Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. október 1980
UÚOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ltgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans
Framkvemdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Ðergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaftur Sunnudagsblafts: Guftjón Friftriksson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóftsson
Afgreiftsiustjóri: Valþór Hlöftversson
Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorstemn Magnússon.
tþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar EHsson
Ctlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjornssoru
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Baráttuviljinn
sker úr
• Eins dags allsherjarverkfall hef ur verið boðað þann
29. október. Margir höfðu vænst þess, að verkalýðs-
hreyfingin gripi til ákveðnari og harðari aðgerða nú
þegar, — svo afdráttarlaust sem fulltrúar Vinnu-
veitendasambandsins neituðu tillögu sáttanefndar um
lausn kjaradeilunnar.
• Vissulega getur eins dags verkfall haft nokkurt gildi
til að sýna samstöðuna, en það gildi er þó lítið nema
meiri og ákveðnari aðgerðir fylgi í kjölfarið hið fyrsta.
• Ekki dugar að láta vopnin hanga í slíðrum uppi á þili.
Samningamenn verkalýðshreyfingarinnar hafa vafa-
laust fært mörgum sinnum fram öll þau góðu rök, sem
þeir hafa á hendinni fyrir nauðsyn kjarasamninga,
samninga sem tryggðu a.m.k. þær kjarabætur sem í
sáttatillögunni felast. En atvinnurekendur hlusta bara
ekki á þessi rök, þótt þau séu þulin yfir þeim þúsund
sinnum af mikilli málsnilld. Þeir græða hins vegar 100
miljónir á dag á að tef ja samningana.
• Það er vissulega nauðsynlegt fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að eiga málsnjalla og rökvísa talsmenn við
samningaborðið, en það eitt dugar ekki til eins og mál
standa nú. Ef samningar eiga að takast þá þarf alltaf
tvo til. Og mat atvinnurekenda á rökum talsmanna
verkalýðshreyfingarinnar ræður ekki endanlegum úr-
slitum, heldur hitt hvort þeir telja baráttuviljann hjá
hinum almennu félagsmönnum í verkalýðshreyf ingunni
mikinn eða litinn. Sé baráttuviljinn lítill í verkalýðs-
félögunum að dómi atvinnurekenda, þá svara þeir með
neii og aftur neii, hvaða réttlætisrök sem yfir þeim eru
þulin. Neiin kosta þá nefnilega ekki neitt.
• Sé samningamönnum atvinnurekenda hins vegar
gert Ijóst að innan verkalýðshreyfingarinnar sé fyrir
hendi baráttuvilji, vilji til að sækja réttlátar kjarabætur
með mætti samtakanna, þótt það kosti einhverjar
skammtímafórnir, þá opnast eyru atvinnurekenda, og
þá opnast buddan hjá þeim líka.
• Fyrsta spurningin er því nú: Hver er baráttuviljinn i
verkalýðsfélögunum? Eru vopn samtakanna bitlaus, eða
er hægt að brýna þau svo bíti? Eins dags allsherjar-
verkfalli þarf að fylgja boðun frekari aðgerða svo rödd
verkalýðshreyfingarinnar og réttlætisrök skiljist líka
þeim, sem komið hafa sér upp þykkustum eyrum.
• Sagt er að ríkisstjórnin eigi að leysa málið. En
hvernig á hún að fara að því? A þingmeirihluti að lög-
binda kaup, þótt verkalýðshreyf ingin kæri sig ekki um
slikar lögboðnar kjarabætur? — Varla. Verkalýðs-
hreyfingin segist vilja sækja kjarabæturnar sjálf með
sínum vopnum. Gott er það, en þá verður lika að láta
hendur standa fram úr ermum.
• Atvinnurekendur segjast tilbúnir að semja, ef ríkis-
stjórnin borgi kauphækkunina fyrir þá og lækki líka
skattana. Þeir telja ríkisstjórnina greinilega skipaða
kraftaverkamönnum. Það kemur auðvitað ekki til mála,
að ríkisstjórnin fari að borga fólkinu kaupið f yrir Davíð
Scheving Thorsteinsson eða aðra atvinnurekendur.
Ríkisstjórnin hef ur samið við ríkisstarfsmenn og borgar
þeim umsamin laun. Ráði maður mann í vinnu, getur
hann ekki vísað á einhvern þriðja aðila til að borga kaup-
ið, nema þessi þriðji taki þá við rekstrinum.
