Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 11
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. desember 1980 Föstudagur 19. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 á dagskrá Og ég þykist þess umkominn aö geta sagt, að aöall stórbrotinnar sögu Breiöafjaröar felist i þessum tveimur orðum: — Manndómur og mannúð. I tilefni alþýðusnobbs 0, þú margfrelsaða margblessaða útúrdýrkaða ALÞÝÐA. Ó, þú samansafn snauðra rændra og gott ef ekki drepinna dánumanna og kvenna. Loksins, loksins, eftir öll þessi sjónvarpslausu fimmtudagskvöld eftir allt þetta brennivinsokur eftir allt þetta ullabjakk, kemur lausnarinn leðurbrók strekktur riðandi rafmögnuðum óhljóðum og ber hátt gunnfána sannleikans. Hverju skiptir þótt gunnfáni sannleikans sé stagbætt drusla, teygð og toguð tuggin af gömlum vana, en ekki það silki sem skartklæðum einum hæfir? Það eru ekki gæðin sem máli skipta, heldur tuggan maður. Mundu ALÞÝÐA: TUGGANSKAPAR MANNINN TUGGANVEKUR MANNINN TUGGAN FRELSAR MANNINN. PjeturHafstein Lárusson. Ljóð þetta er, eins og lesendur vonandi sjá, ort í til- efni þess, að loks hafa glöggir menn veitt þvi at- hygli, að alþýða þessa lands er ekki og hefur væntanlega aldrei verið fær um að njóta vandaðs skáldskapar. Hafa þessir glöggu menn (og konur) þvi gefið út svohljóðandi dagskipun alþýðunni til handa: LESIÐ LEIRBURÐ OG LATIÐ EKKERT TÆKIFÆRI YKKUR OR GREIPUM GANGA AÐ NJÓTA HANS, SIST ÞEGAR HANN ER RAF- MAGNAÐUR AMERISKUM OHLJÓÐUM. TIL VINSTRI SNÚ - AFRAM GAKK. Var einhver að tala um forræöishyggju? nafn hans. Það er einmitt í slikum athöfnum einstaklingsins og þjoð- ar sem sjálfstæðið.þetta glæsta orð allra tima.ber sjálfu sér best vitni. Það er þarna sem mér þykir talsvert á skorta i meðferð á máli franska flóttamannsins Gervasoni sem hér hefur beðið um landvist, en þú eða ráðuneyti þitt hefur synjað um gistingu. Bg efast ekki um að fyrir slikri neit- un sé hægt að finna stoð i' lögum sé vilji fyrir hendi. En hér er brotin i'slensk hefð allra góðra manna, sú að niðast ekki á li'til- magna. Til er þó dæmi frá þessari öld að það var gert, þegar rússneski flóttadrengurinn á veg- um Ólafs Friðrikssonar var rek- inn úr landi. Af þvi máli hlaut þjóð okkar engan sóma, en i stað þess litilsvirðingu grannþjóöa. Ég hef haldið fram að þessu, að engan mann fýsti að endurtaka söguna frá hans»inu 1921. Ennþá er tirni til að breyta fljótræðis- legri ákvörðuni Gervasonimálinu og veita honum hér landvist. Málið snýst ekki um það, hvort finna megi lög sem hægt sé að grundvalla brottvfsun á, þvi slik lög eru sjálfsagt fyrir hendi sé vilji til þess að beita þeim. Frá minum sjónarhóli snýst Gerva- sonimálið hinsvegar um það, hvort okkar unga islenska riki hefur manndóm til þess að sýna mannúð gagnvart aðþrengdum einstaklingi sem leitað hefur á náðir þess og beðið um hæli. Þú hefur liklega ekki skoðað málið frá þessu jónarhorni, sem er mik- ilvægast að minu mati. Fyrir liggur beiðni til þin frá stærstu fjöldasamtökum lands- ins, þingi Alþýðusambands Islands.um að veita Gervasoni hér landvistarleyfi. Þessi beiðni er óefað byggð á þvi sama sjónar- miði sem ég hef hér sett fram. Samkvæmt