Þjóðviljinn - 19.12.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Síða 9
Föstudagur 19. desember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 Um lelkdómasafn Ásgeirs Hjartasonar: Næmur og vandlátur unnandi leikhússins Ásgeir Hjartarson: Leiknum er lokið. Leikdómar og greinar 1959—1972. Ölafur Jónsson valdi og sá um útgáfuna. Leikdómarar hafa þá sérstöðu fram yfir t.a.m. þá sem um bók- menntir skrifa, að þegar leitað er heimilda um sögu þeirrar iistar sem þeir fást við eru ekki margar aðrar heimildir til en ritgerðir þeirra. Og þær verða ekki próf- aðar með öðru cn meira eða minna svikulu minni leikhús- gesta, sem siðan týna tölunni á sinni leið eftir vegi alls hoids. Þessum aðstæðum fylgir mikil ábyrgð, og Asgeir Hjartarson var einn þeirra manna sem gerði sér ofurvel grein fyrir henni. Og eins og hver sá, sem litur yfir bækur hans tvær, sem til þessa eru einu leikdómasöfnin sem út hafa komið hér á landi, getur sann- færst úm, þá vill hann bera þá ábyrgð sem best hann getur. 1 greinum hans lifir ósvikin ást á leikhúsi, alúð og háttvísi i með- ferð viðfangsefna. Hann fjallar i grein, sem hann skrifaði árið 1964, um erfiðleika leikdómara: hann kveðst sjálfur verg áhuga- maður fyrst og fremst, og vonar að senn komi þeir timar að hægt sé að verða við kröfum um sér- þekkingu leikdómenda á inn- viðum leikhússins. En aðstæður vilja haga þvi svo, að þeir sem beinlinis læra til leikhúss gerast sjaldan kritikerar. 1 litlu sam- félagi eru þeir of nálægt leikhús- mönnum, sem þeir hafa á öðrum vettvangi margt saman við að sælda. Sem fyrr eru það bók- menntamenn með leikhúsáhuga, sem einkum skrifa um leik- sýningar i blöð. Asgeir Hjartar- son var i þeirra hópi, skrifaði i Þjóðviljann um aldarfjórð- ungsskeið. Og hann er, eins og fram gengur af grein- um hans, prýðilegt dæmi um þá kosti sem slikur bókmennta- fróður áhugamaður og elskhugi leikhússins getur haft — um leið og hann gerði sér sjálfur grein fyrir þeim takmörkunum sem slikum manni eru settar. Annmarkarnir koma best fram þegar skoðaðar eru um- sagnir um list einstakra leikara. Leiðrétting: Orkuverdid er 6,7% átti að vera 10,1% í frásögn Þjóðviljans i gær af umræðum á Alþingi um súráls- viðskipti álversins féll niður ein lina i prentsmiðju, svo að merk- ing brenglaðist. Rétt átti þessi málsgrein i frá- sögn af ræðu Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra að vera svona: — Þegar álsamningurinn var gerður var gengið út frá þvf að greiðslur ISAL fyrir orkukaup hér yrðu yfir 10% af rekstrar- kostnaði fyrirtækisins, en árið 1975 voru þessar greiðslur aðeins 6,7%, og á þvi hefur engin breyt- ing oröið siðan. Þær geta verið hjá Asgeiri vand- aðri og ýtarlegri miklu en gengur og gerist. En fáar þeirra geta náð út fyrir tiltölulega almenna einkunnagjöf um hæfni — ef að reynt yrði að taka upp umfjöllun um stefnu i persónutúlkun, þá þyrfti að koma til sérþjálfun og samanburður sem leikdómarar hafa ekki átt kost á að afla sér við islenskar aðstæður. Kostir Asgeirs Hjartarsonar koma aftur á móti best fram i umfjöllun um verkin sjálf, listræna aðferð og lifsviðhorf höfundarins. Bók sú, sem nú kemur út, geymir greinar og leikdóma frá tima þegar margt nýstárlegt kom til Islands og þegar islensk leikritun var að rétta úr kútnum, og þvi er tiltölu- lega fyrirferðarmikil umfjöllun um verkin eðlileg og