Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 4. nóvember 1980 Merkingarskylda „Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina aö hlutast til um aö viö allar nýbyggingar og meiri háttar framkvæmdir á vegum rikisins, rikisstofnana og viö framkvæmdir, sem rikiö er a.m.k. helmingsaöili aö, veröi viö upphaf framkvæmda sett upp skiiti sem á veröi skráöar upplýsingar um framkvæmdina. Slfkt skilti veröi uppi ailan framkvæmda- eöa byggingartima. Félagsmálaráöherra setji reglugerö um gerö slikra skilta.” Flutningsmenn tillög þessarar eru Skúli Alexanderssson og Sigurður Magnússon. Tillagan var einnig flutt i fyrra, en hlaut þá ekki afgreiöslu. 1 lok greinargeröarinnar segir svo: „Upplýsingar þær, sem hér er lagt til aö komið veröi á fram- færi, gætu dregiö úr þeim misskilningi aö hálfnaö sé verk þá hafiö er. Þær gætu oröiö mönnum hvatning til aö stytta fram- kvæmdatlma og botnplötum og grunnum, sem standa óhreyföir i mörg ár, mundi fækka. Auk ninnar sjálfsögöu upplýsingaþjón- ustu mundi slik merking geta oröiö til þess aö drifin yrðu af byrjuö og hálfnuö verk og framkvæmdir ekki látnar standa yfir of langan tima.” Siguröur Magnússon Skúii Alexandersson Snjóflóð og skríður Helgi Seljan og fleiri endur- flytja tillögu til þingsályktunar um heildarlöggjöf, skipulag og varnir vegna hættu af snjóflóöum og skriöuföllum. Lögð er áhersla á eftirtalin atriði m.a.: Gagna söfnun um snjóflóö og skiröur, svo og rannsóknir á staöháttum og veðurfarsþáttum. Skipting landsins I svæöi á þeim grund- velli. Skipulag byggöar taki miö af snjóflóöahættu og skriöufalia. Hugsaö sé fyrir varnarmann- virkjum og öörum varnaraö- geröum. Komiö veröi upp eftir- lits- og viövörunarkerfi. Skipu- lögö sé fræösla um málin. Helgi Seijan Flutningsmenn meö Helga Seljan eru: Arni Gunnarsson, Stefán Valgeirsson, Sverrir Her- mannsson og Stefán Jónsson. •Sl FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAFt w Vonarstræti 4 - Sími 25500 Húsvörður óskast Húsvörður óskast i fullt starf fyrir ibúðir aldraðra. Reynsla i samskiptum við eldra fólk nauðsynleg. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með umgengni og ræstingum. Góð ibúð fylgir starfinu. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist húsnæðisfulltrúa fyrir 10. nóv., sem einnig gefur allar nánari upplýsingar um starfið. | " " " " " || NIELS-ERIK MARIANNE halda tónleika i daginn 5. nóveni verða verk ef Roman, Sarasal Aðgöngumiðar > SPARF, fiðluleikari, og IACOBS, píanóleikari, Norræna húsinu miðviku- iber kl. 20:30. Á efnisskrá tir Bartok, Prokoffieff, te og Emil Sjögren. /ið innganginn. Verið velkomin NORRÆNA HUSIÐ Óþörf tillaga um þarft mál þingsjá Jóhanna S i gu r ö a r d ótt i r aiþingismaöur hefur, eins og áöur er getiö hér I biaöinu, flutt þingsályktunartiilögu um heil- brigöis- og félagslega þjónustu fyrir aldraöa. Felur tillagan i sér aö ráöherra skipi nefnd sem geri tiliögur um umbætur og betri skipulagningu i þeim efnum. I umræöum um máliö á alþingi fyrir stuttu benti Guðrún Helga- dóttir á þaö, aö slík nefnd hefur starfaö og lokiö hlutverki si'nu, þannig aö drög aö lagafrumvarpi um öldrunarþjónustu liggja þeg- ar fyrir. Hyggst heilbrigöis- og tryggingaráöherra leggja máliö fram á næstunni. Guörún sagöi aö Jóhönnu og flokksbræörum henn- ar heföi veriö nær aö fylgjast bet- ur meö gangi málsins, sem m.a. heföi veriö unniö mjög vel aö i ráöherratiö Magnúsar