Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ; Þriðjudagur 4. nóvember 1980 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'c'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoíi. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björgHaraldsdóttir.Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. tJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. S?mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavík, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Lifandi lýðrœði, eða lamað? Vestur í Bandaríkjunum fara í dag fram forseta- kosningar. Þar takast á fulltrúar tveggja flokka, sem í raun eru þó svo líkir, að útilokað má kalla að draga nokkra markalínu á milli þeirra. I bandarískum stjórnmálum er lýðræðinu mjög flaggað. Síst má lýðræðið skorta, — en hér skiptir inni- hald meira máli en umbúðirnar. Það er gelt lýðræði og lamað, þar sem á pallborði stjórnmálanna takast aðeins á tveir f lokkar svo líkir að þeir gætu alveg eins verið einn f lokkur. Þannig eru staðreyndir hins pólitíska lífs vestur í Bandaríkjunum, þar sem enginn megnar neitt í stjórn- málum nema auglýsingavél meiriháttar auðfyrirtækja taki viðkomandi upp á arma sína og móti hann í sinni mynd. Víst getur sá munur sem alltaf er á tveimur ein- staklingum skipt máli, líka þar, en ef stjórnmálin fara að snúast eingöngu um einstaklinga en ekki um mikilvæg stjórnmálaleg stefnumið flokka og samtaka, þá er lýð- ræðinu hætt. Hvergi er auglýsingaskrumið í kringum stjórnmála- starfsemi meira en vestur í Bandaríkjunum, en sú hætta er augljós að því taumlausara sem auglýsingaskrumið og f járausturinn verður, þeim mun minna fari fyrir því lifandi og virka lýðræði, — því valdi f jöldans, sem bestu menn austan hafs og vestan hafa barist fyrir. Það er athyglisvert, að vestur í Bandaríkjunum er þátttaka i almennum kosningum yf irleitt langtum minni en við eigum að venjast, bæði hér heima og almennt í Vestur-Evrópu. Þannig tóku ekki nema rétt liðlega 50% þátt í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, — slíkt er ekki lifandi lýðræði. En ástæðan fyrir þessu þátttökuleysi í kosningum, þrátt fyrir allt auglýsingaskrumið, hún er auðvitað sú, að menn sjá ekki að kosningarnar skipti máli. Pólitískar markalínur eru ekki til. — Eða hver halda menn að yrði þátttakan í kosningum hér ef kjósa ætti forsætisráðherra og valkostirnir væru engir aðrir en þeir að kjósa milli Benedikts Gröndals, fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins og Kjartans Jóhannssonar núverandi formannssama flokks? —k. Fjölleikahúsið Það var annars kostulegur sirkus flokksþing Alþýðuf lokksins, sem háð var nú um helgina, og sannar- lega hafa f jölmiðlarnir ekki látið sitteftir liggja að blása upp hverja bólu, sem þar skaut upp kolli. Máske eigum við eftir að sjá svo sem einn sjón- varpsþátt um kosningu varagjaldkera í Alþýðuflokkn- um, en ekki færri en f jórir munu hafa gef ið kost á sér til þess virðulega embættis. Aður kom stundum upp býsna alvarlegur stefnu- ágreiningur í Alþýðuf lokknum og menn deildu hart um málefni þar eins og víðar. Nú segjast menn deila um „stíl"! Það sýnist vera amerískur stíll, sem sett hefur svip sinn á Alþýðuf lokk- inn, — stríð allra gegn öllum, þar sem enginn getur treyst næsta manni. Varaformaður f lokksins tilkynnir fáum dögum fyrir flokksþingið, að hann hyggist gera tilraun til að fella formann flokksins, eingöngu af því sér þyki svo vænt um formanninn. Niðurstöðurnar þekkja allir. Og sirkus Alþýðuf lokksins héltáfram. Næst var það embætti varaformanns. Fyrstur gaf út yfirlýsingu Vil- mundur Gylfason, eitt sinn að margra dómi skærust stjarna f lokksins og f úsastur í stríð allra gegn öllum. En hér varð stjörnuhrap á sirkushimni Alþýðuflokksins. Sjálf ur Vilmundur kolféll nú fyrir Magnúsi Magnússyni, og þar með hefur Alþýðuflokkurinn nú fengið enn veik- ari forystu en áður, samkvæmt yf irlýsingum Vilmundar í ríkisútvarpinu og víðar! Og auðvitað var skýring á falli Vilmundar: Hann kallaði á f lokksþinginu ræðu Sighvats Björg- vinssonar, formanns þingflokks Alþýðuflokksins „mesta pólitíska ódrengskap, sem mér hefur verið sýndur."