Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1980 Kaflar úr ræðu Lúðvíks Jósepssonar á landsfundi Alþýðubandalagsins: Núverandi rfkisstjtírn var mynduð viö mjög sérstakar aðstæður. Alþýöuflokkurinn hafði rofið vinstri stjórnina eftir aðeins 13 mánaða setu hennar. Alþýöu- flokkurinn hafði samið við Sjálf- stæðisflokkinn um nýjar kosn- ingar. Ekki fór á milli mála, aö ýmsir forystumenn þeirra flokka hugsuöu sér að mynda nýja við- reisnarstjórn aö kosningum lokn- um. í kosningabaráttunni boðaði Alþýðuflokkurinn enn ráö sin gegn verðbólgu, þau að skerða meö lögum visitölubætur á laun, eða fella verðbætur á laun meö öllu niöur. íhaldið boðaöi sina leiftursókn gegn lifskjörum, og Framsókn sina niðurtalningu, sem augljós- lega var um aö telja niður kaupið fremur en verðlagið. og þeirri stefnu stjómarinnar að jafna lifskjör og bæta kjör hinna iakast settu i þjóðféiaginu. Rfk- isstjómin mun hins vegar ekki setja lög um almenn iaun, nema allir aðilar að rikisstjórninni séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks.” Með þessu var kröfu Framsóknar um lögbundna nið- urtalningu á kaupi visaðábug.og gjörsamlega tekið fyrir að lög yrðu sett um almennt kaup, nema með samþykki samtaka launa- fólks. Um þetta var samið Um niðurtalningarregluna var hins vegar samiö í kaflanum um verðlagsmál og hún er þannig Arangur næst aðeins í sam- starfi við samtök launafólks Kosningaúrslitin urðu mikið nið- urlag fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þó fyrst og fremst fyrir höf- unda leiftursóknarinnar. Alþýðuflokkurinn tapaöi fylgi, en þó er ljóst, að hann heföi tapað miklu meira fylgi en raun varð á, ef Sjálfstæðisflokkurinn heföi ekki veifað leiftursókninni á þann hátt sem hann gerði. Draumar þeirra krata og ihaldsmanna, sem hugsað höfðu sérnýja viðreisnarstjórn, urðu að engu með kosningaúrslitunum. Framsókn kom sem sigurveg- ari kosninganna og litill vafi er á þvi, að þar réði miklu að hún marglýsti þvi yfir hátiðlega, að hún myndi ekki vinna með Sjálf- stæöisflokknum, heldur standa að vinstri stjórn. Þegar rikisstjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð i febrú- armánuði á þessu ári var öllum orðiö ljóst, að þingræöisleg stjórn flokkanna yröi ekki mynduð meö venjulegum hætti. Þau stjórnmálaöfl, sem ætluöu sér að leggja til atlögu gegn launafólki I landinu, undir þvi gamla kjörorði að verið væri að bjarga efnahagsmálum þjóðar- innar og ráða niðurlögum verð- bólgu, höföu tapaö kosningunum. Foringjar þessara afla voru hræddir og fylgismenn þeirra voru tvistraðir. Framsókn var á hinn bóginn bundin af loforðum um aö vinna ekki meö Sjálfstæöisflokknum, heldur þvert á móti aö vinna til vinstri. Deilumar I Sjálfstæöis- flokknum og ágreiningurinn þar um leiftursókninakom svoeinnig inn i þessa mynd. Viö þessar aðstæöur varð ml- verandi rikisstjtírn til. HUn kom sem nokkurs konar málamiðlun, þegar ljóst var að hvorugur þeirra aðila, sem tekist höföu á um skiptingu þjóðarteknanna og um stefnuna i efnahagsmálum, gat knúið fram sinn vilja að fullu. Verðlagið niður. Grundvallarstefna rikis- stjórnarinnar I hinum umdeildu efnahagsmálum var þessi, svo vitnaö sé orörétt I stjórnarsátt- málann: „Rikisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við aöila