Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 4. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Stormasömu krataþingi lokiö: Flestir kusu Kjartan Jóh. Vilmundur féll fyrir Magnúsi H. Átökin um varaformennskuna i Alþýöuflokknum og afstööuna til stjórnarslitanna haustiö 1979 settu mestan svip á flokksþingiö sem lauk á sunnudag. Vilmundur Gylfason tapaöi fyrir Magnúsi H. Magnússyni i kjöri um varafor- mann, en Magnús hlaut 110 at- kvæöi og Vilmundur 68. Kjartan Jóhannsson var kjörinn formaöur til næstu tveggja ára án mót- framboös. lflaut hann 166atkvæöi en þingfulltrúar voru 180. Karl Steinar Guönason var endurkjör- inn ritari meö 116 atkvæöum og Ágúst Einarsson var kjörinn gjaldkeri meö 169 atkvæöum. Vilmundur Gylfason var harö- orður i garð flokksfélaga sinna eftir að ljóst var að hann haföi tapaö kosningunni. Sagði hann hina nýkjörnu stjórn flokksins veikari en þá sem áður sat með Benedikts Gröndal sem formanni og Kjartani sem varaformanni. Likti Vilmundur ósgri sinum m.a. við ósigur Kennedyes i keppni um útnefningu sem varaforsetaefni Stevensons 1956 og sagðist hefðu gjörsigrað ef þingfulltrúar hefðu verið 600 eins og tillögur um breyttskipulag flokksins gera ráð fyrir. Kvað hann þingfulltrúa hafa hafnað „nýja stflnum” og hvatti stuðningsmenn sina til að 'sýna stillingu! Þá réðst Vilmundur að þing- flokki Alþýðuflokksins og Sig- hvati Björgvinssyni formanni hans. Sagði hann að þingflokkur- inn heföi aldrei getað fyrirgefið sér þá sterku stöðu sem hann hafði eftir kosningasigur flokks- ins 1978 og hefði hann verið keyrður niður i þingflokknum hvað eftir annað. Kvaðst Vil- mundur aö lokum ætla að snúa sér aö pólitisku starfi úti á meðal kjósenda sinna eftir þennan ósgir en láta starf innan flokksins sig minna varða en hingað til. — AI Alþýöublaöiö og Helgarpósturinn: Hvorugt getur án híns verið „Menn hafa velt þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort þaö er Al- þýöublaöiö sem ber uppi Helgar- póstinn, eöa öfugt”, sagöi Bjarni P. Magnússon, formaöur fram- kvæmdastjórnar Alþýöuflokksins m.a. á flokksþinginu á föstudag. „Svariö er einfalt: Hvorugt blaö- anna getur án hins vcriö”. Bjarni sagði að fastur kostnaður við rekstur skrifstofu og útbreiðslu létti báðum blööun- um róöurinn og eins væri gjald- Forsetínn heimsækir Danadrottningu Forseti tslands Vigdis Finnbogadóttir, mun fara i opinbera heimsókn til Dan- merkur i boði Margrethe II Danadrottningar og Prins Henrik dagana 25. til 27. febrúar 1981. Sauðárkrókur: skrá Blaðaprents þannig upp byggö að blöðin kæmu betur út saman en sitt i hvoru lagi. „Ef til skilnaðar kæmi er ljóst að veru- lega myndi halla á Alþýðublaðiö og ef rekstri Helgarpóstsins yrði hætt myndi ekki vera hægt aö reka Alþýðublaðið. Hins vegar yröi hægt aö reka Helgarpóstinn einan”, sagöi Bjarni ennfremur. I máli hans kom fram aö tilkoma Helgarpóstsins heföi ekki orðið til þess að fjölga áskrifendum aö Al- þýöublaðinu eins og vonast hefði verið, eftir, en áskrifendum blaðsins hefði hins vegar ekki fækkað. Hann sagöi Helgarpóst- inn þriðja stærsta blað landsins, reksturinn skilaði hagnaði þannig að búið væri með honum að borga skuldir fyrri útgáfu