! Svona ganga nú ástartjáningarnar sitt á hvað innan Alþýðuf lokksins, ýmist orð eða athafnir. Varla er von, nema einn og einn gamall krati láti hvarfla að sér, að Alþýðuflokkurinn gæti haft gott af sameiginlegri þagnarstund svolitla hríð, og að máske séu ýmsir helstu foringjar f lokksins í þörf fyrir dálftinn skammt af innhverfri íhugun. — k. Jökull hafi larit fram. | aiMUUlll Ldl U3U1 tiM UII Vandar* högg Jökuls og Hrafns íáist » ötvtvvir ^er Mt B ..VEIKARI FORVSTA” - sagoi viimundur Byliason eltlr varatormannsKldrlö ir» '» VaV klrippt ! Fróðleg | mismœli * Blöö eru alltaf aö gera sig sek Ium ýmisleg mistök. Útkoman er næsta misjöfn, stundum hafa kannski fyrirsagnir ruglast og út kemur skrýtla sem veröur til eins og óvart; eins og þegar Morgunblaöið týnir fyrirsögn á grein eftir sr. Arelius Nielsson, sem átti aö heita „Hvar er altariö þitt?” og setur i staöinn ■ „Vofur á vetrarkvöldi nútim- I ans”. En svo eru önnur mistök eöa , mismæli, sem lýsa upp ýmsar | aðstæður I þjóöfélaginu, varpa I óvæntri birtu yfir félagslegt og I sálrænt samhengi, svo viö ger- , umst nú verulega fræöilegir I ■ tali. Atvik af þessu tagi kom I fyrir i Morgunblaöinu á dög- I unum — þar var viötal viö Þor- ■ vald Mawby, framkvæmda- I stjóra Byggung, og hófst I þannig: I „Eins og kunnugt er hefur • bogarráö synjaö Byggung, I byggingarfélagi ungra sjálf- I stæöismanna um byggingu I háhýsis viö Eiösgranda”. • Daginn eftir kom svo litil en I fróöleg leiörétting I Morgun- I blaöinu. Þar segir: „I frétt I Mbl. i gær uröu þau * mistök aö Byggung var nefnt 1 Byggingarfélag ungra sjálf- I stæöismanna. Þetta er alrangt. • Byggung er byggingarsam- ■ vinnufélag ungs fólks i I Reykjavik, óháö stjórnmála- I félögum”. Þaö er eins og segir I heims- J bókmenntunum: Ég er ekki ég, 1 og beljuna á einhver annar. Eöa I þá aö Morgunblaöiö vilji breyta ■ i anda þjóðlegs heilræöis: Oft J má satt kyrrt liggja... r ■ Aróður i | Vandarhöggi óvenjulega skrautlegum I sveiflum hefur brugöiö fyrir I I túlkun atvinnumanna sem ■ áhugamanna á sjónvarpsleik- I ritinu Vandarhöggi. Þessar I uppákomur veröa til þess, aö I Klippið freistast til aö slá fram ■ ennþá einum túlkunarmögu- I leika á þessu sérstæöa verki, I sem aðrir skarpskyggnir aöilar I hafa látiö fara fram hjá sér, þvi ■ miöur. Þaö sýnist nefnilega liggja I nokkuö beint viö-meö aöstoö ■ þess ábyrgöarleysis sem ein- * kennir þessa umræöu — aö | álykta sem svo, aö Vandarhögg I flytji afdráttarlaust alveg I ákveöinn boöskap. Sá boöskap- ■ ur er áróður fyrir þvi aö börn I alist upp á dagvistunarstofnun- I um, en ekki hjá mjög misvitr- I um mæörum, sem geta eyöilagt * þau gjörsamlega. I Lárus ljósmyndari er flæktur I i vitahring og ranglar þar á I milli kvalalosta, sifjaspella og • hómósexúalisma og hefur ber- I sýnilega sára raun af öllu sam- I an. Og ástæöan er sú, aö móöir I hans hefur alið hann upp einsog ■ dúkku og flengt hann og lokaö [ hann inni ef hann sýndi mót- | þróa. Þegar áhorfendur svo ■ hafa þessar forsendur gefnar þá J eru ekki mörg skref i þá álykt- | un, aö alræöisvald mæöra yfir | börnum sé I meira lagi hættu- ■ legt fyrirkomulag. Fleiri dag- I vistarpláss!! Viö skjótum þessari ■ bókmenntatúlkun aö höfundum ■ fjölskyldubókar, sem Sjálf- I stæðiskvennafélagiö Hvöt var I aö gefa út. Þar er dæst mikiö yf- ■ ir þeim skuggaböldrum