islensku stjórnar- formi er það nú á þinu valdi hvort tekið verður tillit til framan- greindrar beiðni og fyrri ákvörð- un i málinu breytt samkvæmt þvi. Það er ósk min og von að þú, Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra,berir gæfu til að taka slika ákvörðun, þvi að hún væri byggð á mannúðarsjónarmiði okkar bestu manna i gegnum alla söguna. Yfir slikri ákvörðun vær; breiðfirska reins. Virðingarfyllst Jóhann .1 .E. Kúld ,,1 Danmörku er ég álitin f- haldssönv en i Bandarikjunum er ég sögð róttæk. Ég veit ekki hversu mikið þaö segir um mig, en það segir allnokkuð um þessi tvö þjóðfélög”. Þannig mælti Anne R. Clauss kennari i banda- riskum nútimabókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla. Hún varhér á ferð fyrir nokkru og hélt þá fyrirlestur um Imynd kvenna i skáldsögum frá árunum 1970—80. Hún tók einkum mið af banda- riskum höfundum sem hafa látið mikið að sér kveða. Siðan Anne fór af landi brott hef ég gluggaði pappira sem hún lét mér eftir svo og þær bækur sem hún minntist á og hér fylgir á eftir það sem minnisstæðast er af spjalli minu við hana. Ég spurði Anne hvort hún greindi ákveðna þróun eða breyt- ingar á „kvennabókmenntum” frá þvi að þær tóku að streyma á markaðinn um og upp úr 1970. Með kvennabókmenntum er þá átt við bækur um og eftir konur. Anne sagði að það væri komin fram greinileg breyting. I upphafi áratugarins (auðvitað skrifuðu margar konur kvennabókmenntir Konur í nú- fyrir þann tima) voru höfundarn- ir mjög undir áhrifum hinnar nýjukvennahreyfingarog þeirrar vitundarvakningar sem þá hófst. Bjartsýni var rikjandi um að það væri hægt að öðlast sterka sjálfs- vitund og sjálfstæði. Karlmönn- um var úthúðað, enda margar konur kalnar á hjarta eftir innihaldslaus og hamingjusnauð hjónabönd (sbr. lýsingu Marilyn French i Kvennaklósettinu). Niðurstaðan varö samt sú að kon- ur ættu ekki mikla möguleika, einhvern veginn fundust ekki aðr- ar lausnir en einmanaleiki og ástleysi. Á allra siðustu árum hefur orðið sú breyting að konur eru farnar að taka sig alvarlegar sem rithöfunda sem hafa skyld- um að gegna við alla lesendur (þó að skrifað sé frá sjónarhóli kvenna). I skugga karlmanna Nú er uppi sú stefna að fjalla um bæði kynin (það sem á dönsku er kallað Mand-Kvindelittera- tur). Karlmönnum er sýndur meiri skilningur en áður, þvi einnig þeir eru fórnarlömb uppeldis og þjóðfélagsaðstæðna sem ætla þeim ákveðið hlutverk. Hverer orsök breyttrar stefnu? J(l,svarar Anne,konur sem fengist "hafa við ritstörf hafa uppgötvað að við höfum það öll heldur skítt (þ.e. þeir sem horfast i augu við þá staðreynd), það rikir krisa i sambandikynjanna auk þesssem sú bjartsýni sem einkenndi árin eftir 1968er horfin, i samræmi við þau óveðursský sem hrannast upp á himni kapitalismans. Anne vitnaði hvað eftir annað til þess slæma efnahagsástands sem rikiri'Danmörku, en það hef- urhaft sin áhrif á stöðu karla og kvenna þar i landi. 