Alþýðublaös- ins en hins vegar háði rekstrar- fjárskortur verulega. Blaðstjórn Alþýðublaðsins sem ritstjórar Helgarpóstsins eiga sæti I að sögn Bjarna, komst að þeirri niöurstöðu að ekki væri unnt að veröa við samþykktum Framhald á bls. 13 V erkamanna- íbúðir afhentar Nú um sföustu helgi voru af- lientar átta fbúöir i verkamanna- ibúöablokk við Viðigrund á Sauöárkróki, aö þvi er Snorri Björn Sigurösson, bæjarritari á Sauðárkróki tjáöi okkur. Alls eru 14 ibúðir i blokkinni en 6 af þeim höföu veriö afhentar. Þaö er stjórn Verkamannabústaöa, sem stendur fyrir þessari byggingu. Trésmiöjan Borg á Sauðárkróki tók að sér byggingu blokkarinnar og hófst verkið i okt. 1978 en veru- legur skriður komst þó ekki á þaö fyrr en vorið 1979. Af þessum Ibúðum eru 4 fjög- urra herbergja, hver þeirra um 100 ferm., 4 eru tveggja her- bergja, um 70 ferm, og tveggja herbergja, 52-57 ferm. Alls mun blokkarbyggingin koma til með aö kosta 340-350 milj. kr. en upp- hafleg áætlun var rúmlega 180 milj. Othlutun ibúðanna fór fram veturinn 1978-1979 og voru um- sóknir helmingi fleiri en ibúöirnar. I ráði er að kanna möguleika á nýrri blokkarbygg- ingu á Sauöárkróki og mun vist ekki af veita. Verið er nú að steypa grunninn aö leikskóla, sem á að risá uppi i Hliöarhverfinu. Byrjað er og á byggingu iþróttahúss og verða sökklarnir steyptir svona I fyrstu atrennu, sagði Snorri Björn. Verið er og að innrétta herbergi i kjallara heimavistarhússins og ráö fyrir þvi gert, aö taka þau i notkun um áramótin. Aösókn að fjölbrautaskólanum reyndist mun meiri en búist var við. Varð þvi að bæta einum nemanda i hvert heimavistarherbergi um- fram þaö, sem hugmyndin var að hafa þar, auk þess sem nokkrum nemendum var komið fyrir á einkaheimilum og i ibúöum, sem bærinn á. 38. þing Iönnemasambands islands var háöum siöustu helgi i Reykjavik. Rétt til þingsetu áttu 93 fulltrúar víösvegar aö af landinu. 1 smá-hléi sem varö á þinghaldinu náöi Þjóöviljinn tali af þremur iönnemum frá Akur eyri og ræddi við þá um kjör þeirra og fleira viökomandi iön- námi þar nyrðra Þetta eru þeir Lúövik Áskelsson, blikksmiöa- nemi. Stefán Sigurbjörnsson, blikksmiöanemi og Pálmi Hannesson bifvélavirkjanemi. Verkleg kennsla i lág- marki Þeir félagar voru fyrst spurðir um iðnfræðsluna á Akureyri og bar þeim saman um að Iönskólinn á Akureyri væri i sjálfu sér ágætur hvað bóknámi viðkæmi, en aftur á Frá vinstri: Stefán Sigurbjörnsson, Pálmi Hannesson og Lúövik Áskelsson. (Ljósm. gei). Frá 38. þingi Iðnnemasambands Islands: Léleg aðstaöa er til verklegrar kennslu móti væri verkleg kennsla i al- geru lágmarki. Pálmi sagði að húsnæði það sem ætlað væri fyrir verklega kennslu væri svo litið og lélegt aö i raun og væru alls ekki hægt að tala um verklega kennslu, það væri einginlega aðeins nafnið tómt. Þá benti hanná að I bifvélavirkjun væri mönnum ætlað aö læra mótorfræði, en bækur til þeirrar kennslu væru ekki fáanlegar. Þeir Lúðvik og Stefán tóku mjög I sama streng og Pálmi hvað verklegu kennsl- unni viökom. Kjörin þurfa að batna Lúðvik og Stefán vinna á sama stað og sögðust þeir hafa 1900 kr. i kaup á timann, sem væru heldur bág kjör. Ef þeir væru við vinnu utan