vinnu- markaðarins um niðurstööur I kjarasamningum, sem geta sam- rýmst baráttunni gegn veröbólgu orðrétt tilfærð Ur stjórnarsátt- mála: ,,Til þess aö draga Ur veröbólgu verði beitt eftirgreindum ráöstöf- unum f verðlagsmálum: 1. Veröhækkunum á þeim vörum og þjónustu, sem verð- lagsráð fjallar um, veröi sett eft- irgreind efri mörk ársfjóröungs- lega á árinu 1980: Til 1. mál skulu mörkin vera 8% til 1. ágúst 7% og loks til 1. nóv. 5%. A árinu 1981 veröi ákveöin timasett mörk i samræmi viö markmiö um hjöönun verðbólgu. Um verðhækkanir af erlendum uppruna sem ekki rúmast innan ofangreindra marka aö mati verðlagsráös, setur rikisstjórnin sérstakar reglur. Þessar sérstöku regiur hafa ekki áhrif á gildandi ákvæöi um Utreikning kaup- gjaidsvfsitölu.” Hér er enn undirstrikað, aö niðurtalningin á ekki aö breyta Utreikningi kaupgjaldsvlsitölu. Niöurtalningin á hins vegar aö vera um verölag. Hitt er svo öllum ljóst og hefir alltaf verið, að lækki verölag, eða hækki þaö minna en áður, þá fylg- ir kaupgjaldsvisitalan slikum hreyfingum. Þessi atriði um kaupgjald og verðbætur á laun og um niður- talningu verðlags voru grundvallarstefnumið hins nýja stjórnarsamstarfs. Þeir Framsóknarmenn, sem þessa dagana kvarta undan, að niðurtalning verðbólgunnar sé ekki enn hafin og tala i slfellu um aö setja verði efri mörk á vlsi- tölubætur á laun, —hafa augljós- lega gleymt þvi um hvaö var samið viö myndun núverandi rikisstjórnar. Samkvæmt stjórnarsáttmála á aö telja niður verðlagið. Framsóknarflokkur- inn fer með verölagsmálin I rikisstjórninni. Til þess hafa eflaust legið ástæður að ekki hefir þótt fært aö telja verölagiö niöur, eins og segir i stjórnarsáttmála. En aö kenna þvi um, aö fyrst þurfi aö koma sér saman um niðurtainingu kaupsins er frá- leitt. Veröbætur á laun eiga aö fylgja lækkandi verðbólgu. Þær verðbætur á laun sem nú á aö greiða 1. desember, eru af- leiðingar af þeim verðlagshækk- unum, sem leyföar hafa veriö næstu 3 mánuöi á undan. S Arangur á ýmsum sviðum Núverandi rikisstjórn er frem- ur veik stjórn á Alþingi. Meirihluti hennar þar er litill. Rikisstjórnin hefir þó náö umtalsveröum árangri á nokkr- um sviöum. Henni hefir tekist að tryggja fulla atvinnu. Henni hefir einnig tekist að hafa afgerandi áhrif á að nýir launasamningar hafa verið gerðir fyrir þvi sem næst allt vinnandi fólk I landinu. Hún hefur komið fram mjög mikilsveröum réttindamálum launafólks. Tekist hefir að fá fram tals- veröa leiðréttingu á lægstu laun- um og hækkun tryggingabóta. Fjármál rikisins standa nú bet- ur en áður, þrátt fyrir nokkuð auknar fjárveitingar til félags- og menningarmála og all-verulega hækkun til orkumála. Og i verðlagsmálum hefir nokkuö miöaö i rétta átt, þrátt fyrir m jög óhagstæð ytri skiiyrði, eins og miklar oliuverðshækkanir og mjög versnandi viðskiptakjör. Rikisstjórnin stendur enn frammi fyrir miklum og torleyst- um vanda i efnahagsmálum. Veröbólguna þarf að hemja og þoka nokkuö niður. Til þess duga engin gömul ihaldsúrræði og til- gangslaust er með öllu aö treysta á einhver töfraráö. Við þurfum sjálf á allri þessari orku að halda. Seljum hana ekki útlendingum 1 tillögum okkar Alþýöubanda- lagsmanna höfum við lagt áherslu á nokkur grundvallaratr- iði, sem gera þarf i efnahagsmál- um, ef