Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 ' 40 miljarðar til Byggingarsjóðs verkamanna 1981: Ctlán Byggingarsjóös ríkisins 22 miljaröar Útián Byggingarsjoðs rikisins á þessu ári munu nema nærri 22 miljörðum króna. Samkvæmt því f járlagafrumvarpi sem liggur fyrir alþingi er gert ráð fyrir að byggingar- sjóðurinn hafi 30 miljarða til ráðstöfunar i útlán á næsta ári. Byggingarsjóður verkamanna mun hafa um 40 miljarða til hús- næðislána á næsta ári, en i ár er upphæðin um 24 miljarðar króna. bessar upplýsingar komu fram i svari Svavars Gestssonar félags- málaráðherra við fyrirspurn frá borvaldi Garðari Kristjánssyni um húsnæðismál á alþingi i gær. borvaldur Garðar spurði m.a. hvort aflað hefði verið aukins f jár i Byggingarsjóð rikisins á þessu ári til að mæta þörfum nýrra út- lánaflokka sjóðsins, án þess að dregið væri úr fjárstreymi til al- mennra ibúðalána. 1 svari félagsmálaráðherra kom m.a. fram að allvel hefur verið séð fyrir fjárþörf sjóðsins á árinu og lán veriö veitt til um- sækjenda i hinum hefðbundnu lánaflokkum með sama hætti og á siðustu árum. brir nýir lána- flokkar voru opnaðir til útlána i október sl., þ.e. til hjúkrunar- heimila og dagvistunarstofnana, til útrýmingar á heilsuspiliandi ibúðum og til orkusparandi endurbóta á eldra húsnæði. bá kom fram i svari félags- málaráðherra að samkvæmt hækkun byggingarvisitölunnar og venju undanfarinna ára ættu lán til ibúða að hækka um næstu ára- mót úr 8 miljónum á hverja nýja ibúð i 12.1 miljón. Hins vegar verður veruleg breyting á þessu ákvæði vegna tilkomu nýju hús- næðismálalöggjafarinnar. tbúöarlán verða nú visst hlutfal! af byggingarkostnaði svonefndr- ar staðalibúðar. Lánin verða mið- uð við fjölskyldustærö umsækj- enda og þau munu hækka fjórum sinnum á ári samkvæmt breyt- ingum sem verða á visitölu byggingarkostnaðar. Tillögur um framkvæmd þessara ákvæða eru nú i mótun hjá húsnæöismála stjórn og koma til ákvörðunar i félagsmálaráöuneytinu nú i des embermánuði. Eimsikpafélag Islands tók ný- lega i notkun Oddeyrarskála, sem er vörugeymsluhús félagsins á Akureyri. Er nú öll aðstaða félagsins á Akureyri á einum stað á Oddeyri, en áður hafði skipa- og vöruafgreiðsla félagsins verið dreifð og búið við erfið skilyrði. Oddeyrarskáli er 3.200 fer- metrar að grunnfleti. Byggingin var fokheld siðari hluta árs 1978 Oddeyrarskáli Eimskipa- félagsins tekinn í notkun og var fljótlega eftir það byrjað að nota vörugeymsluna að hluta. Auk Oddeyrarskála hefur Eim- skip nú fengið til afnota 13,874 fer- metra athafnasvæði við hafnar- mannvirkin á Oddeyrartanga. 13 manns starfa hjá Eimskip á Akureyri. Kristinn Jónsson er skrifstofustjóri og afgreiðslu- stjóri er Helgi Sigfússon. i LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:' Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir júli, ágúst og september 1980, svo og nýálögð- um viðbótum við söluskatt, lesta-, vita og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1980, gjaldiöllnum þungaskatti af disilbif- reiðum og skatti samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum útflutningsgjöld- um, svo og tryggingaiðgjöldum af skips- höfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 15. desember 1980 Símlmi er 81333 DJOBVIum .'díír&TSf/a Frank Ponzi ísland á 18. öld tsland á 18. öld er lislaverkabók meö gtimlum lslandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur visindaleiðöngrum sem hingab voru tarnir (rá Breúandi á 18. öld — leitiangrí Banks 1772 og leitiangri Stanleys 1789. Fiestar þessara mynda eru nú i fyrsta sinn prentatiar beint eftir frummyndunum. Sumar hafa aldrei birst ábur i neinni bók. Þessar gömlu lslandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær eru einnig ómetanleg- ar heimildir um löngu horfna tið.sem ris ijóslifandi upp af siðum bókarinnar. Frank Ponzi listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo lslandsleiðangra og þá listamenn sem myndirnar gerðu. