsta. Jafnvel þótt maður ræni hann stilrænum ljóma hins pólska móðurmáls hans (sem hlýtur að verða við þýðingu), og heldur sig við inntak ljóðanna eitt, þá finnst okkur að við stöndum frammi fyrir ströngum og stað- föstum anda, svo kynngi- mögnuöum, að eina hliðstæðan sem kemur upp i hugann eru persónur Bibliunnar — fyrst og fremst Job”. Czeslaw Mllosz; allir höfum við sagt skillð við þann heim sem við best þekktum... „Útlegðin er hlut- skipti skáldsins” sem mest hefur verið um talað daga og vikur áður. Czeslaw Miiosz er ekki þekkt- ur höfundur meðal þeirra sem ekki lesa pólsku. En eins og Art- hur Lundkvist, einn þeirra sem atkvæði greiða i sænsku aka- demiunni, hefur lagt áherslu á, þá er þaö ekki sérlega vel til fundiö, að verðlauna þá höfunda sem þegar njóta velgengni frægðarinnar. >að er skynsam- legra, segir Lundkvist, að nota þennan fræga styrk til þess að miðla þekkingu um merka höf- unda, sem ekki hafa til þessa notið verðskuldaðrar athygli. Meöal annars vegna tungu- málaerfiöleika. ■ Hvað fer I forgörðum? Czeslaw Milosz er vitanlega , þekktur maður meðal Pólverja, ■ jafnvel þótt þeir sem heima sitja i landinu hafi átt takmark- | aðan aðgang að verkum útlag- , ans. Þeir eru sagðir vissir um | að skáldskapur hans eigi ekki sinn lika I heimi eftirstriösár- I anna. En þeir eru lika hræddir ■ um aö töfrar verka hans séu svo I rækilega bundnir i pólska tungu og skáldskaparhefð, að þeir fari I aö verulegu leyti forgörðum i ■ þýðingum. Það er ekki nema I______________________________ Allir útlagar Milosz hefur skrifað skáld- sögu sem Issadalur heitir, hún kom út 1955. Þar segir hann frá sjálfumsérog kynslóö sinni, frá hörmungum og landflótta I sér- kennilegri blöndu þjáningar- fullrar innlifunar og útleggingar úr fjarska. Hann fjallar lika um ' það hlutskipti aö vera gestur i öðru landi, framandleikann sem hægt er að milda en ekki losna undan. 1 fyrirlestri sem haldinn var árið 1967 gefur Milosz til kynna að hlutskipti sitt hafi sammannlega þýðingu: „Nú um stundir er næstum þvi ógjörningur aö tala um skáld án þess að láta útlegðar- innar getiö. (itlegðin er hlut- skipti skáldsins á vorum dög- um, hvort sem hann býr I heimalandi sinu eða erlendis: næstum þvi alltaf hefur hann slitið sig frá þeim siðum og við- horfum sem hann kynntist I bernsku”. Sé þetta rétt er Milosz mjög dæmigert samtiöarskáld. Uppruni Hann fæddist árið 1911 i héraði þar sem Pólverjar og Litháar bjuggu saman undir valdi hins rússneska keisara; frá sömu slððum var þjóðskáld- ið Adam Mickiewicz, Lithái sem orti á pólsku og dó i útlegð i Paris 1855. Hann nam i Wilno, sem var I Póllandi milli striða en er nú Vilnius, höfuðstaður Sovét-Litháen. Nú um langt skeiö hefur hann verið bók- menntaprófessor vestur á Kyrrahafsströnd og hefur ekki möguleika á að virða það fyrir sér sem eftir kann að vera af heimi æskunnar. Hann hóf feril sinn sem helsta von Wilnohópsins svonefnda, sem átti sér athvarf I timaritinu Zagary. Hann var „reiöur ung- ur maður”, efagjarn á spá- dómstilburði skáldanna, en næmur á uggvænleg pólitisk tið- indi, ekki sist fasisma og gyð- ingafjandskap i Póllandi sjálfu. Siðan kom styrjöldin sem öllu breytti og var pólsku þjóðinni þungbærara en flestum öðrum. Striðið Hann hætti samt ekki að yrkja. Undir dulnefninu Jan Syruc dreiföi hann þegar á fyrsta ári þýsks hernáms fjöl- rituðu upplagi kvæöa sinna — sú bók var, með nokkrum viðbót- um, ein af fyrstu bókunum sem prentuð var I Póllandi eftir strið. Asamt meö Jerzy Andrzejewski — (sem samdi skáldsöguna Aska og demant- ar) stýröi hann neöanjarðar- timariti um bókmenntir I her- numdri Varsjá. 1 andspyrnuhreyfingunni komst hann I samband við kommúnista, en gekk hvorki i flokk þeirra né annarra. En eft- ir striö tók hann tilboði hinna nýju valdhafa, sem sumir hverjir voru góðir kunningjar hans, um að ganga I utanrik- isþjónustuna. Fram til 1951 var hann sendimaður Alþýöuveldis- ins i Bandarlkjunum og Frakk- landi. Þá var „stalinisering” Pól- lands hafin fyrir alvöru og hann kaus að fara I útlegð. Um þetta leyti skrifaði hann bókina „Hugur I f jötrum — The Captive Mind, sem er sú eina af verkum Milosz sem undirritaður hefur lesið. Hugur í fjötrum Bókin er úttekt á þvi hvernig greipar staliniskrar nauðhyggju læsa sig um samferðamenn