Þjóðviljinn - 18.10.1980, Side 11
Ketgia 1*.—1». •fctéfcer t«M )>JóÐVIL>INN — SIDA H
*mér
datt þaö
í hug
Hafþór Guðjónsson skrifar:
HLUTVERK SKÓLA
í BRJÁLUÐUM HEIMI
„Hlutverk skólans er aö gera
nemendum fært aö skilja þau
gifurlegu vandamál sem ógna
tilveru mannkyns I dag og í
fyrirsjáanlegri framtiö. Til þæss
aö ná þessu markmiöi skal
skólinn innræta nemendum
gagnrýna og skapandi hugsun,
kenna þeim aö meta raunveru-
leg verömæti og bda þau undir aö
lifa án margra þeirra verald-
legu hluta, sem i dag eru taldir
sjálfsagöir. Skólinn skal leitast
viö aö efla andlegan þroska
nemenda á þann veg aö þeir geti
oröiö virkir þátttakendur i mót-
un nýs og manneskjulegra þjóö-
félags, sem taki miö af mann-
kyninu i heild”
Þessi markmiöslýsing er
(auövitaö) ekki til. Hím er
heiiaspuni minn. HUn er aö
ýmsu leyti loöin og óljós. En þaö
skiptir ekki meginmáli. Aöal-
atriöiö er aö hér er sett fram sú
skoöun, aö skólinn eigi i starfi
sinu aö taka miö af þeim heimi
sem viölifum i.,,Gerir hann þaö
ekki?” kann einhver aö spyrja
og bætakannski viö: „Býr ekki
skólinn okkur undir lifiö? Veitir
hann okkur ekki þá menntun
sem viö þurfum á aö halda i
nútima þjóöfélagi?” Þessum
spurningum má svara meö bæöi
já-i og nei-i. Vissulega væri
okkur ógjörlegt aö viöhalda þvi
þjóöfélagi sem viö búum viö i
dag ef skólans nyti ekki viö.
Augljóslega væri býsna erfitt
aö lifa og starfa i þessu
þjóöfélagi ef viö kynnum ekki að
lesa, skrifa, reikna o.s.frv. En
þaö er ekki þetta sem ég á viö.
Ég á viö aö skólinn hafi vanrækt
aö taka miö af þeirri staðreynd
aö mannkynið er á leið til
helvitis. Skólinn tekur miö af
velferðarþjóðfélaginu (þó ekki
skuggahliöum þess). Hann
skapar þaö viöhorf hjá nemend-
um, aö velferðarþjóöfélagið sé
sjálfsagt og eölilegt fyrirbæri,
að hviti maðurinn hafi meö
þrautseigju og útsjónarsemi
smám saman skapað þaö þjóö-
félag gnægta, sem viö búum við
i dag. Aö viö eigum þetta i raun-
inni skiliö.
Okkur var kennt að dást að
hetjunum miklu, Kólumbusi og
Vasco da Gama. Okkur var hlift
viö barbariinu sem fylgdi i
kjölfar „hinna miklu landvinn-
inga”. Viö lásum kannski eitt-
hvaö um þrælasöluna miklu. En
var þaö nokkurn timann útskýrt
fyrir okkur hvaða áhrif þræla-
salan hafði á þjóöfélög Afriku?
Þjóöfélög Afriku? Já, viö feng-
um vist ekkert aö heyra um þau
heldur. Aö þarna, i henni svörtu
Afriku, voru mörg voldug
menningarriki, þegar hviti
maöurinn steig þar á land i lok
14. aldar. Sum árþúsunda
gömul. Nei, viö fengum vist
ekkert aö heyra um þetta. Viö
fengum bara að heyra um sigra
hvita mannsins. En þaö var ekki
útskýrt fyrir okkur hvemig
þrælasalan og önnur kúgun
þess?) er oft ansi grunnt á for-
dómunum i garð svartra („leti-
blóö”, „villimenn”). Okkur
væri nær aö sleikja jöröina viö
íæiur þeirra i auömýkt og i
minningu þræ'anua.
Þessa dagana látum viö flest
fé af hendi rakna til hjálpar
nauðstöddum i Afriku. Þaö er út
af fyrirsigágætt. En meöhvaöa
hugarfari gerum viö þetta? Er
þaö ekki svo aö við vorkennum
þessu fólki og aö viö um leið
erum aö sýna hvaö viö erum
rausnarleg? Rausnarleg! Þaö
er nú meira. Viö skuldum þeim
þetta — og margfalt meir. Viö
stálum þessu frá þeim og okkur
ber aö skila þýfinu til baka Viö,
þ.e.a.s. evrópubúar uröum rik á
afrisku samfélögum. Og þaö
„láöist” vi'st lika aö geta þess,
aö þrælasalan voru einhver arö-
vænlegustu viöskipti allra tima.
