Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'.'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaBs: Guöjón Friörikssoii. AfgreiBsiustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigufdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson, Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBardóttir. S7mavarsia: Ólöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúia 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Amnesty og Gervasoni • Samtökin Amnesty International hafa áunnið sér virðingu heimsins með þrotlausu starfi sínu að því að uppræta hverskyns mannréttindabrot. Þau voru upphaf- lega stofnuð til þess að vekja athygli á hinum gleymdu föngum, það er að segja fólki sem haldið var föngnu vegna pólitískra skoðana, trúarbragða, litarháttar eða kynþáttar og mál þess fallið í gleymsku. Starfssvið sam- takanna hef ur á seinni árum farið vaxandi og segja má að þau stundi nú upplýsingastarfsemi um hverskyns mannréttindabrot. • íslandsdeild Amnesty International hefur ekki starfað fullan áratug, en starfsemi hennar hefur vakið eftirtekt Islendinga. Það sem útávið hefur snúið er: kynning í fjölmiðlum á mannréttindabrotum í ýmsum löndum, en það starf sem fer fram I kyrrþey er ekki síður mikilvægt. Það er fólgið I því að félagar íslands- deildarinnar og þeir sem hún fær til liðs við sig herja á yfirvöld I þeim löndum, þar sem samviskufangar eru í haldi, með bréfaskriftum og öðrum aðferðum sem oft duga furðu vel til þess að fá fanga leysta úr haldi. Að- ferð Amnesty er að láta samvisku þeirra sem beita ó- mannúðlegum stjórnunaraðgerðum aldrei í friði, og beina stöðugt athygli að óhæf uverkum, sem við- komandi stjórnvöld vilja heist að liggi í þagnargildi. ® I forystu Islandsdeildar Amnesty er vandað fólk sem er hafið yfir flokkakryt. Afskipti fslandsdeildar- innar af Gervasoni-málinu verðskulda bví alla athvali. I einuog öllu hefur þar verið farið rétt að og leitað sam- þykkis og fyrirmæla aðalskrifstofunnar í Lundúnum eins og reglur samtakanna gera ráð f yrir, en þær eru við það miðaðar að koma í veg fyrir að starfsemi lands- deilda verði að pólitísku bitbeini í innanlandsdéilum. • Svar hefur nú borist frá aðalskrifstofu Amnesty í Lundúnum þess ef nis, að samtökin muni taka að sér Pat- rick Gervasoni sem samviskufanga, verði hann fangels- aður fyrir að neita að gegna herþjónustu. Þessi afstaða er tekin að lokinni vandlegri athugun á vegum rann- sóknardeildar Amnesty. Það mun vera fátitt að sam- tökin skipti sér af málefnum manna áður en þeir eru fangelsaðir fyrir skoðanir sínar, en í þessu tilfelli hafa þau ekki talið sér annað fært en að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða. • Rökin eru þau að samtökin taka að sér alla þá Frakka sem neita að sækja um aðra þjónustu I stað her- þjónustu. Samtökin líta svo á, að I slíkri þjónustu í Frakklandi felist refsing, þar sem hún er tvisvar sinnum iengri en herþjónustan. Aðrar takmarkanir eru einnig í ætt við refsingar, svo sem aðeins 30 daga frestur til þess aðsækja um undanþágu frá herþjónustu frá þvi að her- kvaðning hefur borist. Samkvæmt þeim upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér þykir ekki ástæða til þess aðhafna Gervasoni sem samviskufanga, enda þótt hann hafi ekki borið fram ástæður sínar við frönsk yfirvöld. • Afstaða Amnesty International hlýtur að vega þungt á metunum þegar máli Gervasonis er ráðið til lykta hér á Islandi. Amnesty hefur upplýst um mannréttindabrot í 110 til 120 löndum, og lætur nærri að þrír f jórðu