1 fyrirlestrinum úti I Háskóla minntist Anne á þá staðreynd aö i bókmenntum hefur konum jafnan verið lýst i skugga karlmanna. Þærlifa sjaldan sjálfstæðu lífi, en eru eiginkonur, ástmeyjar og mæður (kvenhlutverkið). Hjá eldri höfundum er sú mynd algeng að konur sem reyna að skapa sér sjálfstæöa tilveru og vilja vera eitthvaö, þurfa að velja milli heimilis eöa dauöans. Persónur eins og Madame Bovary í sögu Flauberts, og Anna Karenina i sögu Tolstoys svo dæmi séu nefnd. Báðar deyja, en hins vegar má minna á Nóru i Brúðuheimili Ibsens 'sem hleypur út öllum til mikillar hneykslunar, (svoleiðis er nú ekki hægt). Málamiðlun eöa... Nú hafa kvenlýsingar breyst, það er ekki dauðinn sem biður, en nægir erfiðleikar samt. Það er eins og konur eigi einkar erfitt kúrsusum nútimabókmenntir. Við deildina eru aðeins tvær konur og sagöi Anne það merki þess hve konur væru skammt á veg komn- ar, jafnvel i þeim löndum sem stærasig af hvað mestum jöfnuði. I kúrsusinum eru kenndar bókmenntir eftir konur frá 1880—1980, en allan þann tima hafa bandariskar konur skrifað bækur sem höfða til okkar enn i dag. Að sigra heiminn Ég spurði Anne hvað væri að gerast i rannsóknum á kvenna- bókmenntum og hún svaraði þvi til að þar væri mikil gróska sem beindist að ýmsum þáttum. Nemendur hennar y nnu t.d. I nóp- um að ýmis konar verkefnum, en á öðrnm deildum er einnig unnið að kvennarannsóknum . Bókmenntafræðingar (kvk) hafa rætt um það hvort ekki eigi að nota önnur hugtök (termino- logiu) við bókmenntarannsóknir þegarveriðer að tala um kvenna- bókmenntir vegna þess að þær hafa að mörgu leyti sérstöðu, enda hafa bókmenntir eins og reyndar öll menning og saga hingað til verið séð og túlkuð frá sjónarhóli karlmanna. Uppeldis, fjölskyldu og heimilis þess heims sem konur hafa hrærst i um aldir er ekki getið I sögubókum og er oftast i bakgrunni i skáldskap. Konur spyrja, eigum við ekki að fjalla um kvennabókmenntír á okkar eigin forsendum? Eins og Annesagði: hingað til hafa sjónir beinst aðheiminum (maðurinn að sigra náttúruna, ef ekki heiminn allan); nánasta umhverfi manna hefur oröið útundan. Anne sagði það sina skoðun að þegar litið væri yfir áratuginn frá 1970—1980 væri kvennahreyfingin og kvennabókmenntirnar meðal þess merkasta sem þá kom fram. Karlrithöfundar hafa sumir hverjir viðurkennt þessa stað- reynd;t.d. fjallar Gunther Grass um það i bók sinni „Der Butt” „Við megum auðvitað ekki gleyma þvi aö bókmenntir eru aðeins litið brot af þeim heimi sem við lifum i og við þurfum á öðru meira að halda en þvi vonleysi, einmannakennd og svartsýni sem einkennir stóran hluta bókmenntanna (þjáningar millistéttanna —ká). Mér finnst konur á miðjum aldri vera ákaf- lega spennandi; meðal þeirra eru aðgeraststórkostlegir hlutir, þær eru að brjóta veröld sina til mergjar og eru hreint ekki svartsýnar og það á eflaust eftir að koma öðrum konum til góöa i framtiðinni” sagði Anne R. Clauss. — ká P.S. ég hef undir höndum bókalista frá Anne R. Claus^og ef einhver befur áhuga, þá ligggur hanná lausu. með að marka sér bás I heimi bókmenntanna. Doris Lessing sem býr i Englandi en ólst upp i' Ródesiu er kvenna afkastamest i ritun skáld- sagna. Fyrir nokkrum árum sendi hún frá sér söguna The Summer Before Dark, táknrænt heiti um tí'mabilið i ævi mannsins rétt áður en tekur að hausta, þegar menn vilja njóta siðustu hlýju sumarsins. Sagan fjallar um miðaldra