Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 7
. Þriöjudagur 4. nóvember 1980 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 bækur Dóra í Álfheimum í nýrri útgáfu Út er komin á vegum IÐUNNAR unglingasagan Dóra I Alfheimum eftir Ragnheiði Jóns- dóttur. Þetta er önnur útgáfa sög- unnar sem fyrst var prentuð árið 1945 og segir frá lifi Reykjavikur unglinga á þeim tima. Bók þessi er önnur i röð hinna svonefndu Dórubóka Ragnheiöar sem voru aö birtast á fimmta og sjötta ára- tugnum. IÐUNN gefur nú bóka- flokk þennan út að nýju og kom fyrsta bókin, Dóra, út i fyrra. Um efni Dóru I Alfheimum segirsvoá kápubaki: „Alfheimar eru sumarbústaður þar sem Dóra dvelst með vinum sinum meöan foreldrar hennar eru vestan hafs. Þetta er sumariö sem lýðveldið er stofnað. Nýjar persónur koma til sögunnar og Dóra á sinn þátt i að bregða birtu á daga þeirra. Sjálf nýtur hún lifsins I rikum mæli þetta sumar, enda er bjart yfir is- lensku þjóðlifi þótt skelfingar striðsins séu ekki fjarri ...” Ragnheiður Gestsdóttir gerði myndir i Dóru i Alfheimum og teiknaöi kápu. Bókin er 132 blað- siður. Prenttækni prentaði. Ný bók um Frakkland Komin er út hjá bókaútgáfunni Bjöllunni bókin Frakkland, land og þjóð. Hún er fjóröa bókin i flokknum Landabækur Bjöllunn- ar. Aður eru komnar út Stóra Bretiand, Sovétrikin og Spánn. 1 landabókum Bjöllunnar er m.a. rakinn uppruni þjóða, stofnun rikja, saga þeirra og siðir, iþróttir og fristundaiðkan, atvinnuhættir og áhrif þeirra á samfélag þjóða. Frásagnir og lýsingar eru knappar, en þó yfir- gripsmiklar og styðjast mjög viö myndir, þ.á m. fjölda litmynda. Mörg kort og töflur eru i hverri bók lesanda til frekari glöggv- unar. Landafræðibækurnar eru mjög hentugar sem viðaukaefni (itar- efni) i landafræöi og samfélags- fræöikennslu. Þær geta einnig talist til menningarauka á hverju heimili. Höfundur Frakklands er Dani- elle Lifshitz, en Friörik Páll Jóns- son hefur þýtt bókina á islensku. Hún er 64 blaðsíöur i allstóru broti. Bókin er prentuö I Bret- landi, en Prentstofa G. Bene- diktssonar annaðist setningu, umbrot og filmuvinnu. Næsta bók i flokknum Landa- bækur Bjöllunnar verður Holland, og kemur hún út fljót- lega. Fjóröungsþing fískideilda á Vestfjörðum um stjórnun fiskveiða: Of mikid veitt fyrstu fimm mánuði ársins Þann 25. október var haldið á Flateyri 40. Fjóröungsþing fiskideiidanna á Vestfjörðum. Mikil umræða fer nú fram um stjórnun fiskveiöa á komandi árum og birtum við hér sam- þykktir þings fiskideildanna á Vestfjörðum um þessi efni hvað varðar veiðar á næsta ári, ásamt greinargerö fyrir sam- þykktunum. 1. Takmarkanir á þorskveiðum Takmarkanir þorskveiða á árinu verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefir undanfarin ár. Þingið getur fallist á kvóta- skiptingu á skip, hafnir eða landshluta og leggur þvi til eftirfarandi breytingar á stjórn- un fiskveiðanna: 2. Skipting heildarafl- ans á timabil Þegar stjómvöld hafa ákveöiö hámarksþorskafla ársins, veröi þvi magni skipt á þrjú veiöi- timabil i eftirfarandi hlutföll- um: 1. janúar til 31. mai..50% 1. júni til 30. september .... 30% 1. október til 31. desember .20% Til að ná þeim markmiðum, sem sett eru fyrir hvert timabil, verði beitt veiðitakmörkunum, eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Veröi sýnt, að þær veiðitakmarkanir, sem kunngeröar eru i' upphafi fyrir hvert timabil, nægi ekki til að ná settum markmiöum veröi heim- ilt aö gripa til enn frekari tak- markana. 