Þjóðviljinn - 18.10.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Qupperneq 12
• • 12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. október 1980 Árið 1973 var stofnað norður á Siglufirði fyrir- tæki, sem hlaut nafnið Húseiningar hf. Einsog nafnið raunar ber með sér þá var tilgangurinn með stofnun þessa félagsskapar sá, að hefja byggingu svo- nefndra einingahúsa. Ekki var þó hleypt úr hlaði með neinum asa og hófst framleiðslan ekki að verulegu marki fyrr en á árinu 1975. En siðan hefur hún lika aukist jafnt og þétt og nú hefur fyrirtækið byggt og selt á þriðja hundrað hús. Af þeim hafa um 30 verið sett upp á Reykjavikur svæðinu. NÝTT HÚS Frá v.: Sigurftur Kjartansson framkvæmdastjóri, Siguröur Hlööversson tæknifræöingur. Mynd: —eik A NOKKRUM DOGUM W.- r~r - H Húseiningar hf. á Siglufiröi eru nú aö hefja byggingu á tveggja hæöá einbýlishúsum. Hér sjáum viö teikningar aö einu slfku. Hingaö til hafa Húseiningar hf. framleitt einnar hæöar hús. Nú hefur á hinn bóginn veriö ákveöiö aö hefja einnig framleiöslu á tvDyftum einbýlishúsum. Fyrir nokkru voru þeir á ferö i höfuö- staönum Siguröur Kjartansson, framkvæmdastjóri Húseininga hf. og Siguröur Hlööversson, tæknifræöingur hjá fyrirtækinu. Blaöamanni tókst aö ná fundi þeirra og ræddi m.a. viö þá um hina nýju húsagerö. Mætum óskum viðskiptavina — Ég var aö heyra aö þiö væruöaöfæra ykkur uppá skaftiö meö framleiösluna og hyggöust nú fara aö koma upp tvilyftum húsum. Liggja einhverjar sér- stakar ástæöur til þeirrar ráöa- breytni? — Já, segja má aö svo sé. Aöstæöur fólks og óskir eru mis- jafnar. Sumir vilja fremur einnar hæöar hús; aörir kjósa heldur tveggja hæöa. 1 raun og veru hófst undirbúningur aö framleiöslu á tveggja hæöa húsum hjá okkur fyrir alllöngu og þá vegna þess, aö okkur haföi borist mikill fjöldi fyrirspurna og óska um. aö viö framleiddum þessa gerö af hús- um. Svo koma hér sumsstaöar til skipulagsatriöi, eins og t.d. i Reykjavik. Þar eru til svæöi sem ekki má byggja á einnar hæöar hús og mun þaö liöur i því, aö nýta landiö sem best, en svona hús er auövelt aö staösetja á litlum lóöum. —Hafiö þiö kannski þegar sam- iö um sölu á einhverju af slikum húsum? — Já, viö erum byrjaöir á því ogerum eiginlega núna aö ganga frá fyrstu samningunum. Nokkur hús af þessari nýju gerö munu væntanlega risa hér i Reykjavik i vor. Kostir tvilyftu húsanna — Ef viö vfkjum aö kostum þessara tvflyftu einbýlishúsa, hverjir teljiö þiö aö þeir séu helst- ir? — Sitthvaö mætti aö sjálfsögöu nefna, en ef Viö stiklum á stóru, eins og trúlega veröur aö gera I svona viötali þá má benda á, aö húsiö er reist á örfáum dögum, eins og um einlyft hús væri aö ræöa, en þaö er hinsvegar hægt aö gangafrá þvi ogtaka þaö 1 notkun i tveimur áföngum. Innrétta má neöri hæöina fyrst Og þá efri siöar, ef þörf gerist. Slfkt hús Húseiningar á Siglufirði hefja fram- leiðslu á tvílyftum einbýlishúsum sýnist þvf henta betur fyrir ungt fólk en litil ibúö i fj ölbýlishúsi, þar sem stækkun er útilokuö, þótt hennar sé þörf. Hagi svo til, aö tvær kynslóöir búi saman f húsinu, þá er auövelt aö skilja á milli hæöa sé þess óskaö. Hvaö kostnaöinn snertir þá er hver nýtanlegur flatarmetri I svona húsi ddýrari en I einlyftum húsum, þar sem grunnur og þak er sam- eiginlegt fyrir báöar hæöir. baö er kannski út i hött aö tala um fegurö i þessu sambandi, endaerhún afstætt hugtak. Flest- ir munu þó láta sig útlitiö einhverju skipta og þá má benda á, aö þar sem halli á risi er góður, er unnt aö innrétta efri hæöina i baöstofustfl, þar sem sjá má bæöi þaksperrur og skammbita. A neöri hæöinni er einnig hægt aö hafa sýnilega gólflista og Umtrés- lista, en þeir ganga langs eftir öllu húsinu. Furustigi er skemmtileg tenging milli hæöa. — Og kostnaöurinn? — Ef viö miöum viö 175 ferm. tvflyfthús frá Húseiningum hf. þá kostar þaö nú fullbúiö svipaö og fjögurra herbergja ibúö f Reykja- vfk. Þaö þarf vart aö taka þaö fram, aö viömunum aö sjálfsögöu halda áfram aö framleiöa einnar hæöar hús. Þetta er bara viöbót viö framleiösluna. Tvílyftu húsin eru gerö úr alveg samskonar eining- um og þau einlyftu, þaö er alveg sama „framleiöslulinan”. — Hvaö búist þiö viö aö setja upp mörg hús á þessu ári? — Þau veröa svona 55—60 og fara vfösvegar um land, bæöi i sveit og aö sjó, sum eru t.d. sett upp I Reykjavik, Garöabæ og Hafnarfiröi. Timbur eða steinn — Hverja teljiö þiö helstu kosti einingahúsanna umfram t.d. steinhús? — Við teljum þá vera ýmsa<en þaö er e.t.v. ekki viökunnanlegt aö ræöa þaö efni mikiö þar sem viö erum aö tala um okkar eigin framleiðslu. En augljóst er, aö þau henta vel þar sem erfitt er um byggingarefni, svo sem sand ogmöl.Einnig þarsem skorturer á iönaöarmönnum. Byggingar- timinn er stuttur og þaö kemur sér vel fyrir ýmis sveitarfélög út um land og bændur, sem annars þyrftu aö hafa i þjónustu sinni hóp iönaöarmanna i lengri tima. Og þarsem veröbólga er aösópsmikil eins og hjá okkur Islendingum, skiptir þaö verulegu máli aö byggingartimi sé sem skemmst- ur. Afturá móti er rétt aö benda á, aö menn minnka ekki efniskostn- aö meö byggingu einingahúsa. Viö leggjum mikla áherslu á vandaö efni og frágang. Þaö er mjög varhugavert aö ætla sér aö lækka byggingakostnaö meö þvi aö láta þaö koma niöur á efni og frágangi. Viö kærum okkur ekki um aö byggja nein bráöabirgða- hús þótt þau gætu orðið ódýrari. mhg rœðir við Sigurð Kjartansson framkvœmdastjóra og Sigurð Hlöðversson tæknifræðing

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.