Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. nóvember 1980 Þriðjudagur 4. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Þórhildur Ólafsdóttir: Tyrkland er eins konar landfræöilegur hlekkur milli Evrópu og Asíu. Árið 1923 var þar stofnað lýðveldi af Kemal Ataturk. Helmingurinn af lýðveldisárum sínum hefur tyrkneska þjóðin búið við herlög. Allar stjórn- málahreyfingar frá lengst til hægri til sósíaldemókrata kenna sig við Ataturk, og er hershöfðingjaklíkan nýja þar eingin undantekning. Tyrkland er hlekkjað við herðnaðar- og gjaldeyrisstofnanir bandaríska heims- valdasinna (Nato, International Monetary Found, Al- þjóðabankann o. fl.) og hefur auk þess beðið um inn- göngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Efnahagslif og þjóðlif er í algjörri kreppu. Til að skilja betur hvers vegna valdaránið var framið er nauðsynlegt að útskýra það ástand sem ríkti i landinu fyrir I2.september síðastl. Hryöjuverkin áttu aö leiða til þess, að almenningur sætti sig viö valdarán hersins. V ALD ARÁNIÐ í TYRKLANDI Skriðdrekar i Istanbul; herinn hefur leyfi tii að skjóta á allt sem kemur undarlega fyrir sjónir. Tyrkland er ákaflega háð út- löndum um innkaup hráefna sér- staklega til þarfa stóriðju. Næst- um allt hráefni til véla- og tækja- iðnaðar er flutt inn frá Vestur- Evrópu og Bandarikjunum. Til þessara innkaupa þarfnast Tyrkir mikils gjaldeyris. Gjald eyrisforði landsins hefur hins vegar farið siminnkandi vegna slæmra stjórnarhátta, en rikis- stjórnir (einkum sú siðasta) hafa lagt sig fram um að þóknast auð- hringum landsins i einu og öllu. Vegna hráefnisskorts er fram- leiðslan i algjöru lágmarki. Margar verksmiðjur starfa ein- ungis að hálfu leyti miðað við getu. betta ástand léiðir af sér þrennt: 1) Útflutningur er ákaf- lega litill og þar af leiöandi eru bankar gjaldeyrislausir. 2) Framleiðendur hækka vöruverð til að bæta úr peningatapi. 3) Uppsagnir stóraukast og þar með atvinnuleysi. í dag eru skráðar 3 milljónir at- vinnuleysingja i Tyrklandi (skv. opinb. tölum). Við þessa tölu þarf að bæta 6 milljónum land- búnaðarverkamanna sem hafa vinnu einungis 3-4 mánuði á ári. Þannig eru 9 milljónir atvinnu- lausra i Tyrklandi — eða um þaö bil helmingur fólks á starfsaldri. Veröbólga hefuraldreifarið niður fyrir 60% siðastliðin tvö ár, I dag er hún yfir 100%. Undir þrýstingi frá Alþjóðabankanum og stofn- unum honum skyldum hafa stjórnir Tyrklands neyöst til að fella gengi lirunnar tyrknesku meö vissu millibili. Tyrkland er þvi i nokkurs konar vitahring efnahagslega séð. Andstæður efnahagsltfsins Allt frá lýöveldisstofnun I Tyrk- landi hefur rikið haft stjórn á mörgum mikilvægum þáttum framleiöslunnar og mörg fyrir- tæki eru rikisrekin. Rikið stjórnar t.d. stál- og oliuframleiöslu, og ræður yfir öllum auðlindum landsins, neöan jarðar og ofan. Samhliða þessu ráöa valdamiklir auðhringar yfir stórum hluta framleiðslunnar og beita öllum brögðum til að gera rikisrekstri erfitt fyrir. önnur mikilvæg mótsögn efna- hagslifsins er sú að I Tyrklandi búa hlið við hlið þróað kapitaliskt efnahagskerfi