konu sem fer að heiman meðan fjölskylda hennar er i frii. Hún fer til London, fæi sér herbergi og vinnu, eða eins og sagt er á vondu máli, hún flippar i borginni. Undir lokin sér hún að ekki er annarra kosta völ en snúa aftur og þegar hún kemur heim með töskuna sina i hendinni hefur enginn tekið eftir þvi að hún fór. Andblær utan úr . tímabókmenntum Spjallað við Anne Clauss háskóla- kennara um kvennabók- menntir, o.fl. Þriðji höfundurinn er Anne ræddi um var Marv Gordon og bókhennar Final Payments. Hún segir frá konu1 sem fórnar sér fyrirveikan föður sinnog hjúkrar honum. Þegar hann deyr er hún komin á miðjan aldur og þarf að leggja út i lifið. Þarna verða tvö viðfangsefni áleitnust, kona á miðjum aldri og hvernig samfélagið tekur á móti henni. Ekki er að spyrja að þvi að hún rekur sig illilega á, allt það sem hún hefur lifað fyrir, ást til föður- ins, fómfýsi og fleira i þeim dúr er einskis metið. Hún verður ógn- un við samféiag giftra kvenna (heldur við giftan mann) og hennar niðurstaða verður svipuð og þeirra persóna sem áður var sagtfrá: Það er litla hamingju að finna I þessum heimi og eins gott að vera áfram ein. Líf án öryggis og hlýju I þessum bókum er fjallað um það hvernig konurnar reka sig á I leit sinni aö sjálfvitund og niöur- staðan veröur i mörgum tilfell- um, einmanaleiki, ástleysi, lif án öryggis og hlýju, sem er þó það sem flestar eru að leita að. Þessi niðurstaða höfundanna samrýmist skoðunum þess hluta kvennahreyfingarinnar sem litur svo á að i kapi'talisku samfélagi sé konum ekki ætlað annaðhlutverk en hið hefðbundna ogþeim sem hafa gefið karlkynið upp á bátinn. Anne R. Clauss sagðist vera á öndverðum meiði við þá siðasttöldu, hún teldi að i framtiðinni hlytu konur að sameinast karlmönnum til þess aðþokamálum áfram,þaðeru nú einu sinni þessi tvö kyn sem byggja þessa jörð. En það er ekki aðeins i bókum eftirkonursem kvenimyndin hef- ur verið að breytast. Höfundar af hinu kyninu hafa tekið mið af breyttri stöðu kvenna og baráttu þeirra og þvi' til stuönings nefndi Annemenneinsog John Irving og Joseph Heller. AnneR. Clauss leitinn i laugar- dagskaffi Rauðsokka og það var haldið áfram viö að rekja úr henni garnirnar, enda sjaldan sem andblær frá öðrum löndum berst til okkar yfir höfin. Þar sagði Anne frá fleiri höfundum t.d. nefndi hún blökkukonuna ToniMorrisson og Marge Piercey sem skrifa um verkalýðsstétt- ina. Ein sogáður segir kennir hún við enskudeild Kaupmanna- hafnarháskóla. Þar er hún með Hún á enga möguleika aðran en sinn gamla bás. Baráttan fyrir sjálfstæði kostar brostin hjörtu og oft á tiöum verða konurnar að segja sig úr samfélaginu (Val i Kvenna- klósettinu), eða reyna að sætta sig við málamiðlun og snúa aftur eins og geröist hjá Doris Lessing. Anne tók einnig dæmi af bók Margaret Drabble, The Needle Eye, þar sem söguhetjurnar ganga mismunandi leiðir, en eru flestar bæði andlegir og likamleg- ir kripplingar i sinu kvenhlut- verki. Niðurstaða hennar er, að enda þóttsambúð kynjanna gangi ekki eins vel og hin rómantiska forskrift boðar, þá verði haldið áfram að reyna sættir. Anne fjallaði sérstaklega um þrjá höfunda og sagði stuttlega frá bókum