höf- undar — menntamenn, þjóðern- issinna, vinstrisinna, frama- gosa, gamla kommúnista. Hvernig þeir finna sér I að- stæöum og illri nauðsyn réttlæt- ingu fyrir þvi samkomulagi sem þeir gera viö nýja valdhafa og við hiö sovéska forræöi, sem þeim er sjálfum litt aö skapi. Hann talar um innri erfiðleika þessara manna sem „fá þó þá uppbót fyrir sársaukann að þeir gerast vissir um að þeir tilheyri j nýjum og sigursælum heimi — jafnvel þótt hann sé hvorki þægilegur né ánægjulegur”. i Milosztalarumafstöðuaust- urevrópskra menntamanna sem „hrýs hugur við þvi kæru- leysi sem vestrænt hagkerfi sýnir vlsindamönnum og listamönnum. Þeim finnst þá að 1 betra sé að gllma við greindan I djöful, en velviljað fifl”. Og hann talar um persónulega þróun þeirra sem ánetjast nauð- hyggju valdsins: „Eftir að mað- I urinn hefur lengi lært hlutverk sitt vex hann svo rækilega inn i ' það, að hann getur ekki lengur greint milli hins sanna sjálfs og þess sem hann þykist vera.” Og þessi leikur leiðir til þess ,að ] maður fer að meta eigin slóttug- , heit öðru fremur. Velgengni i leiknum verður manni eins- konar fullnæging”. Þetta var merkileg skilgrein- ingabók á sinum tima, en hefur I nokkuð fallið i skuggann fyrir seinni tima ritum austur- , evrópskum (eftir Kolakowski, Mnacko, Mlynar, Bahro og fleiri). Tengslin við Pólland Ariö 1960 kom Milosz sem fyr- ‘ irlesari til Berkeleyháskóla og I Ilengtist þar sem bókmennta- I kennari. Þetta þýðir ekki aö hann hafi j rofið öll tengsl við Pólland. Sjálfur hefur hann látiö svo um mælt að „það er enginn vafi á * þviaöminn sanni lesendahópur j er i Póllandi”. Hann á ekki aöeins við þá þýðingarerfiðleika sem tengja ljóðskáld fyrst og j fremst við eigin þjóð. Bengt Holuquist sem nýlega I var á bókmenntaferð i Póllandi, I segir i grein I Dagens Nyheter, J að þeir sem hafa haft raunveru- . legan áhuga hafi alltaf getað I náð I bækur Milosz i Póllandi. I þeim skilningi hefur ekki veriö ] reistur slikur ógnarmúr milli ■ útlaga og heimalesenda sem Sovétmenn hafa upp hlaöiö til að byrgja úti Solsjenitsin, , Nekrasof, Brodski, Korzjavin i og fleiri menn. Pólverjar hafa fylgst meö Milosz, einnig þeirri | tylft bóka sem hann hefur skrif- , að eftir að hann fór i útlegö. ■ Eftir uppgjörið 1956 voru bækur hans mjög i umferö — nema | „Hugur I fjötrum”. 1958 gaf • pólskt rlkisforlag út Issadalinn I og siðar ljóðasafn hans. Aö visu voru bækurnar nokkuð skertar | af ritskoðun þegar þær komu út, ■ en sú staðreynd að þaö var hægt I að koma þeim á prent i Póllandi þýddi aö aðstæöur höfðu breyst I verulega. ■ Aðstæður i Póllandi i dag I munu að likindum verða til þess | að aukinn þrýstingur veröur á . að gefa verk Milosz út óskert og I i stórum upplögum. Má vera að Lech Walesa og verkamanna- ] féiögin nýju setji það mál á , kröfuskrá — maður veit aldrei hvaö kann að gerast I Póllandi. A.B. tók saman. J Ný plata með Hauki Morthens: EKKERT SMÁ- VEGIS BRÖLT Aðdáendur Hauks Morthens geta nú brosaö breitt, þvi komin er á markað ný hljómplata með söngvaranum góðkunna. Platan ber heitiö „Litið brölt” og er gefin út af Steinum h.f. Haukur sagði á blaðamanna- fundi þar sem platan var kynnt,að hann hefði sungiö inn á sina fyrstu plötu 1953,og á sinum langa ferli hefur hann sungiö um 300 lög inn á plötur.bæði íslensk og er- lend. Þeir sem komnir eru til vits og ára þekkja mörg 'aga Hauks, allt frá Bjössa á mjólkurbilnum, Rokk kalipsó I réttunum, Þreki og tárum (sem hann söng ásamt Erlu Þorsteins), til Huldu sem spannogBláuaugnanna. Haukur hefur mjög sérstakan stil,eins og heyra má á gömlum píptum; hann nálgast það að yera „klassískur” og er sannarlega barn sins tima. A nýju plötunni.sem er reyndar ekkert smávegis brölt,eru 11 lög eftir Jóhann Helgason, og einnig eru flestir textarnir eftir hann. Aðrir sem eiga texta eru Jón Sig- urðsson, Kristján frá Djúpalæk og þjóðskáldin Matthias Jochunqsson og Þorsteinn Erlingsson. Undirleik annast hljómsveitin Mezzoforte, og einnig koma við sögu söngvinir úr Bústaðasókn. Aftan á plötuumslaginu eru allir textarnir, en að framan getur að lita söngvarann sjálfan. — ká Haukur Morthens hefur sent frAsér nýja hljómplötu. Hér sést hann á blaöamannafundi þarsem platan var kynnt. _ Ljósm.: — eik

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.