árangur á að nást I glim- unni við veröbólguvandann. S Urræði nú Þessi grundvallaratriði eru m.a. eftirfarandi: 1. Leggja þarf höfuöáherslu á aö auka framieiösluog framieiöni og knýja fram sparnaö I rekstri, þannig aö þjóðartekjur vaxi og meira veröi tíl skipta I þjóöfélag- inu. 2. Breyta þarf núverandi tekju- skiptingu iáglaunafólki i hag. 3. Tekiö veröi upp skipulag á fjár- fcstingarmálum og þannig reynt aö koma I veg fyrir sóun fjár- muna. 4. Gert veröi verulegt átak til aö koma fram spamaöi I öllum rekstri, m.a. hjá ríki og opinber- um stofnunum. 5. Skattalögum og tekjuöflunar- kerfi rikisins veröi breytt á þann veg, aö skattar hækki á háum tekjum og miklum eignum, en lækki á iágum tekjum. 6. Vexti þarf aö iækka verulega jafnhliöa þvi sem unniö er aö minnkun veröbólgu. 7. Stjórn peningamála veröi gjör- breytt og aö þvl stefnt aö beina lánsfé þjóöarinnar aö fram- leiösluaukandi verkefnum og I þágu markaörar efnahagsstefnu. 8. Inn- og útflutningsversiun þarf aö taka tii rækilegrar endurskoö- unar meö þaö fyrir augum aö koma á sparnaöi og tryggja betur skynsamiega nýtingu gjaldeyris. Allar þessar tillögur eru um stefnumarkandi aðgerðir — um grundvallarstefnu. I samræmi viö þær þarf, þegar I staö, að gera ýmsar ráðstafanir sem draga úr verðhækkunum, eða stöðva þær timabundið. Allar slikar aögerðir verður að gera I fullu samræmi og samstarfi við samtök launafólks. Verðbólguað- gerðir, sem ekki eru þannig tilkomnar, eru dæmdar til aö mistakast. Stóriðjumál Það hefir jafnan veriö einkenni á umræðu um okkar efnahags- mál, einkum þegar sérstök vandamál hafa komið upp, — aö þá hafa ýmsir sértrúarhópar ruðst fram með patentlausnir sinar á efnahagsmálum. Allir þekkja ruglið um aö landbúnaöurinn sé „dragbitur” á hagvöxt þjóðarinnar, og i fram- haldi af þvi kannast menn við allt talið um offramleiðslu bUvara, um skatt og kvtíta o.s.frv. Og svo er tilkynnt að þeir sem nýlega voru beðnir aö draga úr fram- leiöslunni á mjólk, hafi verið beðnir um að auka framleiðsluna aftur, og auk þess er svo hafinn undirbúningur að mjólkurflutn- ingum með ærnum kostnaði milli landshluta. Og kannast menn ekki við þá skelfingu sem landsmönnum átti aö stafa af þvi að nýtiskufiskiskip voru keypt I staö gamalla. Þá var kenningin sú, að fiskiskipaflotinn væri alltof stór og Utgeröin þá eflaust að verða „dragbitur” á hagvöxt skrifstofumennskunnar. Nú er hins vegar upplýst af opinberum aðilum aö meirihluti fiskibátaflotans sé oröinn yfir 20 ára gamall og ástand hans sagt sist betra en gömlu togaranna var fyrir nokkrum árum. Auðvitað er efnahagsumræða af þessu tagi út i hött. Gallar eru vissulega til staöar i lltiö skipu- lögðum landbúnaði og misjafn- lega reknum isjávarútvegiEn það er hins vegar rangt aö efnahags- vandi okkar stafi frá þessum und- irstööuatvinnugreinum. 1 hóp meö þessum aöfinnslu- mönnum á rekstur sjávanltvegs og landbúnaöar, má skipa flest- um stóriöjupostulum. Nú eru þeir enn á feröinni með boðskap sinn og er helst á þeim aö heyra, aö virkjun og afturvirkjun og siöan margar stóriöjuverk- Föstudagur 21. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 smiöjur séu eina leiöin út úr efna- hagserfiöleikum landsmanna. Stóriöja er hvorki bannorö i minum munni, né neitt töfraorö. Viö Islendingar eigum stóriöju- fyrirtæki eins og Sementsverk- smiöju og Aburöarverksmiöju. Slikum stóriöjufyrirtæk jum, sem henta islenskum þjóðarbú- skap og eru hagkvæm, munum við koma okkur upp á komandi árum, eftir þvi sem rétt þykir. Sú stóriöja sem Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur keppast nú viö aö boöa, er ekki af þessari tegund. Þeirra boöskapur er um stór- felldanerlendan atvinnurekstur á tslandi, um rekstur sem á aö njóta sérréttinda i raforkuveröi, tollum og sköttum og jafnvel varöandi almenn lagaákvæöi. Rangar og hættulegar hugmyndir Stóriöjuhugmyndir ihalds og krata eru rangar og hættulegar. Þær eru hættulegar efnahags- legu sjálfstæöi þjóðarinnar og eölilegri atvinnuþróun I landinu. Þær eru rangar vegna þess, að slik stóriöjufyrirtæki útlendinga munu aldrei bjarga neinu i efna- hagsmálum okkar. Þvi er mjög haldið fram, aö raforka okkar sé óþrjótandi og af þvi eigum við að keppast viö að virkja og selja orkuna til orkufreks iönaðar. Samkvæmt opinberum skýrslum er talið að heildar raf- orkuframleiðsla úr fallvötnum landsins geti numiö um 18 tera- vattstundum á ári, án þess aö til meiriháttar náttúruverndar- árekstra þurfi aö koma. Þá orku mundu landsmenn nota tilfulls á næstu 40 árum, aöeins til almenningsnotaog er þó gert ráð fyrirminni árlegum vexti en ver- ið hefur. Ef til kæmi talsverður iðnaöur og einhver stóriðja yrði orkan fullnotuð á 30 árum. Erlend stóriðja sem nú yrði efnt til myndi örugglega krefjast orkusamninga 30 ár fram i timann. Viö höfum nóg viö okkar orku aö gera og eigum ekki aö selja hana langt fram i tlmann. Og hver er reynsla okkar af er- lendri stóriðju? Alverið IStraumsvik hefir veriö rekiö i 11 ár. Á þessum tima hefir fyrirtækið tapað miklu fé sum ár- in. Og útkoma úr 11 ára rekstri er tap sem nemur samtals 2,6 miljöröum króna, fært upp á núgildanda verölagi, skv. eigin bókhaldi fyrirtækisins. Fyrirtækið greiðir nú 3,61 kr. fyrir kilóvattstundina af raf- magni. Grundartangaverk- smiöjan greiöir kr. 3.90 fyrir kfló- vattiö. En skv. nýjustu útreikningum kemur i ljós aö úr hagkvæmustu stórvirkjunum okkar, þeim sem nú eru ráögerðar, myndi orka kosta til stóriðju um 10,00 kr. á kilóvattstund. Hvar er sá mikli gróöi sem stóriðjupostular tala um af raf- ■ orkusölunni? Og hvar er rekstraröryggiö? Þrátt fyrir alltof lágt rafokruverð hefir Straumsvik tapaö og Grundartangaverksmiðjan mun tapa 2—3 miljörðum i ár, þrátt fyrir lágt raforkuverö. Erlend stóriöja er ekki leiöin i efnahagsm álum Islendinga, en skynsamleg notkun orkulindanna fyrir atvinnuvegi landsmanna og landsmenn sjálfa, er aftur á móti stórmál. Verð ekki lengur formaður Góöir félagar: Þaö hefir eflaust ekki farið fram hjá neinum ykkar, sem þennan fund sitjið, að ég hefi tek- iö ákvöröun um aö gefa ekki kost á mér sem formaður flokksins áfram. Akvörðun þessa tók ég i raun- inni haustið 1978, eða um það bil sem vinstri stjórnin þá var mynd- uð. Ég neitaði þá að taka sæti i þeirri stjórn, en lagöi mjög ákveðiö til aö yngri menn yrðu valdir til ráðherrastarfa. Þessi ákvörðun min átti ekkert skylt við þreytu, eða uppgjöf af minni hálfu, né heldur þvi aö ég væri mótfallinn stjórnarsam- starfinu. Það sem réöi skoðun minni var fyrst og fremst þaö, að ég var sannfærður um að ungir menn ættu