þörf. Ölafur Jónsson hefur valið i safnið og hefur gert það vel. Hann segir i eftirmála, að Asgeiri Hjartarsyni hafi verið ,,þær leik- sýningar og þau leikrit best að skapi sem opinskátt sömdu sig að raunsæislegri frásagnaraðferð á sviðinu”. Þetta er alveg rétt. Það er lika rétt að hann var ekki ónæmur á aðrar aðferðir. Þegar hann t.a.m. hefur sina fyrirvara um framúrstefnumenn eins og Beckett eða Ionesco, þá er það ekki vegna þess að hann hafni viðleitni þeirra til að „færa út takmörk sviðsins” eins og hann segir um Godot Becketts. Heldur fremur af þvi, að húmainistanum Ásgeiri Hjartarsyni er um og ó, eftir / Ama Bergmann Það var fyrir nokkrum árum að nokkrar ýfingar urðu með ungum mönnum austur i Sovétrikjum — kölluðu sumir sig „eðlis- fræðinga” en aðrir „lýrikera”. Þeir eðlisfróðu gerðu gys að skáldskap og ýmiskonar húmanisku vafstri, sem þeir reiknuðu til ónytjungsháttar og töldu vita gagnslaust. Ýmsir mætir menn gengu á milli og reyndu að sannfæra mannskap- inn um að raunvisindi og fagrar menntir færu prýðilega saman i rúmi og mættu raunar ekki eiga i illu. Þetta rifjast allt i einu upp þegar það spyrst að gamall kenn- ari okkar margra, Eirikur Jónsson, sé sextugur. Sá sem þetta skrifar kynntist Eiriki á Laugarvatni, þegar þar var að fara af stað Menntaskóli: hann kenndi okkur stærðfræði og þegar hann mætir þeirri útmálun fánýtis, þeirri grimmu bölsýni, sem svo sterk er i þessum verkum. Það er um margt ánægjulegt að þessi bók, sem gefin er út i tilefni þess, að Asgeir Hjartarson hefði orðið sjötugur nú i nóvember, skuli út komin. Hún er verðugur vitnisburður um frábærlega vel skyldar listir. Við máladeildung- ar urðum að sönnu nokkuð fyrir barðinu á skopi Eiriks, þvi hann hélt stift fram sinum fræðum eins og vonlegt var. Hann gat trútt um talað, þvi að sjálfur hafði hann byggt sér góðar brýr yfir gjárnar i menntakerfunum og sameinað sina skörpu stærðfræðigáfu lifandi áhuga og þekkingu á bók- menntum. Hann blandaði geómetriuna gömlum og spánýjum skáldskap og svo auðvitað Halldóri Laxness, sem hann vissi fleira um en aðrir menn. Seinna varð Eirikur stærðfræðikennari við Kennara- háskólann — og fræðimaður i öllum þeim efnivið sem saman er kominn i Islandsklukkunni. Með öðrum orðum, hann hefur haldið áfram að vera einn af þessum skemmtilegu mönnum, sem eiga Ásgeir Hjartarson ritfæran alúðarvin leiklistar — og hún er — meðal annars —■ tæki- færi þeim sem i leikhús hefur gengið til að rifja upp sinar minn- ingar um leiklist, prófa þær. A.B. sér fleiri en einn garð, en gæta þess að rækta báða eða alla af alúð og hafa góðan rétt til að iáta sér fátt um ýmislegt fúsk finnast. Með bestu kveðjum og árnaðar- óskum. Arni Bergmann. UOÐ VEGA MENN er önnur Ijóðabók Sigurðar Pálssonar. Fyrsta bókin LJOÐ VEGA SALT kom út árið 1975 og hlaut afbragðs góða dóma. LJÓÐ VEGA MENN mun ekki þykja minni tíðindum sæta. Bókin skiptist í átta bálka, hvern öðrum ferskari. Allt frá upphafsbálkinum þar sem skáldiðtekur lesandann með sér í för út á hringveg Ijóðsins er hann genginn þessum Ijóðum á vald. r ti'v'í.í LJOÐ VEGA MENN er kannski glannalegur titill á þessum timum þegar máttur Ijóðsins þykir fara dvínandi, en þessi Ijóð kveikja f ögnuð í huga þeirra sem lesa. ^ent LJÓÐ VEGA MENN £ lifandi Ijóð mm og menning Sextugur í dag Eiríkur Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.