Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1980 Mcð stórbættri aðst(x)u gctum við boðið stcVbætci þjónustu, því cnn höfumvið harðsnúið lið,scm brcgður skjótt við ! Nú Þarf enginn aö bíóa lengi eftir viðgeröamanninum. bú hrinair og hann er kominn innan skamms. Einnig önnumst viö nýlagnir og.gerum tilboó. ef óskaö er. • • • RAFAFL ® framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna SMIÐSHÖFÐA 6 - S(MI: 8 59 55 Við tilkynnum aAsctursskipti og nýtt símanúmer: J35955 BfiRHAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF heldur aðalfund þriðjudaginn 25. nóv. n.k. i Tjarnarborg Tjarnargötu 33 kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Lausar stöður Staða sérfræðings á fæðingar- og kven- sjúkdómadeild F.S.A. er laus til um- sóknar. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórn eða fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, sem gefa nánari upplýsingar. Staða fulltrúa framkvæmdastjóra F.S.A. er laus til umsóknar. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknir er greini aidur, námsferil og fyrri störf— sendist stjórn eða fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, sem gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 18, desember 1980. RH FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR «*» DAGVISTUN BAR.NA, FORNHAGA 8 SIMI 27277 F orstöðumannastöður Lausar til umsóknar eru stöður forstöðu- manna við leikskólann Seljaborg við Tungusel og leikskólann Leikfell Æsu- felli 4. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 7. des, n.k. Umsóknir sendist tU skrifstofu dag- vistunar Fornhaga 8 en þar eru veittar nánari upplýsingar. Nýjar bækur Nýjar bækur STEPHAN Q. STEPHANSSON ANDVÖKUR SIGURÐUR NORDAL SA UM OTOAFUNA MÁLOG MF.NNING Úrval úr Andvökum Stephans G. NU er komin út hjá MALI OG MENNINGU 2. útgáfa á úrvali Sigurðar Nordal úr Andvökum Stephans G. Stephanssonar og fylgir formáliSigurðar útgáfunni. Sigurður Nordal gaf út úrval sitt úr Andvökum Stephans G. Stephanssonar árið 1939, ásamt rækilegum inngangi, og hefur sú útgáfa vafalaustátt allra drygst- an þátt i þvi að kynna skáldskap Stephans Iöndum hans á Islandi og kenna þeim að meta hann að verðleikum. Þessi fyrsta útgáfa bókarinnar er löngu uppseld og þvi var oröið brýnt að endur- prenta hana, ekki sist þar sem engin ljóöabók eftir Stephan hefur verið fáanleg um langt skeið. (Jr þessu hefur nú verið bætt með endurútgáfu MÁLS OG MENNINGAR á þessum sigildu ljóöum. Andvökur Stephans G. Stephanssonar eru hluti af bóka- flokki sem MAL OG MENNING gefur út. Aðrar bækur i þeim flokki eru Kvæði og sögur Jón- asar Hallgrimssonar sem nú eru að koma út i' nýrri prentun með formála Halldórs Laxness og Ljóðmæli eftir Grim Thomsen >em Siguröur Nordal annaðist út- iáfu á. Nýtt safn góðra vísm Út er komin hjá Setberg bókin ,,1 fjórum linum”. Þetta er fyrsta bindið I visna- og ljóðasafni, sem Auðunn Bragi Sveinsson skóia- stjóri safnar og velur. Heiti bókarinnar gefur til kynna inni- hald hennar. Hér eru ljóð sem eiga þaö sameiginlegt að vera fjórar ljóðli'nur. Stakan, bæði venjulega og dýrt kveöin, er að vonum fyrirferðarmest I þessu safni. Hér er flestum mannlegum tilfinningum einhver skil gerð og oftast gerð grein fyrir aðdrag- anda að tilurö visnanna, en höf- undar eru um 150 hvarvetna aö af landinu og erindin losa átta hundruö. > I FJÓRUM LÍNllM Vísna-og ljóðasafn Auðunn Bragi Sveinsson safnaði og valcii 800 lausavisur eftir 150 höfunda Endurminn- ingar Árna Gíslasonar Ægisútgáfan hefur gefið út Endurminningar Arna Gisla- sonar, sem fyrst komu út árið 1944. Þessi bók lýsir slðasta ti'mabili áraskipanna, sjósókn, vinnu- brögðum, aðbúnaði og lifsháttum sem nú eru flestum ókunn og framandi. Sögumaður lifir og þau merku tiðindi þegar fyrst er sett mótorvél I Islenskan fiskibát. I bókarkynningu segir að hér sé aðfinna mikinnfróðleik og lifandi lýsingar úr sjávarplássi fyrir nærfellt heilli öld. Sjálfsœvi- saga Björns Eysteinssonar Hjá MALI OG MENNINGU er komin út 2. útgáfa Sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar, er fyrst kom út árið 1957. Sjálfsævisaga Bjöms Eysteins- sonar er tæpitungulaus og gagn- orð frásögn einherja sem lagðist út með skylduliösitt á reginheiði i stað þess að hopa af hólmi. Sagan gerist aö mestu leyti á siðari hluta 19. aldar, þegar ógnarharö- indi steðjuðu að og fólk flýöi unn- vörpum til Vesturheims en Björn fram til fjalla. Þar leysti hann og konan, Helga Sigurgeirsdóttir, sig úr skuldaf jötrum, svo að þau fluttust aftur frjálst fólk til byggða og urðu gildir búendur. Bjöm settist aldrei á skólabekk, en lærði kveriö I fjtísinu. Sagan er fágæt heimild um veröldsem einu sinni var og sttíð nær heimi Islendingasagna en nútiðinni. Björn Þorsteinsson, sagn- fræðingur, sonarsonur höfundar, ritar inngang að sögunni og henni fylgja viötöl við bræöurna Lárus Björnsson, bónda i Grimstungu, og Eystein Björnsson sem lengi var gæslumaður á Hveravöllum. Einnig er i bókinni ættartala Bjöms Eysteinssonar, að mestu samin af Ara Gislasyni kennara og Þorvaldi Kolbeins prentara. Bókin er 143 bls. að stærð, prentuð I Prentsmiöjunni Hólum. Styrjaldarsaga AB: Eyðimerkur- stríðið Nýlega hefur Bókaklúbbur AB sent frá sér sjöundu bókina i rit- röðinni um heimsstyrjöldina 1939—45 — Eyðimerkurstriöið eftir breska striðsfréttaritarann og rithöfundinn Richard Collier. Fjallar hún um hin erfiðu striös- átök I Noröur-Afriku sem htífust með innkomu Itala i styrjöldina, og tísigrum þeirra fyrir breskum herjum i ársbyrjun 1941. Þá skerast Þjtíðverjar i leikinn og senda ,,Eyðimerkurrefinn” Rommell á vettvang. Hann hrekur Breta austur til Egypta- lands og lá við að Súezskurður félli Þjóðverjum i hendur. Þá kemur Bernard Montgomery fram á sjónarsviðið og striðs- gengiö snýst við með hinni frægu orrustu við E1 Alamein i október 1942. Bókin er 208 bls. að stærð með miklum fjölda merkilegra mynda, eins og önnur bindi þessara rita. Heiðar- býlið í nýrri útgáfu Bókaklúbbur AB hefur sent frá sér i nýrri útgáfu skáldsöguna Heiðarbýlið eftir Jón Trausta, fyrra bindi. Heiðarbýlið er eins og kunnugt er framhald Höllu, sem kom út hjá Btíkaklúbbi AB fyrr á þessu ári. Hin frjálslega og vel gefna Halla hefur verið táldregin af prestinum og til þess að bjarga þessum veikgeðja klerki og hamla gegn sinni eigin niðurlæg- ingu játast hún smámenninu Ólafi. Þau flytjast á heiöarbýlið og hefja þar stri'ð sitt, annars vegar við hörku náttúruaflanna, hins vegar við illmælgi og mein- fýsi fólksins. Halla og Heiðarbýlið gerist á sjöunda áratug 19. aldar, um þær mundir þegar mikil harðindi gengu yfir á þeim slóðum þar sem sagan gerist. Saga Höllu er engin skemmtisaga, en vinsældir sinar hlaut hún strax, þegar hún kom fyrst út 1907—11, og heldur þeim enn, umfram allt fyrir hinar sönnu og lifandi lýsingar. Siðara bindi Heiðarbýlisins kemur Ut hjá Bókaklúbbnum á næsta ári. Bókin er 285 bls. að stærð og unnin i Prentsmiöju Hafnar- fjaröar. Veröldin er alltaf ný Veröldin er alltaf ný heitir ný islensk bamabók sem komin er út hjá MALI OG MENNINGU. Höf- undur bókarinnar er Jóhanna Alf- heiður Steingrimsdtíttir Arnesi I Aðaldal, og er þessi bamabók fyrsta verk hennar sem kemur fyrir almennings sjtínir. Um efni bókarinnar segir á bókarkápu: ,,I þessari bók kynn- umst við Gauki sem er sveita- strákur og Perlu frænku hans og jafnöldru og ýmsum ævintýrum sem þau lenda i' saman. Meðal annars lesum við um fyrstu kirkjuferð þeirra, sem fólkið i sveitinni man áreiðanlega vel eftir enn, fyrstu veiöiferð Gauks þar sem litlu munaöi að hannfæri sér að voða og frá fugl- inum sem hann fann i sn jónum og hjúkraði. Og ekki má gleymá sandkassaheiminum þar sem ýmislegt spennandi og dularfullt áheima. Við kynnumst daglegum hversdagsstörfum i sveitinni með augum barnanna, ásamt þeim fjölskrúðugu hugmyndum sem þau gera sér sjálf um heiminn i kringum sig.” Haraldur Guðbergsson mynd- skreytti bókina og teiknaöi kápu- mynd. Veröldin er alltaf nýer 104 bls.. Jóhanna Alfheiöur Steingrlmsdóttir VEROHHN ER AIITAF NÝ SETBERG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.