og hálfgert léns- skipulag. Hiö þróaða kapitaliska efnahagskerfi er byggt upp af auðhringum og risafyrirtækjum rétt eins og i hinum vestræna heimi yfirleitt — en lénsskipu- lagiö sem enn er við lýði i sveitum (einkum i Austur-Tyrklandi) byggist að mestu á frumstæöri sauðfjárrækt. Þess eru dæmi að lénsherrar austur þar eigi heilu þorpin með ibúum þeirra. Tyrkneskir auðhringar hafa eins og áður segir sagt rikis- rekstri striö á hendur. Rikiö á æ erfiðara með aö stjórna efna- hagslifinu, enda fengiö hvert reiðarslagið á fætur öðru siðustu árin. Kreppan I hinum vestræna heimi hefur ekki bætt úr skák — og gert um leið auð- mannastétt Tyrklands sifellt óþolinmóöari og valdagráðugri. Auðhringarnir hafa gerst æ um- svifameiri siðustu 10 árin, reynt aö komast inn 1 rikisbáknið og setja sina menn I mikilvægar stöður. Demirel fyrrverandi for- sætisráðherra hefur reyndar alltaf verið þeim hliðholiur. Til aö ná takmarki sinu hefur burgeisa- stétt Tyrklands lengi haft nána samvinnu viö herforingjakliku Tyrklands og einnig við heims- valdasinna I vestri sem sjá sér allan hag i þessari framvindu mála. óstöðugleiki þjóðlífsins En hvernig skyldi takmarkinu náð? Fyrsta verkefniö var aö koma á algjörri pólitiskri og efna- hagslegri ringulreið.Þingiö skyldi gert að mestu leyti óstarfhæft. Siðastliðin 10 ár hefur engin stjórn getað ráðið rikjum lengur en nokkra mánuöi I senn. Þing- menn gengu kaupum og sölum, þannig að hópur þingmanna sagöi sig úr flokki Ecevits (Lýðveldis- flokki fólksins) og fór yfir I flokk Demirels (Réttlætisflokkinn) ef þeim var borgað nóg fyrir og svo öfugt. Stjórnirnar féllu þannig ein af annarri, og fólkið fór að trúa aö þing og flokkar væru einskis megnug yfir höfuö. Samhliða þessu var hafin skipulögð hryöjuverkastarf- semi, I þeim tilgangi að koma á þjóðfélagslegu öryggisleysi. Hryðjuverkastarfsemi er al- gengt tæki til að gera þingræði vanmáttugt og undirbúa jarðveg- inn fyrir einræðisstjórnir, t.d. I Rómönsku Ameriku. Þannig var farið að i Chile fyrir valdatöku herforingjanna og einnig i Grikk- landi á sinum tima. Jafnvel á ttaliu er hryðjuverkastarfsemi notuö I dag til að reyna að varna itölskum kommúnistum aö komast I stjórn. Auðhringirnir tyrknesku hafa á opinskáan hátt stutt efnahagslega þær stormsveitir sem eru skipu- lagðar af Þjóðernishreyfingunni en hún fylgir stefnu nasista og fasista. Félagar I stormsveitum þessum nefna sig Gráúlfa og hafa verið þjálfaðir i æfingabúöum siðan 1969. Hver meölimur lærir aö hlýða án útskýringa og fram- kvæma skipanir foringjans, en sá er Alpastan Turkes, fyrrverandi hershöfðingi. Þeim sem yfirgefa stormsveitirnar er grimmilega refsað og getur sú refsing farið allt upp I liflát. Þjóðernishreyf- ingin er bendluö viö ýmiss konar giæpamái svo sem verslun meö konur (sölu á konum I vændishús), eiturlyfjasmygl og ólöglega vopnasölu. Til gamans má geta að einn þingmaöur þessa flokks hefur verið i fangelsi I Nice i Frakklandi siðastliöin 5 ár fyrir eiturlyfjasmygl til Frakklands. baö er einkum sá auöhringur Tyrklands sem ræður yfir vefn- aðarframleiðslu