Þjóðviljinn - 22.10.1980, Page 1
UÚDVUHNN
Miðvikudagur 22. október 1980 — 238. tbl. 45. árg.
Flugleiðamáliö á alþingi í gær:
Ekkert má dylja i þessu máli þátt
viðkvæmtsé og erfitt að ræða það
opinberlega, sagði Steingrimur
Hermannsson.
Frumvarpiö gengur eins
langt og
hægt er
sagði Steingrímur um aðstoð ríkisins
,,í raun og veru er vandi N-
Atlantshafsflugsins smámunir
einir borið saman við vanda
félagsins I heild og sá vandi
stendur óbreyttur þó að N-
Atlantshafsflugið verði lagt nið-
ur”, sagði Steingrimur
Hermannsson samgönguráð-
herra á alþingi i gær þar sem
hann kynnti skýrslu sina um mál-
efni Flugleiða.
Miklar umræður urðu um
skýrsluna og voru enn margir á
mælendaskrá þegar fundi var
slitið um kl. 19 i gærkvöldi. Er
nánar frá þeim umræðum greint
á þingsiðu i dag.
Steingrimur lagði áherslu á aö
full samstaða væri innan rikis-
stjórnarinnar um lausn á þessu
máli og með frumvarpinu um að-
stoð við Flugleiðir væri staðiö við
öll þau fyrirheit sem stjórnvöld
hefðu gefið. Hann sagði að sú að-
stoð byggist eingöngu á áætlunum
Flugleiðamanna sjálfra og mati
þeirra á stærð vandans en skv.
nýjustu rekstraráætlun N-
Atlantshafsflugsins fyrir næsta ár
mun tapið nema 6,9 miljónum
dollara. Steingrímur kvaðst
verða aö viðurkenna að áætlanir
félagsins hefðu ekki staðist vel
hingað til og nú væri það stjórnar
Flugleiða að meta hvort nóg væri
að gert.
Frumvarp rlkisstjórnarinnar
gerir m.a. ráð fyrir þvi að þrjár
miljónir bandarikjadollara
verði greiddar út nú á vetrarmán-
uðum sem vaxtalaust lán til Flug-
leiða fram til 1. október á næsta
ári þegar rekstrarári lýkur. Þá
gerir frumarpið ráö fyrir niður-
fellingu lendingargjalda 1979 og
1980 svo og 530 miljón króna
hlutabréfakaupum rlkissjóðs.
„Mér finnst að með þessu
frumvarpi sé að þessu leyti geng-
ið eins langt og hægt er”, sagði
samgönguráðherra og átti við að-
stoð vegna N-Atlantshafsflugsins.
15. september s.l. óskuðu Flug-
leiðir enn eftir rlkisábyrgð upp á
12 miljónir dollara, sex miljónum
til að breyta skammtlmalánum I
föst lán og sagði samgönguráð-
herra að forsvarsmenn félagsins
teldu mjög brýnt að sú fyrir-
greiðsla kæmi til fyrir næstu
mánáðamót. „Þessi .stóri vandi
kom mér á óvart”, sagði Stein-
grimur. „Beiðnin byggði á þvl að
báðar Boeing 727—100 flugvélar
félagsins yrðu seldar en nú hefur
sú sala brugðist og engin hreyfing
er á þvi máli.” Samgönguráð-
herra kvaðst þvi hafa beðið um
nýja áætlun í ljósi þessarar stað-
reyndar og myndi hún liggja fyrir
þegar þingnefnd fjallaði um mál-
ið. Steingrímur lagði áherslu á að
ekkert mætti dylja I þessu máli.
Þetta væri viðkvæmt mál sem
erfitt væri að ræða opinberlega
,,en hjá þvi verður ekki komist”
sagði ráðherrann.
„Myndin er ljós”, sagði Stein-
grimur að lokum, „ljótari en
fram hefur komið áður. Spurn-
ingin er hvort nú tekst vel með þá
tilraun sem rikisstjórnin hefur
gefið vilyrði fyrir.” Hann sagðist
vona að svo yrði en hins vegar
gerði hann sér ekki vonir um það
nema stórum bættur starfsandi
innan fyrirtækisins kæmi til.
—AI
Landað úr trillunum á Húsavlk I fyrradag. — Ljósm.: — gel
Auknar ábyrgðir fara
eftir veðhæfi eigna
— sagði Ragnar Arnalds um beiðni Flugleiða
um 12 miljóna dollara ábyrgð til viðbótar
,,í gærmorgun skýrði Stein-
grimur Hermannsson frá þvl á
rikisstjórnarfundi að forráða-
menn Flugleiða hefðu tjáð sér að
þeir teldu horfur I rekstri N-
Atlantshafsflugsins enn ískyggi-
legri en áður. Tapiö yrði meira.
Þetta eru vondar fréttir og ef þær
fela i sér að gera þurfi enn frekari
kröfur til skattgreiðenda hlýtur
að koma að þvi að rikisstjórnin
segi hingaðog ekki lengra,” sagði
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra m.a. á alþingi I gær.
Ragnar sagði að þrátt tyrir
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
Stuttur
samninga-
fundur
Sem kunnugt er boðaöi rik-
issáttasemjari samninganefnd-
ir ASI og VSl til sáttafundar kl.
17.00 I gærdag. Þessi fundur
varð stuttur, stóð aðeins til kl.
19.00.
