Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. nóvember 1980 Gjörbylting á sviði alfræðiútgáfti, -súfyrstaí200ár! Encyclopædia Britannica 15.útgáfa Brítannica 3 Hringið og biðjið um litprentað upplýsingarit um þessa tímamótaútgáf u BRITANNICA 3. Þrefalt alfræöisafn i þrjátiu bindum Ath. örfá sett af 1980 útgáfunni fyrirligg jandi. Orðabókaútgáfan Auðbrekku 15. 200 Kópavogi/ sími 40887 Auglýsing frá Launasjódi rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1981 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lög- um nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af mennta- málaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöf- undar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höf undur, sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfs- launum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk, sem hann vinnur nú að, skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmái. Umsóknir skulu sendar fyrir 20. desember 1980 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík. Reykjavík, 30. október 1980 Stjórn Launasjóðs rithöfunda. Bílnúmera- happdrættið Tiu skattfr jálsir vinningar að verðmæti 44 miljónir króna. 1. vinningur Volvo 345 GL árgerð 1981. 2. vinningur Datsun Cherry GL árgerð 1981. 3. —10. vinningur: Bifreið að eigin vali, hver að upphæð 3,4 miljónir. Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa fengið senda happdrættismiða á bilnúmer sin, en vilja styðja félagið i starfi, hafi vinsamlegast samband við skrifstofuna i sima 15941. Forkaupsréttur er til 1. desember næst- komandi. Bílnúmerahappdrætti Styrktarfélags vangefinna. r n ,,Ó, þú sveitasæla” Búvöruverðið: Nýr verðlags grundvöllur Umsjón: Magnús H. Gíslason Þegar sexmanna nefndin ákvað bráöabirgöaverö á bú- vörum i sept. sl. þá var miöaö viö aö verö til bænda mundi hækka um 11%. En þegar endanlega var gengiö frá verö- lagsgrundvellinum 21. okt. sl. reyndist hækkun hans vera 12,88% miðaö viö grundvöllinn frá 1. júní. Vegna breytinga á afurðamagni grundvallarbúsins þá hækkar afuröaverö til bænda um 11,1%. Útsöluverð búvara hækkar þó ekki að þessu sinni og verður beðið með verðbreytingar fram til 1. des. Verulegar breytingar voru gerðar á verðlagsgrundvellin- um nú. Þó er bústofn litið breyttur. Samsetning á búinu er sú, að hlutur nautgripa er talinn 53,4% en hluti sauðfjár 46,6%. Er þetta, eftir þvi, sem næst verður komist, hlutfallsleg verðmætaframleiðsla þessara búgreina á siðasta verðlagsári. Samsetning útgjaldaliða og vinnu er gerð i þessum sömu hlutföllum og er hún byggð á grunntölúm úr búreikningum frá 1978, framreiknuðum til verðs i lok ágústmánaðar 1980. Bústofninn er reiknaður á 440 ærgildi. Launaliðurinn breytist mikið. Aður voru laun sundurliðuð i dagvinnu, eftirvinnu, nætur- og helgidagavinnu. Siðan bættist við orlof, sjóðagjöld, friðindi og veikindaálag. 1 nýja grundvell- inum er dagvinna metin á 88 vikur en áður var hún 81 vika. Siðan er reiknað með 25% álagi vegna óreglulegs vinnutlma og friðinda. Auk þess er orlof reiknaö i launaliönum eins og áður. Launaliöurinn lækkaði við þessar breytingar um 9,5%. Fjármálaliðurinn breytist mjög mikiö og hækkar um tæp- lega 3,5 milj. kr..Þessi liður mun Kjötút- flutningurinn Útflutningur á dílkakjöti er byrjaöur, enda hefur Búvöru- deild lagt áherslu á þaö aö fá skip til útflutningsins þegar i siáturtiöinni, til aö leysa geymsluvandamál sláturleyfis- hafa. Hinn 7. okt. fór Jökulfell með 570 tonn til Svolvær og Harstad i Norður-Noregi og 14. okt fór Bæjarfoss meö 240 tonn til Bergen. Þetta kjöt var lestað á ýmsum höfnum, mest á Noröur- og Austurlandi. Af framleiðsl- unni haustið 1979 voru 2482 yonn flutt út til Noregs. — mhg framvegis breytast á þriggja mánaða fresti, eftir ákveðnum reglum, sem samþykktar voru af nefndinni. Eru þær þessar: 1. Virðingarverð húsanna tekur breytingum eftir visitölu byggingarkostnaðar. Fjárhæðir i grundvelli i sept. 1980 miðast við byggingarvisitölu 490 stig. Við útreikning á grundvelli i des.