landsins sem styrkir Þjóðernishreyfinguna, enda er hún áhrifamest i bómullarræktarhéruöum Tyrk- lands. Hryðjuverk Hryðjuverkastarfseminni var ætlað að halda fólkinu i skefjum og koma i veg fyrir alla baráttu fyrir auknu lýðræöi og mannrétt- indum. Það hlyti aö fara svo að lokum að allir fengju nóg af manndrápum og tækju fegins hendi jafnvel vaidatöku hersins. Fyrst var hryðjuverkastarfsemin all óskipulögð, útbúnir voru listar yfir vinstri menn meðal al- mennra borgara, háskólanem- endur og jafnvel vegfarendur án nokkurra pólitiskra skoðana áttu á hættu að vera skotnir niður á götum úti. Stundum urðu þessi dráp að fjöldamoröum eins og I borgunum Karamanmaras, Sivas og Corum en þar var fjöldi manna drepinn og látið Hta út eins og erjur milli trúarflokka. Og auð- vitaö fylgdu herlög i kjölfariö. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að bæla niður verkföll og baráttu fyrir auknu réttlæti. Þvi næst var ráðist að ýmsum velþekktum mönnum svo sem frægum lögfræöingum, háskóla- prófessorum, þingmönnum, borgarstjórum, formönnum ým- issa fjöldasamtaka, öllum vinstri sinnuðum auðvitað. Þegar ekkert dugði til var að lokum ráöist að sjálfum erkióvininum, vinstri sinnuöum stéttarfélögum og for- mönnum þeirra. Herlögin sem voru i gildi i 26 héruðum landsins áttu að binda endi á drápin en geröu það ekki nema siður væri. Þegar talaö er um hryðju- verkastarfsemi i Tyrklandi má alls ekki gleyma hlutverki vinstri öfgahópa sem hafa á alla lund auðveldað verk þeirra sem starf- semina skipulögðu. Þegar meö- limir þessara hópa drápu ein- hvern hægri sinna, notuðu þeir siöastnefndu þaö sem átyllu til að halda áfram hryðjuverkum sinum. Allt bendirtil aö starfsemi vinstri öfgahópanna sé stjórnað af sama heila og þeim sem Grá- úlfunum stjórnar. 1 hvert skipti og herlögunum skyldi aflétt (á 2ja mán. fresti) var alveg öruggt að hryðjuverk „vinstra megin frá” ykjust að mun og þar með var komin góð og gild ástæða til framlengingar þeirra. Fasista- drápin voru hins vegar aldrei talin nægileg ástæða til að fram halda herlögum. Þess skal og getiö að hinir ýmsu hópar sem kenna sig við maóista i Tyrklandi eru ekki taldir með vinstri sinnum. Þeir hafa nána samvinnu við fasista og eiga stjórnarskirfstofur i sömu ,bygg- ingu. Sameiginlegur erkióvinur þeirra er kommúnistaflokkur Tyrklands sem hefur þó verið bannaöur að lögum i nær 60 ár.- Til að gefa lokahugmynd af hryðjuverkaástandinu rétt fyrir valdaránið má bæta viö aö siöan Demirel varð forsætisráðherra hefur komist á einskonar rikis- hryðjuverkastarfsemi, þannig að íögreglan hefur tekiö beinan þátt i ósómanum. Lögreglu- stöövar voru orðnar að pynt- ingarstöðvum þar sem fólk var pyntað i stórum stil og jafnvel drepið. Hvers vegna einmitt nú? Oft er spurt að þvi hvers vegna herinn hafi tekiö völdin einmitt nú en ekki 6 mánuöum fyrr eða seinna. Skal nú reynt að svara þvi. Þann 26. júli slöastliðinn var einn af stofnendum DISK (stærsta stéttarfélag verka- manna I Tyrklandi) og aðalritari Maden Is (stéttarfélag málm- iðnaðarmanna), Kemal Turkler, drepinn á lúalegan hátt