i vaxandi mæli að taka að sér forystu i flokknum. Sú ákvörðun mín ári sföar að gefa ekki kost á mér i framboö til þings, fyrir flokkinn, var byggö á sama sjónarmiöi. Þar sem ég nú er horfinn af þingi, gefur auga leiö aö ég á ekki aö vera formaður flokksins lengur. Starf í 44 ár 44 ár eru slðan ég fór fyrst i framboö til Alþingis og i yfir 40 ár hef ég gegnt trúnaöarstörfum fyrir okkar hreyfingu og lengst af á Alþingi. Það er vissulega timi til kominn aö nýir menn taki viö. Frá löngu pólitisku starfi er margs að minnast. Þær minn- ingar mun ég þó ekki draga fram hér. En ykkur öllum, sem með mér hafið unniö vil ég þakka gott samstarf og gömlum samherjum, sem hér eru ekki nú, þakka ég einnig. Þaö er vissulega nokkur vandi aö draga sig i hlé, eöa hætta i : iii ; ::: II 1 ■ ■ ■ ■'■■ !!i :;-:;5ií:i Framhald á bls 13 á dagskrá >Langvarandi verdbólga er ekki adeins verdfall peninga og kjararýrnun. Hún er ekkert síður tilræði við menningarlegan uppruna okkar og þar með alvarleg brenglun á sjálfskennd þjóðarinnar Breyttar leikreglur Miklum kjaradeilum er lokiö, samningar hafa veriö undirrit- aöir, en afleiöingar þeirra eru ekki komnar fram. Hætt er viö aö framhaldið geti oröið mjög viðsjárvert og leitt til enn frekari verðbólgu, röskunar framleiðslu- krefisins, atvinnuleysis og versn- andi lifskjara. Daglega stækkar hópur þeirra, sem horfir með kviða fram á viö og væntir aö- gerða. Viö megum ekki við nýrri holskeflu, sem skekur enn frekar enorðið er undirstöður heilbrigðs þjóölifs i landinu. Þó heyrast raddir kæruleysis, sem vilja ýta vandanum á undan sér til framtiðarinnar. Þeir segja sem svo aö þetta hafi einhvern veginn blessast um alllangt skeiö og svo hljóti einnig að verða framvegis. En getur þetta gengið svona áfram? Áöur en kjarasamningar at- vinnurekenda og ASI voru undir- ritaöir stefndi veröbólgan I 50—55% frá upphafi til ársloka. Það er útaf fýrir sig ekki tilefni til neinnar ofsakæti þó það muni e.t.v. takast aö ljúka árinu innan ofangreindra marka. Hitt er iskyggilegra að fyrirsjáanlegt er, að á næsta ári stefnir i ca 65—70% verðbólgu, verði ekkert aö gert. Útreikningar sýna að bæði 1. febrúar n.k. og 1. mai muni framfærsluvisitalan hækka um nærri 15% hvort tímabilið fyrir sig, verði ekki tekið I taumana. Afleiðingar 65% veröbtílgu i kjöl- far margra ára þensluskeiös er atvinnuleysi eöa aukin skulda- söfnunerlendis. Réttlætingar fyrir 11% grunn- kaupshækkun eru mýmargar og ekkert er auöveldara en aö færa fullgild rök fyrir þörf á hækkun kaupmáttar lægri- og miðlungs- tekna. Þaö þarf enga brúnaþunga rökfræöinga til þess, ekki sist þar sem grunnlaun hafa ekki hækkað i tvö ár. Slíkar hækkanir eru hins vegar örðugar á sama tima og verölag á útflutningi þjóöarinnar stendur i staö og sá gjaldmiöill sem selt er fyrir (dollarinn) lækkar saman- boriöviöþá gjaldmiölasem keypt er fyrir. Sé ekki hægt aö kreista þessa launahækkun út úr sjtíöum fyrirtækja eöa lækka tekjur hærralaunaðra manna verður að prentaseðía,semerþaösama og gefa út innistæðulausar ávi'sanir. Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég áliti nýgeröa kjarasamninga sem slika efnahagslega hættu- lega..En þeir verða þaö, ef stjórn- völdhalda aö sér höndum og gera ekkert til að milda afleiðingar þeirraog draga um leið skipulega úr vissum umsvifum i efnahags- lifinu. Að öðrum kosti spenna þeir upp flesta þætti efnahagslifsins og leiða til mikilla veröhækkana. Visitöluaðgeröir einar saman sem samdráttarviðleitni eru verri en engar. Hér veröa að fara saman bæöi skipuleg stjórnun rlkisfjármála, gengis, útlána, vaxta og aðgeröir sem draga úr framleiöslukostnaöi fyrirtækja auk skipulagsbreytinga i hag- kerfinu. Niðurstaöan þarf aö vera aukin framleiösla með minni til- kostnaði. En einnig þarf aö breyta þeim hugsunarhætti sem rikt hefur viö efnahagsstjórnun siðast liðna áratugi. Það er kannski megin- máliö. Aðeins róttækar skipu- lagsbreytingar geta tryggt árangur efnahagsráöstafana til lengdar. Sá grunnur sem byggt er á þarf að vera traustur. Hann er það ekki núna. Margt kemur þar til. Viö höfuin um nokkurt skeið ráöstafað takmörkuðu innlendu fjármagni i alltof miklum mæli til framkvæmda sem ýmist hafa verið óarðbærar meö öllu, eöa skilað sér seint i aukinni framleiöslu. Fjármagnsnýting hefur þvi verið slæm. Fjármagn — burtséö frá þvi hver á þaö — er uppsöfnuö vinna, þ.e. sá hluti afraksturs vinnunnar sem ekki er notaöur til kaupa á neysluvörum. Ef við gefum okkur aö um 25% af afrakstri vinnunnar sé breytt i fjármagn, sem siðar er notað i litt arðbærar fjárfestingar, fer ekki á milli mála að vinnu fólks er kastaö á glæ og kjörum þess hrakar. Þaö er einnig augljóst aö launafólk ræöur ekki miklu um ráöstöfun fjármagnsins þar sem hagkerfið skilur það frá vinnu- laununum og afhendir það at- vinnurekendum eöa opinberum sjóðum. Rikisvaldið, bankakerfiö og lif- eyrissjóðir verkalýösfélaganna ráðstafa miklum fjármunum árlega. Þar ráða oft mjög mis- munandi sjtínarmiö ferðinni — einkum á þetta við um fjár- festingarákvaröanir opinberra aðila og er þá ekki alltaf við rikis- stjórn eina aðsakast. Enginn má skilja þessi orð þannig, að ég sé að firra einkaaðila ábyrgö — þaö er af og frá. Fjölmargar fjárfestingar fyrir- tækja i samgöngum, sjávarút- vegi, iönaði og verslun, svo ekki sé minnst á landbúnað, eru skóla- bókardæmi um fjárfestingar- bruðl til þess einsað geyma verð- mæti og safna auöi, en ekki auka framleiðslu og þar með hagsæld. Eitt sérstæðasta fyrirbæri hjá islenskum fyrirtækjum er mikil eignamyndun samfara erfiðum rekstri. Bendir það eindregið til almennra veröbólgufjárfesting’a. Við höfum einnig um langan aldur haldið uppi litt arðbærri framleiöslu og jafnvel útflutningi með rikisstyrkjum og ódýrum lánum. Þau sjónarmiö sem hafa ráöið þvi' (t.d. i landbúnaði) hafa helgast af markmiðum, sem falla utan viö efnahagslega hugsun, án þess ég sé að gera litið úr fyrr- nefndum sjónarmiðum. Þaö hlýtur aö veröa umhugs- - unarefni hversu lengi viö höfum efni á þessu bruðli. Staönandi þjóðartekjur og slaukin herút- gjöld verðbólgustriðsins setja okkur hér stólinn fyrir dyrnar. Viö getum einfaldlega dcki allt I senn, bruðlaö og sparað, þvi rikisstyrkir og útflutaingsbætur greiðast meö sköttum fólks, sem býr viö rýrnandi kaupmátt. Þótt hér sé landbúnaöurinn lang- drýgstur, er vlöar pottur brotinn. I landbúnaöi er hægt aö breyta þessu um leið og afkoma miölungs og stærri búa er bætt. Við höfumum tuttugu ára skeiö lifaö viö innflutningskerfi, sem spillir árangri flestra efnahags- ráðstafana á skömmum tíma. Öheft og óskipulögö innflutnings- verslun er þjóöhagslega skaöleg i landi meö einhæft og sveiflukennt atvinnulif þar sem flytja þarf inn tæpan helming alls notaös varn- ings. Frjáls og óheftur innflutn- ingur þýöir beiting gengis og einhliða samdráttaraögeröa viö okkar aðstæöur. 