• Aðalsamninganefnd Alþýðusambandsins hefur lýst
því yfir af sinni hálfu að á sáttatillöguna megi fallast.
Vinnuveitendasambandið þverneitar. Talsmenn þess
segjást þó vilja fallast á sams konar almenna launa-
hækkun og varð hjá BSRB. Hvað ber þá á milli?
• Það sem á milli ber er þá sú sérstaka hækkun til
lægst launaða fólksins upp á kr. 10.000 á mánuði, sem
sáttatiilagan gerir ráð fyrir til viðbótar við almenna
15.000 króna hækkun.
• Hvar er nú umhyggjan fyrir lægst launaða fólkinu?
Á að hindra sérhvert skref til launajöfnunar? Þarf allt
að loga hér í verkföllum til að tryggja lægst launaða
fólkinu þennan 10 þús. króna kaupauka umfram aðra?
Ríkisstjórnin samdi um hliðstætt „gólf", — kaupauka til
þeirra lægst launuöu í hópi ríkisstarfsmanna. — Friður
er oftast betri en strið, en svo virðist, sem framvarðar-
sveit Vinnuveitendasambandsins bíði þess eins að láta
berja sig til hlýðni.
k.
Safnvörftur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigrfftur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir, Jóhannes Harftarson.
Afgreiftsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurftardóttir.
Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigríftur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir.
Húsmóftir: Anna Kristin Sverrisdóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
(Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson.
Ritstjórn, afgreiftsia og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaftaþrent hf.
# úr aimanakinu
Kannski er það að bera i
bakkafuilan lækinn að skrifa
grein um þá kjarasamninga
verkalýðshreyfingarinnar og
vinnuveitenda, sem nú eru i
gangi, svo vel er vakað yfir
þeim i fjölmiðlum. Sömu sögu
er raunar að segja um hið nýja
fiskverð, sem ákveðið var á
dögunum. En varðandi bæði
þessi mál eru atriði sem mjög
litið hefur verið f jallað um og er
raunar afar litið fjallað um þeg-
ar samningamál eru i gangi eða
þegar nýtt fiskverð er ákveðið
og þvi boriö viö að ekki sé hægt
að semja um hærra kaup eða
greiða hærra fiskverð vegna
lélegrar afkomu atvinnuveg-
Eilifðartap
betta mál er raunar eilifðar-
tap atvinnufyrirtækja, hvort
heldur það eru fyrirtæki tengd
sjávarútvegi, útgerð og fisk-
vinnslu, ellegar þá öskyld fyrir-
tæki. Ég man þá tiö, þegar allur
þorri fiskiskipaflotans hér á
landi var 20 til 50 tonna trébát-
ar, ásamt nokkrum siðutogur-
um. Það eru ekki nema um 30 ár
siðan þetta var og öll þessi 30 ár
hefur maður heyrt neyðaróp frá
útgerðarmönnum um að útgerð-
in væri á hausnum, grundvellin-
um til reksturs fiskiskipa hefði
veriö kippt burtu og engin leið
væri að gera út. Ekki rekur mig
minni til að frá einum einasta
aðalfundi LIÚ hafi komið yfir-
lýsing um sæmilega hvað þá
góða afkomu útgerðarinnar i
landinu. Samt sem áöur hefur
fiskiskipafloti landsmanna
breyst úr 20 til 50 tonna trébát-
um uppi glæsilegustu stálskip
200 til 1600lesta, auk hins stóra,
sumir segja of stóra, skuttog-
araflota. Auðvitað er það
ánægjulegt að þetta skuli hafa
veriö hægt. En fyrir venjulegan
mann, semekki getur tekið lán
án þess að greiða það og ekki
greitt lán án þess að afla tekna
og lifa jafnframt er þaö full-
komlega óskiljanlegt hvernig
hægt er aö framkvæma slikt
risaátak sem þessi endurnýjun
fiskiskipaflotans er og vera allt-
af að tapa.
Spilað á sjóðakerfi
eða hvað?
Margir skýra þetta með þvi
aö benda á að uppbyggingin hafi
átt sér stað með stanslausum
lántökum en aðrír að útgeröar-
menn hafi í gegnum árin spilað
ásjóðakerfiðog getað með þeim
hætti fjármagnað eillföartapiö.
