Þjóðviljinn - 18.10.1980, Page 29

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Page 29
Helgin 18.-19. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29 um hclaina I Listvinahúsinu viö Lækjargötu hefur Sigrlður Björnsdóttir komið landslagsmyndum sinum fyrir, auk nokkurra abstraktmynda. Ljósm: gel Stemmningar og bláköld yfirvegun Málverkasýning Sigríðar Björnsdóttur Sigriður Björnsdóttir opnar f dag sýningu I Listvinahúsinu við Lækjargötu. Þar sýnir hún 72 landslagsmyndir og 7 abstrakt- myndir, allar unnar meö acryl- litum. Þetta er 6. einkasýning Sigriðar. A undanförnum árum hefur Sigrlður veriö mjög á faralds-^ fæti, m.a. til að kynna sitt stóra áhugamál: myndlist og lækn- ingu (art terapy). Hún hefur farið viða með sýningar og haldið fyrirlestra, t.d. á lækna- þingum. Sigriður sagöi í spjalli við blaðamann að tilgangurinn væri að beina skapandi mynd- list þangað sem hun kemur að gagni i samfélaginu, viö lækn- ingu. Sigriður fæst nú við tvö verk- efni á vegum alþjóöasambands myndlistarmanna, i tengslum við UNESCO, menningarstofn- un Sameinuðu þjóöanna. Annað er að taka saman bækling um það, hvernig myndlist getur komið fötluðu fólki að notum, og verður sá bæklingur sendur til 48 landa i' tengslum við alþjóöa- ár fatlaðra árið 1981. Hitt er ferð á alþjóöaþing barnalækna, þar sem hún mun kynna gildi skap- andi myndlistar fyrir fatlaða. Sigriður sagði að skapandi myndlist virkjaði eigið afl ein- staklingsins, örvaði hugsun og hreyfingar, auk ánægjunnar og sköpunargleöinnar sem fengi útrás. Sigriöur sinnir þessu áhuga- máli sinu af miklum krafti, auk þess sem hún málar. Hún sagði að sér hentaöi best að mála og teikna landslagsmyndir, á sýn- ingunni væru stemmnings- myndir, en abstraktið aftur á móti bláköld yfirvegun. Sýningin stendur til 9. nóv. og er opin frá kl. 14—18 alla daga. —ká Sviðsmynd úr Storminum hjá Skagaleikfiokknum Frumsýning á Akranesi: STORMURINN Skagaleikflokkurinn frum- sýnir á sunnudagskvöld kl. 20.30 i Bióhöllinni á Akranesi leikritiö „Storminn” eftir Sigurð Hóbertsson. Leikstjóri er Gisli Halldórs- son og leikmynd eftir Jónas Þór Pálsson. Með helstu hlutverkin fara Kristján Elis Jónasson, Svala Bragadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir og Valdimar Friðriksson auk margra ann- arra i smærri hlutverkum önnur sýning hjá Skagaleik- flokknum verður á mánudag kl. 20.30 og siöan verður sýnt föstu- dag og laugardag. t dag, laugardag, hefst í Listasafni alþýðu sýning á vatnsiitamyndum Sigurðar Thoroddsen verkfræöings og er það fimmta einkasýning hans. Siguröur hefur fengist viö myndlist slðan hann var barn að aldri með öðrum störfum en ár- ið 1974 hætti hann verkfræði- störfum og hefur helgað sig ein- göngu málaralistinni siöan. Á árum áður var Sigurður einkum þekktur fyrir skop- myndir sinar og hélt sýningu á þeim árin 1940 og 1945 og áriö 1952 tók hann þátt i samsýningu ásamt þeim Halldóri Péturssyni og Jóhanni Bernhard þar sem eingöngu voru sýndar „karri- katur”-myndir. Menntun sina i myndlist hefur Sigurður fengiö með sjálfsnámi en á