Aldrei hafa evrópskir kaup-
menn og kapitalistar grætt eins
mikið — og i eins langan tima:
Ágóöinn var einatt um 300%.
Evrópa varö rik um leiö og
Afrika varö fátæk. Þaö má þvi
meö sanni segja aö hálofuö vel-
ferö okkar byggist á svita, tár-
um og blóöi blökkumanna. Þrátt
fyrir þetta (eöa kannski vegna
um áfram aö veröa rik á kostn-
að þessara heimshluta, á kostn-
aö þriöja heimsins. Þrátt fyrir
„rausnarskapinn”, já, þrátt
fyrir þróunar-,,hjálpina”. Lönd
þriðja heimsins veröa sifelit
fátækari, biliö milli Noröurs og
Suöurs æ breiöara. Sum fátæku
löndin megna ekki einu sinni aö
borga vextina af lánum sem þau
hafa oröiö aö taka hjá riku þjóö-
unum. Ég set hjálp i gæsalappir
þegar ég tala um þróunar-
„hjálp”. Vegna þess aö þró-
unaraöstoð er sjaldnast gjöf.
Henni fylgja oftast beinharöir
skilmálar eins og t.d. þeir, aö
„hjálpina” eigi aö nota til aö
kaupa vörur frá þvi landi sem
„gefur”. Þannig skapast aukin
eftirspurn, meiri gróöi, meiri at-
vinna og aukinn hagvöxtur i
landinu sem abstoöina veitir.
Hin fullkomna hringrás auö-
magnsins! Já, hringrás auð-
magnsins.
Ýmsirútreikningar sem gerö-
irhafa verið á alþjóölegri hring-
rás aubmagnsins, sýna aö i
heild hafa ajnk. 160.000
miljarðar isl. kr. streymt frá
fátæku löndunum tilþeirra riku
Nettó! Og börnin i þessum lönd-
um deyja úr hungri. Menn-
ingarstofnun Sameinuöu Þjóö-
anna, UNICEF, segir okkur, aö
áriö 1978 dóu 12 miljónir barna
undir 12 ára aldri úr hungri.
Framtiðarspáin er ennþá
óhugnanlegri: 650 miljónir
barna — 2/3 af börnum heims —
munu aldrei ná fullorðinsaldri
ef aðstæöur i heiminum haldast
óbreyttar. Hvaö gerum viö?
Lesum um hryllinginn, horfum
áhanni' (lita-)sjónvarpinu, fyll-
umst meöaumkun. Þeir viö-
kvæmustu tárast. Svo friðum
við samviskuna af og til meö
nokkrum fimmþúsundköllum i
söfnunarbaukana. Sem sagt:
Viö gerjm ekki nokkurn skap-
aðan hlut. Fólkiö i þriðja heim-
inum þarfnast ekki meðaumk-
unar og heldur ekki tára.
Olmusur viþ og viö hjálpa þeim
ekki neitt.
Þeim fer sifellt fjölgandi sem
deyja úr hungri. Þetta fólk þarf
stórtæka raunverulega hjálp.
Svo stóra hjálp þarf þetta fólk
aö viö verðum aö gera róttækar
breytingarálifsháttum okkaref
viö ætlum aö veita hana. Engar
patentlausnir eru til við þessum
vanda. Engar tækninýjungar
geta leyst hann. Tæknin getur
að visu hjálpaö til að leysa
vandann. En tæknin kostar pen-
inga. Fátæku þjóðirnar eiga
ekki peninga. Peningana veröa
þær aö fá hjá okkur. Svo mikla
peninga aö viö munum neyöast
til aö neita okkur um ýmislegt,
sem viö hikum ekki vib aö
kaupa i dag (t.d. bil af nýjustu
árgerö) — ef Ur verður. En
viljum viö þetta? Getum viö
þetta? Er ekki velmegunin
ómissandi? Athugum aöeins
ástandið hjá okkur. Sifellt fleiri
dauðsföll og örkuml af völdum
einkabila. Æ fleiri deyja um
aldur fram vegna sjúkdóma
sem rekja má til ofneyslu.Húð-
krabbameinstilfellum fer fjölg-
andi vegna ofnotkunar sólar-
geisla i sólarlandaferöum.
