Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN f'östudagur 19. desember 1980 VÖRUGJALD Á ÖL OG SÆLGÆTI: Verð á sælgæti hækkar um 7-9% Smámál, segir Davíð Scheving Á Alþingi i fyrrakvöld mælti Ólafur Ragnar Grimsson fyrir meiri- hlutaáliti fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar um frumvarp til laga um vörugjald, en meirihluti nefndarinnar Manntal fer fram um allt land 31. janúar 1 i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ - I ■ | Manntal fer fram f um allt land 31. janúar I 1981 samkvæmt lögum í sem afgreidd voru frá ■ Alþingi í fyrradag. Er Z Hagstofu íslands gert • að sjá um framkvæmd ■ manntalsins með ■ aðstoð sveitarstjórna. | Við þetta manntal er a heimilt að óska upplýsinga umfram það sem tiðkast hef- ur við fyrri aðalmanntöl, enda séu slik ný manntals- atriði ákveöin i samráði við Samband islenskra sveitar- féiaga, og þá aðila aðra sem talið er eðlilegt að fá til sam- ráðs i þessu sambandi. 1 lögunum er ýtarlega kveðið á um hvað skrá skuii og með hvaða hætti. I ■ I ■ I ■ I ■ I leggur til að frumvarpið verði samþykkt. I þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að greiða skuli 10% vörugjald á sælgæti og 30% gjaid á öl og gosdrykki. þingsjá t ræðu ólafs Ragnars Grimssonar kom fram að skv. at- hugun Verðlagsstofnunar mun þetta leiða til 7—9% hækkunar á súkkulaði og brjóstsykri en um 25% hækkunar á öii og gos- drykkjum. Hér er ekki um veru- lega hækkun að ræöa og mjög óliklegt að hún muni leiða til þess mikla samdráttar i þessum iðn- rekstri sem taismenn iðnrekenda hafa ákaft básúnaö. Þess má geta að á þessu ári hefur öl hækkað um Vörutegund: 88% og gosdrykkir um 72%, og á sl. ári hækkaði öl i tveimur áföngum um 44%. Iðnrekendur hafa margoft sjálfir farið fram á mun meiri hækkun á þessum vörum heldur en hér um ræðir eða yfir 20% og þá ekki talið slika hækkun boða samdrátt. Það kom fram i ræðu fram- sögumanns að formaöur iðn- rekenda, Davið Scheving Thorsteinsson, hefði lika lýst þvi yfir á fundi nefndarinnar að hér væri um smámál að ræða i sam- anburði við nauðsynina á að hækka jöfnunargjaldið fyrir iðnaðinn. Viðreisnarskatturinn var 200%. Skattar á öl og sælgæti hafa löngum verið við lýöi. Framsögumaður gat þess aö viðreisnarstjórn ihalds og krata hefði lagt 200% gjald á þessar vörur. Ef sá viðreisnarskattur gilti enn væri um eftirfarandi skattlagningu aö ræða samanbor- ið við það sem i frumvarpinu felst: Viöreisnar- Gi Gjaid Brjóstsy kur og önnur sætindi Lakkris.................... Ilreint súkkulaði ......... Átsúkkulaði................ Gosdrykkir................. Maltöl .................... Annað öl .................. Magn gjaíd skv. frumv i kr. i kr. • 1 kg 2.528,10 190,00 ■ 1 kg 842,70 190,00 • 1 kg 1.264.00 350,00 ■ 1 kg 2.528,10 370,00 .1 ltr. 213,40 120,00 .1 Itr. 102,10 130,00 .1 Itr. 306,40 130,00 Breytt lög um lífeyrissjóð Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 29 frá 29. april 1963 um Lifeyrissjóð starfsmanna rikisins var I gær samþykkt sem lög. Hér er um að ræða staöfestingu á bráðabirgðalögum sem sett voru i tengslum við kjarasamninga BSRB og rikisins i haust. Gagnkvæm aðstoð í tollamálum 1 fyrradag voru afgreidd sem lög frá Alþingi heimild fyrir rikisstjórnina til þess aö fullgilda fyrir Islands hönd, samning milli ts- lands, Danmerkur, Finnlands Noregs og Sviþjóðar um gagnkvæma aðstoð i tollamáium. Ágœt afkoma refabúanna Fjögur refabú eru nú starfandi viö austanveröan Eyjafjörð. Var þeim komiö á fót fyrir tæpu ári og þá flutt til landsins 280 dýr. Rekstur búanna hefur gengiö mjög vel. Fæddust þar á þrettánda hundraö yrölingar. Döfnuðu þeir vel I sumar og van- höld óveruleg. Dagana 7.