-byrjun 1980 hækkar virð- ingarverð húsa um sömu hundraöstölu og byggingarvisi- tala frá júli til okt. 1980. Við mars-útreikning grundvallar 1981 hækkar virðingarverðið um sömu hundraðstölu og bygg- ingarvisitala frá okt. 1980 tíl janúar 1981 o.s.frv.. 2. Vélbúnaður. Grunnvirði er miðað við verölag i sept.-byrjun 1980. Breyta skal fjárhæðum eftir upplýsingum frá innfiytj- endum um verðbreytingar véla, (sbr. vélaskrá). Séu ekki fyrir hendi upplýsingar um söluverð innfluttra véla má miða við gengisbreytingu islensku krón- unnar milli útreikningstíma. Er þá miðað við eftirfarandi reglur: 1. Dráttar-vélar nú að fjárhæð kr. 12.000.000 breytist eins og gengi á USA $. 2. Heyhleðusluvagn, sláttu- þyria, múgavél og snúningsvel, nú að fjárhæö kr. 7.300.000, breyttist eins og þýsk mörk. 3. Mjólkurkælar, rörmjalta- kerfi, súgþurrkunarkerfi og önnur tæki nú að verðmæti kr. 6.297.200 breytasti samræmi við gengi sænskrar krónu. 4. Allar aðrar heyvinnuvélar, jarövinnsluvélar og fjárvogir, nú að fjárhæð kr. 7.402.800, breytast eins og breskur gjald- miðill . Aburðarmagn lækkar um 439 kg- ogi krónutölu erlækkunin i36 þús. eða 7%. Kjarnfóðurliöurinn hækkar um 39%. Margar aðrar breytingar voru gerðar á gjaldaliö grundvallarins, en heildargjöld verðlagsgrund- vallarbúsins eru nú tæplega 22,8 millj. kr. Helstu breytingarnar á tekjulið grundvallarins eru þær, að mjólkin minnkar úr 34.980 ltr i 32.806 ltr. Kindakjöt er aftur á móti aukið um 337 kg. Þar er eingöngu um að ræða aukningu i 1. verðflokki, en hún er 484 kg. Minnkun er i verö- minni flokkunum. Reiknað er með að 218 dilkum verði slátrað og 20 kindum fullorðnum. Verö á gærum var i eldri grund- vellinum kr. 846 á kg. 1 nýja grundvellinum eru tvö verð á gærum, af dilkum kr. 939.90 kg og af fullorðnu fé kr. 657.71 kg. Fyrir fyrsta flokks ull eiga bændur að fá kr. 1986 á kg en var áður kr. 1788. Verð á mjólk til bænda var I ákveðið kr. 340,30 á ltr. en varð I kr. 306,30. Verð á fyrsta flokki J kindakjöts er nú kr. 2378 en var ■ kr. 2140. Tekjur af nautgripum I eru reiknaðar á rúmlega 12,2 I milj. kr. en af sauðfé um 10,5 J milj. kr. Fulltrúar framleiðenda i I sex-manna nefnd samþykktu I grundvöllinn með eftirfarandi J fyrirvara: Framleiöendafulltrúar sex- I manna nefndar telja aö i grund I völlinn vanti stórlega vexti af , rekstrarfé vegna búsins. En ■ vegna þeirra annmarka sem I eru á að hækka verð búvara I meira nú en i framangreindu samkomulagi felst og með til- visun til fyrirheits rikis- stjórnarinnar i bréfi dags. 16. þ.m., um viðbótarfjárstuðning vegna útflutnings á siðasta verðlagsári, föllumst við á framanritaðan grundvöll. Hins- vegar áskiljum við okkur allan rétt til að fara fram á breyt- ingar I þessu efni síðar, þegar tækifæri gefst til þess. — mhg Sam- kaupa- fundir SÍS Að þvi er Reimar Charlesson deildarstjóri skýrir frá veröur 15. árlegur samkaupafundur Búsáhaidadeildar i sport- og ferðavörum haldinn 11. nóvember. Verða þar á boðstól- um vörur til sölu sumariö 1981, geysimikið úrval að vanda. A siðasta fundi gerðu kaupfélögin pantanir fyrir um 300 milj. kr. að heiidsöluverðmæti. Að sögn Einars Kjartans- sonar, deildarstjóra, verður þriðji samkaupafundur Vefn- aöarvörudeildar I vefnaðar- vöru, fatnaöi og skófatnaði 17. og 18. nóv.,Þar veröa á boðstól- um vor- og sumarvörur fyrir næsta ár. Meöal annars veröur þar tiskusýning fyrir fundar- gesti. Einnig munu fataverk- smiðjan Hekla og skóverk- smiðjan Iðunn sýna þar framleiðslu sina fyrir vorið og sumariö 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.