Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Sýslumenn Vesturlandskjördæmis frá vinstri: Andrés Valdimarsson Stykkishólmi, Pétur Þorsteinsson, Búöardal og Rúnar Guöjönsson, Borgarnesi. Pétur er þarna aö iáta i ljósi skoðanir sinar á hlutverki sýslunefnda og efasemdir um réttmæti þess að leggja þær niöur. A þinginu var einnig minnst á nýtt sýslu- eöa fylkjafyrirkomu- lag sem hugmyndir eru um viöa. Frá vinstri: Guðráður Davfösson, Nesi, Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Byggöadeildar, sr. Rögnvaldur Finnbogason, Staöastaö, og kona hans Kristin Thorlacius, oddviti Staöarsveitar, og Þóröur Gíslason, ölkeldu, Staöarsveit. A öalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi samþykkir: Aukið samstarf og sameining Smæstu hreppar og stórveldi einsog Akranes áttu allir sina fulltrúa á IX. aöalfundi Samtaka sveitarfélaga I Vesturlandskjör- dæmi, sem haldinn var nýlega i Munaöarnesi, en mættir voru 50—60 manns viös vegar aö af svæðinu. Einsog til aö undirstrika stööu kvenna i sveitarstjórnar- málum mættu aöeins 2 konur til leiks, þ.e.a.s. oddviti Eyrar- sveitar Sigriður Þóröardóttir og oddviti Staöarsveitar Kristin Thorlacius, en þær eru báöar prestsfrúr. E.t.v. er leiöin til aö auka fjölda kvenna i stjórn- málum aö fjölga prestaköilum og þar meö prestsfrúm. Þarna voru tignir gestir, eins og allir 3 sýslumenn kjördæmis- ins, Friöjón Þórðarson ráðherra og aðrir þingmenn Vesturlands- kjördæmis. Friðjón flutti ávarp á þinginu og gat þess m.a. hve hreppar eru gamalt stjórnsýslu- fyrirbæri á íslandi. Einnig minnt- ist hann á fyrirhugaða samein- ingu sveitarfélaga og ým'S vand- kvæði sem henni fylgja. Fráfarandi formaður SSVK flutti yfirgripsmikið erindi um samstarf landshlutasamtaka sveitarfélaganna, einkum varð- andi fræðsluskrifstofur og fræðslustjóra umdæmanna. Fjár- mál fræðsluskrifstofanna hafa lengi veriðofarlega á baugi, en mi þykir þunglegar horfa en fyrr. Fjárskortur þeirra kemur i veg fyrir að þær geti sinnt þeirri þjón- ustu sem þeim ber, lögum sam- kvæmt. Jón Þórisson fjallaði lika um Dalabyggöaráætlun, nýtt plagg frá Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar, sem gerir grein fyrir þróunarmöguleikum i' Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu 1981—1986. Formaðurinn talaði siðan um hugmyndir um framhaldsnám á Vesturlandi. Nú starfar Fjöl- brautaskóli á Akranesi og hafa Borgarnes, Ólafsvik og Stykkis- hólmur haft samvinnu við þann skóla um framhaldsdeildir, sam- ræmt námsefni og próf. Lögð hefurverið fyrir samtökin tillaga um stofnun Fjölbrautaskóla Vesturlands. Einnig eru uppi áform um að byggja heimavist a Akranesi og skipuleggja heim- akstur nemenda um allt svæðið um helgar. Eins og undanfarin ár rikir þó óvissa i þessum efnum, lög um framhaldsskóla ekki enn komin gegnum alþingi og óljóst hver kostnaðarskipting verður. Að siðustu fjallaði formaðurinn um Verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga og stjórnsýslu- kerfið, en þaö var aðalmál þessa 11. þings SSVK. Að lokinni skýrslu formannsins fluttu lika skýrslur þeir Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmda- stjóri sambandsins, sr. Jón Einarsson, formaður Fræðslu- ráðs Vesturlands, Bjarni Einars- son framkvæmdastjóri byggða- deildar Framkvæmdastofnunar rikisins og Jón G. Tómasson, framkvæmdastjóri Landssam- taka sveitarfélaganna. Fjallaði hinn siðastnefndi um aðalmálið, Stefán Yngvi Finnbogason yfirskólatannlæknir skrifar: Mundu flúortöfluna Eítirfarandi grein er þýdd úr norska timaritinu "Fluor i fokus” en það er gefið út á vegum norska landlæknisembættisins: Frá þvi i febrúar 1973 hafa hjúkrunarfræðingar á heilsu- gæslustöðvum i Stavanger