Ofnotkun áfengis, ofnotkun
tóbaks, ofnotkun fæöu. Of,of,
of. Allt er um of hjá okkur. Viö
erum að kafna i velferðar-
vandamálum. Viö ausum pen-
ingum i velferð og við ausum
peningum i þá skaöa sem
velferðin veldur. Er þetta ekki
dæmalaus hringavitleysa? Og
börnin i þriöja heiminum deyja
úr hungri. Og kannski það
versta af öllu: Vonleysiö hefur
gripiðokkur. Viö trúum þvi ekki
aðvið getum gert neitt af gagni.
Viö erum kannski oröin svo
samdauna velferöinni, svo sam-
ofin henni að viö komumst ekki
útúr hringavitleysunni. Þó svo
aö við innst inni finnum að hún
gefur okkur ekki það sem viö
leitum aö: lifsfyllingu, betra líf,
manneskjulegra lif. Þó svo aö
viö eygjum þann möguleika aö
einfaldara lif geti verið miklu
betra en sú velmegun sem við
borgum meö yfirvinnu.
Hér er ég i rauninni kominn
aö upphafi þessarar greinar:
Markmiöslýsingunni, hlutverki
skólans. Ég el ekki i brjósti
neinar gyllivonir um það að viö
breytum lifsháttum okkar á
einni nóttu. En er ekki sannar-
lega timabært aö byrja? Og
hvar er eölilegra aö byrja en
einmitt i skólanum? Skýra fyrir
börnum okkar hvernig ástandiö
i heiminum er í raun og veru?
Hlifa þeim viö blekkingunum.
Gera þau aö ábyrgum þegnum
alls mannkyns. Afhjúpa fyrir
þeim orsakir og afleiðingar vel-
feröarþjóöfélagsins. Sýna þeim
fram á hversu innantómt lif þau
eiga i vændum ef þau gera eins
ogviö. sannfæra þau um aö þau
getioröiö virkir þátttakendur i
sköpun nýs og betra þjóöfélags,
sem taki miö af mannkyninu i
heild.
íslandsklukkan
í Nemendaleikhúsinu
Guöbjörg Thoroddsen I hlutverki
Snæfriöar og Jóhann Sigurösson I
hlutverki Arnas Arnæus.
A mánudaginn kl. 20.00
frumsýnir N emen da leikhús
Leiklistarskóla Islands, tslands-
klukkuna eftir Halldór Laxness I
Lindarbæ. Leikstjóri er Briet
Héöinsdóttir, Magnús Pálsson
hefur teiknaö leikmynd og bún-
inga og David Walters hannaöi
lýsingu. Sjö nemendur á lokaári
skipta meö sér hlutverkum i sýn-
ingunni.
Leikendur eru Guðbjörg
Thoroddsen, Guöjón Pálsson
Pedersen, Guömundur ólafsson,
Jóhann Sigurösson, Július
Hjörleifsson, Karl Agúst Olfsson
og Sigrún Edda Björgvinsdóttir.
Nemendur hafa meöfram
æfingum unnið aö gerö leikmynd-
ar, búninga og leikmuna og ann-
ast aö mestu sjálf leikhúsrekstur-
inn.
„Islandsklukkan” eöa „Sagan
af Jóni Hreggviössyni á Rein og
hans vin og herra Arna Arnasyni
meistara” hefur tvivegis ábur
veriö færö á sviö i Reykjavik i
Þjóöleikhúsinu. Bæöi skáldsagan
og leikgeröin hafa fyrir löngu
Leikarar Nemendaleikhússins I ár. t fremri röö Sigrún Edda Björgvinsdóttir, Guömundur ólafsson og
Karl Agúst Olfsson. 1 aftari rööJóhann Sigurösson, Guöbjörg Thoroddsen, Guöjón Pcdersen og Júlfus
Hjörleifsson.
öölast sess sem sigild verk i
vitund þjóöarinnar, og slik verk
hljóta aö ögra leiklistarnemum.
Briet Héöinsdóttir sagöi á
blaðamannafundi á fimmtudag,
aö i sýningu Nemendaleikhússins
væri engin tilraun gerö til aö hafa
leikmyndina realiska, og
uppfærslan væri lika ólik fyrri
uppfærslum Þjóðleikhússins að
þvi leyti að hér skiptu 7 unglingar
meö sér öllum hlutverkum i staö
30 leikara á öllum aldri.
Þvi miöur er óvist hvaö geta
oröiö margar sýningar á verkinu,
en frumsýningin veröur, eins og
áður er getið, mánudaginn 20.
þessa mánaöar, 2. sýning
miðvikudaginn 22. og 3. sýning
fimmtudaginn 23. Miðasala
verður i Lindarbæ daglega frá kl
16:00.
— GFr