af fasist- um. Þetta morö er einn hlekkur i keðjunni sem leiðir til valdaráns- ins. 60 þús. félagar i Maden Is höfðu verið i verkfalli i marga mánuöi. Með þvi að drepa Turkler hugðist yfirstéttin af- höfða verkalýöshreyfinguna og gera að engu i eitt skipti fyrir öll kjarabaráttu verkamannanna. En þeir svöruðu með 3ja daga al- mennu verkfalli sem milljón verkamanna tók þátt i. Um 300 þúsund manns fylgdu Turkler til grafar. Þvi var augljóst að ekki var hægt að fá fólkið til að leggja upp laupana. Málmiðnaðarmenn báöu um 100-200% launahækkun til að koma til móts við 400-500% verðhækkanir á sama tima. Lág- marks laun i Tyrklandi eru 6000 lirur á mánuði, húsaleiga i hreysi i úthverfi i Istanbul eða Ankara er 3000 lirur. Formaður Maden Is hafði tekiö fram að verkfalls- mennirnir berðust fyrir þvi aö fjölskyldur þeirra gætu boröað kjöt tvisvar i mánuði. Atvinnu- rekendur samþykktu einungis 70% hækkun. Kiló af kindakjöti (algengasta kjöt i Tyrklandi) kostar I dag um 600 lirur. önnur mikilvæg ástæða fyrir valdaráninu var aö siðustu mán- uði fór bilið breikkandi milli stjórnarflokkanna. Stjórn Demi- rels hefur verið háð stuöningi tveggja flokka, annars vegar Þjóðernishreyfingarinnar marg- umtöluðu, hins vegar Þjóð- hjálpræðisflokksins sem er mú- hameöstrúarsinnaður flokkur og boðar afturhvarf til kenninga Kórans. Meðlimir siðarnefnda flokksins gagnrýndu einkum tvennt I stefnu stjórnarinnar: annars vegar stefnuna I verka- lýðsmálum og hins vegar stefn- una i utanrikismálum. Þjóðhjálp- ræöisflokkurinn fordæmdi hversu blint bandariskri utanrikisstefnu var fylgt, einkum stuðninginn við Israel og Egyptaland og for- dæminguna á stjórnmálaþróun i Iran. Utanrikisráðherra Demi- rels neyddist til aö segja af sér fyrir skömmu vegna þessa ágreinings. Þær raddir urðu si- Evren, æösti maöur herforingjaklikunnar, viö grafhýsi Kemals Atatiirks ; allir vitna þeir i landsföðurinn sér tii stuönings. fellt háværari sem töluðu um hugsanlega samsteypustjórn Lýðveldisflokks fólksins (Ecevit) sem er sósialdemókratiskur flokkur og Þjóöhjálpræðisflokks- ins.Sú stjórn hefði gert auðhring- unum erfiðara fyrir i að ná tak- marki sinu — þ.e.a.s. yfirstjórn efnahagsmála. bað var þvi oröið augljóstaö nauðsynlegt yröi að losa sig við þingið, þrátt fyrir dygga aðstoð Demirels og sér- staklega Turguts özal sem var varaforsætisráðherra fyrir valdarán og heldur embætti sinu i dag. Siðustu vikurnar fyrir valda- rán jukust hryðjuverk að mun, tala fórnardýra hækkaði úr 10-15 i 25-30 á dag. Eins og sagt var i byrjun, er valdataka hersins ávöxtur sam- starfs bandarlskra heimsvalda- sinna og auðmannastéttar Tyrk- lands. Tyrkland er meölimur i Natóog hefur sérlega mikið hern- aöarlegt mikilvægi frá þeim bæjardyrum séö. Herinn hefur um 500 þúsund manns á aö skipa, er sá mannflesti i Evrópu að undanteknum her Vestur-Þýska- lands. Tyrkland er eina landið i Nato sem hefur löng landamæri sem liggja að Sovétrikjunum. Hernaðarlegt mikilvægi Tyrk- lands hefur og aukist aö mun eftir að Iran og Afhganistan hafa snúið baki I vestur. Það yrði þvi algjört