Þjóðviljinn - 18.10.1980, Síða 20

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Síða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. október 1980 Meira um „popp” og alþýðutónlist Greinarkomiö mitt um útvarp og sjónvarp,sem ég hripaöi upp fyrir Helgarblaö Þjóöviljans 4.-5. okt. sl., hefur dregiö vænan dilk á eftir sér. Hallgrímur Helgason, doktor i tónlist, skrifar um hæl i næsta Helgarblaö (11,—12. okt.) ög setur ofan i viö mig fyrir aö nota oröiö alþýöutón- list yfir það sem nefnt hefur veriö dægurlög eöa „popp”. Ég verö nú aö sverja af mér þann glæp aö hafa fundið upp á aö kenna alþýöuna viö ,,þá hreggs hræri- kytju, sem stendur aö poppfram- leiöslu”. Sökudólgurinn er liklega sá, er þýddi þætti sem sýndir voru i islenska sjónvarpinu hér um áriö og voru um sögu vinsællar tónlistar, allt frá Afrikutónlistinni sem barst meö þrælunum til Ameríku og fram til um 1970. Heiti þáttanna á ensku var „All you need is love” meö undirtitl- inum „The story of popular music”,sem þýöandi snaraði yfir á islensku — „ALÞÝÐUTÓN- LIST” — en hann var enginn ann- ar en Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld, sem kenndur hefur veriö viötónLIST, —aö ég held, og væri gaman aö fá aö heyra álit Þorkels á málinu, þ.e.a.s. alþýöutónlist- inni. A sl. ári var svo stofnaö fé- lagiö SATT — Samband alþýðu- tónskálda og -tónlistarmanna — og siöan hefur oröið alþýöutónlist oröiö æ algengara um „popp- músik”. Þaö er því greinilegt aö grípa veröur til róttækra aögeröa ef firra á alþýðuna ábyrgö á þess- ari músik. — En væri þaö rétt? Um þaö mætti endalaust deila,og veröum viö vist aö láta timann leiöa i ljós hvaö lifa mun i munni alþýöu af músik hvers tima. Ég geri mér fulla greinfyrir þvi að þaö er ekki á minu færi aö rök- ræöa um tónLIST viö Hallgrim Helgason, en samt langar mig aö gera athugasemdir við nokkur atriði i grein hans „Nokkur orö um popp og list”. Ég byrja þar sem hann segir, að: „Unglinga- músik væri nær sanni”, er hann talar um hugsanlegt heiti á „poppframleiöslunni”. Fólk á mínum aldri (rúml. þri- tugt) var unglingar þegar Bitl- arnir hófu sigurgöngu sína um allan heim,og varö svo „hippa- kynslóðin” svonefnda sem var geysiafkastamikil i músiksmlö og textagerö og kom á þann hátt á framfæri vitt og breitt lffs- skoöunum sinum. 1 mörgum löndum var hér um að ræða þjóö- félagsbyltingu, sérstaklega i Bandaríkjunum, og eru bylgjur hennar ekki alveg hljóönaöar enn, þótt minna hafi oröiö úr en til stóö, eins og svo oft vill veröa um hugsjónir. Músik þessa timabils var mjög fyrirferöarmikill þáttur i lifi ungs fólks þá, og þetta sama fólk er nú oröiö fulloröiö — þótt margt hafi verið drepiö í Vietnam og viöar. Og þrátt fyrir „aldurinn” fylgj- umst við „gömlu hipparnir” áfram meö og tökum þátt i músik tiöarandans, þvi aö af eigin reynslu vitum viö aö hlutihennar er spegill samtimans, og gefur aöra og réttari mynd en sá spé- spegill sem fjölmiölar birta okkur af hallærisplönum heimsins o.fl.. Og þá kem ég aö þvi sem tónLIST ARmönnum viröist óskiljanlegt (hafa kannski nóg meö aö vera ósammála i flokkun eigin LISTAR), en þaö er aö „popular music” (sem Þorkell þýddi meö „alþýöutónlist”) flokkast i margar greinar. T.d. má nefna rokk, þungt rokk, „soft” rokk, djassrokk, reggae, pönk, nýbylgju, framúrstefnu- eða þróaöa músik ýmisskonar, músik i þjólagastil og svo popp, sem hérlendis hefur fengið sömu merkingu og „dægurlög” (þ.e.a.s. auömelt músik, og þá ekki endilega „rusl”, þó þaö sé kannski i meirihluta). Þess vegna er mér illa viö aö nota oröiö popp gæsalappalaust sem heildarheiti yfir þessar ýmsu músikgreinar. Þá er þaö um „einhliöa veg- sömun popps” og „popp áróöur óreyndra”. Mig langartilaö taka fram, aö þrátt fyrir takmörkuö kynni af klassískri tönlist, og auk þess áhuga á ööru, þá dytti mér aldrei til hugar aö draga gildi hennar né annarrar klassískrar menningar I efa eöa segja um hana hnjóösyröi. En er ekki tima- bært aö athuga hverjir hafi tæki- færi til aö leggja