hlutar rikja heims geri sig seka um að brjóta gegn mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna. íslendingar hafa verið í þeim ríkjaf jórðungi sem hefur lagt sig fram um að auka ekki vinnubyrði Amnesty International. • Við skulum láta þar við sitja, og ekki taka neina á- hættu með því að senda Patrick Gervasoni úr landi. Enda þótt ýmsum stjórnvöldum sé illa við upplýsingar Amnesty eru þær sjaldan vefengdar með rökum. Þess vegna er afstaða samtakanna til Gervasoni-málsins besta röksemdin sem fram hefur komið fyrir því að veita Frakkanum landlausa vist á íslandi. —ekh klippt ! Asmundur j sterkastur ■ Alþýöusambandsþing hefst á Imánudag og aö vonum hafa sjónir manna helst beinst aö forseta- og miöstjórnarkjöri og J hugsanlegum nýjum samsteyp- I um milli fylkinga innan ASt i I þvi sambandi. Engum blööum er um þaö aö J fletta aö Asmundur Stefánsson, I núverandi framkvæmdastjóri I ASt, stendúr sterkast aö vígi • fyrir þingiö varöandi forseta- I’ kjöriö. Aróöur kratanna um aö óhæfa sé aö kjósa menntamann sem forseta ASl hefur siöur en svo skemmt fyrir Asmundi. I* Flestir sem eitthvaö hafa komiö nálægt verkalýösmálum muna þá tiöer kennarar og skólastjór- ar voru helst valdir til forystu i I* verkalýösfélögum vegna þess aö þeir höföu óháöa stööu og erfitt var fyrir atvinnurekendur aö sækja aö llfsafkomu þeirra. IÞaö fer lika i taugarnar á hugs- andi verkafólki þegar veriö er aö magna drauga á menn vegna , menntunar þeirra. Þaö er nú Isvo aö þaö hefur löngum veriö draumur flestra fjölskyldna aö koma börnum slnum til mennta. , Þessi menntunaþroski hefur Iekki slöur veriö fyrir hendi i is- lenskum verkamannafjölskyld- um en I borgarafamilium. Þaö , er ljóta hundalógikin ef verka- Ifólk á aö snúast gegn börnum slnum vegna þess aö kreppu- Alþýöuflokksins varla sú ímynd hins „sanna verkamanns”, sem ráölegt er aö tefla gegn „menntamanninum” Asmundi. Hann þiggur nefnilega lika lifeyrisréttindi sin úr sjóöi opin- berra starfsmanna. Sjálfsagt munu þó Alþýöuflokksmenn fylkja sér um hann á ASÍ-þingi, enda kratahópurinn venjulega samansúrraöur á flokkslinunni á verkalýösþingum undir kór- stjórn Karls Steinars, þótt for- inginn fari meö veggjum. Mótleikur ASÍ Eins og Aöalheiöur Bjarn- freösdóttir hefur bent á er mergurinn málsins sá aö Asmundur hefur þá hæfileika til aö bera sem verkalýöshreyfing- in þarf á aö halda um þessar mundir. Hann nýtur viötæks trausts fyrir starf sitt á siöustu árum og er mótleikur ASI gegn nýrri fjölmiölaforystu atvinnu- rekenda. Óhjákvæmilega hlýtur flokks- pólitikin aö leika stórt hlutverk á ASÍ-þingi, þó aö langur vegur sé frá þvi aö hægt sé aö eyrna- merkja alla 450 fulltrúana einhverjum stjórnmálaflokki. Verkalýösbaráttan I dag er einnig þess eðlis aö forystu- menn I verkalyösfélögum leggja áherslu á sjálfstæöi sitt og sverja flokkunum ekki dýra eiöa, enda þótt þeir geri sér um leið grein fyrir pólitlsku eöli baráttunnar og nauösyn þess aö fylgja eftir árangri i faglega hluta hennar á pólitlskum vettvangi. tviátta tal kratanna hefur áhrif, en vitaö er aö sumir Ihaldsmenn amk eru þreyttir á þvi aö vera sifellt aö púkka undir krata inn- an ASI og fá aldrei neitt I staö- inn. Hinsvegar mun þaö væntanlega hafa margvisleg áhrif ef fullur skilnaöur veröur meö Alþýöuflokki og Alþýöu- bandalagi innan verkalýös- hreyfingarinnar. r- I eina sœng? Allt getur þvi enn gerst i blokkamyndun á ASI-þingi og eigi vlst hver annar vegur. Hugsanlegt er og aö menn gerist svo vigamóöir aö allir skrlöi i eina sáttasæng og semji um