Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 19
frá ISI Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Ungfrú Fiskverkun, ungfrú Graðfinnur, ungfrú Iðnaður og fleiri mættu i fegurðarsamkeppni á Torfunni. „Pissudúkkur” til að auglýsa landið? ,Ein þreytt á vitleysunni” skrifar: „íslensku fulltrúarnir á Þekktirdu þau? Jack Lemmon. Strax 4ra ára var hann ákveðinn að veröa leikari, en nam reyndar við Harvardháskóla áður en hann sneri sér að leiklistinni fyrir al- vöru. blaðamannafundinum voru sammála um að verulegur akkur væri i þvi að fá keppn- ina Miss Universe til landsins og sögðu, að hún gæti haft auglýsingalegt gildi”! Má ég spyrja: Á kostnaö hverra? Ég get sagt ykkur það, herrar minir, sem standið að þessu, að tsland og náttúran standa vel fyrir sinu. Við þurfum ekki að fá hjálp frá 80 „pissu- dúkkum” og fylgdarliði til að auglýsa landið. Ef þetta verður samþykkt af hérlendum aðilum og Há- skölabió þykirekki of „púkó” fyrir slika gripasýningu verður tekið stórt skref aftur- ábak i jafnréttisbaráttunni. Sýnist mér, að ósamræmi verði þá milli heimsfrétta héðan, þ.e. með tilvisun til Kvennafridagsins og kjörs Vigdisar til forseta nú siðast. Konur, verum á varðbergi. Látum ekki bjóða okkur þvi- lika miðaldauppákomu þar sem konan gengurkaupum og sölum. EKKI „NÝTT” UNDIR NÁLINNÍ ÍÁ föstudagskvöldum er i útvarpinu þáttur sem heitir ,,Nýtt undir nál- inni'' og er þar kynnt það nýjasta í poppinu að því að sagt er. En rangt var með farið hjá umsjónar- manni þáttarins þegar hann sagði í blaðaviðtöl- um um daginn, að hann myndi ,,f rumf lytja" nýja lagið með John Lennon í þessum þætti sínum, því nokkrum dögum áður voru þeir félagar í þætt- inum ,,Áfangar" og f leiri búnir að spila þetta lag. Eins hafa margra mánaða gömul lög allt í einu orðið ný þegar þau voru spiluð i þessum þætti. Annað var það sem ég vildi tala um, en það er, að ég dvelst oft úti á landi þar sem hlust- unarskilyrði eru ekki sem best og þá er slæmt hvað kynnir þáttarins er linmæltur og oft ógjörningur að heyra hvað hann er aö tuldra. Með von um skýrari framburð Sigurður Guömundssoi Grímur og sálfræð- ingurinn Framhaldssaga — 4 Um síðir komu þau að fornfálegri sælgætisbúð. Mósi, einsog þau kölluðu hann, stóð i gættinni í hvíta sloppnum sínum. Venjulega var þetta allra glaðlegasti náungi, en í dag var einhver deyfð yfir honum. Börnin gengu nær, hálfskömmustuleg á svipinn. „Jæja, þið eruð komin til að versla fyrir vasa- peningana ykkar", sagði hann kumpánlega. „Nei-ei", svaraði Grímur. ,, Við erum búin að eyða þeim", sagði Hinrik. „Hjá Möllu", bætti Dabbi við. „Þar er allt 25 aurum ódýrara", sagði Hanna. Barnahomid Umsjón: Magnúsog Stefán „Ekki ætla ég að ásaka ykkur", sagði kaup- maðurinn. „Það skuluð þið ekki halda. Auðvitað verslið þið þar sem kaup- in gerast best. Það væri heimskulegt af ykkur að gera það ekki, en það er ranglátt, hvað sjálfum mér viðvíkur. Þau hafa stórt félag á bak við sig, stóran sælgætishring með verslunum í hverri borg, en það hef ég ekki. Þeir hafa fjármagn, en ég ekki. Þeir hafa ráð á að gefa fólki, en það hef ég ekki. Ég hef ávallt reynt að selja eins ódýrt og mögulegt er, og ég get ekki lækkað verðið. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þeir geta boðið lægra án þess að bíða eftir gróðan- um, og það er það, sem fer með mig. Þeir segja, að hér sé nóg að gera handa okkur báðum, en síðan þeir opnuðu hafa tíu manns komið að kaupa hjá mér, segi og skrifa tiu manns!" Hann þagnaði til að ná andanum. Áheyrendurnir stóðu í hnapp við dyrnar og störðu á hann með áhuga. Grímur tók fyrstur til máls. „Við ætlum ekki að kaupa þetta rusl þeirra oftar, get ég sagt þér". Útlagarnir f lýttu sér að taka undir þessa yfirlýs- ingu, en Mósi bandaði hendinni í mótmælaskyni. „Nei, þið eigið að fara þangað sem ódýrast er að versla. Ég er ekki að ásaka ykkur. (framhald) Föstudagur 19. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 1?; Furðuferðin Þeir sem unna skrýtileg- heitum og hryllingi fá sinn skammt i kvöld i myndinni Furðuferðin, sem byggð er á visindaskáldsögu og segir frá ferðalagi um mannslikamann — innanverðan. Sérlega geðs- legt fyrir þá sem hafa litsjón - varp! en svosem sársauka- Sjónvarp kl. 22.40 laust. Þarna er Raquel Welch (i miðju) ásamt félögum á ferðalaginu. Ríkis- geiri, lífs- stíll o.fl. 1 kvöld er á dagskrá út- varpsins erindi eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnar- stöðum-, það er Pétur Sumar- liðason sem les. Skúli kallar erindið Rikisgeiri, lifsstill, búmark og kröflumynt, og gefur heitið til kynna að þar sé komið viða við i þjóðlifinu. Skúli hefur oftsinnis látið frá sér heyra i útvarpinu og sagt sinar skoðanir á þjóðmálum. Þá skrifaði hann fyrir nokkrum árum um útvarps- dagskrána i Þjóðviljann. Erindi og skrif Skúla hafa verið gefin út i bókunum Bréf úr myrkri, Þaö sem ég hef Skúli Guðjónsson frá Ljót- unnarstöðum •Útvarp kl. 21.55 skrifaö.Heyrt en ekki séö, Svo hleypur æskan unga og Vér vitum ei hvers biðja ber. Erindiö hefst kl. 21.55. Hver er staðan eftir 50daga þing og 315 daga rikisstjórnarinnar? Hvaö hefur ríkis- stjórnin gert? Nú liður aö jólaleyfi þing- manna og enn á eftir að af- greiða ýmis stórmál. Þing- sjá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.40 fjallar um það hver staðan er nú. Ingvi Hrafn Jónsson sagði að i þættinum yrði gengið út frá þvi að stjórnin hefði ein- sett sér að framkvæma að- gerðir i efnahagsmálunum, en þær hefðu enn ekki séð dagsins ljós. Hvers vegna? Hver er staðan nú og hvað er framundan, það eru þær spurningar sem leitað verður svara við. Ingvi ræðir við ritstjóra morgunblaðanna, þá Styrmi Gunnarsson, Kjartan Ólafs- son, Jón Baldvin Hannibals- son og Þórarin Þórarinsson. Þá verða þeir Þorsteinn Sjónvarp kl. 21.40 Pálsson framkvæmdastjóri VSI og Asmundur Stefáns- son forseti ASI spurðir álits á efnahagsmálunum. Einnig verður farið út á göt- urnar og vegfarendur inntir eftir skoðunum á störfum rikisstjórnarinnar. Viðtal verður við Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra og að lokum verður bein útsend- ing úr sjónvarpssal þar sem fulltrúar stjórnmálaflokk- anna leiða saman hesta sina og ræða stöðuna eftir 50 daga þing og 315 daga setu rikisstjórnarinnar. _ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.