Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
FRÉTTASKÝRING
Fyrir miðju er Jiang Qing og til vinstri við hana tveir af samverkamönnum hennar I fereykinu. Til
hægri er ZhoU Enlai, sá sem allar sveiflur lifði af, og munaði þó stundum mjóu.
Réttarhöld í Peking
Nú eru hafin í Peking
söguleg réttarhöld yfir
f jórmenningaklíkunni
svonefndu og fimm hers-
höfðingjum sem stóðu
nálægt Lin Biao, fyrrum
varnarmáiaráðherra og
útnefndum arftaka Maos
oddvita á tima Menn-
ingarbyltingar. Hér er
ekki aðeins um að ræða
Þeir sem koma fyrir rétt eru
bornir mörgum þungum sökum.
Þeir bera samkvæmt þeim á-
byrgð á miklu mannfalli I blóð-
ugu uppgjöri menningarbylt-
ingarinnar, þeir hafa ofsótt og
rægt leiðtoga flokks og rfkis,
þeir hafa reynt að ræna völdum
með vopnaðri uppreisn. Akæru-
atriðin hafa verið að siast inn i
fjölmiðla smám saman. A dög-
unum var það t.a.m. staðhæft,
að Lin Biao og hershöfðingjar
hans hafi ætlað að myrða Maó
oddvita með þvi að kasta
sprengjum á járnbrautarlest
sem hann var i. Siðan ætluðu
þeir að taka saman höndum við
Sovétmenn um að ræna völdum
ilandinu. Þetta mistókst, og Lin
Biao fórst er flugvél hans hrap-
aði á flótta til Sovétrikjanna
1971. Fjórmenningaklika eigin-
konu Maós, Jiang Qing, á, sam-
kvæmtþeirri nýju útgáfu af kin-
verskri sögu, sem ákærendur
hafa gefið út, að hafa verið i
tengslum vib Lin Biao, og aðeins
þóst gagnrýna hann til að
blekkja góða menn.
Flókin saga
Sú saga sem að baki ákær-
réttarhöld yfir svo-
nefndri menningarbylt-
ingarstefnu/ sem svo
mjög mótaöi allt mannlíf
i Kína um tíu ára skeið.
Hér er einnig veriö að
dæma ,/VÍnstrivillur" þær
sem Maó sjálfur studdist
við, eða beinlínis ýtti
undir.
unum liggur er löng og flókin, og
munu seint öll kurl koma til
grafar. En rifja má stuttlega
upp eftirfarandi: Menningar-
byltingin svokölluð braust^ út
sumarið 1966. Meb henni tekst
Maó oddviti á við Liu Shao-qi
forseta og Deng Xiao-ping, sem
áttu að heita hægrisinnar,
háskalegir sönnu jafnrétti og
byltingarhyggju. 1 þvi tafli
studdi Maó oddviti sig við fjóra
valdahópa: herinn sem laut
stjórn Lin Biaos, áróðursvél
flokksins, sem Chen Boda
stjórnaði, leynilögreglu Kang
Shens og „menninguna” sem
Jiang Qing, eiginkona Maós
stýrði ásamt hópi róttæklinga
frá Shanghai.
Árið 1967 verða gifurleg átök
viða um land og ystavinstrið
leikur svo grátt rikiskerfið og
flokkskerfið gamla, að þeir
hópar sem að menningarbylt-
ingu stóðu geta ekki lengur náð
saman. Eftir það er herinn lát-
inn kveba niður hreyfingu
Rauðra varðliöa og eftir það
vaxa mjög áhrif hersins á rikis-
kerfið. Lin Biao og Chen Boda
gera sig þá llklega til að ná
öllum undirtökum I rlkiskerf-
inu, en þá þykir Maó bersýni-
lega nóg komið og gerir upp við
þá menn — með tilstyrk banda-
lags við Zhou Enlai forsætisráð-
herra, sem hafði með pólitiskri
ráösnilld setiö af sér marga á-
sakanahrinu um að vera á bandi
hægrisinna. Bandalag Maós og
Zhou miðaði að þvi að koma i
veg fyrir hervöld innanlands og
að taka upp aukin samskipti við
Bandarikin i utanrikismálum til
að vega upp á móti þeirri hættu
sem þeir töldu stafa af Sovét-
rikjunum.