Nei, það gerðist ekkert mark-
vert,á fundinum, viö ræddum
við deiluaðila sitt í hvoru lagi og
ákveðið var að ræöa saman um
hádegisbilið I dag um frekari
fundarhöld, sagði Guðlaugur
Þorvaldsson sáttasemjari i
samtali við Þjóðviljann I gær.
Guðmundur J. Guðmundsson, Jóhannes Siggeirsson, Guðlaugur
Þorvaldsson og Björn Þórhallsson á fundinum I gær. — (Mvnd- —
gcl.)
Fulltrúar ASI voru heldur
ekkert bjartsýnir fyrir fundinn I
gær. Þeim kom flestum saman
um aö til fundarins væri boðað
bara vegna þess að sáttanefnd
er til, þar sem ekkert þaö hefði
komið fram undanfarið sem
benti til þess að VSI vildi semja
nú frekar en fyrr.
— S.dór.
aöstoð við Flugleiðir væri mörg-
um spurningum ósvarað; meðal
annars hvaða veð yrðu sett vegna
þeirra ábyrgða sem félagið hefur
óskað eftir, hver yrði heildarupp-
hæð ábyrgðanna og hver yrðu
önnur skilyrði sem rikisstjórnin
hlyti að setja fyrir þessum
ábyrgðum. „Þessum spurningum
verður ekki svarað i dag”. sagði
ráðherrann, „biða verður eftir
nánari svörum Flugleiða og þvi
að rannsókn á eignunum sé lok-
ið”.
Ragnar sagði að viðhorf
forystumanna Flugleiða hefðu
birst stjórnvöldum I breytilegu
ljósi allan timann sem málið hefði
verið til umfjöllunar. Upphaflega
var farið fram á að rikisstjórnin
veitti félaginu bakábyrgð að upp-
hæö þrjár miljónir dollara á ári
en siðar hefði verið leitað eftir
beinni greiðslu á þessari fjárhæð
úr rikissjóði sem hæfist i þessum
mánuði og lyki I mars á næsta ári.
I ljós hefði komið að tilboð
rikisstjórnarinnar frá 16. septem-
ber hefði aðeins reynst vera litið
brot af vandanum beear nánar var
að gáð. „Hér var komið mér að
óvörum”, sagði Ragnar, „og
áreiðanlega fleirum. Sömu daga
og verið var aö ganga frá tilboð-
inu kom fram ósk um ábyrgð upp
Allsherjarverk-
fallið 29. okt.
Nær öll
verka-
lýðs-
félögin
með
Vitum aðeins um
4 félög fyrir utan
prentiðnaðarfélögin
sem ekki verða
með, sagði Haukur
Már hjá ASÍ í gær
Fresturinn til að tilkynna
þátttöku I allsherjarverk-
fallinu 29. október nk. rann
út á miðnætti sl. Þjóðviljinn
hafði samband við Hauk Má
Haraldsson blaðafulltrúa
ASt siðdegis I gær og spurði
hann um hvernig þátttakan I
allsherjarverkfallinu yrði.
Haukur sagðist aðeins vita
um 4 verkalýðsfélög fyrir
utan prentiðnaðarfélögin,
sem ekki yrðu með. Þetta
eru verkalýðsfélögin á
Raufarhöfn, Borgarfiröi
eystra, Félag starfsfólks á
veitingahúsum og Versl-
unarmannafélag Suður-
nesja. I þessúm félögum var
fellt að taka þátt i verk-
fallinu, nema hjá Fél. starfs-
fólk á veitingahúsum, þar
var meirihluti fyrir þvi að
taka þátt en ekki tilskilinn.
Það má segja að verkfallið
verði nær algert. Auðvitað
hefði verið æskilegt að sam-
staðan hefði verið 100%, en 7
félög verða ekki með, sagöi
Haukur og átti hann þá viö
auk hinna fjögurra, HIP,
Bókbindarafélagið og
Grafíska sveinafélagiö, en
þessi félög ákváðu á fundum
i fyrrakvöld að taka ekki þátt
i verkfallinu 29. okt. nk.
—S.dór.
Umræður fóru fram I heilan mán-
uð án þess aö stjórnvöldum væri
kynnt hin raunverulega staða
félagsins, sagði fjármálaráð-
herra.
á 12 miljónir dollara til viðbótar,
eða 6—7 miljarða islenskra króna
og kemur sú beiðni til viðbótar við
5 miljarða ábyrgð sem alþingi
veitti i vor. Umræður höfðu þvi
fariðfram i heilan mánuð án þess
að stjórnvöldum væri kynnt hin
raunverulega staöa félagsins”,
sagði hann.
„Afstaða rikisstjórnarinnar er
og hefur verið sú að rétt sé aö
veita umbeðna bakábyrgð upp á 3
miljónir dollara, ekki sem
greiðslu heldur sem lán ef félagið
þarf á þvi að halda fyrr en reikn-
að er með. Þá mun rikissjóður
auka hlutafé sitt I 20% en að öðru
leyti verður það að ráðast af veð-
um félagsins hversu mikla
ábyrgð er hægt að veita”, sagöi
fjármálaráðherra. Hann gerði
siðan grein fyrir þeirri rannsókn
sem nú fer fram á fasteignum og
flugvélúm Flugleiða I þessu skyni
og sagðist vænta þess að þeim
yrði lokið um næstu mánaðamót.
—AI