reiöarslag fyrir Nato að tapa Tyrklandi. Þvi hreyrðust ýmsar raddir i skrifstofum Nató og vest- rænum gjaldeyrisstofnunum um nauösyn þess að fá „styrka stjórn” I Tyrklandi. Tyrklandsher er byggður upp af hermönnum sem koma úr fá- tækustu og fáfróöustu þjóðfélags- stéttunum. Ofan á þeim tróna hershöfðingjar sem eru nátengdir ýmsum risafyrirtækum og auð- hringum i Tyrklandi. Fyrrver- andi hershöfðingjar eru oft gerðir að bankastjórum. bað eru herfor ingjar sem reka Renault bíla- verksmiöjurnar i Tyrklandi, aörir eru hluthafar i mörgum voldugum fyrirtækjum. Siðasta undirbúningsatriði fyrir valdaránið var skipun hers- höfðingja sem eru sérstaklega hliöhollir Bandarikjunum i æðstu stöður i hernum. Þetta var gert þann 31. ágúst siðastliðinn, en þann dag er venjulega skipað I stöður i hernum. Hvernig valdatakan fór fram Nokkrum dögum áður kom sjötti floti Bandarikjanna upp að ströndum Tyrklands og það i fyrsta sinn i 10 ár. Daginn sem valdaránið fór fram hófust heræf- ingar Nato i Tyrklandi. Þann sama morgun kom Sahin Kaya, yfirmaður lofthersins, heim frá Washington. Fyrstu fréttir um valdaránið b'árust frá Banda- rikjastjórn. Fyrsta yfirlýsing her foringjaklikunnar sem nefnir sig „Þjóðlegt öryggisráð” var þess efnis, aö hún myndi halda tryggö við Nato. Fyrsti stjórnmála- maöur sem hershöfðingjarnir höföu samband við var Turgut Ozal, maður auöhringanna I rikisstjórninni. Hershöföingjarnir lýstu strax yfir að þeir hefðu tekið völdin til aö binda endi á hryðjuverk og vernda lýðræði. Fyrstu aögeröir þeirra sýna þó hiö gagnstæöa. Þeir hafa bannað starfsemi stjórnmálaflokka, allra fjölda samtaka og stéttarfélaga (nema hægri sinnaös verkalýösfélags sem hefur haft gott samstarf við stjórnina). Margir flokkanna hafa engan þátt tekið i hryðju verkum, má þar nefna Sósial- istiskan verkamannafiokk Tyrk- lands og Verkamannaflokk Tyrk lands ásamt Lýðræðisflokki fólksins. Forystumenn ýmissa stéttar- félaga, fjöldasamtaka og vinstri sinnaöra flokka hafa veriö hand- teknir hópum saman og ekki verið látnir lausir ennþá. Tala hinna handteknu nálgast 6-7 þús- und. Ýmsir sannir lýðræðissinnar fara huldu höfði eöa flýja til út- landa. Herforingjarnir hafa af- numið stjórnarskrána og útbúið nýja meö u.þ.b. 10 greinum til þess að gefa stjórn sinni laga- legan blæ. Hryðjuverkin sem herinn hugöist uppræta halda áfram. Hermenn hata leyfi til aö skjóta á allt sem kemur þeim undarlega fyrir sjónir. T.d. hefur fólk verið skotið niður af her- mönnum i borg einni við Svarta- hafiö (Ordu) og i annarri i Kúrd- istan. I morgun (8.okt.) létu hershöfðingjarnir hengja tvo hryöjuverkamenn, annan hægri sinna en hinn vinstri sinna. Allt er gert til aö láta lita svo út að báðar hliöar séu jafn sekar. Sannleikur- inn er sá að fórnardýr fasista eru um 80% af öllum þeim er hafa látiö lif sitt. Herforingjarnir hafa byrjað á að rétta viö kjör almennings meö hækkun nauðsynjavara svo sem hrisgrjóna, sykurs, gass, o.fl. Þeir hafa og tilkynnt al- menna kauphækkun sem nema skal 75%. Þess má geta að at- vinnurekendur höföu þegar sam- þykkt þessa kauphækkun, en