Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Þetta eru börnin á dagheimili St. Franciscussystra I Stykkis- hólmi, en þær hafa rekið þar barnaheimili um áratugi með mikl- um myndarbrag. Myndin var tekin i tilefni af þvl, að börnin komu fyrir hjá sér söfnunarbauk vegna Afrfkuhjáipar Rauða krossins og komu ihann 52 þús. krónur. — Ljósm.: ól. H.T. Rœtt um ,, Kvennaklósettiö 99 Morgunkaffi Rauðsokka- hreyfingarinnar verður að þessu sinni helgar skáldsög- unni Kvennklósettinu eftir Marilyn French, sem er nýút- komin hjá Iöunni. Elisabet Gunnarsdóttir sem þýddi sög- una verður gestur dagsins og mun hún segja frá bókinni og á eftir verður spjallað. Allir vel- komnir I kaffiö sem hefst kl. 12 og er i Stokkholti, Skólavörðustig 12. — ká. Alþýðuleikhúsið hefur nú sýnt leikritiö um Kóngsdótturina sem kunni ekki að tala um skeið og ávallt fyrir fullu húsi. Má ekki á milli sjá hvort fullorðnir eöa börn eru I meirihluta á sýningum, jafnvel þótt svo eigi að heita að leikritið sé barnaleikrit. Þetta er ævintýri: Kóngssynir fara af stað til að leita að máli handa kóngs- dóttur sem þeir elska báöir, en hún er mállaus og heyrir ekki néitt. Þeir Alfreð og Vilfreð lenda I alls kyns ævint^rum og ógöng- um i leitinni að máli handa henni, og spurning er hvor. þeirra fær hana fyrir konu að lokum. 1 sýn- ingunniersögukonasemsegir frá gangi mála jafnóðum, bæöi á talmáli og táknmáli, auk þess sem hún útskýrir mun þess aö vera heymarlaus og heyrandi. Einnig er brugðið á látbragðsleik til að koma sögunni til skila. Einsog áöur sagði hefur aösókn veriö mjög góð og þvi hefur veriö ákveðiö að hafa sýningar næst- komandi sunnudag kl. 3 og 5 i Lindarbæ. Þar er miöasalan opin milli kl. 5 og 7 hvern dag og sim- inn er 21971. Arni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir i „Smalastúlkunni”. Smalastúlkan — Sýningum fer nú að ljúka á ieikriti Siguröar Guðmunds- sonar og Þorgeirs Þor- geirssonar SMALASTtJLK- UNNI OG UTLÖGUNUM. Leiknum hefur verið vel tekiö og aðsókn verið góð, en sýningar eru nú að nálgast fjórða tuginn og þeim lýkur fyrir jól. Leikurinn gerist á áru’num 1537—1555 og hefst á sögunni af ungum elskendum sem ekki mega eigast. Strangir for- eldrar stúikunnar senda hana i klaustur, en henni tekst aö sleppa þaðan og elskendurnir flyja til fjalla. A fjöllum fæðist þeim sonur, en stúlkan deyr af síðustu sýningar ! barnsförum. Sonurinn elst upp | með útilegumönnum og beinir leikurinn nú athygli okkar að sögu hans er hann kemst i tæri við byggðamenn — og konur. Leikrit þetta hefur komið mörgum á óvart fyrir nútima- lega umræðu um frelsið, vald- ið og ástina. Þá hefur upp- færslan sjálf þótt tiðindum sæta i leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, leikmynd Sig- urjóns Jóhannssonar og lýs- ingu Kristins Danielssonar. Næstu sýningar á Smaiastúikunni og útlögunum eru í kvöld og á sunnudaginn 23. nóvember. Kárabækurnar á dönsku Kári litli i skólanum eftir Stefán Júliusson kom út á dönsku I október slðastliðnum. Nefnist bókin á dönskunni: Káre gár í skolen. Þýðandi bókarinnar er Þorsteinn Stefánsson rithöfundur og útgefandi Birgitte Hövrings Biblioteksforlag. Teikningar eru eftir Halldór Pétursson. Eru þá allar Kárabækur Stefáns Júliussonar komnar út á dönsku þvi að hinar tvær komu út á árunum 1976 og 1977, Kári litli i sveit, og 1979, Kári litli og Lappi. Kári litli I Skólanum kom fyrstút fyrir fjörutiu árum eða árið 1940oghefur komiðút a.m.k. fimm sinnum siðan. Ný islensk útgáfa Kárabókanna er nú i undirbúningi. Feldfjárræktin farin af staö Eins og fyrr hefur verið frá skýrt hér i blaðinu, beitti Sveinn Hallgrimsson, sauöf járræktar- ráðunautur Búnaöarfélags tslands sér fyrir þvi I haust, að haldin voru fjögur námskeið, þar sem leiðbeint var um rækt- un feldfjár. Voru þau á Hólum I Hjaltadal, austur f Meðallandi, i Borgarhreppi i Mýrasýslu og vestur i Geiradal. Blaöið hafði tal af Sveini Hallgrfmssyni og spurði hann nánar um nám- skeiðin. — Hver var tilgangurinn með þessum námskeiðum, Sveinn? — Tilgangurinn með þeim var einkum sá, að kenna mönnum að meta feldgæði á lif- andi fé. En fyrsta skrefið á þeirri braut að koma á stað feld- fjárrækt, er að kenna mönnum að þekkja þá eiginleika, sem til staðar þurfa að vera. — Hverjir voru leiðbeinend- ur á þessum námskeiðum og hvernig voru þau sótt? — A námskeiðin komu tæp- lega 100 