skiptingu áhrifapósta. Þá væri komin upp sú staöa aö meiri hluti I miöstjórn ASl væri óráöin gáta og réöist frá einum tlma til annars. Kvennaframboö til varaforsetaembættis er heldur ekki ósennilegt,enda una konur innan ASI um helmingur félags- manna, illa sinum hlut i valda- pýramida sambandsins. Spurn- ingin I þvi sambandi er sú hver hefur sig I aö rjúfa fylkinga- bönd. Aöalheiöur geröi þaö 1976 án þess aö dygöi til aö riöla fylk- ingum. ASI-þing eru einhverjar fjölmennustu pólitisku sam- komur sem hér eru haldnar. Andrúmsloft er venjulega hlaö- iö spennu, þaö eru deilur, næturvökur, og útsendarar stjórnmálaflokka I hverju horni. Mikiö þykir vera i húfi hvernig mál ráöast á ASI-þingum. Idraumurinn um menntun þeirra hefur ræst. j í hvorum ! arminum? Þegar Guömundur J. J Guðmundsson var aö berjast I fyrir þingsæti sinu voriö 1978 I bar þaö upp á sama daginn aö 1 eiginkona hans varö stúdent og I’ sonurinn doktor. Guömundur J. hefur stundum veriö aö striöa menntamönnum innan Alþýöu- t bandalagsins og af þvi spunnist Igriöarlegar speglasjónir um klofning milli menntamanna- arms og verkalýðsarms innan , flokksins. En hvaö á aö segja Ium menn sem ekki einu sinni geta variö sitt heimafólk fyrir hremmingum langskólanáms- , ins? I hvorum arminum eru þeir Ieiginlega, þegar alls er gætt? Margt hefur líka veriö spaugi- legt I áróöri Alþýöublaösins , gegn Asmundi. Meöal annars hefur ekki verið minnst á þaö einu oröi aö Björn Þórhallsson sem llklegur er talinn til auk- inna metoröa innan ASl er • viöskiptafræöingur aö mennt. IHann hefur fengiö aö njóta sannmælis sem einlægur verka- lýössinni þrátt fyrir menntun . Sjálfsagt ræöst fylkingaskip- an á ASt-þingi ekki fyrr en á þing er komiö. Þó eru uppi um þaö teikn aö svokallaöir stjórnarliöar, þaö er aö segja Alþýöubandalagsmenn, Fram- sóknarmenn og hópur Ihaldsmanna kringum Björn Þórhallsson hyggist standa saman aö málum á þinginu. Alþýöuflokksmenn undir forystu Karvels og Karls Steinars og hópur íhaldsmanna undir forystu Péturs Sigurös- sonar róa aö þvi öllum árum aö splundra hugsanlegri samstööu af þessu tagi. Og tala sitt meö hvorri... Annarsvegar tala kratar blitt til Alþýðubandálagsmanna og vilja ekki heyra minnst á aö þær verkalýössystur sllti þrösóttum samvistum. Hinsvegar hjala þeir I eyru Ihaldsmanna og Framsóknarmanna og ræöa ábúöarfullir um nauösyn þess aö „einangra kommana” I ASI meö „samstööu lýöræöisflokk- anna”. Spurning er hvort þetta Rauö Ijós og grœn En það er fleira en kosningar. ASt-þings biöa mörg merkileg mál, svo sem stefnuskrárum- ræöa og umfjöllun um hvaö örtölvubyltingin muni bera I skauti sér fyrir vinnandi fólk. Þaö er heldur ekki ólikiegt aö ASl-þing vilji setja upp rauö ljós á niöurtalningarveginn áöur en rikisstjórnin tekur aö feta hann. Vafasamara er aö ASl setji upp nokkur græn ljós, enda þótt þaö yröi vel þegiö á æöri stöðum ónefndum. ASl er margbrotiö og flókiö i eöli sinu. Miöstjórnarvald samtakanna er lítiö, valdiö ligg- ur hjá félögunum og skrifstofu- haldiö hjá landssamböndunum. Innan þess eru ólikir tekjuhópar og fulltrúar flestra pólitiskra skoöana i landinu. Þaö þarf mikla lagni, pólitiska útsjónar- semiogforystuhæfileika til þess aö fylkja þessari mislitu hjörö i vörn og sókn. En einungis sam- einuö er hún svo sterk aö ekkert stenst fyrir henni. Verkefni nýrrar miöstjórnar og nýs forseta eru þvi störbrotin, en ekki auöunnin. — ekh I * Lr. sina. Kennarinn Karvel Pálmason af hálfu verkalýðsnefndar skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.