hún dugir hvergi nærri til að fólk geti lifaö mannsæmandi lifi. Horfurnar Tyrkneska þjóðin er vön stig- vélaskarki og byssugelti. Þetta er þriðja valdarániö á 20 árum. Siðan lýöveldið var stofnað • 1923) hafa 26 ára liðið undir herlögum. Valdarániö kallar á nýjar bar- áttuaðferðir og i þessari baráttu er kommúnistaflokkur Tyrklands sterkast aflið — enda þótt starf- semi hans hafi veriö bönnuö i 58 ár. Það bann var enn i gildi þegar hershöfðingjarnir hrifsuðu til sin völdin, samkvæmt greinum i refsilöggjöf Tyrklands sem eru fengnar aö láni úr refsilöggjöf Mússólinis. Allir sannir ættjarðarvinir og lýðræðissinnar tyrkneskir munu nú beita sér fyrir þvi að vinstri flokkarnir myndi Þjóðlega lýðræðisfylkingu — einungis meö samvinnu getur baráttan gegn hervaldi og heimsvaldasinnum gefiö af sér ávöxt. Þvi má heldur ekki gleyma að innan hersins er mikill ágrein- ingur og allir ekki jafn sannfæröir um ágæti valdaránsins. Tyrk- neska þjóöin virðist vera vongóö um að geta gefiö hershöföingja- klikunni þaö svar sem hún á skiliö. Orléans, október 1980. Þórhildur ólafsdóttir. á dagskrá Enn hefur engin könnun fariö fram á vinnufyrirkomulagi, vinnuálagi eda áhrifum launakerfa á slysatíðni, streitu, andlega og líkamlega vellíðan starfsfólks og félagsleg samskipti þess Aðbúnaður á ÁMfsmtí. vinnustöðum Jyrirkomulaginu Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar, sem gerð var á vegum Oryggiseftirlits rikisins og Heilbrigðiseftirlits rikisins á ástandi aöbúnaöar, hollustuhátta og öryggismála á 158 vinnustöð- um, samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaöarins voriö 1977. 1 ályktunarorðum könnunar- innar segir m.a.: „Ýmsum hollustuháttum, þ.e. varðandi birtu og lýsingu hávaöa, loftræstingu, loftslagsþætti og mengun i andrúmslofti er ábóta- vant i um helmingi fyrirtækj- anna. Viröist ástand þessara mála að hávaða undanskildum alvarlegra en talið var fyrir könnunina”. Aöstandendur könnunarinnar draga af henni þá almennu álykt- un að i náinni framtiö þurfi aö eflamarkvisststarf á þessu sviöi. Eftir aö hafa gluggað nokkuð i niðurstöður virðast slst vanþörf á þvi. Rannsókn sem þessi ætti að geta oröið kveikja að frjórri um- ræðu, sem vekti fólk rækilega til umhugsunar um vinnuumhverfi sitt og verkaði sem hvati fyrir stéttarfélögin til að sinna svo þýöingarmiklum hagsmunamál- um. Þegar starfshópur á vegum Rannsóknarráös rikisins, sem fjallaði um eflingu ákveðinnar greinar iðnaðar hóf starf fyrir rúmu ári sendir hann fyrirspurn- ar til ýmissa fagfélaga og óskaði eftir upplýsingum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum i viðkomandi grein. Þrátt fyrir margitrekaðan eftirrekstur bárust aðeins svör frá tveim félögum, hinum hefur liklega ekki þótt málið koma sér við. Ný löggjöf Þörfin á að virkja sem flesta i umræðu um aöbúnaðarmál verður enn brýnni fyrir það, að hinn 1. janúar n.k. ganga I gildi ný lög um aöbúnaö, hollustu og öryggi á vinnustööum. Samkvæmt þeim verða nýjar skyldur lagðar á herðar starfsmanna og atvinnurekenda. Þeim er faliö sjálfum að fylgjast með þvl, aö lög