-9 nóv. voru yrð- lingarnir flokkaðir eftir feld- gæðum. Aö þvi vann enskur refa- ræktunarsérfræðingur, Jeff Carter, ásamt loðdýraræktar- ráðunaut Búnaðarfélags Islands, Sigurjóni Bláfeld. Jeff Carter taldi feldgæðin mikil og myndu skinnin eflaust fara i hæsta gæða- flokk. Nú verður nokkrum hluta högnanna slátrað, en allar læður settar á. Verðursumt af dýrunum selt til þeirra 5 búa, sem ráðgert er að stofna á næstunni, en til við- bótar munu verða flutt inn frá Skotlandi 280-300 dýr. Landbúnaðarráðuneytið hefur nú veitt leyfi fyrir stofnun 5 kaninubúa, þar sem ætlunin er að rækta ullarkaninur (Angóra). Grið fyrir Gervasoni Stefán Jónsson og Skúli Alexandersson lögðu i fyrrakvöld fram tillögu til þingsályktunar um að Patrick Gervasoni verði heimiluð vist hér á landi. t greinargerð með tillögunni segir svo: „t þingskjali þessu verð- ur ekki rakin feröasaga Patrick Gervasoni frá bernsku i frönsku munaðarleysingja- hæli tii tslandsstranda né sá Stefán Skúii málarekstur sem sprottinn er af hérvist hans, enda sennilegt að alþingismenn muni greina á um túlkun ýmissa málsatvika. Hitt virðist okkur, að hér hafi nú borist á land þess háttar útlend- ingur sem býsna hart hefur orðið úti i samtið sinni, en þó ekki sak- aður um neinn þann verknað sem til vansæmdar telst á landi hér og viö hæfi að telja honum til vor- kunnar fremur en foráttu að skillitið fólk hefur aukið á vandræði hans undir yfirskini vináttu. tslendingar hafa fyrr veitt erlendu fólki hæli þótt minni nauður ræki i okkar hús, og reiknast til drengskapar. Flutningsmenn vilja i engu kasta rýrð á störf þeirra embættis- manna, sem unnið hafa að þvi af einurð að stemma stigu við þvi, að misindisfólk setjist að á landi hér, en telja að illa væri komið ef til þess leiddi að nauðleitarmann- inum Patrick Gervasoni yrði nú visað út i tvisýnu.” Útflutningur á ullarvörum sexfaldast frá 1970 Árið 1979 varð veruleg aukning á útflutningi ullarvara eða um 40% i dollurum og 12% i magni. Kom aukning þessi i kjölfar þess samdráttar i ullarvöruútflutn- ingi, sem átti sér stað áriö 1978 en þá minnkaöi útflutningurinn um 3,6% miöað við doliara, en 11% i magni. Athyglisvert er, að þaö ár er hiö eina siðan 1970, sem sam- dráttur veröur i útflutningi á ullarvörum. Ef litið er svo enn lengra aftur eöa til ársins 1977 má sjá, að þá átti sér staö geysileg útflutningsaukning eöa-um 54% i dollurum og 30% i magni. Að undanskildu árinu 1978 hefur ullarvöruútflutningur stöðugt aukist sl. áratug. Hefur hann sex- faldast frá 1970-1979, mælt á föstu verðlagi. Allt bendir til þess að árið 1980 aukist útflutningurinn enn, bæði að magni og verðmæti. Hlutur ullarvara i heildarút- flutningi landsmanna hefur sömuleiðis aukist mjög frá árinu 1970 þótt sú aukning sé sveiflu- kenndari. Er um þreföldun að ræða á áratugnum. t fyrra nam útflutningur á ullarvörum um 3% af heildarútflutningnum. Hæst hefurhlutdeildin komist 1977 eða i 3,4%. Likur eru taldar til að upp fyrir það mark verði komist i ár. — mhg Aðgerðir gegn júgóslavneskum heimspekingum fordæmdar A máiþingi norrænna heimspekinga, sem haldiö var i lláskóla islands 29. nóv.—1. des sl., var samþykkt einum rómi ályktun, þar sem fordæmdar-eru aðgerðir júgóslavneskra stjórn- valda gegn heimspekingum i Júgóslaviu. Alyktunin hefur verið send forseta sambandslýös- veldisins Júgóslaviu, Stevan Doronjski, og forscta þin gs lýöveldisins Serbiu, Dusan Ckrebié. t ályktuninni eru látnar i ljósi þungar áhyggjur vegna breytingu á háskólalögum sem gerð var á þingi Serbiu 5. júni 1980. Samkvæmt henni má nú vikja háskólakennurum úr starfi fyrir að „skaða hagsmuni samfélags- ins”. Má þvi búast við þvi að heimspekikennarar við Háskólann i Belgrad, sem gefa út timaritið „Praxis” verði endan- lega sviptir embættum sinum, sem þeir hafa ekki fengið að gegna um nokkurra ára skeið Málþing norrænna heimspekinga sóttu meira en sextiu gestir annars staðar aö af Norðurlöndum og um það bil 100 tslendingar, kennarar og nemendur i heimspeki við Háskóla tslands og fjölmargir islenskir áhugamenn um heimspeki. Símahappdrættið 1980 Aðalvinningar: 3 silfurlitaðir Daihatsu-bílar 40 aukavinningar — hver að verðmæti kr. 200 þús- und. Vinsamlega greiðið heimsenda giróseðla. Dregið 23. des. Vinningar eru skattfrjálsir. Við frestum aldrei drætti. Styrktarfélag lamaðra ogfatlaðra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.