Ef viö tökum fyrri kenning-
una og skoðum hana aðeins
nánar, þá skilur venjulegt fólk
þaö ekki hvernig hægt er að
taka lán til kaupa á nýjum fiski-
skipum, án þess að greiða þau,
þvi aö enginn maður sem tapar
endalaust og nær þvi ekki
endum saman getur greitt niður
lán. Um slikt ætti ekki að þurfa
aö deila. Sá sem ekki hefur
meira kaup en sem dugir til aö
borða fyrir, greiöir ekki afborg-
anir af vixlum.
Um hitt atriðið, að spila á
lánakerfiö,er erfiðara fyrir leik-
menn að ræöa um, þvi að sjóða-
kerfið og reglur þess er slikur
frumskógur, að það er ekki fyrir
hvern sem er að skilja það allt
saman. Mjög margir fullyröa að
hægt sé að spila á þetta sjóða-
kerfi. Útgerðarmenn hafa hins-
Að
tapa
með
gróða
vegar margoft neitað þvl, að
þeir fái styrki, sem neinu
nemi, um það þori ég heldur
ekki neitt að fullyrða. En þá
stendur eftir spurningin um
hvernig hægt er að breyta
skipastól landsmanna úr 20til 50
tonna tréskipum I slikan glæsi-
flota sem sækir á miðin i dag á
aðeins 20til 30 árum af mönnum
sem alltaf tapa.
úr kofum i hallir
1 rauninni er sömu sögu að
segja um frystiiðnaðinn i land-
inu. Margir muna þá tið þegar
frystihúsin i landinu voru lé-
legar skemmur flest öll, en hafa
á tiltölulega stuttum tima byggt
yfir sig hin bestu hús, jafnvel
hallir (sjá lsbjörninn),og eru nú
i óða önn að tölvuvæða alla sina
starfsemi og gera hana sem
fullkomnasta. Vissulega
ánægjuleg þróun, en sama
spurning vaknar og með út-
gerðarmennina, hvernig er
þetta hægt hjá fyrirtækjum sem
alltaf eru aö tapa, áratug eftir
áratug? Allár þær gengisfell-
ingar sem framkvæmdar hafa
veriö sl. 30 ár eru gerðar til að
Sigurdór
Sigurdórsson
skrifar:
rétta við slæma stöðu frystihús-
anna i landinu, en ekkert viröist
duga, þau eru alltaf rekin með
halla aö sögn eigenda.
Afskriftir
Ef við snúum okkur aftur að
útgeröarmönnum þá er það mál
manna að afskriftareglur séu
þeim sem eiga skip mjög hag-
stæðar. Nú veit hver maður að
þegarútgeröarmenn kaupa skip
fá þeir allt að 95% til 100% af
kaupverðinu lánað. Aftur á móti
skilst manni að afskriftir séu til
þess að gera fyrirtækjum kleift
að leggja fyrir fé til endumýj-
unar, á tækjum og búnaði. En
þar sem útgerðarmenn fá nær
allt kaupverð skipa lánað, þá
hafa þeir ekki lagt fyrir i banka
afskriftarpeningana. Hvað
veröur þá um þessa peninga og
þar er ekki um neinar smáupp-
hæöir að ræöa. Getur það verið
þegar allt kemur til alls að staða
útgerðarinnar sé ekki eins slæm
og af er látið þegar verið er að
hygla útgerðarmönnum með
hækkun oliustyrks o.fl.?
Vitahringur
Oft er talað um að fara þurfi
ofan i saumana á ýmsum
málum. Sennilega eru fá mál
sem meiri þörf er á að kanna
ofan i kjölinn en þau sem hér
hafa verið nefnd. Sá vitahringur
sem málefni útgerðarmanna og
fiskiðnaöarins eru i, virðist
órjúfandi. Fyrst er gengið látiö
siga eða fallg, hvort orðið sem
menn vilja nota-, þá hækka lán á
fiskiskipum, kaup hækkar i
landi aö sjálfsögöu og aftur þarf
að fella gengið til þess að frysti-
húsin beri sig og svona koll af
kolli. Og alveg frá þvi að alvöru-
útgerö hófst hér á landi hefur
þessi eina leið veriö farin, þrátt
fyrir það að hún hefur synt og
sannað að hún leysir engan
vanda, heldur er ósköp stuttur
frestur á eilifðar vandamáli
sem sagt er vera fyrir hendi, án
þess að kannað sé hvort vanda-
málið er raunverulegt eða til-
búið. —S.dór