Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 21. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 iþróttir Úr einu í annað • Kjörið tækifæri fyrir skokkara A morgun, laugardag fer fram á Miklatúni hlaup serri sér- staklega er ætlaö skokkurum á öllum aldri og eru lysthafendur hvattir til að mæta kl. 14.30 viö Kjarvalsstaði. Úr þvi að skokk er á dagskránni má geta þess, að nokkrir reyndir hlauparar hafa tekið að sér, að mæta við þrjá staði i borginni i vetur og leiðbeina og skokka með áhugasömum trimmurum: Miðvikudag: Kl. 18 við Sundhöll- ina. Laugardag: Kl. 16 við Laugar- dalslaug og viö Breiöholtskjör. • Fótboltaþjálfarar á faraldsfæti Þeir félagarnir Þröstur Guðjónsson, Þór, Ak., Orn Eyjólfsson, Val og Lárus Lofts- son, unglingalandsliðs þjálfari sóttu i sumar heljarmikla ráð- stefnu fyrir knattspyrnuþjálfara, sem haldin var i Trier i Vest- ur-Þýskalandi. Ætlunin er að á næstu árum verði Islenskir fót- boltaþjálfarar mun meira á far- aldsfæti en veriö hefur hingað til og afli sér aukinnar menntunar i fræðunum erlendis. Guömundur Vikingur Guðmundsson svifur hér inn i vitateig KR-inga með miklum glæsibrag, en þrátt fyrir góða tilburði tókst ekki að skora... Víkingur sigraði KR af öryggi í gærkvöldi, 23-19 • Fjölgar i stétt badmintonþjáifara Það eru ekki einungis knatt- spyrnuþjálfarar, sem gera viöreist. Jóhann Kjartansson, fyrrum Islandsmeistari i bad- minton, lauk i byrjun ágúst fyrsta stigs námskeiði hjá danska bad- mintonáambandinu, sem var haldið i Nyborg. Jóhann fékk góöan vitnisburö að afloknu námskeiðinu. Víkingur nú með pálmann í höndunum Jóhann Kjartansson. • Aðalfundur fótboltablika Aöalfundur Knattspyrnu- deildar Breiðabliks verður hald- inn nk. sunnudag kl. 14 að „Blika- stöðum”. • UMFN —íRikvöld Einn leikur verður i úrvals- deild körfuboltans i kvöld. UMFN og ÍR leika i iþróttahúsinu I Njarövik og hefst slagurinn kl. 20. • Hverjirfá boðsmiðana? Oft er rætt um svokallað „heiöurstúkulið” i Laugardals- höllinni I niörandi tón. Sam- kvæmt ákvörðun fþróttaráðs hafa eftirtaldir boðsmiða i Höllina á landsleiki og þegar erlend lið leika: iþróttaráö (14), ÍBR (12), ISI (12), sérrráð IBR og sérsam- bönd IS fá 2 miða á hvern stjórnarmann, iþróttafulltrúi Rvíkur fær 2 miða og iþróttafull- trúi rikisins 2 miða. Væntanlega er hér um að ræöa fólk sem starfar mikið i iþrótta- hreyfingunni. Vikingar eru nánast komnir með aðra höndina á tslandsbikar- inn I handbolta. 1 gærkvöldi sigr- uðu þeir einn af slnum helstu keppinautum, KR, með 4 marka mun, 23-19. Það er þvi flest sem bendir til þess að bikarinn verði geymdur aö Hæðargarði annað áriö I röð. Jafnræði var með liðunum i byrjun leiksins. KR komst yfir 3-2 og 4-3, en með 3 mörkum i röð breytti Vikingur stöðunni sér I hag, 6-4. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins voru yfirburðir Vik- ings algjörir. KR komst i 6-5, en aftur skoraði Vikingur 3 mörk i röð, 9-5. Jóhannes minnkaði mun- inn i 9-6 og enn komu 3 Vikings- mörk, 1-2-6 i hálfleik. KR hóf seinni hálfleikinn með þvi að taka Pál og Þorberg úr umferð og virtist sú leikaðferð Breeler fór illa með Stúdentana Armenningar nældu I sin fyrstu stig I úrvalsdeiidinni i körfuknattleik i gærkvöldi þegar þeir lögðu aö velli af- spyrnuslaktliö tS 67-57. James