stund á tón- LIST? — Er þaö tittnefnd alþýöa? — Eg leyfi mér aö efast um aö svo sé. Aö efnahag alþýöu slepptum, sem viö vitum þó aö er næg ástæöa til að sauösvartur almúg- inn etur ekki börnum sinum út I tónlistarnám né annan álika „óþarfa”, þá koma lika aörar ástæöur til, s.s. hugsunarleysi, venjuleg þröngsýni og sú al- menna skoöun að alþýöan skilji ekki LIST. Þaö siöastnefnda stafar aö visu af minnimáttar- kennd — en hvaö hefur vakiö hana? Ég er sammála H.H. þegar hann segir: „Tónlistarsmekkur þroskast ekki með heilli þjóö fyrir tilstilli fjölmiöla. Þar ráöa skólar og heimili úrslitumý — nema hvaö ég er hrædd um aö alþýöu- heimili séu fá þarna i gæsalöpp- unum. — En skólarnir ættu ein- mitt aö vera vettvangurinn. Hvers vegna er ekki jafnsjálf- sagt nám eins og nótnalestur gert Frh. á bls. 27 Leiðrétting Igrein,sem ég skrifaðii siðasta Sunnudagsblað, slæddist inn villa, sem mig langar til aö leið- rétta. Ég var að hafa orö áþvi að konum væri grátgjarnt eftir barnsburð og sagði: „Þegar maöur er á meyru mánuðunum (sbr. mjóu mánuðina, innskot mitt nú ), þá skilur maður ekki mennina, sem stjórna veröld- inni.” með tilvisun til þess fjand- skapar, sem börnum er sýndur i hörðum heimi. En einhvern veg- inn hefur meining min brenglast i meðförum, þannig að i blaðinu stóð: „Þegar maður er á megri mánuðunum....” o.s.frv. sem hef- ur enga sérstaka merkingu fyrir mér. Það sem ég ætlaði þarna að tæpa á, var sú skoðun min, að það sé ekki fullnægjandi skýring á áhyggjum mæðra með korna- börn, aö hormónastarfsemi þeirra sé að breytast, og þvi megi þær búast vib grátköstum fyrst i stað eftir fæðingu, en stundum lengi. Það er aöeins á þetta minnst i þeim fæðingarundirbún- ingi, sem konum er gefinn kostur á hér i Reykjavik, og þá með hormónaskýringunni. Ég tel aftur á móti að konur hafi nægar ástæður til að hafa áhyggjur af velferð barna sinna, burt séð frá öllum hormónum. Áhyggjur, sem geta stafað af slæmri félagslegri aðstöðu og fátækt, a.m.k. aura- leysi, þegar allt, sem barnið þarf, er svo dýru verði keypt, áhyggjur af umönnun þess og uppeldi og efasemdir um eigið ágæti til að annast það og bera ábyrgðina, sem þvi fylgir, oft að mikiu leyti einar, ungar og illa undir það búnar. Færi betur, ef samfélagið (feðurnir og öldungaráðið) deiidi þessum áhyggjum meira með þeim;þá er ekki vist, aö táraflóð- iö á MEYRU mánuðunum yrði jafn mikið, þá er ekki vist, að uppeldismistökin yrðu jafn mörg, þá yrði kannski „börnum betra hér”. Með þökk fyrir leiðréttinguna, Steinunn Jóhannesdóttir. Við Haffjaröará áriö 1926. Stúlkan er Asa Björnsson frá Borgarnesi, dóttir Jóns Björns- sonar kaupmanns frá Svarfhóli. Hún er nú viröuleg húsfreyja i Reykjavík, eiginkona Hannesar ólafssonar frá Hvítárvöllum. Ariö 1922 efndu oddfellóar til hópferöar til Þingvaila og má hér sjá hina tignarlegu bilalest. Ármannsfell er i baksýn. Á flestum rótgrónum heimilum eru til gömul fjölskyldualbúrri/ og i mörgum þeirra eru ó- metanlegar heimildir um aldarhátt, menningu, andblæ og siði þesstíma sem þær eru teknar á. Sums staðar leynast líka myndir af sögulegum at- burðum, og geta þær þegar best lætur sagt meiri sögu en mörg orð. Sunnudagsblað Þjóðvilj- ans komst í eitt gamalt albúm frá 3. áratug aldarinnar, og eru hér á siðunni sýnd sýnishorn úr því. Hanna Helgadóttir við Haf- fjarðará 1926. Hún er dóttir Helga Arnasonar,sem var veiði- vörður Thorsaranna við ána i mörg herrans ár. Hún er nú starfsmaður ríkisf éhirðis f Reykjavik. * ** • .„■? *' ' y • * 1 »«*** f: f * _ ; 9 9 » %v- * ■ * i - • * ' • 9 * * * *•• * Svona leit Ráðherrabústaðurinn út sumarið 1922. Þá mun hafa búiö f honum Sigurður Eggerz forsætis- ráðherra. Undir þessari mynd stendur „RáöherrahöHin I Reykjavik” og er myndin tekin áriö 1922. Hesturinn gefur myndinni skemmtilegan svip,og sama má segja um simastaurinn. Lengst til hægri má aðeins sjá I gamla kirkjugarðshiiðið á kirkjugarðinum viö Suðurgötu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.