Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.11.1980, Blaðsíða 15
Föstúdágur 21. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 15 ■ Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka I daga, eða skrifið Þjóðviljanum, fra lesendum Opnunartími verslana Þjóöviljinn er kannski ekki rétti vettvangurinn fyrir þær hugleiðingar minar sem fara hér á eftir, enda á svo aö heita aö hann sé ekki málsvari verslunarauövalds og kaup- manna. Hvað um þaö, ég verö að íáta frá mér heyra i von um aö fleiri taki undir. Þannig er mál meö vexti aö ég vinn á nokkuö afbrigöilegum vinnutimaeinsog reyndar fjöldi manns. Iöulega vinn ég fram til 8 á kvöldin og á morgnana þarf ég ýmist aö annast krakkana eöa sinna erindum út um borg og bý. bó aö við séum tvö þá vinnur maöurinn minn álika lengi og afleiðingin er sú að öll innkaup og þar af leiðandi mats- eld fer hreinlega i vaskinn vegna hins fáránlega opnunar- tima matvöruverslana. Þegar ég og hundruð annarra koma loksins út af vinnustað hafa verslanir verið lokaðar i tvo tima og hvergi er neitt að fá nema maður leggi land undir fót út i Kópavog eða út á Seltjamarnes, þar sem hægt er að versla. Mér er það óskiljanlegt að kaupmenn skuli ekkert gera til að sinna þessum hópi viðskipta- vina sem vinnur fram yfir lokun (og öllum þeim sem vinna i verslunum!) Hvernig væri að ■hafa t.d. opið til kl. 8? Það er nú til nokkuð sem heitir vakta- .vinna, sveigjanlegur vinnutimi og 1/2 dags vinna, sem hægt er að bjóða verslunarfólki. Þar sem ég þekki til bæði i Sviþjóð og Danmörku eru verslanir opnar nokkuð lengur en hér. í Danmörku er opið til kl. 7 á föstudögum, sumar stór- verslanir hafa opið til 7 á fimmtudögum og á laugardög- um er opið til 2. I Sviþjóð eru allar stærstu verslanir opnar til 8 á hverju kvöldi og til 5 á laugardögum,enda aldrei vand- ræði að ná sér i matarbita. Þó aö þvi se svarað að hægt sé að skipuleggja innkaupin, kaupa í stórum skömmtum o.s.frv., þá þarf til þess bæöi bil og góðan frysti. Það eiga bara ekki allir bil eða frysti. Þegar kaupmenn og yfirvöld ræða um opnunartima verslana þá gleyma þeir þvi að það eru ekki allir eins rikir og þeir eða vinna eins reglulega og opinberir starfsmenn. bað er það fólk sem þarf á lengri opnunartima að halda og það væri mikil úrbót ef aðeins ein matvöruverslun i miðborg Reykjavikur heföi opiö fram á kvöld. Er þaö til of mik- ils mælst? Útivinnandi móðir. I Alltaf fullt hjá Sinfóníunni Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég sat i i Háskólabió og beið þess að tón- | leikar sinfóniuhljómsveit- arinnar hæfust, að í fyrra fór fram umræða á siðum Þjóðvilj- ans um klassiska tónlist I út- j varpinu, sinfóniuna og fleira | slikt. | Mér datt i hug að það væri i fróðlegt fyrir þá sem ekki geta I unnt öðrum þess að hlusta á i ljúfa tónlist og vilja skera hana ! niður (gottef ekki banna) að lita I inn á tónleika sinfóniunnar á ! fimmtudagskvöldum. bar er alltaf troðfullt hús og verða menn stundum frá að hverfa. Það er algjör misskilningur að unnendur tónlistar séu einhver fámenn snobbuð klika, það má gjörla sjá af áheyrendaskara sinfóniunnar, þar er fólk á öllum aldri. Siðan langar mig að koma á framfæri þökkum til Leifs Þórarinssonar fyrir siöuna hans i Sunnudagsblaði Þjóðviljans, svona á að fjalla um tónlist, gera hana aðgengilega og spennandi. Tónlistarunnandi í veislu hjá keisaranum Nú ætlum við að kenna ykkur leik, sem er fólginn í því að muna nöf n. Þetta getur stundum verið tals- vert erf itt en það er bara skemmtilegra. Þið byrjið á þvi að láta alla þátttak- endur setjast í hring. Einn byrjar og segir: — Ég var í veislu hjá keisaranum og þar hitti ég Chaplin. (Hann má auðvitað nota hvaða nafn sem hann vill, þetta er bara dæmi). Sá næsti segir: — Ég var í veislu hjá keisaran- um og þar hitti ég Chaplin og Súpermann. Svona gengur þetta koll af kolli, og hver þatttak- andi bætir einu nafni við. Leikurinn er erf iðari (og skemmtilegri!) eftir þvf af kolli, og hver þátttak- fleiri. Sá sem gleymir nafni er úr leik, og þá vandast málið, þvi að um leið er nafnið sem hann nef ndi f yrst úr leik, og ef einhver gleymir að sleppa því er hann líka úr leik! Þátttakendum fækkar smátt og smátt, og sá vinnur sem aldrei gleym- ir nafni eða ruglast í röð- inni. Góða skemmtun! Svör við gátum 1. Riddari á hestbaki. 