verkstæðis- ins hefðu þeir 10% hærra kaup. Siðan kemur skólatiminn, sem er fjórir mánuðir á vetri og á meðan eru þeir kauplausir. Rœtt viö þrjá iönnema frá Akureyri Það er svo til þess að við neyðumst til að vinna með skól- anum eins mikið og við mögu- lega getum, sem aftur kemur niður á náminu, sagði Lúðvik. Aðspurðir hvort þessi kjör væri almennt i iðnnámi áAkur- eyri, töldu þeir að menn i sumum öðrum greinum járn- iðnaöarnáms hefðu betri kjör en þetta og einssögðust þéir vita’til þess, að matreiðslunemar á Akureyri hafi mun betri kjör. Dauft félagslif A Akureyri er aðeins eitt iönnemafélag, og sögðu þeir félagar að því miður væri félagslifið innan þess dauft. Þeir sögðu að alltaf væri opið hús hjá félaginu á fimmtudags- kvöldum og væri reynt að fá iðnnema til að mæta, en það gengi erfiðlega. Það er eins og menn hafi engan áhuga fyrir félagi sinu, hvaö sem reynt er að gera, sagði Stefán. Aðspurðir um hvað þeir teldu vera brýnustu málin hjá iðn- nemum um þessar mundir voru þeir sammála um að það væru kjaramál iðnnema og að iðn- nemar fái fullan samningsrétt. Það færi ekkert á milli mála aö þessi mál væri brynast að leysa nú. Sú barátta sem iðnnemar hafa háö fyrir samningsrétti hefði leitt til þess, aö þeir fá aðild að samninganefnd ASt en það teldu þeir ekki nóg: ekkert minna en fullur samningsréttur komi til greina. —S.dór Efla ber tengsl sveina og iðnnemafélaganna frá 38. þingi INSÍ segir í ályktun Á þingi Iðnnemasambands Is- lands, sem haldið var um sið- ustu helgi voru nokkrar álykt- anir samþykktar. Þar á meöal var ályktað að fela nýkjörinni stjórn sambandsins að vinna að þvi að efla svo sem frekast er kostur samskiptin milli sveina- félaganna og iðnnemafélaganna f landinu. Var það vilji þingsins að sambandsstjórnin tæki upp viðræður sem allra fyrst við sveinafélögin um þetta mál. t ályktun um kjaramál kemur fram mjög hörð gagnrýni á vinnubrögð vinnuveitendasam- bandsins i þeim samningavið- ræðum sem átt hafa sér stað siöustu mánuðina. Þá segir enn- fremur i ályktuninni að breyta þurfi vinnubrögðum innan Fulltrúar á 38. þingi INSt. (Ljósm. —gel—). verkalýðshreyfingarinnar með það að markmiði að efla stöðu hennar frá því sem nú er og skorar þingið á alla iðnnema að þjappa sér saman i kjaramál- unum. 1 ályktun um iðnfræðslumálin ?egir ma. að rétta þurfi hlut starfsþjálfunarnema, þ.e. þeirra sem fá starfsþjálfun i verknámsdeildum en fara svo Framhald á bls. 13 Alþýöubandalagiö Ársliátíð á Austurlandi Álþýðubandalagið á Héraði heldur árshátið sina á laugar- dagskvöld 8. nóvember kl. 21. Hún verður i Valaskjálf og verður að vanda margt til skemmtunar. Gestir verða þeir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Jóhannes Stefánsson frá Norð- firði og Dagný Kristjánsdóttir frá Egilsstöðum. Stella Hauksdóttir. Guömundur Hallvarösson og Kristján Jónsson flytja eldhressa baráttusöngva. A boðstólum verða kaffiveitingar og ljúfar veigar eins og hver vill. Austur á Héraði þykja sam- komur Alþýðubandalagsins þær albestu þar um slóðir og þess er vænst að fólk láti sig ekki vanta nú, að lokinni sláturtið og sfldar- hrotum á fjöröum þar eystra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.