sem sýna mismunandi hliðar á leit kvenna að sjálfs- imynd. Konur sem koma frá óliku umhverfi oghafa gjörólika stööu i samfélaginu, en tilheyra þó flestar bandariskri millistétt. Að horfa á spegilmynd sína Sara Davidson skrifaði bókina Loose Changes. Hún segir frá þremur konum sem ganga menntaveginn. Þær eru börn sjöunda áratugarins, ganga Ut i lifið fullar af bjartsýni og trú á æskuna, en hvað læra þær og hver veröur reynsla þeirra? Undir lok- in þegar k«nið er fram á áttunda áratuginn hefur heldur betur dökknað yfir. Tvær þeirra búa einar, en sú þriðja giftist góða gæjanum og gengst undir þai hlutverk sem konum er og hefur löngum verið ætlað. Hún segir eitthvað á þá leið eftir aö hún er gift að i fyrsta sinn á ævinni finnisthenni hún vera falleg. ,,Ef það væri nóg til að gera fólk hamingjusamt þá væri nú auðvelt löngu komist að þeirri niðurstöðu að hjónaband þeirra sé kol ómögulegt. Hjónaskilnaðir og fórnir Þegar Marilyn French var á ferð i Kaupmannahöfn var hún spurð um þetta atriði og þá sagði hún stutt og laggott: Þannig gerðist þaðhjá mér, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið (segir sina sögu um það hjónaband). Anne tók Marilyn French sem dæmi um höfund sem byrjar á þvi að hella úr skdlum eigin reynslu (það er deilt um það hversu mik- innskáldskapsé að finna i þessari tegund sagna og konum finnst mörgum rangt aö leggja sama mælikvarða á kvennabókmenntir og þann sem hingað til hefur verið notaöur^ bókmenntir i heild. Vist er um þaö að margir rithöfundar karlkyns senda slikum bókum tóninn og kalla „játningar” sem þykja jú vondar bókmenntir; meira um það seinna). I nýjustu bók isinni The Bleeding Heart fer French inn á nýjar brautir og fjallar um samband karls og konu á mun nærfærnari hátt; þar fær karl- maðurinn lika að sýna sinar góðu hliðar. Anne R. Clauss að lifa,” bætti Anne við. Ein þeirra gekk i' gegnum hjónaband og skilnað, giftist stúdenta- leiötoga sem stóð i fremstu vig- linu i stúdentabaráttunni i Bandaríkjunum. Sú róttækni náði ekki til fjölskyldunnar og konan verður eins og skuggi hans, hún týnir sinni sjálfsmynd (gamla sagan um konurnar sem fengu það eina hlutverk að hita te ofan i byltinguna). Næst minntist Anne á Kvenna klósettið eftir Marilyn French þar sem hjónabandið ogtilraun til sjálfstæðis er enn á ferðinni. Anne sagði að nafn aðalpersónunnar væritáknræn|,enda minnir nafnið Mira á mirror, sem þýðir spegiii ísögunnier hún að horfa áspegil- mynd sina og spyrihver er ég? Anne sagði að það væri sin reynsla að skoðanir manna væru mjög skiptar á þessari bók, sum- um finndist fyrri hlutinn betri, öðrum hinn siðari og enn öðrum finnst bókin bæði langdregin og leiðinleg, allt eftir reynslu hvers ogeins. Hitt væri ekki vafamál að hún hefði mikilvægan boðskap að flytja. Hún sagði frá þvi að margir hefðu gagnrýnt frásögn Marilyn French af hjónaskiln aðinum, en honum er lýst þannig. aö einn góðan veðurdag kemur Norm maður Miru heim og biður um skilnað. Hún er alveg granda- laus, þó að lesandinn hafi rey ndar Landvist fyrir GERVASONI Opið bréf til dómsmálaráðherra íslands í nafni breiðfirskrar reisnar Reykjavik 16. des. 1980. Dómsmálaráðherra