3. Hlutdeild þorsks i afla i þorskveiðibönn- um Meö hliðsjón af reynslu undanfarinna ára, telur þingið eðlilegt, að hlutdeild þorsks I afla veiðiskipa sé breytileg eftir árstimum. Verði miðað viö 15% þorsks I afla á 1. og 2. veiðitíma- bili, en 25% á 3. veiðitimabili 4. Ákvörðun veiðitak- markana Veiðitakmarkanir séu ávallt kunngerðar með góöum fyrir- vara, svo að takmarkanirnar valdi sem minnstum truflunum i útgerð og fiskvinnslu og leiöi ekki til atvinnuleysis á ákveðn- um árstimum. 5. Verðbætur á fisk Greiddar verði veröbætur úr Aflajöfnunardeild Aflatrygg- ingasjóðs á grálúðu á timabilinu 1/6—31/12. Veiðar á úthafsrækju Teknar veröi upp viöræöur viö Efnahagsbandalagið um veiöi- heimildir fyrir Islensk skip til veiða á úthafsrækju viö Græn- land. Greinargerð A árinu 1979 voru 56% þorsk- aflans veidd á timabilinu jan- úar/mai. 1 ljósi þessarar reynslu lagði slðasta Fiskiþing til, aö ekki yrði leyfð meiri þorskveiöi timabilið 1/1—31/5 1980 en 50% af þvi heildar- magni, sem áætlað yrði fyrir á r- ið. Allt bendir nú hins vegar til, að þorskaflinn fyrstu fimm mánuði ársins verði 63—65% ársaflans. Það má öllum ljóst vera, hvaða afleiðingar þaö hefir fyrir fiskveiöar, fiskvinnslu og fisk- markaöi okkar, þegar nálega 2/3 hlutar heildarþorskaflans eru veiddir fyrstu fimm mánuði ársins, til að ná settum mark- miðum. Þessu fyrirkomulagi verður að vara alvarlega við, þar sem það leiöir til öngþveitis á öllum sviðum, eins og berlega . hefir komið i ljós á þess ári. Nægir þar aö benda á eftirfar- andi: 1. Nauösynlegt hefir reynst að takmarka þorskveiöar togar- anna i vaxandi mæli siöari hluta ársins, þrátt fyrir veru- lega aukningu á leyfðu heild- armagni. 2. Mikið framboð hráefnis fyrstu fimm mánuðina leiddi óhjákvæmilega viða til framleiöslu verðminni afurða, lakari nýtingar og mikillar birgöasöfnunar hjá frystihúsunum, sem mörg hver voru ekki i stakk búin til að mæta þessu aukna hrá- efnisframboöi. Siöari hluta ársins hefir svo viða reynst örðugt aö halda uppi stöðugri vinnu vegna aukinna veiði- takmarkana togaranna. 3. A miðju þessu ári þurftu sölu- samtökin að gripa til tak- markana á framleiöslu þorsk afla, til aö koma I veg fyrir veröfall á þýöingarmesta freðfiskmarkaðiokkar, vegna mikillar framleiðsluaukning- ar fyrri hluta ársins. Takmarkalitil sókn I þorsk- stofninn fyrstu fimm mánuði ársins hefir þannig reynst óheppileg fyrir allar greinar sjávarútvegsins, veiðar, vinnslu og sölukerfi. Til að koma I veg fyrir, að slikt endurtaki sig, er lagt til, aö skipta þorskaflanum niður á ákveöin veiðitimabil strax I byrjun ársins. Ekki eru gerðar tillögur um stjómun humar-, loðnu- og sild- veiöa, þar sem þessar veiðar eru nær alfarið stundaðar af veiðiskipum úr öðrum lands- hlutum. Veiöar og vinnsla þess- ara fiskstofna fer nær alfarið fram á 2. og 3. veiðitimabilinu. Gerir það enn nauösynlegra, að þorskaflinn sé ekki að miklu leyti veiddur á 1. veiöitimabil- inu, eins og gerst hefir á þessu ári, svo að tryggt sé, að þau veiðiskip, sem ekki sækja i áöur nefnda stofna, séu ekki verk- efnalaus sföari hluta ársins. Lagt er til, aö greiddar verði verðbætur á grálúöu, sem