Þjóðviljinn - 18.10.1980, Síða 19

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Síða 19
Helgin 18.—19. októbéf 1980 ÞJ6ÐV1LJ11VN — SIÍÐA 19 Erlingur Viggósson skipasmiður: Viðtalstíma við eigin fjölskyldu? Þaö var um aöra helgi i mai, aö haldin var ráöstefna á Akureyri, sem bar nafniö „Vinnan og heimiliö”. Þessi merkilegi fundur varð til á vegum M.S.I., M.F.A. og Sveinafélags járniönaöar- manna á Akureyri. Ég hef verið beöinn að segja frá hvað mér fannst og hvaða áhrif fundurinn haföi á mig, og er mér þaö ljúft. öll var ráöstefnan skemmtileg, og vakti mann svo virkilega til umhugsunar um lifiö, hvort ekki væri rétt aö fara aö athuga sinn gang, er t.d. öll þessi neysla nauö- synleg og þess viröi aö fórna fyrir hana svo mikilli vinnu aö viö höf- um aldrei tima til aö njóta þess sem viö höfum eignast. Er ekki rétt aö staldra viö, setjast niður og athuga hvert viö stefnum, hvaöan viö komum og hvar við erum, sem sé að við höldum ekki áfram nema viö sjálf ákveðum hvað gleypa á mikiö, en látum ekki umhverfiö og náung- ann þrengja upp á okkur alls- konar neyslu sem kostar þaö mikiö aö viö gleymum aö lifa lifinu lifandi. Einn þáttur á ráöstefnunni var sýning á fristundavinnu starfs- manna Slippstöövarinnar sem fyllti stóran sal á staðnum. Þarna sá maöur mörg skemmtileg lista- verk,- málverk, skúlptúra, ljós- myndir o.fl., unniö úr allskonar efnum; tré, járni, beinum, ofl. Þessi sýning var aö minu áliti stórmerkileg og sýnir hvaö menn geta gert sér og öörum til ánægju ef sköpunargleði manna fær notiö Erlingur Viggósson: Loksins ráð- stefna sem fjallaöi eingöngu um hiö manneskjulega. sin frá streöi hins daglega amsturs. Fyrirtækið Slippstööin var aö- ili að ráöstefnunni, og þar var okkur borinn matur þá daga sem viö dvöldum á Akureyri. Allt var með miklum myndarbrag hjá þvi fyrirtæki, enda aö mestu rikis- rekiö og hefur góöum mönnum á aö skipa. Mönnum sem hafa meiri áhuga á þvi aö fyrirtækið beri sig og sé til fyrirmyndar, en koma óorði á fyrirtæki fólksins, og gætu margir lært af þvi, bæöi þeir sem eru á móti og meö rekstri þess opinbera, hvort sem þaö er riki, bær eöa samvinnu- félög. Rikiö hljóp þarna undir bagga þegar allt var aö snarast og gerðist eignaraöili upp á 60% móti Akureyrarbæ og K.E.A. Þegar rikiö kom inn i máliö lá á boröinu að fyrirtækiö hætti og um 200 manns misstu vinnu sina, en nú eru næg verkefni og starfs- menn ánægöir og treysta á fyrir- tækiö og framtiöina. Sífellt er veriö að halda fundi og ráðstefnur á vegum launafólks, um kaup og kjör, krónutölu, visi- tölu, veröbólgu o.fl.; allir vilja fá sem mest. En aldrei fyrr en nú, loksins.er haldin ráöstefna sem fjallar ein- göngu um hið manneskjulega, sem var virkilega timabært. Til hvers erum við aö vinna og hvernig nýtist þaö sem fyrir vinn- una fæst til mannlegra lifs, t.d. hugleiöa hvaöa fólki bý ég meö? Hvaöa manneskja er makinn? Hvaöa fólk eru litlu mann- eskjurnar? Er ekki kominn timi til aö kynna sér sina eigin fjöl- skyldu? Sleppa einhverri auka- vinnu, kaupa minna dót og hafa heldur viðtalstima viö það fólk sem maöur býr meö. Kona járniönaðarmanns, Þórey Aöalsteinsdóttir, flutti þarna merkilega tölu á fundinum og hennar lokaorö geri ég að minum: „Þaö hlýtur aö vera hræöilegt aö komast að þvi aö leiöarlokum að maöur hafi hlaupið fram hjá lifinu án þess að taka eftir þvi, og of seint er aö snúa til baka og standa frammi fyrir þeirri staðreynd aö til eins- kis var barist”. Dea Trier Mörck myndskreytir sjálf bækur sinar. Þessi er úr nýju bók- inni „Den indre by” sem er rétt nýkomin úr prentsmiðjunni. Dea Trier Mörck sendir frá sér nýja bók