séu haldin og skipuleggja aðgeröir varöandi hollustuhætti og öryggi, annast fræöslu og eftirlit með þvi að ráðstafanir komi að tilætluöum notum. Slikt fyrirkomulag hlýtur að bjóöa hættunni heim, nema aö takist meðmarkvissri umræöu og fræðslustarfsemi aö vekja menn til umhugsunar um alla þá þætti, sem samverkandi eða hver fyrir sig geta haft áhrif á andlega eða likamlega velliöan starfsfólks. Skort á umræöu um aðbúnaðarmál I breiöum skilningi má efalaust rekja til þess, að fram til þessa hafa engar eöa svo til engar rannsóknir eða athuganir veriö geröar. Þess- vegna er mikill fengur i áður- nefndri vinnustaðakönnun, en þvi er ekki að neita að hún er ákaf- lega einhliöa og tekur aöeins til mjögtakmarkaös hluta þess, sem skapar vinnuumhverfi okkar. Kannaðir voru ýmsir mælanlegir þættir, s.s. lýsing, hávaöi, hita- stig, loftræsting, mengun i andrúmslofti, raki og ýmis öryggisatfiði. En hvernig starfs- fólk bregst við og hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa hef- ur litt eöa ekki verið kannað. Enn hefur engin könnun farið fram á vinnufyrirkomulagi, vinnuálagi eða áhrifum launakerfa á slysa- tiðni, streitu, andlega og likam- lega velliðan starfsfólks og félagsleg samskipti þess. Reyndar er I undirbúningi svo- kölluð „vinnuverndarkönnun”, sem nokkur iðnaöarfélög hafa sameinast um aö láta gera og gerter ráö fyrir aö hefjist I vetur. Þar er höfuðáherslan lögö á aö- búnað og heilsufar starfsfólks og mun hún án efa veita þýðingar- miklar upplýsingar um heilsufar og slit þeirra er i þeim greinum starfa. Þetta eru svo sannarlega gleðifréttir og ættu að hvetja önnur stéttafélög til dáða. Hagrœðing og framleiðniaukning A siöustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á bætt vinnu- fyrirkomulag, hagræöingu og aukna framleiöni i öllum greinum atvinnulifsins. Ekki er að efa, að viða er þessa full þörf, eigi fram- leiösluvörur okkar að vera sam- keppnisfærar i verði og gæðum og starfsfólk að bera samsvarandi úrbýtumog gerist hjá nágranna- þjóöum. Slikum lagfæringum fylgir hinsvegar æriö oft að vinnan verður einhæfari og innihalds- lausari, jafnframt þvi sem vinnu- álag eykst og yfirsýn yfir fram- leiðsluferlið glatast. I framhaldi af hagræðingaraögerðum eru siðan oft tekin upp afkastahvetj- andi launakerfi i einni eða ann- arri mynd. Reynslaaf slikum launakerfum hefur fengist viða, svo sem i bygginariðnaöi (uppmæling) og fiskiönaöi (bónus), en litiö veriö gert til aö kanna áhrif þeirra til lengri tima. Er þó hald manna, að ýmislegt megi að framkvæmd þeirri finna. 1 nágránnalöndum hefur ekki minni áhersla verið lögð á rannsóknirá áhrifum hinnaýmsu félagslegu þátt en þeirra eðlis- fræðilegu og mælanlegu. Jafn- framt þvi sem dregið hefur veriö úr hávaöa, lýsing bætt, loft- ræsting lagfærð, rangar stöður viö vinnu leiöréttar o.s.frv. hefur verið leitast viö að auka svigrúm fyrir starfsmenn til sjálfs- ákvörðunar og sjálfsstjórnar og þörf starfsfólks fyrfir ábyrgö og félagsleg samskipti viöurkennd. Gott dæmi um viöleitni i þessa átt eru breytingar, sem áttu sér stað fyrir 2—3 árum á