Magnús- sonar, ogheföi veriö nær aö vekja athygli á málinu með fyrirspurn, ef ætlunin heföi veriö aö ýta á eft- ir þvi sem vel er á veg komiö. Ráðherra heföi alls ekki legiö á þvi viö f jölmiöla aö lagafrumvarp væri i buröarliönum. Ot af þessu spunnust nokkrar oröræöur um þaö hjá þingmönn- um, hvort Jóhann læsi bjóðvilj- ann eöa ætti að lesa hann, og var niöurstaöan sú aö Jóhanna heföi fullan rétt til aö velja og hafna I þeim efnum. Ýmis þingmál Eftirfarandi mái hafa veriö lögð fram á þingi aö undanförnu i viöbót viö þau sem gerö hafa veriö ýtarlegri skii: Halldór Blöndai ásamt tveim öörum þingmönnum Sjálf- stæöisflokksins leggja til aö opin- ber gjöld á böm innan 16 ára aldurs á tekjuárinu 1979 faili niöur á skattárinu 1980. Um er aö ræöa tekjuskatt, útsvar, sjúkra- tryggingargjald og kirkjugarös- gjald, samtals rúmar 400 miljónir króna. I greinargerö eru raktar ýmsar tölulegar staöreyndir, og má af þeim ráöa aö barnatekjur séu ákaflega mismiklar eftir stööum á landinu. Finnbogi Hermannsson vara- þingmaöur Framsóknar vill aö rikisstjórnin beiti sér fyrir jarö- hitaleit á Vestfjöröum og sé i þvi sambandi áhætta tekin af sveitar- félögum. Magnús H. Magnússon og Arni Gunnarsson vilja koma inn I lög um rannsóknir i þágu atvinnu- veganna grein sem ýti undir flsk- eldi i sjói- Markús A. Einarsson varaþing- maöur Framsóknar leggur til: „Alþingi ályktar aö lýsa yfir þeim vilja sinum, aö Rikisútvarpinu sé heimilt aö hefja aö nýju fram- kvæmdir viö byggingu útvarps- húss i Reykjavik”. Friörik Sophusson og tveir aörir þingmenn Sjálfstæöis- flokksins vilja aö rikiö gangi á undan meö aö koma á sveigjan- legum vinnutima. Máliö hefur veriö flutt áöur. Arni Gunnarsson og allir þing- menn Alþýöuflokksins I stafrófs- röð leggja til aö undirbúin veröi stefnumörkun hins opinbera i áfengismálum meö þaö aö mark- miöi aö draga úr drykkju. Benedikt Gröndal leggur til aö takmarkaöur sé meö nýrri reglu- gerö aögangur erlendra herskipa og herflugvéla aö 12 miina land- helgi lslands. Reglugeröin tengist væntanlegum hafréttarsáttmála. Um þessi efni er nú i gildi til- skipun frá 1939. Birgir Isl. Gunnarsson og tveir aörir þingmenn Sjálfstæöis- flokksins leggja til aö endurskoö- aöar veröi lagareglur um aldurs- hámark starfsmanna rikisins og þær geröar sveigjanlegri en nú er. Halldór Blöndal og nokkrir aörir þingmenn úr Sjálfstæöis- flokki, Alþýöuflokki og Fram- sóknarflokki leggja til aö skipuö veröi aö tilhlutan menntamála- ráöuneytisins nefnd til aö endur- skoöa lög og reglugerö um launa- sjóö rithöfunda. Tillagan er er.durflutt frá siöasta þingi. I greinargeröer visaö til deilna um úthlutun úr sjóönum og bent á þá hugmynd aö stjórn sjóösins yröi skipuö af alþingi. Gunnar Már Kristófersson varaþingmaöur Alþýöuflokksins æskir könnunar á þvi, hvernig helst yröi komiö i veg fyrir grjót- hrun og snjóflóö á veginum undir ólafsvikurenni. Fyrirspurnir Hér á eftir veröa nefndar nokkrar fyrirspurnir sem fram hafa komið i sameinuöu þingi aö undanförnu en ekki hafa enn ver- iö gefin svör viö: Guömundur Bjarnason og Stefán Valgeirsson spyrja fjár- málaráöherra um meöferð skatt- yfirvalda á launatekjum atvinnu- rekenda, einkum i landbúnaöi. Karl Steinar Guönason spyr utanrikisráöherra um áhugamál umbjóöenda sinna, flugstöövar- byggingu á Keflavikurflugvelli og ollutanka i Helguvik. Þorvaldur Garöar Kristjánsson spyr viöskiptaráöherra hvort fyr- irhuguö gjaldmiöilsbreyting