fimmta áratugnum naut hann tilsagnar Barböru Arna- son I meðferð vatnslita og á 6. áratugnum tók hann þátt i ýms- um námskeiöum á vegum Handiða- og myndlistarskólans i grafik og módelteikningu. Arið 1970 var þriöja einkasýn- ing Sigurðar i Bogasal Þjóð- minjasafnins ogárið 1977 fjóröa sýninghans að Kjarvalsstöðum. Sýning Sigurðar verður opin daglega kl. 18—22 og stendur I þrjár vikur. —GFr Flóamarkaður Kvenfélags Karlakórsins Flóamarkaður Kvenfélags Karlakórs Reykjavikur veröur haldinn laugardaginn 18. október, kl. 13.00 - 16.00 að Freyjugötu 14a. Barðstrendingar: Basar og kaffisala Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins verður með basar og kaffisölu I Domus Medica sunnudaginn 19. október. Húsið verður opnaö klukkan 14. Þetta er fjáröflunardagur deildar- innar, sem gerir kleift að standa undir miklu starfi fyrir eldri Barðstrendinga. A basarnum verður mikiö af prjónlesi; vettlingum, sokkum, nærfötum barna, sokkabuxum o.fl. Brúðu- rúm og brúöufatnaður, einnig gömlu góðu tuskubrúðurnar. Þeir sem vildu leggja Kvénnadeildinni lið viö undir- búning eða aöra aðstoð hafi vin- samlegast samband við Mariu Jónsdóttur i sima 40417 eöa Þorbjörgu Jakobsdóttur i sima 35513. Leikfélag Sauðárkróks Týnda teskeiðin hér um helgina Leikfélag Sauöárkróks sýnir Týndu teskeiðina I Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi tvisvarnú um helgina, á laugar- dagskvöldiö kl. 21 og sunnudag kl. 16. Uppfærsla Sauðkræklinga á þessu leikriti Kjartans Ragnarssonar fékk frábærar undirtektir, þegar þaö var sýnt noröanlands á sl. leikári, en leikstjóri er Asdis Skúladóttir. ' Sigurður Thoroddsen verkfræðingur á sýningu sinni I Listasafni al- þýðu i gær.— Ljósm. —eik.— Birna Eyjólfsdóttir og Sigurður Kristlnsson I einu skemmtiatrið- anna sem Fóstbræðrakonur hafa veg og vanda af. Haustskemmtanir Karlakórinn Fóstbræður mun gangast fyrir skemmtikvöldum fyrir styrktarfélaga sina i félagsheimili kórsins aö Lang- holtsvegi 109—111. Skemmtanir þessar verða haldnar föstudags- og laugar- dagskvöld seinni hluta október og fyrri hluta nóvember og hef j- ast kl. 20.30 öll kvöldin. Fyrsta skemmtunin verður laugar- dagskvöldið 18. október. A skemmtununum syngur kórinn nokkur létt lög undir stjórn Ragnars Björnssonar, einnig verður einsöngur og kvartettsöngur. Sitthvaö fleira verður til skemmtunar, sem Fóstbræður hafa veg og vanda af. Að lokum verður stiginn dans til kl. 03.00. Stjórnandi skemmtananna verður einn af félögum kórsins, Þorgeir Astvaldsson. Miðar á skemmtik völdin verða afhentir og tekið á móti pöntunum daginn fyrir hverja skemmtun og samdægurs milli kl. 17.00 og 19.00 i Fóstbræöra- heimilinu, simi 85206. Húsið verður opnaö kl. 20.00 Hópurinn hefur ekki áöur sýnt sunnan heiða, hinsvegar gert viöreist og sýnt leikritið á móti áhugaleikfélaga i Finnlandi, einsog fram kom i viötali i siöasta Sunnudagsblaði Þjóð- viljans. Úr svnineu Leikfélags Sauðárkróks á Týndu teskeiðinni Sýning í Listasafni alþýöu: V atnslitamy ndir Sigurðar Thoroddsen

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.