Islands Friðjón Þórðarson; Ég sé það i bókinni „Islenskir Samti'ðar- menn”, að þú ert borinn og barn- fæddur að Breiðabólstað á Fells- strönd, og þú verður þvi að teljast til Breiðfirðinga, en það er ein- mitt tilefni þessa bréfs. Ég tel það alveg vlst, að þú haf- ir eitthvað gluggað i' sögu Breið- firðinga á nitjándu öldog i byrjun þessarar alda.r cg þú viijir upp- runa þins vegna ekki aðhafast neitt sem kastar rýrð á breið- firska reisn; þessvegna skrifa ég þetta bréf. Hafir þú kynnt þér söguna, þá veistu að Breiðafjörður fóstraði löngum stóra menn og miklar konur. Þaðan komu ásamt frá Is- firðingum stór framlög til Jóns Sigurðssonar sem gerðu honum kleift að vera málsvari okkar þjóðar i Kaupmannahöfn. Þetta er veigamikill þáttur i islenskri sjálfstæðisbaráttu. Við sem nú lifum og teljum ættir okkar til Breiðfirðinga, við höfum skyldur að rækja við þá afreksmenn sem nú eru til moldar gengnir, en héldu áður á lofti merkjum and- legrarogverklegrarmenningar á landi hér. Ég hef verið að reyna að kynna mér þessa stórbrotnu sögu ibúa Breiðafjarðar, og ég þykist þess umkominn að geta sagt þér, að aðall þeirrar sögu sem ber hana uppi, felst i þessum orðum: Manndómur og mannúð. Eg hef fylgst með afskiptum þinum og islenska dómsmála- ráðuneytisins af máli hins óláns- sama franska flóttamanns sem nú dvelur hér á landi og kom hingað án löglegra skilrikja, en þú og þitt ráðuneytí hefur úr- skurðað, að verði að hverfa héðan aftur út i óvissuna vegna þess að hann vantar skilriki. Það er þó ekki hægt að fela sig bak við það, að menn viti ekki hver maðurinn er. Alþjóða hjálparstarfsemi lög- fræðinga hefur rannsakað feril þessa manns og staðfest, að hér er um samviskuflóttamann að ræða sem getur ekki hugsað sér að gegna herskyldu i föðurlandi sinu. Þetta er sannleikur málsins sem öllum er kunnur. Eftir fyrri heimstyrjöldina voru hundruð þúsundir flðttamaiina ráfandi ’neimilislausir viðsvegar um Evrópu án allra skilrikja. En þá átti heimurinn stórmennið Frið- þjóf Nansen. Hann var forstöðu- maður hinnar miklu flótta- mannahjálpar þess tima. Hann útbjó sjálfur vegabréf fyrir þessa menn og leysti þeirra vanda. Að- ur hafði hann oftsinnis á norður- höfum staðið andspænis dauðan- um og borið sigur af hólmi. Ekki með þvi að rýna i vafasama laga- króka, heldur með þvi einu að beita skynsemi sinni. Þvi' miður eigum við Islending- ar engan Friðþjóf Nansen til þess að leysa úr máli flóttamannsins Gervasoni þannig að islenska þjóðin hafi soma af. En það er á þinu valdi. Og við sem viljum telja ættir okkar til byggða Breiðafjarðar, okkur er i dag hollt að bera niður i sögunni. Egg- ert i Hergilsey bað ekki Dani um hjálp, þegar hann bjargaði stór- um hópi flóttamanna að norðan, aðframkomnum af hungri, og flutti þá út i Oddbjarnarsker i verbúðir Breiðfirðinga og gaf þeim nýjan fisk svo þeir lifðu af móðuharðindin. Þegar þetta gerðist, þá var Island hluti af Danaveldi og danskur selstöðu- kaupmaður i Flatey. En Eggert hinn mikli breiöfirski búhöldur, hann leitaði ekki á annarra náðir, hann greiddi fram úr vandanum sjálfur og þvi mun sagan geyma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.