Þjóðviljinn - 08.11.1980, Síða 29
Helgin 8.-9. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29
um hclgina
Aðstandendur sýningarinnar eru þarna að skoða förukonu, sem lika
gæti heitið furukona. Ljósm. —eik—
Sýning á tréskurði
•t kjallara Iðnaðarhússins við
Hallveigarstig verður i dag
opnuð sýning á útskornum
munum úr tré. Iðnaðarmanna-
Célagið i Reykjavik átti hug-
myndina að þessari sýningu og
fékk til liðs við sig samstarfs-
nefnd um Ar trésins, enda er
sýningin hugsuð sem einskonar
endahnútur á þá kynningar-
starfsemi sem fram hefur farið
á ári trésins.
Margir eiga muni á
sýningunni, bæði lærðir og leik-
menn, og má þar nefna t.d.
listamennina Asmund Sveins-
son og Sigurjón Ólafsson. A
sýningunni kennir ýmissa
grasa, bæði af nytjalist og skúip
túr. Munirnir á sýningunni eru
talsvert á annað hundrað tals-
ins, og að sögn forráðamanna
hennar safnaðist meira af mun-
um en hægt var að koma fyrir i
salnum.
Sýningin verður opin kl. 4-10
virka daga og kl. 2-10 um helg-
ar. Henni lýkur 24. nóvember.
ih.
„The Platters”
í Háskólabíói
Hinn heimsfrægi sönghópur
„The Platters” ásamt hljóm-
sveit Jimmy Saharas halda tón-
leika i Háskólabiói á mánudags-
kvöldið, 10. nóv. kl. 21. Þetta
tónlistarfólk er hingað komið
fyrir tilstilli Þorsteins Viggó-
sonar, og er Islandsferðin liöur I
hljómleikaför um Norðurlönd.
Forsöngvari The Platters er
Herb Reed, en aðrir i hópnum
eru: Regina Shearer, Nate Nel-
son, Robert Moore og Duke
Daniels. Forsala aðgöngumiða
ogupplýsingar eru i versluninni
Moons, simi 29030. — ih
Stórmarkaður og
vöflukaffi
Kvennadeild Skagfirðinga-
ilagsins i Reykjavik heldur
órmarkaö og vöfflukaffi i
rangey, Skagfirðingaheim-
inu að Siöumúla 35, nú um
helgina. Idag veröur opnaökl. 3
og á morgun kl. 2. Ágóðinn
rennur til Sögufélags Skag-
firðinga. — ih
Tryggvi í
Landlyst
Tryggvi Ólafsson sýnir i
Landlyst, Vestmannaeyjum,
um þessa helgi. Sýningin var
opnuð á fimmtudaginn og henni
lýkur annaö kvöld. Hún er opin
kl. 14-22 i dag og á morgun.
A sýningunni eru 17 verk, 10
málverk unnin með acryllitum
á léreft og 7 klippimyndir. Flest
eru verkin unnin á siðastliðnu
sumri. —ih
FRÍM ’80
Mánudagurinn 10. nóvember
er Dagur frimerkisins. 1 ár
halda frimerkjasafnarar upp á
20 ára afmæli þessa dags, og af
þvi tilefni stendur nú yfir stór
frimerkjasýning að Kjarvals-
stöðum, „FRIM 80”.
Sýningin var opnuð á fimmtu-
daginn og stendur til mánu-
dagskvölds. Hún verður opin kl.
2-8 i dag, laugardag, og kl. 2-10 á
morgun og á mánudaginn. Hægt
er að fá stimplað alla sýningar-
dagana, en á mánudaginn
verður sérstakur stimpill fyrir
Dag frimerkisins. Það er Félag
frimerkjasafnara i Reykjavik
sem stendur fyrir sýningunni.
Meðal sýningargripa eru mörg
sjaldgæf og gömul umslög úr
bréfasafni Þjóðminjasafnins,
auk frimerkja sem félagsmenn
eiga.
-ih.
