Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Tillaga um viðbótargjald
til iðnþróunar:
Stjórnarand-
staðan klofin
Eins og áður hefur komið fram i
blaðinu lagði rikisstjórnin nýlega
fram á Alþingi frumvarp til laga
um jöfnunargjald. Þar er m.a.
gert ráð fyrir að greiða skuli i
rikissjóð 3% jöfnunargjald af öll-
um innfluttum vörum sem tollar
hafa verið lækkaðir eða felldir
niður af vegna aðiidar tslands að
Efta.
Á fundi efri deildar Alþingis i
gær lagði meirihluti fjárhags-og
viðskiptanefndar deildarinnar til
að frumvarpið yrði samþykkt
með þeirri breytingu að við frum-
varpið bættist nýtt ákvæði til
bráðabirgða, svohljóðandi:
Rikisstjórninni er heimilt á ár-
inu 1981 að leggja á til viðbótar
allt að 2% jöfnunar- og aðlög-
unargjald eða igildi þess, enda
renni tekjur af þessu viðbótar-
gjaldi óskiptar til iðnþróunar.
Meirihluti nefndarinnar mynda
auk stjórnarsinna þingmennirnir
Lárus Jónsson og Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, en Kjartan Jóhanns-
son, formaður Alþýðuflokksins er
á móti þessu ákvæði til bráða-
birgða. Kom til snarpra orða-
hnippinga milli Kjartans og Lár-
usar Jónssonar út af máli þessu,
en þvi var visað á ný til nefndar-
innar og þriðju umræðu.
Bandalag kvenna í Reykjavík:
Afgreiðslutími
verslana
Umræðu
frestað
Borgarstjórn frestaði i
gærkvöldi siðari umræðu um
breytingar á reglugerð um
opnunartima verslana. Fer
hún væntanlega fram á
fyrsta fundi eftir áramót.
Beiðni um frestun mun
hafa borist frá borgarfulltrú-
um Alþýðubandalagsins,
sem vilja freista þess að ná
fram frekari rýmkun á
verslunartima i Reykjavik.
— AI
Bandalag kvenna i Reykjavfk
hefur ákveðið að safna fé til
kaupa á „taugagreini”, sem
hjálpar til að meta möguleika til
endurhæfingar þeirra sjúklinga
sem hlotið hafa örkuml t.d.
vegna slysa.
Þetta átak er gert i sambandi
við Ar fatlaðra sem hefst um
áramótin. Tæki þetta mun kosta
um 30—40 miljónir króna.
Skipað héfur verið i fram-
kvæmdanefnd vegna þessarar
fjáröflunar og er formaður
hennar Björg Einarsdóttir.
I Bandalagi kvenna i Reykja-
vik er 31 féíag með um 14 þús-
und meðlimum — almenn kven-
félög, safnaðarfélög, pólitisk
félög, liknarfélög. Formaður
þess er Unnur S. Agústsdóttir.
Þegar hefur borist höfðingleg
gjöf til þessarar söfnunar:
Sigurlaug Stefania Kristjáns-
dóttir færði sjóðnum 800 þúsund
krónur sem látinn bróðir hennar
hafði eftir sig látið.
SAFNAR FYRIR
„TAUGAGREINI
55
Asgeir Sigurvinsson, knattspyrnukappinn kunni frá Vestmannaeyjum,
áritaði siðdegis i gær bókina sem út er komin um fcril hans. Var fullt út
úr dyrum i Pennanum við Hallarmúla, þar sem Asgeir áritaði bókina,
og komu þangað mörg hundruð manns til að fá áritaða bók.
(Ljósm. —gel).
Suðurgata 7 erlendis
Laugardaginn 6. desember
opnaði i Galleri 38, Kanal 2 i
Khöfn myndlistarsýningu á verk-
um aðstandenda Galleri Suður-
götu 7.
Verkin eru unnin i margskonar
efni: málverk, teikningar, ljós-
myndir, kvikmyndir, lit-
skyggnur, þrividdarverk unnin i
náttúruleg efni. Þeir sem eiga
verk á sýningunni eru Bjarni H.
Þórarinsson, Friðrik Þór Frið-
riksson. Halldór Asgeirsson, Jón
Karl Helgason, Margrét Jóns-
dóttir og Steingrimur Eyfjörð
Kristmundsson.
Þess má geta að þetta er þriðja
sýning Suðurgötu 7 hópsins á ár-
inu erlendis áður var sýnt i New
York og Helsinki
Einar Olgeirsson
áritaði bók sína:
Stans- !
laus j
bið-
röð |
allan j
tímann!
A miðvikudaginn áritaði |
Einar Olgeirsson bók sina ,,ts- ■
land i skugga heimsvaldastefn-
unnar” i bókabúð Máls og
menningar og var stanslaus bið-
röð 10—15 manna allan timann
frá kl. 16 og fram yfir lokun.
Einar var heldur ekki neitt að ■
spara blekið, fremur venju, og I
gamlir baráttufélagar og vinir I
fengu kveðjuorð og þakkir auk |
nafnáritunarinnar. ■
1 gær áritaði Ölafur Haukur
Simonarsson bók sina „Galeið-
■una” og i dag verður Sigurður ,
Pálsson i bókabúð Máls og ■
menningar og áritar ljóöabók
sina „Ljóðvega menn” frá kl.
16. Ljósm. —gel. ,
'Seir,
Eftir 26 ára þögn á þessu sviði
er komin ný heillandi æskulýðsbók
frá hendi þessa vinsæla höfundar:
Uti er
æfintýri
eftir Gunnar M. Magnúss
Séra Siguröur Haukur Guðjónsson segir
m.a. um bókina:
„.. Hér er saga, sem krefst hugsunar af þeim, sem !esa, og
treystirðu barni þínu til þess, eða viljir þú rétta því gjafir úr
gullastokki íslenzkrar tungu, þá er hér bókin.
Þettaersaga íslenzkrar þjóðar í svef nrofunum. Listavel sögð, á
öguðu og undur fögru máli."
Leiknum
er lokið
Úrval greina um leiklist eftir
ÁSGEIR HJARTARSON
Bókin er fáanleg á sérstökum
kjörum, ásamt fyrri bók Ásgeirs i
TJALDIÐ FELLUR, 1
hjá útgefanda.
Bókabúð Glæsibæjar