Eftir þetta hefst flókin at-
búrðarás: annarsvegar eru sum
helstu fórnarlömb menningar-
byltingarinnar endurreist (t.d.
Deng Xiaoping 1973), hinsvegar
heldur „fjórmenningaklikan”
enn verulegum áhrifum og
reynir að bjarga þvi sem eftir er
af menningarbyltingarsjónar-
miðum. Uppgjöriö fór svo ekki
fram fyrr en 1976, þegar fjór-
menningarnir voru handteknir.
Að öllum likindum var það Deng
Xiaoping sem stýrði þeirri að-
gerð, sem nú er sögð hafa átt að
koma i veg fyrir valdarán nf
hálfu ekkju Maós og hennar
fylgiliðs.
Goðsagnir
hrynja
Kinverjar hafa fyrr og siðar
(það kom m.a. fram i fróðlegu
viðtali hér i blaðinu fyrir
skömmu) farið fyrirlitningar-
orðum um það, hvernig Krúsjof
fór með Stalín. Þeir segjast ekki
vilja kasta Maó út i ystu
myrkur, hann hafi gert sinar
yfirsjónir, en framlag hans til
kinversku byltingarinnar hafi
verið mikiö og gott. Engu að
siður er allt mál fjórmenning-
anna og þau réttarhöld sem nú
eru að hefjast, um margt lik þvi
sem gerðist i Sovétrikjunum á
sinum tima. Einkum þegar litið
er til þeirrar niðurstöðu, að nú
eru Sovétmenn opinberlega
farnir að tala um Stalin i svip-
aðri tóntegund og Deng vill tala
um Maó:yfirsjónir að visu —en
góð frammistaða i striðinu og
þar fram eftir götum. 1 báðum
tilvikum verður genginn leið-
togi, sem var óskeikulli en allir
páfar, fyrir verulegum skakka-
föllum vegna innbyrðis baráttu
eftirmanna hans um hinn póli-
tiska arf: hvert skuli stefna. 1
báðum tilvikum sýnist eiga að
komast hjá alvarlegu pólitisku
uppgjöri með þvi að hafa hátt
um mannlegar ávirðingar,
blindu valdsins, glæpi og sam-
særi einstakra undirsáta (Beria
þar, Jiang hér) — um leið og
reynt er að láta sem Flokkurinn
hafi, þrátt fyrir allt, rétt fyrir
sér. Það á að fórna goðsögninni
um leiðtogann til aö bjarga goð-
sögninni um forystusveitina,
flokkinn. En þá verður spurt að
þvi: hafa kinverskir ráðamenn
áttað sig á þvi, nokkuð frekar en
sovéskir á sinum tima, að þar
með hafa þeir vakið upp stærri
spurningar en þeir fá siðar
niður kveðib?
—áb.
Einar segir frá hinni
nýju sjálfstæðisbaráttu
Einar Olgeirsson segir
frá þeirri ,/nýju frelsisbar-
áttu" sem íslenska þjóðin
hefur hlotið að heyja í
dögun fullveldisins við
ásælni voldugustu heims-
velda þessarar aldar, í bók
mikilli sem komin er út hjá
Máli og menningu. Hún
heitir „island i skugga
heimsvaldastefnunnar" og
skráir-Jón Guðnason sög-
Einar er hér meðHermanni Jónassyniog ólafi Thors sem hann lýsir báðum ýtarlega.
Engar hækkanir vegna kjarasamninganna leyfðar ennþá:
Bakarameistarar hækka samt!
Bakarameistarar hafa tilkynnt
um 20—31% hækkun á svonefnd-
um visitölubrauðum á mánudag,
og er það gert i heimildarleysi
stjórnvalda. 1 gær staðfesti rikis-
stjórnin samþykktir verðlagsráös
um 8,8% meðaltalshækkun á
brauðunum, en sú samþykkt
byggði á beiðni bakarameistara
frá októberbyrjun.
Sú beiðni var að sögn Georgs
ólafssonar verðlagsstjóra ekki
tekin til greina aö öllu leyti en 1.
nóv. s.l. barst verðlagsráði siðan
beiðni um viðbótarhækkun,
sem ekki hefur hlotið afgreiðslu.
