Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Framkvæmdastjórn LMF, taliö f.v.: Þórir Haraldsson, Sesselja Arnadóttir, Steinar Hólmsteinsson, Þóröur Bogason og Magnús Ragnarsson. Ljósm.: —gel —. Krafa framhaldsskólanema: Mötuneyti í alla skóla Afsteypur af • • Oreigunum Listasafn Einars Jónssonar hefur ákveöið aö gera afsteyp- ur af höggmynd Einars Jóns- onar „öreigar”, sem hann geröi á árinu 1904. Myndin veröur til sölu i Listasafni Einars Jónssonar frá og meö þriðjudeginum 18. nóv. til og meö föstudeginum 21. nóv. kl. 16—19. Þar sem fjöldi afsteypanna er mjög takmarkaöur hefur stjórn safnsins ákveöiö aö hver kaupandi eigi þess kost aö kaupa eina mynd. Kyrrstaða í farmanna deUunni Landssamband mennta- og fjölbrautaskólanema (LMF) boöaöi blaöamenn á fund i v'ik- unni til aö kynna kröfur sam- bandsins á hcndur rlkisvaldinu. Fundinum stjðrnaöi fimm manna framkvæmdastjórn LMF, sem kjörin var á 14. landsþingi samtakanna i októ- ber s.l. Kröfur sinar hafa mennta- og fjölbrautaskólanemar sett fram iátta liöum. Efst á blaöi er krafan um aö LMF verði viöur- kennt sem hagsmunafélag og samningsaðili gagnvart rikis- valdinu, enda hefur sambandiö innan sinna vébanda tæplega 7000 nemendur 15 skóla á land- inu. Þá vilja nemarnir fá sérstaka grein inn i framhaldsskóla- frumvarpiö, þar sem kveöiö sé á um mötuneyti i alla framhalds- skóla. Astandiö i mötuneytis- málum skólanna nú er ekki beysiö. Viða eru engin mötu- neyti fyrir nemendur og þar sem þau eru fyrir hendi, eru þau yfirleitt of litil — t.d. er 70 manna mötuneyti i Fjölbrauta skólanum i Breiöholti, sem telur 1400 nemendur. Þetta er gamalt baráttumál hjá nemendum, og nú virðist vera farið að þoka i áttina, þvi að á fjárlögum fyrir næsta ár eru lOOmiljónir króna, sem varið skal til launa- greiöslna starfsfólks i mötu- neytum. Áætlaður launakostn- aður fyrir þetta ár er hinsvegar 315 miljónir, og það er krafa LMF að rikið taki alveg að sér þessar greiðslur. — Það er alltaf verið að tala um aðmenntsé máttur, — sagði Þórður Bogason, einn stjórnar- manna LMF, — en það er löngu sannað aö menn læra verr ef þeir eru svangir i tima. Aörar kröfur LMF snúast um það, aö nemendur fái aukin á- hrif i skólastjórnun, að bóksöl- um skólanna verði fundinn fast- ur rekstrargrundvöllur og Bóksalafélag Islands létti ein- okun þeirri sem þeir hafa haft siðan i haust, að LMF verði veitturaðgangur að Lánasjóði is lenskra námsmanna, aö efldar verði starfs- og námskynningar i skólunum og þær ekki ein- göngu bundnar við háskólanám, og loks að dreifbýlisstyrkur haldi verðgildi sinu frá ári til árs. Steinar Hólmsteinsson, for- maður framkvæmdastjórnar LMF, sagði á fundinum að nem- endur ætluðust ekki til að rikis- valdið leysti úr öllum þeirra vandamálum straxí sumar kröfurnar væru þess eðlis að það mundi taka mörg ár að fá þeim framgengt. — Við munum halda þessum kröfum gangandi og vonumst eftir góöri samvinnu viö stjórn- völd, sagði Steinar. —ih Sölufyrirtœki SIS' r og SIS frystihúsa: Verður í Lowestoft Stjórn hins nýja sölu- fyrirtækis Sambandsins og Sambandsfrystihúsanna i Bret- landi er nú fullskipuö. I henni sitja tveir fulltrúar frá Sam- bandsfrystihúsunum: Hermann Hansson, kaupfélstj. Höfn, Hornafirði og Tryggvi Finns- son, framkvstj. Húsavik. Frá Sambandinu eru I stjórninni þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, Sigurður Markússon, framkvstj. og framkvæmdastj. fyrirtækisins, Gisli Theodórs- son. Formaður stjórnarinnar er Erlendur Einarsson. en ritari Gisli Theodórsson. Akveðið hefur verið að fyrir- tækið hafi aðsetur i Lowestoft, sem er hafnarbær i Suffolk, um. 200 km. norðaustur af London. Bærinn liggur vel við samgöng- um um þéttbýlissvæöi Bret- lands og V-Evrópu og höfnin er skammt frá siglingaleiðum um Norðursjó. Frá næsta nágrenni bæjarins eru greiðar flug- og