um næstu áramót geti ekki aukið á upplausn efnahagslifsins. Eyjólfur Konráö Jónsson spyr viöskiptaráöherra um greiöslur rekstrar- og afuröalána beint til bænda. Einnig spyr hann land- búnaöarráöherra um athuganir á þvi, aö útflutningsbætur og niöur- greiöslur fari seint til bænda. Niels Á. Lund varaþingmaður Framsóknar spyr iönaöarráö- herra um lagningu BJikaiónslinu á Sléttu. Sighvatur Björgvinsson spyr fjármálaráöherra um úrvinnslu úr skattframtölum bænda vegna ákvöröunar um búmark, Sami maöur spyr um tekjuskatta bænda annars vegar, sjómanna, verkamanna og iönaöarmanna hins vegar, svo og um fjárfest- ingu i landbúnaöi. Spurt um vanda landbúnaðarins: Útflutningsbæturnar nægja ekki til grundvallarverðs Þorbjörg Arnórsdóttir varaþingmaöur beinir eftirfarandi fyrirspurn til landbúnaöarráöherra: „Hyggst rikisstjórnin gera einhverjar ráðstafanir til aö mæta þeim vanda erviöblasirhjá bændastéttinni i landinu, þar sem augljóst er aö lögbundnar útflutningsuppbætur nægja ekki til aö bændur fái greitt fullt grundvallarverö fyrir afuröir sinar á verölagsárinu 1979—1980?” Guörún Aibert í tilefni af Dalbrautarhúsi aldraðra: Eftirgjöfá símagjöldum Alþingi ályktar aö sam- göngumálaráöherra feli Póst- og simamálastofnun- inni aö framkvæma reglu- gerönr. 426/1978 um eftirgjöf á afnotagjaldi af sima elli- og örorkulífeyrisþega á þann veg, aö ibúar allra sér- byggöra ibúöa fyrir aldraða og öryrkja njóti umræddrar eftirgjafar, ef þeir uppfylla skilyröi reglugeröarinnar aö ööru leyti. Flutningsmenn tillögu þessarar eru Guörún Helga- dóttir og Albert Guömunds- son. Tillagan var flutt á siö- asta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. I greinargerö er visað til mismununar sem eigisér staö i Reykjavlk, þar sem Ibúar húss fyrir aldraöa viö Dalbraut fá ekki sömu fyrirgreiöslu og gerist varö- andi önnur sérbyggö hús af svipuðu tagi. Strandstöð Skúli Alexandersson og PéturSigurösson endurfiytja tiilögu til þingsályktunar um starfrækslu strandstöövar fjarskipta á Gufuskálum, en hún hlaut ekki afgreiöslu á siöasta þingi: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni aö beita sér fyrir þvi, aö Landssimi Is- lands komi upp og starfræki strandstöö á Gufuskálum eöa á öörum staö á Snæfells- nesi,sem tryggi alhliöa fjar- skiptaþjónustu fyrir haf- svæöiö frá sunnanveröum Vestfjöröum um djúpmiö Breiöafjaröar suöur fyrir Snæfellsnes.” Hagfrœð- ingamál Endurflutt héfur veriö á Alþingi stjórnarfrumvarp um rétt manna „til aö kalla sig viöskiptafræðinga”. Var nauösynjamál þetta einnig lagt fram á siöasta þingi, en varö þá eigi útrætt. Aö baki liggur ósk Félags viöskipta- og hagfræöinga um lög- verndun starfsheitanna. Vitamál Frumvarp um vitamál hefur legiö fyrir alþingi tvö undanfarin ár, og er nú flutt óbreytt i þriöja sinn, stjórnarfrumvarp. Núver- andi löggjöf um vita- og leiö- armerki fyrir sæfarendur og um yfirstjórn þeirra mála þykir um margt úrelt og dreifö. Ekki er gert ráö fyrir meginbreytingum, en um margt skýrari ákvæöum, svo sem varöandi skiptingu i lands- og hafnarvita. Fóðurskattur Fyrir alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp til staö- festingar á bráöabirgöalög- um frá þvl 1 sumar um kjarnfóöurskatt. Nauösyn- legtþóttiaö leggja sérstakan skatt á erlent kjamfóöur, og er þaö liöur i víötækum ráö- stöfunum til bóta á fram- leiöslu- og markaösmálum landbúnaöarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.