Og
Jóhann í
Félagsbíói
Magnús og Jóhann halda
hljómleika ásamt Graham
Smith fiöluleikara i Félagsbiói i
Keflavik I kvöld, laugardags-
kvöld kl. 9. Þetta eru fyrstu
hljómleikar sem þeir félagar
halda i nokkur ár, en þeir eru
báðir frá Keflavík. Flutt verður
efni af nýútkominni plötu þeirra
ásamt öörum lögum, bæði
gömlum og nýjum. — eös
að Kjarvalsstöðum
Refilsaumur og augnsaumur
ívar í
r
Asmundarsal
Skúlptúrar
og
málverk
1 kvöld opnar Ivar Valgarðs-
son sýningu á verkum sinum i
Ásmundarsal á Skólavöröuholti.
Ivar lauk prófi frá Myndlista- og
handiðaskóla tslands 1975 en
stundaði siðan framhaldsnám i
Hollandi. Þetta er fyrsta einka-
sýning hans, en hann hefur tekið
þátt i mörgum samsýningum
frá þvi 1974, nú siðast á Experi-
mental Environment II að
Korpúlfsstöðum.
Sýningin i Asmundarsal
samanstendur af 5 verkum,
skúlptúrum og málverkum, sem
mynda heild i landslagsformum
og litum. Sýningin verður opin
daglega frá kl. 4-9, henni lýkur
17. nóvember.
Magnús
2x5 aura Chr. IX
Sent frá HafsteinastöCum
Eitt af gömlu umslögunum úr bréfasafni Þjóðminjasafnsins, stilað
á Tryggva Gunnarsson bankastjóra. Ljósm. -eik-.
tgær var opnuð á vesturgangi
Kjarvalsstaöa sýning á Islensk-
um heimilisiðnaði. Það er
Heimilisiönaðarfélag tsiands
sem sýninguna heldur, en hún
var sett upp I Tromsö I Noregi f
sumar.
A sýningunni eru sýnishorn af
gerð hins forna islenska refil-
saums og augnsaums, og eru
verkin bæöi ný og gömul. Til-
efnið er, að sögn forráðamanna
Heimilisiönaöarfélagsins, að
vekja athygli á þessum fornu Is-
lensku saumum.
Nýrri verkin á sýningunni eru
ýmist saumuð eftir munstrum
af Þjóöminjasafninu eöa sér-
staklega teiknuð, einsog t.d. það
sem hér birtist mynd af:
Vorkoman, sem Anna
Höskuldsdóttir prestsfrú að
Reynivöllum i Kjós saumaöi
eftir teikningu Sigrúnar Guð-
jónsdóttur (Rúnu). —-ih
Gunniaugur Stefán Gislason
opnar f dag sýningu i FlM-saln-
um, Laugarnesvegi 112, og
verður hún opin til 23. nóv., kl.
14-20 virka daga og kl. 14-22 um
helgar.
Þetta er önnur einkasýning
Gunnlaugs, en sú fyrri var i
Norræna húsinu 1977. Auk þess
hefur hann tekið þátt i fjölda
samsýninga hér heima og
erlendis. Gunnlaugur er fæddur
árið 1944 og nam við Myndlista-
og handiðaskólann, þar sem
hann starfar nú sem kennari.
Að sögn Gunnlaugs hefur
hann á undanförnum árum ein-
göngu unnið vatnslitamyndir,
og þá ósjaldan leitað fanga i
þeim forgengileika, sem birtist
okkur m.a. i gömlu amboði eða
öðrum ummerkjum um það lif,
sem lifað var.
ih.
Handavinnusala á Hrafnistu
Vistfólk á Hrafnistu efnir til
sölu á munum sem það hefur
sjálft unnið i dag, laugardag,og
hefst hún kl. 13.30 I matsal
starfsfólks á jaröhæð Hrafnistu
(gengið inn aö vestanveröu).
Þar verður hægt að kaupa
marga góða og nytsama hluti:
sokka, vettlinga, peysur, dúka,
púðaosfrv. — ih
Gunnlaugur í
FÍM-salnum