1 staö þess að takmarka innflutning, neyöir óheft innflutningsverslun stjórnvöld til að skerða kaupmátt (draga úreftirspurn) til að draga úr viðskiptahalla. Eitt meginskil- yrðistööugsefnahagslifser skyn- samleg skipulagning inn- og útflutningsverslunar án þess að viröa markaöslögmál aö vettugi. Viö höfum lengi búið við hag- kerfi sem hefur ekki innbyggða neina sterka og knýjandi samræmingarkvöð. Sérhvert virkt markaðskerfi hefur i sér hvort tveggja i senn, sjálfkrafa samræmingu og sundrungu. Veröbólgan hefur að mestu leyti rænt islenskt hagkerfi sam- ræmingarhvötinni. Eftir stendur sundrungartilhneigingin ein — kviknakin og glottandi. Aðeins yfirveguð skipulagning og vandlega úthugsuð stjórnun geta fyllt það samræmingar- tómarúm sem áralöng verðbólga hefur skilið eftir sig. Þó verður aö hafa i huga, að hagstjtírn sem ekki tekur mið af sjálfvirkum tilhneigingum megin efnahags- lögmála til samræmingar og jafnvægis hlýtur að mistakast. Skipulagning á ekki að koma i staðinn fyrir markaðinn, heldur tryggj3 aö skástu eiginleikar hans fái notið sin. Viö höfum nú I hartaær heila öld búið i einskonar sérlslensku stéttaþjóðfélagi með samtökum þess og hagsmunabaráttu, sem oft hefur tekiö á sig hinar skringi- legustu myndir. Þaö er eðli stéttabaráttu að verða hörð og óvægin og er útaf fyrir sig ekkert við þvi aö segja. Hitt er verra þegar stéttastriðið hefur snúist upp i hatramman meting og eins- konar heilagt strið milli valda- mestu samtaka launafólks, og þó ekki siður milli einstakra hópa innanþeirra. Þegarsvoer komið, er þaö ekki bara verkalýðshreyf- ing sem komin er i sjálf- heldu. Sjálfir innviðir stéttar- legrar fótfestu launafólks bresta. A þvi tlmaskeiði hagkerfisins, þar sem öll verðmæti eru metin til fjár og sérhvert viðvik eða greiðasemi vegin á vog viðskipta og fjármuna, réttindi launafólks annaö hvort keypt eða seld, — hljóta launakröfur og peningapot aö veröa seiöur og hélog mann- lifsins. Þannig er ástatt fyrir okkur nú. Ekkert afl veldur annarri eins sundrungu og bræöravigum og peningarnir. Fátt spillir félags- hyggju og samheldni jafn kirfi- lega og fjármunir. Og þó eru pen- ingarnir — eins og gamlir menn kveöa — afl þeirra hluta sem gjöra skal. Andstæður hagkerfis- ins og mannlifsins láta ekki að sér hæöa. Viö Islendingar stöndum frammi fyrir miklum vanda — sá vandi er ekki einvörðungu efna- hagslegur. Hann snertir skipulag efnahagsmála svo og almennt ósætti þjóöarinnar um hvernig lifa skuli i landinu. Við lifum i litlu stéttaþjóðfélagi á hjara veraldar en erum þó pólitiskir og efnahagslegir þátttakendur i al- þjóölegu samstarfi á ýmsum sviðum. Vegna þess að viðlifum i stéttskiptu samfélagi þurfum við á að halda einhverjum innri leik- reglum eða megin viömiðunum sem við viröum sem ystu takmörk athafna okkar og geröa. Ef við getum það ekki er hætta á að þjóðlifiö verði óheft stiga- mennska sem endar i efhahags- Framhald á bls 13 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.