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Skemmuvegi 36 Kóp. Sími 73055 Dags hriðar spor Leikrit — Valgarður Egilsson Dags hriðar spor er íyrsta skáldverk Valgarðs sem birtist á prenti og er gefið Ut samhliða þvi að verkið er tekið til sýningar i Þjóðleikhúsinu. Helgi fer i göngur Svend Otto S. Svend Otto S. er viökunnur danskur teiknari og barnabókahöfundur. Siöastliöiö sumar dvaldist Svend Otto S. um tima á Islandi og birtist nú sú barnabók sem til varö i þeirri ferö. Nýjasta bók Grahams Greens Sprengjuveislan eða Dr. Fisher i Genf Dr. Fisher er kaldhæöinn og tilfinningalaus margmilljónari. Mesta lifsyndi hans er að auðmýkja hina auðugu „vini" sina. Hann býður þeim reglulega i glæsilegar veislur og þar skemmtir hann sér við að hæða þá og niðurlægja. íslenskt orðtakasafn 2. bindi eftir Halldór Halldórsson. önnur útgáfa aukin I ritinu er aö finna meginhluta íslenskra orötaka, frá gömlum tima og nýjum, og er ferill þeirra rak- inn til upprunalegrar merkingar. tslenskt orötaka- safn er ómissandi uppsláttarrit. Ný skáldsaga eftir Jón Dan Stjörnuglópar Jón Dan er sérstæöur höfundur og alltaf nýr. Nú verður honum sagnaminnið um vitringana þrjá að viöfangsefni — fært i islenskt umhverfi bænda og sjómanna á Suðurnesjum. Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gislason Ýtarlegasta ævisaga Jónasar Haligrimssonar sem viö hingaö til höfum eignast. Sýnir skáldiö í nýju og miklu skýrara ljósi en viö höfum átt aö venjast. Liðsforingjanum berst aldrei bréf skáldsaga eftir Gabriel Garcia Marques i þýöingu Guöbergs Bergssonar. Liösforinginn hefur i 15 ár beöiö eftirlaunanna sem stjórnin haföi heitiö honum, en þau berast ekki og til stjórnarinnar nær enginn, og ails staöar, þar sem liösforinginn knýr á, ermúrveggurfyrir. Veiðar og veiðarfæri eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing Bókin lýsir i rækilegum texta veiöiaðferðum og veiðarfærum sem tiökast hafa og tfðkast nú viö veiði sjávardýra hvarsem er i heiminum. Bókin er með fjölda mynda og nákvæmum skrám yfir vciðarfæri, nöfn þeirra bæði á ensku og islensku. HUn er 186 bls. að stærð og i sama bókaflokki og Fiskabók AB og Jurtabók AB. tsland f sfðari heimsstyrjöld ófriður i aðsigi eftir Þór Whitehead Ofriður i aösigi er fyrsta bindi þessa ritverks. Meginefni þess er samskipti tsiands við stórveldin á timabilinu frá þvi Hitler komst til valda 1 Þýskalandi (1933) og þangaö til styrjöld braust út (1939). Þjóöverjar gáfu okkur þvi nánari gaum sem nær dró ófriðnum, og valdsmenn þar sendu hingað einn af gæðingum sinum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýsk áhrif. Prinsessan sem hljóp að heiman Marijke Reesink Francoise Trésy geröi myndirnar. Þessi fallega og skemmtilega myndabók er eins konar ævintýri um prinsessuna sem ekki gat fellt sig viö hefðbundinn klæðnað, viðhorf og störf prinsessu og ekki heldur við skipanir sins stranga föður, konungsins. Þess vegna hljðp hún að heiman. Heiðmyrkur ijóð — Steingrlmur Baldvinsson. Steingrimur i Nesi var merkilegt skáld, og móðurmálið lék honum á tungu. Hér er aö finna afburðakvæði svo sem Heiðmyrkur, sem hann orti er hann beið dauða sins i gjá i Aðaldalshrauni i fimm dægur og var þá bjargað fyrir tilviljun. Matur, sumar, vetur, vor og haust Sigrón Davfösdóttir Þetta er önnur matreiöslubókin sem Almenna bókafélagið gefur út eftir Sigrúnu Daviðsdóttur, hin fyrri heitir MATREIÐSLUBOK HANDA UNGU FOLKl A ÖLLUM ALDRI, kom út 1978 og er nú fáanleg i þriðju útgáfu. Flestum finnst ánægjulegt að borða góðan mat, en færri hafa ánægju af þvl að búa hann til. En hugleiðið þetta aöeins. Matreiðsla er skapandi. Það er þvi ekki aöeins gaman að elda sparimáltíð Ur rándýrum hráefnum, heldur einnig aö nota ódyr og hversdagsleg hráefni á nyjan og óvæntan hátt. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstraeti 18 Simi 25544.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.