Breeler, svarti risinn I Armannsliðinu, fór á kostum og átti stærstan þátt I sigri sius liðs. Leikurinn var mjög jafn og lélegur i fyrri hálfleik, en Armenningar voru alltaf heldur á undan. Staðan I leikhléi var 28-27 fyrir Ármann. Góður upphafskafli Ár- menninga I seinni hálfleik hreinlega færði þeim sigurinn. Þeir náöu 20 stiga forskoti, 55- 35. A þe.ssum kafla lék Breler Stúdentana hvað eftir annað mjög grátt og skemmtu áhorfendur sér vel viö að horfa á ;tilburði hans. Loka- staðan varö siöan 67-57 fyrir Ármann. Breeler skoraöi 34 stig fyrir Armann og Hörður skoraði 15 stig. Atti Höröur mjög góðan leik og hélt Coleman i liði IS algjörlega niöri. Fyrir IS skoruðu flest stig: Coleman 17, Arni 12 og Gisli 12. Þeir Gisli og Arni voru skástu menn liösins. S/IngH Helgi og Sigurjón æfa með Lokeren Breiðabliksmennirnir I fótboit- anum, Helgi Bentsson og Sigurjón Kristjánsson, dveljast um þessar mundir viö æfingar og keppni hjá belglska liðinu Lokeren meö hverju Arnór Guðjohnsen leikur. Þeir félagarnir hafa leikið a.m.k. 1 æfingaleik meö varaliði félags- ins og stóðu sig með miklum ágætum. Helgi og Sigurjón dveljast ytra á vegum Breiðabliks og eitthvað munu foreldrar þeirra hafa hlaupiö undir bagga. Þeir munu báöir koma heim innan skamms. —IngH gefa þeim góöa raun, 12-8. En vegna aragrúa mistaka i sókninni tókst KR ekki að brúa bilið og Vikingur náði um tima yfirburða- stöðu, 17-10 og 20-12. Siðustu minútur leiksins voru ein alls- herjar hringavitleysa. Þar gerðu KR-ingarnir færri vitleysur og þeim tókst að minnka muninn jafnt og þétt niður i 4 mörk, 23-19. Fjarvera Hauks Ottesen i KR (og reyndar allt hans mál) virtist hafa mjög slævandi áhrif á liðið. Alfreð var vart sjálfum sér likur og Konráð meiddist snemma i leiknum og lék á hálfri ferð eftir það. Leikmenn reyndu að berjast, en mórallinn var ekki i lagi og Vlkingarnir gáfu þeim engin grið. Vikingur lék á köflum i fyrri hálfleiknum skinandi góðan handknattleik og þá náði liöiö yfirburöastöðu, sem dugði til sig- urs. Hins vegar hlýtur það að vera Vikingunum áhyggjuefni hve leikur liösins riölast ef 2 leik- menn eru teknir úr umferð. Þá er eins og allt fari úr skoröum. Kristján markvörður átti frá- bæran leik i Vikingsliðinu i gær- kvöldi ög varði hvaö eftir annað mjög vel. Páll lék einn sinn besta leik i mótinu til þessa og virðist vera aö ná slnu fyrra formi. Árni og Þorbergur stóðu vel fyrir sinu. Markhæstir i liði KR voru: Jóhannes 7 (hann tók nokkrar góðar rispur undir lokin), Alfreð 3/2 og Björn 3. Fyrir Viking skoruðu flest mörk: Páll 8/3, Þorbergur 6 og Arni 5/4. —IngH Haukur hættur með KR? Það vakti athygli Hallargesta I gærkvöldi aö Haukur Ottesen lék ekki með liöi KR, en þar hefur hann veriö einn af máttarstólpun- um undanfarin ár. Skýringin á þessu er sú að hon- um lenti saman við Hilmar þjálf- ara Björnsson fyrir skömmu og vildi Hilmar fá afsökun frá Hauki áður en lagt yröi i slaginn gegn Vikingi. Það tók Haukur ekki i mál og þvi lék hann ekki. Það voru mikil sárindi i her- búðum KR-inganna vegna þessa máls og er allt eins liklegt að Haukur leiki ekki meira með KR það sem af er vetri. Þess skal getið að Hilmar var 12. leikmaðurinn i KR-liðinu i gærkvöldi. —IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.