vinnu- tilhögun viö úrbeiningu á skink- um i' einni verksmiðju fyrirtækis- ins Plumrose I Danmörku. Fyrir- tækið átti i erfiðleikum með að fá vana kjötiðnaöarmenn til starfa, menn sættu sig ekki viö það vinnufyrirkomulag og þann hraða sem tiðkaðist. Af þessu leiddi miklar sveiflur I gæöum og nýt- ingu. Orbeiningin fór fram við tvö löng skurðarborö-á milli þeirra var færiband á tveimur hæðum. Eftir efra bandinu komu bakkar með tveimur skinkum i, starfs- maður tók bakkann til sin til úrbeiningar og að skuröi loknum var kjötið lagt i bakka á neöra færibandinu, sem flutti það til enda borösins bar sem fvlest var með gæöum og nýtingu. Það var þvi óhætt að segja aö vinnuað- stöðu hafi verið hagrætt sem frekast var unnt meö tilliti til vinnuaðferöa og flutninga. Launakerfiö tryggöi mikinn vinnuhraða enda var til þess tek- ið, aö starfsmenn voru frekar ungir, á aldrinum 20—30 ára. 1 dag er færibandiö horfið og I stað þess komin 7 skuröarborö og vinnur sex mann hópur viö hvert þeirra. Hóparnir annast sjálfir flutninga að og frá borðunum og þurfa starfsmenn þvi aö hreyfa sig töluvert meira en áöur. Veröurþví ekki sagt, að vinnan sé orðin auöveldari en áöur. Aöur byrgðifæribandið sýn, en nú hefur hver starfsmaður yfirsýn yfir allt vinnuplássiðauk þess sem félags- leg samskipti hafa auðveldast, 'menn geta rætt saman meðan á vinnu stendur. Launakerfi var breytt I hópakkorð með bónus. Stjórnendur reiknuðu meö minnkuöum afköstum, en höfðu búist viö betri nýtingu og meiri gæðum. Reyndin varð önnur, af- köst jukust og nýting og gæði einnig. Þessi árangur er talinn hafa náöst vegna þess að starfs- menn töku sjálfir þátt I endur- skipulagningunni og ábyrgð á gæðaeftirliti færð á þeirra hend- ur. Hinu ber ekki að neita, að störfin hafa tæpast oröiö inni- haldsrikari og likamlegt erfiði og vinnuhraði hefur aukist. En umræðunni hjá Plumrose er ekki lokið, starfsmenn og stjórnendur leita sifellt nýrra leiöa og gera tilraunir meö bætt vinnufýrir- komulag. AðbUnaður starfsfólks er annaö ogmeira en starfsmannaaðstaða, búningsherbergi og kaffistofur og skal þó sist dregið úr þýðingu þeirra salarkynna. Rannsóknir á sviði vinnuverndar eru skammt á veg komnar hérlendis og við fátt eitt að styðjast. En umræða um þessi mál getur vakið fólk til um- hugsunar og orð eru til alls fyrst. Nú er stutt til næsta ASI þings; eigum viö ekki að vona aö þar gefist tlmi til að sinna fleiru en kjöri fólks til trúnaðarstarfa. Guörún Hallgrimsdóttir. Bók um erfid bernskuár Almenna bókafélagiö hefur gefiö út bókina „Bernska min i Rússlandi” eftir sovésku tatara- konuna Guysel Amalrik, I þýöingu Bergs Björnssonar. Guysel Amalrik fæddist áriö 1942 og ólst upp i Moskvu viö kröpp kjör. I bókinni lýsir hún bernskuárum sinum, allt þar til hún er oröin sjálfstæður list- málari. 1 viðbæti viö bókina segir hún svo frá Siberiudvöl sinni með eiginmanni sinum Andrei Amal- rik, sem er þekktur sovéskur and- ófsmaður. Þau hjónin eru nú komin til Vesturlanda. Bókin er 143 bls aö stærð, gefin út sem pappirskilja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.