ferjusamgöngur til meginlands- ins, en auk Bretlandsmarkaðar er fyrirtækinu ætlað að sinna fisksölumálum i nokkrum öðr- um löndum V-Evrópu. Samstarfsmaður Gisla við fyrirtækið verður Benedikt Sveinsson, sem nú starfar hjá Sjávarafurðadeild SIS. Hann er fisktæknir og hefur aö baki 5 ára nám i Fiskvinnsluskólanum. Hefur hann m.a. starfað að þvi að þróa nýjar umbúðir fyrir hina ýmsu markaði. — mhg Ráðstefna Manneldisfélagsins: Matar- Segja má að alger kyrrstaða sé nú i deilu farmanna og skipafé- laganna, eftir að samningafundi þessara aðila lauk sl. miðviku- dag. I gær var svo ákveðið að kalla aöila aftur saman á mánu- daginn kemur. Graskögglar og grasmjöl: 33% aukning Siðastliðið sumar var heildar- framleiðsla á graskögglum og grasmjöli samtals 12.836 tonn. Hefur framleiðslan aukist um tæp 33% frá árinu 1979. Eins og ætið áður er mikill munur á fóðurgildi grasköggl- anna. Samkvæmt niðurstöðum efnagreininga frá Rannsóknar- stofnun landbúnaöarins var minnsta innihald af hráproteini, 4,4% en mesta 21,7%. í eina fóðureiningu þarf frá 1,2 kg. upp i 1,6 kg af graskögglum. — mhg Þing SBM fagnar nýjum lögum um vinnuvernd Meira en 30% vinnu slysa verða í bygg- ingariðnaði Meira en 30% þeirra vinnu- slysa, sem tilkynnt eru öryggis- eftirliti rikisins, verða I trésmiði og við byggingar og aörar verk- legar framkvæmdir. A þingi byggingamanna um siðustu helgi komu fram áhyggjur manna vegna þessarar staðreyndar. Þingið samþykkti að Samband byggingamanna skyldi ráða erindreka árið 1982 til þess að ferðast um landiö og flytja efni um vinnuvernd. Þingiö fagnaöi nýjum lögum um vinnuvernd sem taka gildi 1. janúar nk. Brýnt þótti aö gengið væri eftir loforöi I einu af bráöa- birgðaákvæðum laganna, þar sem nokkur hudruð miljónir eru ætlaöar sem lánsfé til fyrirtækja sem þurfa aö takast á hendur kostnáðarsamar breytingar svo lögin nái fram að ganga. 1 vinnustaðakönnuninni sem öryggiseftirlit rikisins gerði kom fram aö aðbúnaði á vinnustöðum byggingamanna er afar ábóta. vantog i sumum tilvikum er hann óviðunandi. Þvi skoraði þing byggingamanna á byggingayfir- völd um allt land að fara eftir á- kvæöum i nýrri byggingareglu- gerð, þar sem segir að skylt sé að setja upp vinnuskúra fyrir verka- menn á byggingavinnustað. —eös Ný saga af frægum tviburabræðrum Ekki hafa aðrar persónur is- lenskra barnabóka orðið vin- sælli en Jón Oddur og Jón Bjarni, en um þá tvibura hefur Guðrún Helgadóttir skrifað áður tvær bækur — hafa þær komiö út I nokkrum útgáfum. Nú hefur Guörún bætt viö nýrri bók sem heitir ,,Enn um Jón Odd og Jón Bjarna” sem Iðunn gefur út. Sigrún Eldjárn mynd- skreytir. Fyrsta bókin af Jóni Oddi og Jóni Bjarna hefur komið út á dönsku, hollensku og finnsku og er væntanleg á norsku, hol- lensku og þýsku. venjur og næringar- þörf ungra barna Manneldisfélag íslands gengst fyrir félagsfundi um ofangreint efni á morgun og hefst hann kl. 14. Fundurinn verður hald- inn í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla íslands, í stofu 101. Framsöguerindi flytja Jóna Sigurjónsdóttir, formaöur dag- mæöra, Gyöa Sigvaldadóttir fóstra og forstööumaöur, Unnur Stefánsdóttir fóstra og starfsm. Félagsmálastofnunar Kópavogs, Gunnar Biering læknir og Helga Hreinsdóttir næringarfræöingur. Fundarstjóri veröur Halldöra Eggertsdóttir, hússtjórnarkenn- ari. A eftir framsöguerindunum veröa umræöur um efni fundar- ins. Manneldisfélag íslands var stofnaö voriö 1978 af áhugamönn- um um manneldismál, bæöi lærö- um og leikum. Markmiö félagsins er m.a. aö auka skilning lslend- inga á gildi fæöunnar fyrir vel- liöan og góöa heilsu með fræöslu- fundum eins og þeim sem haldinn verður næstkomandi laugardag. Núverandi formaður félagsins er dr. Laufey Steingrlmsdóttir nær- ingarfræöingur. Félagsmenn eru nú á fjóröa hundraö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.