menn, — bændur, ráðu- nautar og starfsmenn slátur- húsa, — og má það kallast gott. Kennarar á námskeiðunum vorum við Þorsteinn Eklund, sem er Svii og sérfræðingur i þvi aö dæma gærugæöi lifandi fjár. öll stóðu þessi námskeið i tvo daga nema i Borgarhreppnum i einn dag. Sláturhúsamenn voru hafðir þarna með til þess að gæru- matsmenn gætu skráð hvaða lömb það væru og frá hvaða bæjum, sem hefðu þennan Aðalfundur Sambands iðnfræðslu- skóla Aöalfundur Sambands iðnfræðsluskóla á lslar.di var haldinn i Iðnskólanum i Reykjavfk laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sátu 27 fulltrúar frá 9 skólum. Nýr formaður sambandsins var kjörinn Ingvar Asmundsson skólastjóri Iðnskólans i Reykjavik-, en aörir i aðalstjórn eru Jón Böðvarsson skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja og Pálmar Ólason, að- stoðarskólameistari Fjölbrauta- skólans i Breiðholti. A fundinum var samþykkt áskorun á alþingi og mennta- málaráðherra um að afgreiða nú þegar sem lög frá alþingi frum- varp um framhaldsskóla, sem nú hefur legið fyrir þinginu um fjög- urra ára skeið. Einnig var samþykkt áskorun á iðnfræðslu- ráð þess efnis að gerð verði sam- ræmd námsskrá er tryggi að nám til iðnréttinda verði samræmt við alla skólana. Rœtt við Svein Hallgrímsson, sauðfjárrœktar- ráðunaut Sveinn Hallgrimsson. eiginleika, þannig að eftir sl. haust ættum við að hafa nokkra hugmynd um hvar þetta fé er að finna og þar sem númer eru á lömbunum getum við vitað und- an hvaða hrút þau eru. — Hvað finnst þér um áhuga bænda á þessari nýjung? — Ég held að hann verði að teljast mikill og vera má að þarna getum við framleitt vöru, sem ekki ætti að vera háð þeim takmörkunum á framleiðslu og verslun með búvörur, sem gilda t.d. um kjötið. — Og markaðurinn? — Góð feldgæra selst á tvis- var til' sex sinnum hærra verði envenjuleg gæra. En þegar tal- aö er um sex sinnum hærra verö þá hefur fyllstu gæðum verið náð og þau eru ekki fyrir hendi hér ennþá. 1 fyrra seldust bestu gærur Svianna á þvinær 30 pund, brúttó að visu, á meðan viö urðum að sæta þvi að selja okkar gærur, —ja,á hvað — 11,6 pund þær, sem seldar voru i Bretlandi i fyrra vetur. — Hafa Sviar lengi stundað feldfjárrækt? — lein 40—50 ár,en aðalfram- farirnar hjá þeim hafa einkum orðið sl. 20 ár. Og ef við eigum aö hafa eitthvað verulegt upp úr þessari viðleitni þá verður framleiðslan að ná fyllstu gæðum þvi þá er verðið orðið það hátt, að bóndinn getur lagt i kostnað við kynbætur á fénu með þetta fyrir augum. — Eru isienskar gærur af þeirri gerð að gera megi sér vonir um verulegan árangur af slikum kynbótum? — Já, það tel ég. Okkur vantar að visu feldgæðin, en það, sem okkar gærur hafa framyfir þær sænsku er, aö þær eru léttari. Okkar gærur eru mjög léttar, sem m.a. stafar af þvi, að okkar fé er ekki ullarfé. Reifið af kindinni er ekki nema 2—2.5 kg. i stað þess að Astraliuféð, t.d., er með 5 kg. Ef viö gætum náð sambærilegum feldgæðum og Sviar, án þess að gæran þyngist, þá ættum við að standa vel að vigi. En sá árang- ur kemur ekki eins og hendi sé veifað; 10 ár eru algert lág- mark. öll ræktun tekur sinn tima. — Nú voru gráar gærur eitt sinn taldar verðmætar og er svo kannski enn. Hvað viltu segja um þær? — Að minu viti er grá gæra, sem ekki hefur jafnframt feld- gæöi, minna virði en hvit gæra. Hvit ull er t.d. að öllum jafnaði verðmætust og eins er um gær- urnar. Hvitar gærur eru verð- meiri en gærur með öðrum lit nema að til komi einhverjir sér- stakir eigin'eikar hjá þeim. — Og það er þegar búið að stofna eitt feldfjárræktarfélag? — Já, þeir stofnuðu félag i Mýrasýsiunni. Þeir urðu fyrstir til. En þeir eru einnig byrjaðir, eftir nokkuð skipulegu formi, — getum við sagt, — austur i Meðallandi, norður á Ströndum,og svo á ég von á að byrjað veröi á nokkrum stöðum i viðbót nú I vetur. — mhg I Styrkir til háskólanáms i Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslending- um til háskólanáms i Danmörku námsárið 1981—82. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8—9 mánaða námsdvöl en til greina kemur aö skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjár- hæðiner áætluöum 2.470.-danskarkrónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. janúar 1981. — Sérstök umsóknareyðublöö fást i ráöuneyt- inu. Menntamálaráðuneytiö 18. nóvember 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.