Georg ólafsson sagði aö I siðara
erindinu hefði verið visað til
nýgeröra kjarasamninga i
rökstuðningi bakarameistaranna
en hins vegar tekiö skýrt fram aö
þeirþýddu ekkiútgjaldaaukningu
fyrir bakariin. Hefur nefndin ekki
afgreitt þetta erindi fremur en
önnur sem henni hafa borist i
tilefni nýgeröra kjarasamninga
að undanskilinni útseldri vinnu
sem hækkaði á þriðjudag um 9%.
Bakarameistarar hótuðu sams-
konar hækkun upp á eigin spýtur
s.l. sumar en frestuðu henni þá.
Georg ólafsson sagði að ef þeir
létu nú verða af óleyfilegri hækk-
un, sem þeir hafa auglýst á
mánudag yröi tekið á þvi af fullri
hörku af hálfu Verðlagsstofnunar
og þeir kæröir. Lögfræðingur
stofnunarinnar er nú að kanna
undirbúning málsins. — AI
una eftir Einari.
Bókin fléttar saman persónu-
legum endurminningum, póli-
tiskri sögu, og upplýsingum sem
siöar hafa birst, t.d. breskum og
bandariskum leyniskjölum um
ásælni þessara rikja. Þar er gefin
innsýn I margt það sem hefur
gerst bak viö tjöldin i tengslum
við þá atburði sem skipt háfa
sköpum i sögu islenskrar þjóðar.
Dregnar eru upp persónulegar
svipmyndir að stjórnmálaleiðtog-
um og lagður dómur á frammi-
stöðu þeirra og innri baráttu sem
þeir áttu i ,,ekki sist undir ofur-
þunga ásóknar sterkasta her-
veldis heims” eins og segir i
bókarkynningu.
Mikil saga.
Fyrst i bókinni segir Einar frá
æskuárum sinum og mótun
heimssýnar hans. En hann segir
siðan sina eigin pólitisku sögu.þá
Islandssögu sem hann kynntist og
hafði áhrif á einkum i ljósi um-
svifa breskrar, þýskrar og siðast
bandariskrar heimsvaldastefnu.
Þar er komið viða við sögu — sagt
frá fjárhagslegum yfirráðum
Breta hér á landi, baráttu gegn
banka — og hringavaldi, frá
kreppuárunum og stofnun Sósial-
istaflokksins. Þá segir og frá
áhrifum fasismans á Islandi,
samfylkingarbaráttu hér og
annarsstaðar gegn þeirri ófreskju
og fleiru sem þeim tima tengist.
Þá segir einnig frá bresku her-
námi — og þá handtöku Einars og
annarra blaðamanna Þjóðvilj-
ans. Frá nýsköpun og upphafi
lifskjarabyltingar, frá land-
helgisbaráttu, frá hinum ýmsu
áföngum „á vesturleið” — þ.e.
bandariskri sókn gegn sjálfstæði
EINAR OLGEIRSSON
ISLANDI
SKUGGA
HEIMSVALDA-
STEFNUNNAR
JÓN CUÐNASON
Islands, sigrum og ósigrum i
þeirri baráttu. Hér verður ekki
allt upp talið; minna má á að
ýtarlcga er fjallað um þau merku
þáttaskil sem urðu i íslenskum
stjórnmálum með nýsköpunar-
stjórninni og þau átök sem stóðu
um þá stjórn. í lok bókarinnar er
einmitt birt Nýsköpunarræða
Einars sem flutt var i september
1944.
1 formála segir Jón Guðnason
frá þeim tildrögum að bókinni, að
vinir og samherjar Einars mælt-
ust til þess við þá báða að þeir
festu endurminningar hans á bók.
Einar lét til leiöast að þvi tilskildu
að hann takmarkaði frásögn sina
við „sjálfstæðisbaráttuna nýju”
— og þvi er „á siðum þessarar
bókar aðallega sagt frá viðleitni
Islendinga til að varöveita sjálf-
stæði sitt og fullveldi, en um
verkalýðsbaráttuna er iitið
fjallaönema á hinu sögufræga ári
1942”.
Sá háttur var hafður á að Einar
rakti sögu frelsisbaráttunnar og
óf saman við hana hugleiðingum
og minningum og studdi mál sitt
með tilvisunum I heimildir. „Bók
þessi eru unnin upp úr viðtölum
okkar Einars, sem tekin voru upp
á segulbönd og minnispunktum,
sem hann skaut að mér þess á
milli”.
Bókin er 375 bls og mynda-
kostur riflegur.