Baráttan og einka- lífið í borginni Danski rithöfundurinn Dea Trier Mörck sem er vel þekkt hér á landi fyrir bækur sinar Vetrar- börn og Kastaníugöngin, sendi fyrir nokkrum dögum frá sér nýja skáldsögu sem viröist all-spenn- andi fyrir þá sem fyigjast meö kvennabókmenntum og umræöum á vinstri væng. Bókin heitir á dönsku „Den indre by”, viö gætum kallað hana „Miöborg- ina" á islensku. Sagan fjallar um ’68 kynslóöina svokölluöu sem nú er komin á fertugsaldurinn, og gerist á 14 dögum, en meginþráöurinn er togstreitan milli hins opinbera lifs, þátttökunnar i baráttunni fyrir betra samfélagi og einka- lifsins, innri þarfa, ástar, barna og heimilis. Aöalpersónurnar eru tvær, Lulu sem er heimavinnandi húsmóöir, tveggja barna móöir og gift verkamanni sem starfar af krafti i DKP (Moskvusinnaöur kommaflokkur sem hefur þó margt til sins ágætis). Hin er gamall kunningi,Maria sem sagt var frá i Vetrarbörnum. Hún á barn meö Grænlendingi, en sam- band þeirra er i molum og hún tekur saman viö rúmlega fimmtugan arkitekt. Dea Trier Mörck fjallar um samskipti kynjanna, afstööu til kvennahreyfingarinnar, hvernig börnin veröa stundum undir vegna þess aö þaö er svo margt sem dregur athyglina frá þeim, gamaldags hjónaband og lauslegt samband og baráttu vinstri manna. 1 Socialistisk Dagblad fær bókin mjög góöa dóma og hún er sögö vera bæöi kvennabókmenntir og saga kynslóðar sem taki nær- færnislega og raunsætt á vanda- málum þeim sem blasa viö fólki i dag. Einkum sé umfjöllun hennar um börnin góö, nánast einstök og mega lesendur minnast frásagna Deu i Kastaniugöngunum sællar minningar. Veikleiki bókarinnar liggur i pólitikinni sem þar birtist, segir gagnrýnandi SD; þar er DKP allsráðandi (Dea Trier Mörck er sjálf félagi i DKP), þó aö á stund- um sé vikiö gagnrýnum oröum aö karlapólitikinni og gamaldags viöhorfum sem þar rikja. Þaö viröist svo sem Dea hafi enn einu sinni hitt i mark. Flestir þeir sem taka þátt I stjórnmálabaráttu og félagsmálum þekkja hve erfitt það reynist oft aö sinna bæöi einkalifi og opinberu lifi svo aö vel fari, ofan á vinnuálag og allt þaö. Hún fjallar um málefni sem koma fólki viö og nú biöum viö spennt eftir aö fá bókina á islensku. Byggt á Socialistisk Dagbiad 7. okt. 1980 —ká. Verkfræðingar T æknif ræðingar Rafmagnsveita Reykjavikur vill ráða raf- orku-verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð fyrir raforkuvirki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfsmannastjóra, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknarfrestur er til 28. október 1980. f/J RAFMAGNSVEITA reykjavíkur SENDILL Óskum að ráða pilt eða stúlku til sendi- starfa allan daginn. Framkvæmdastofnun rikisins, . Rauðarárstig31, Reykjavik, Simi 25133. Frá Strætisvögnum Reykjavikur Óskum að ráða starfsmann til starfa á hjólbarðaverkstæði SVR á Kirkjusandi. Upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverk- stjóri i sima 82533 mánudaginn 20. okt. ,kl. 13—14 eða á staðnum. Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða starfsfólk i eftirtalin afgreiðslustörf: 1. Afgreiðslustarf i varahlutaverslun (bilar) 2. Afgreiðslustarf i varahlutaverslun (bú- vélar) 3. Afgreiðslustarf i raftækjaverslun — vinnutimi kl. 13—18. 4. Aígreiðslustarf i byggingavöruverslun. Umsóknir sendist starfsmannastjóra á umsóknareyðublöðum sem liggja frammi. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALO Prófessor Mogens Bröndsted heldur erindi i Norræna húsinu mánudag 20. október kl. 20.30 og nefnir: „Villy Sörensen og hans historiesyn” Verið velkomin NORRÆNA HÚSID

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.