sem ’ lauma aöfólki allskonar niöium fjölskylduna. Og þá liggur þaö nokkuö ljóst fyrir aö höfundar Vandarhöggs eru eitthvaö á þeim buxum. Til dæmis: hvaö er áhorfendum sagt meö eigin- konu Lárusar I myndinni, Rós? Sú persóna felur lika i sér áróöur gegn fjölskyldunni. Méö henni er sagt: maður á ekki aö kvænast þvi hver veit hvar flagð leynist undir fögru skinni... Þaö er margt aö varast. Draumur um stærð Jón Baldvin Hannibalsson rit- stjóri sendi flokksþingi Alþýöu- flokksins kveöju guös og sina I Alþýöublaöinu á laugardag: greinin hét „Tækifæriö griptu greitt”. Megininntak greinarinnar er þaö, aö nú séu „óháðir kjósend- ur” — þeir sem ekki sýna lit I skoðanakönnunum siödegis- blaöanna, orönir „stærsti flokk- ur þjóöarinnar”. Þetta er aö sönnu hæpin staðhæfing — eins vist aö helmingur hinna „óákveðnu” viti ósköp vel hvaö þeir ætla aö kjósa, en vilji ekki flika þvl viö simhringingar utan úr bæ. En látum þaö vera — Jón Baldvin fer aö pæla I stórkost- legum tækifærum.sem hann sér i miklum herskara óháöra kjósenda og segir: „Viö þessar aöstæöur á Alþýöuflokkurinn stórkostlegt tækifæri framundan. Ef rétt er á málum haldiö og vel tekst til i framkvæmd getur Alþýöuflokk- urinn veriö oröinn stærsti stjórn- málaflokkur þjóöarinnar næst þegar taliö verður upp úr kjör- kössum. Þetta eru engir draum- órar. Þetta er blátt áfram raun- sætt mat ...” Ritstjórinn bætir þvi við aö „til þess aö nýta þetta tækifæri þarf Alþýöuflokkurinn ekki aö breyta stefnu sinni”. Hann þarf einungis aö fylla sig iöjusemi, sannfæringarkrafti og þrótti sem virkjar alla flokksmenn. A þriöju siöu sama blaös er önnur grein eftir Jón Baldvin. Þar kvartar hann sáran yfir þvi aö þingmenn séu orönir svo máttvana og spilltir af mikilli umgengni viö atkvæöin („hagsmunahópa”) aö helsta ráöiö til úrbóta væri aö marg- efla vald forseta og forsætisráö- herra. Með öörum oröum: svara valddreifingarviöleitni (sem vissulega hefur sina galla) meö þvi að snúa þróuninni viö, taka upp franskt forsetakerfi með meirihlutakosningu, sem mundi svo knýja fram eins- konar tveggja flokka kerfi ef aö likum lætur. Skipulagstöfrar Nú skal þaö eftir látiö hverj- um sem vill að koma öllu þessu heim og saman: draumi rit- stjórans um hinn virka fjölda- flokk og um leiötogann mikla — og svo þeirri kenningu aö Alþýöuflokkurinn þurfi ekki aö breyta um stefnu til aö veröa flokka stærstur. En einhvern- veginneru þessi skrif samt I sér- stæöu samræmi viö þann tón sem sýnist hafa rikt á nýaf- stöönu flokksþingi Alþýöu- flokksins. Þar viröast stefnumál hafa týnst gjörsamlega I þeim mikla „sannfæringarkrafti” sem menn höföu um „gamlan og nýjan stil” um „vanmeta- krata og hægrikrata”. Vilmund- ur varaformannsefni bar Sig- hvat þingflokksformann þung- um sökum — ekki vegna hæp- inna pólitiskra ákvaröana, held- ur vegna þess, aö Sighvatsmenn „vildu hafa veika forystu til aö ráöa sem mestu sjálfir”. Og eins og til aö undirstrika trú Jóns Baldvins á þá sterku menn sem bjarga löndum likti Vilmundur ósigri slnum I vara- formannskjöri viö þaö aö John F. Kennedy varö undir i baráttu fyrir útnefningu forsetaefna i Bandarikjunum 1956. Báöir töpuöu vegna „gamaldags skipulags á útnefningunni”! Yngri kratar eru bersýnilega mjög að velta fyrir sér þeim „tækifærum” sem viss skipu- lagsleg „fiff” og breytingar á „útnefningum” gætu gefiö þeim á aö marséra til valda á þeim tima sem þeir helst kjósa sér. Hitt er aftur á móti furðulega bernsk óskhyggja aö halda, aö þaö sjónarspil sé allt svo skemmtilegt og aölaöandi, aö óráönir kjósendur landsins flykkist aö Alþýöuflokknum og geri hann I þakkarskyni stærst- an flokka. Svo langt er vitleysan ekki komin; ekki enn. — áb. •g skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.