veitt foreldrum ungbarna leiðbein- ingar um tannvernd og afhent ókeypis flúortöflur handa börnum 1/2 —2 ára. Töflugjöfin hefir hin barna er siðar hafa mætt til tann- eftirlits ungbarna. Vorið 1974 var fyrsti árgangur þriggja ára barna kallaður inn til tanneftirlits á stofnun skólatann- lækninganna, og þar var einnig úthlutað flúortöflum. Þetta tanneftirlit ungbarna hefir frá 1976 náð til allra barna i Stavanger á aldrinum 3 — 5 ára. Hér fylgir tafla yfir þátttöku og seinni ár náð til um 80% þeirra tannástand þriggja og fjögra ára barna árin 1974 — 1979. Þriggja ára Fjöldi Mæting Flúortöflur Með óskemmdai Skólaár barna % af heild.tölu tóku tennur 1973—74 .. 1356 65% s7% 59% 1974—75 .. 1359 86% 64% - 68% 1975—76 . 1444 81% 80% 70% 1976—77 . . 1309 86% 87% 71% 1977—78 .. 1271 88% 9.2'/% 76% 1978—79 . . 1198 89% 90% 81% Fjögra ára 1974—75 .. 1350 72% 74% 40% 1975—76 .. 1361 83% 90% 49% 1970 77 Ofullkomin skrásetning skrásetning 91% 1977 7R Ófullkomin 1978—79 .. 1263 87% 60% Tölurnar sýna jafnt vaxandi mætingu hjá tannlækni og góða þátttöku I flúortöflugjöf. Um 90% tekur flúortöflur og telst það viðunandi árangur. Tannheilsa hefur batnað smám saman. Framhald á bls. 17 verkefnask iptingu rikis og sveitarfélaga og stjórnsýslu- kerfið. Eftir umræður, nefndastörf og skoðun framlagðra gagna sam- Myndir og texti: Ólafur H. Torfason þykkti aðalfundurinn ályktun, þar sem m.a. segir svo: „Fundurinn er i grundvallar- atriðum sammála þeim tillögum, að lögformlegir valdhafar i stjórnsýslu landsins veröi tveir, þ.e. rfkisvald og sveitarfélög. Fundurinn leggur áherslu á aö sveitarfélögin verði efld meö auknu samstarfi eða sameiningu enda er það forsenda þess, að sveitarfélögin geti tekið að scr aukin verkefni og veitt þá félags- legu þjónustu sem nútima þjóö- félag krefst." Eitt aðalgagnið i umræðum þessum var AliLsgerð verkefna- skiptingarnefndrar rikis og sveitarfélaga, 46 siðna plagg prentað í janúar 1980, 3. hluti, er nefnist Stjórnsyslukerfið. Eins og fyrr voru skoðanir full- trúa mjög skiptar um sam- einingarmálin. Bændur sumir segja yfir sitt lik að fara með til- skipanir um slátrun hreppanna, en fyrir munn sýsluinanna talaði Pétur Þorsteinsson i Búðardal og furðaði sig á, að mönnum i hans stétt skyldi ekki hafa verið gerð betri grein fyrir hugrnyndum um tveggja þrepa stjórnsýslu, þar sem sýslunefndir eru lagðar niður. Að öðru leyti voru það skólamál og iðnþröunarmál sem helst kveiktu ræður á þinginu, en þar var lagt fram splunkunýtt vinnu- skjal frá Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar: Iönþróun á Vesturlandi— markmið og leiðir ásamt hugmyndum um aðgerðir. t næstu stjórn SSVK voru kosnir: Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi, Sigurður Þórólfs- son, Saurbæjarhreppi, Guðmundur Vésteinsson, Akra- nesi, Skúli Alexandersson, Nes- hreppi utan Ennis, Jón Blöndal, Andakilshreppi, Guðmundur Ingimundarson Borgarneshreppi og Hörður Pálsson, Akranesi. Formaður samtakanna er Sigurður Þórólfsson. William Heinesen Það á að dansa Nýjar sögur frá Þórshöfn Þorgeir Þorgeirsson þýðir Spánnýtt safn eftir hinn aldna, færeyska snill- ing. Þetta cr fjóröa bókin i sagnasafni Heinesens i þýöingu Þorgeirs Þorgeirssonar og kemur út saintimis á dönsku og isiensku. Hér segir frá ástarkvölum Fabians unga, frá fordæöunni og prcstaflennunni Theodóru, frá trúarfári og of- stopa i sögunni Aðventa, og tititsagan segir frá sögulegu brúökaupi á hinni afskekktu Stapaey þar sem skuggalegir atburöir uröu, skipbrot, strandrán, meira að segja brúöarrán'. Öviðjafnanleg bók i frábærri þýöingu. Almennt verð kr. 15.930. Félagsverö kr. 13.540.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.