2. Bergmálið. 3. Egg. 4. Stafurinn H. 5. Frímerki. Þessa hafmey teiknaði Hilmar, 5 ára. Hún er tals- vertólík haf meynni hennar Karólínu, sem við birtum í gær, finnst ykkur ekki? Hilmar er svolítið óvanur að teikna ennþá, en þetta kemur allt með tímanum og æfingunni. Hafmærin hans er svolítið sérstök að því leyti að hún hef ur átta f ingur á hægri hendi, og sporð- urinn á henni er kannski ekki alveg eins og sporðar eiga að vera. En kannski eru hafmeyjar svona, hver veit? Barnahornid Hester-stræti 1 kvöld kemur á skjáinn at- hyglisverð bandarisk kvik- mynd frá árinu 1975: Hester Street, eftir Joan Micklin Silver. Hester Streetvar sýnd sem mánudagsmynd I Háskólabiói fyrir örfáum árum og vakti hrifningu þdrra sem sáu. Hún fjallar um innflytjendur i Bandarikjunum um siðustu aldamót. Fólk þetta er af Gyð- ingaættum og kemur frá Austur-Evrópu i von um betra lif. Mörgum gengur þó illa að aðlaga sig vestrænum hugs- unarhætti og lifsvenjum. Aöalpersónurnar eru ung hjón, Jankoog Gitl.sem leikin eru af Steven Keats og Carol Tónaflóð frá morgni til kvölds Tónlist af öllum hugsan iegum gerðum og gæðaflokk- um dynur yfir landsmenn i dag. t morgunútvarpinu eru tvö tónskáld á dagskra: Jo- hann Strauss og Fritz Kreisler. Skömmu siðar, eða kl. 11.30, fáum við að heyra I þeirri skemmtilegu hljóm- sveit Diabolus in Musica, sem sendi nýlega frá sér plötu eins og kunnugt er. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna eftir hádegi og Kristín B. Þor- steinsdóttir kynnir óskalög barna kl. 17.20. Inn á milli eru svo hátfðlegir siðdegistón- leikar fyrir þetta eina prósent sem hlustar á „æðri tónlist”. Gunnar Salvarsson kynnir popp kl. 8.05 I kvöld og kl. 21 verður flutt tónlist sem tekin var upp á tónleikum i Norræna húsinu f febrúar s.l..Þar leika finnsku listamennirnir Seppo Tukiainnen og Tapani Valsta á fiðlu og pianó. 4-b Sjónvarp kl. 22.45 Kane. Janko fer á undan konu sinni véstur, tekur upp nafnið Jake og semur sig að breyttu umhverfi. Þremur árum siðar kemur Gitl til hans, en henni gengur ekki eins vel að að- lagast. Dregin er upp sannfærandi mynd af Gyðingasamfélagi við Hester Street í New York og mannlegum samskiptum i gleði og sorg. Sérstaka athygli vekur leikkonan Carol Kane, sem fékk mjög lofsamlega dóma fyrir túlkun sina á Gitl. — ih Djassþáttur Jóns Múla er rús- inan i pylsuendanum. jÉjH. Útvarp föstudag Rúsinan i pyisuendanum er svo Jón MUli sem verður með sinn ómissandi djassþátt kl. 23.00 — ih Dagur / í lífi forseta 1 Fréttaspegli f kvöld verður fylgst með starfsdegi Vigdfsar Finnbogadóttur forseta, bæði að Bessastöðum og I stjórnar- ráðinu, og rætt við Vigdisi um starfið og áhrif þess á hagi hennar. Það er Ingvi Hrafn Jónsson sem sér um þennan innlenda þátt spegilsins. Af erlendum vettvangi verða tekin fyrir ýmis mál. Ogmundur Jónasson sér um þá hlið þáttarins, og sagöi hann, að fjallað yrði um jarð- skjálftana i Kaliforniu og borgarastriðið i Mið-Ameriku- rikinu E1 Salvador. — Auk þess hef ég bætt inn I þáttinn viðtali við Hjalta Sjónvarp kl. 21.30 Kristgeirsson hagfræöing um atburðina I Póllandi og hugsanleg áhrif þeirra á gang mála annarsstaöar i Austur- Evrópu, — sagði ögmundur. — ih Fylgst verður með starfsdegi Vigdísar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.