veidd er eftir 1. júni 1981, eins og lagt var til i ályktun Fiskiþings 1979. Lýsir þingiö furöu sinni á þeirri ákvörðun Yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, aö greiöa engar verðbætur á grá- lúöu, sem veidd var eftir 1. júni á þessu ári, en verja öllu þvi fjármagni, sem greitt er úr sjóðnum á árinu, til að verðbæta karfa, ufsa, skarkola, spærling og kolmunna. Átta bækur frá Ægisútgáfunni: Skipstjórar, bústólpar og athafnamenn Fyrst eraö telja viðbótarbindi af „Skipstjóra og stýrimanna- talinu”. Það er getið liðlega 700 skipstjórnarmanna, meö myndum af flestum. Þetta fyllir nokkuð f þau skörö, sem voru i fyrri bindunum, en þó vantar enn mikið á að öllu sé til skila haldið. Alls eru þá æviskránar orönar liölega 2600. Guömundur Jakobsson sá um þessa útgáfu einsog hin bindin. Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi skólastjóri á Hvann- eyri, sér um útgáfu á bók sem nefnist , .Bondi er bústólpi”. Ýmsir höfundar hafa skráö þessa bók en þar eru skráöir æviþættír 12 látinna góðbænda. Væntanlega allforvitnileg bdk. Um 40 myndir eru i bókinni. tslenskir afhafnamenn” nefnist bók sem Þorsteinn Matt- hiasson hefur skráö. Það er at- hafnasaga nokkurra manna, sem öllum er þaö sameiginlegt, að þeir fæddust ekki „með gull- skeiö I munninum” en hafa brotist áfram af dugnaöi, bjart- sýni og framkvæmdavilja og komiö upp myndarlegum fyrir- tækjum. „Vilji er allt sem þarf” sagði skáldið og báðar þessar bækur sanna þaö ljóslega. Margar myndir eru i þessari bók. Jóhann Kúld hefur skrifað nýabók, „Stillist úfinnsær”.Þar segir frá lokaþætti1 ævintýralegs æviferils Jóhanns og kennir margra grasa, einsog I fyrri bókum hans, „A hættusvæöinu” og „Um heljarslóð”. Hefur þá verið lokið við að gefa út verk Jóhanns i heild, samtals 5 bindi, að undanteknum ljóðum hans. „1 dagsins önn”er þriðja bók Þorsteins Matthiassonar af þvi tagi. Þar segir frá lifsbaráttu alþýöufólks til sjávar og sveita og þar er ýmislegt að f inna sem nútímafólki er framandi og vekur upp minningar hínna eldri um liðna tlð. „Gullkistan”,endurminningar Arna Gislasonar, hefur nú verið endurprentuö. Sú bók kom út 1944 og hefur ekki verið fáanleg i áratugi. Hún er stórfróöleg um siöasta timabil áraskipanna vestra og einnig segir frá þvi er fyrst var latin vél i fiskibát á Islandi. Arngrlmur Fr. Bjama- son bjó þessa bók til prentunar á sinum tima og skrifaði itar- legan formála. Af þýddum bókum er fátt að segja. Ný bók eftir Sven Hazel Herréttur nefnist hún Hazel er i algerum sérflokki striðsbóka- höfunda, enda nýtur hann si- vaxandi vinsælda. Alls hafa komið eftir hann á islensku 11 bækur, en aöeins nokkrar þeirra eru fáaniegar. Eftir Denise Robins kemur út bók sem hlotið hefur heitið „Saklausa stúlkan”. öþarft er að fjölyrða um þann vinsæla höfund, því Denise þekkja allir sem á annaö borö lesa róman- tiskar bækur. Nokkrar þýddar bækur hafa verið endur- prentaöar. Vináttufélag ✓ Islands og Kúbu Aðalfundiir verður haldinn laugardaginn 8. nóvember kl. 14 i Sóknarsalnum, Freyjugötu 27. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Brynjar Brjánsson segir frá ferðalagi um Mið-Ameriku i sumar og sýnir myndir þaðan. 3. Sagt frá væntanlegri vinnuferð til Kúbu. 4. önnur mál. Stjórn VÍK Blikkiðjart Asgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.