Þjóðviljinn - 23.12.1980, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 23. desember 1980
Ríkisútvarpiö fimmtlu ára
Sigrún Gisladóttir: A þessum minningum lifi ég. — Ljósm.: eik.
,F remur ævintýri
en veruleiki’
— segir Sigrún Gísladóttir
Hún hætti störfum hjá
Útvarpinu 1975, þá sjötug
og aldursforseti þeirra,
sem þá unnu við ú'tvarpið
og sjónvarpið. — „Og þá
var ég búin að vinna við
þessa stof nun í 45 dásam-
leg ár", segir hún Sigrún
Gísladóttir, fyrrverandi
starfsmaður við Tón-
listardeild Ríkisútvarps-
ins.
— Mér er sagt, Sigrún, að þú
hafir ráðist til ú tvarpsins þegar
við stofnun þess.
— Já, sjáðu til. Útvarpiö
byrjaði 1929, undir stjórn
Jónasar Þorbergssonar, þótt
það væri ekki formlega opnað
þá þegar. Siguröur Þórðarson,
söngstjóri og tónskáld, var
ráðinn skrifstofustjóri útvarps-
ins og svo kom Guðrún Reyk-
holt.
Ég hafði unnið i hljóðfæra-
verslun Katrinar Viðar og
komst þar i kynni við flestar
þær hljómplötur, sem þá voru
gefnar út i Evrópu. Sigurður tók
strax að panta plötur og bað mig
að hafa útvarpið i huga þegar
við fengjum eitthvað nýtt. Ég
kynntist þvi fljótlega þeim
Sigurði og Guðrúnu Reykholt.
Eitt sinn er ég kom upp i
Edinborg með plötur, en þar var
útvarpið til húsa fyrsta árið, —
spurði Sigurður mig hvort við
ættum engar plötur með is-
lenskum söngvurum eða tónlist.
Af þeim áttum við ekkert nema
örfáar með söng þeirra Sig-
urðar Skagfields, Eggerts
Stefánssonar og Péturs A. Jóns-
sonar. Það var nú ekki mikið
um hljómplötur þá þar sem
Islendingar komu við sögu.
Nú leið að þvi, að útvarpið
yrði opnað 20. des. Sigurður
kom að máli við mig og spurði
hvort ég gæti ekki bent á fólk,
sem gæti fyrirvaralitið flutt ein-
hverja tónlist, þvi sér fyndist
ótækt að hafa engan söng við
opnunina. Varð úr að við tókum
okkur saman 8 og mynduðum
tvöfaldan, blandaðan kvartett.
Guðrún Agústsdóttir og Guörún
Pálsdóttir sungu sópraninn,
Benedikta Benediktsdóttir og ég
altinn, Sveinn Björnsson póst-
fuiltrúi og Jónas útvarpsstjóri
tenórinn og Hallur Þorleifsson
og Hallgrimur Sigtryggsson
bassann. A gamlárskvöld
sungum við svo i útvarpið.
Sigurður Þóröarson var svo
ánægður að hann spurði Jónas
útvarpsstjóra hvort hann mætti
ekki halda áfram að æfa þetta
fólk svo það væri til taks þegar
búa þyrfti til góða dagskrá.
Jónas hélt nú það. Við æfðum
svo tvisvar i viku allt sumarið i
Miðbæjarbarnaskólanum. En er
til kom sá rikið sér ekki fært að
reka þennan 8 manna kór, það
var of dýrt. Þar með lauk hans
æviferli.
Nú, svo kom kreppan, sala á
plötum o.þ.u.l. dróst saman,
ýmsar verslanir lokuðu. Ég sá
fram á að ég yrði að segja upp
hjá frú Viðar.
— Hvenær fórstu svo að vinna
i tónlistardeildinni?
— Ég var fastráðin þar 1935.
Páll Isólfsson var tónlistarráðu-
nautur i hálfu starfi en við
Guðrún Reykholt unnum við
deildina. Hvildi starfið mest á
okkur vegna ýmissa anna Páls.
Og þarna unnum við bara tvær i
22 ár. Þegar ég fór að starfa
þarna alfarið átti útvarpið 600
plötur. Ég dreif i þvi að panta
plötur og reyna að byggja upp
lagerinn þvi Guðrún vann meira
i öðru sem snerti deildina.
— Hvernig varaðstaðan fyrir
tónlistardeildina i Landsima-
húsinu?
— O, þetta var kotbúskapur.
En til þess að byggja upp svona
stofnun þurfti gott fólk. Þarna
var við ekkert að styðjast allt
þurfti að byggja upp frá grunni,
jafnframt þvi að hafa þjón-
ustuna sem besta.
Otvarpinu var fljótlega skipt i
deildir. utvarpsráð mátti eigin-
lega heita eina deildin, svo var
tæknideild, fréttastofa, tón-
listardeild, innheimtudeild og
auglýsingadeild. Jónas Þor-
bergsson var ágætur húsbóndi á
þessu heimili. í útvarpsráði
voru þeir Alexander Jóhannes-
son, Páll Isólfsson og Helgi
Hjörvar. Þeim Alexander og
Páli mun hafa verið boðin staða
útvarpsstjóra, að þvi er ég best
veit, en þeir vildu ekki skipta
um starf.
— Rýmdist ekki um ykkur
þegar flutt var i Landsima-
húsið?
— Jú, en samt voru þrengslin
mikil og jukust eftir þvi, sem
starfið óx. Oll starfsemin var
fvrst á 4. hæðinni en svo fengu
útvarpsráð og tónlistardeildin
aðstööu á 5. hæð. Ténlistar-
deildin fékk heila stofu með
skápum og þá var hægt að fara
að raða plötunum og skrásetja.
Starfið á Tónlistardeildinni
var mjög bindandi. Ef von var á
manni, t.d. austan yfir fjall til
þess að flytja eitthvert efni og
hann tepptist vegna skyndi-
legrar ófærðar eða af öðrum
orsökum, þá varð tónlistar-
deildin að vera viðbúin að fylla
upp i skarðið á dagskránni.
Heita mátti að ógerlegt væri að
fara út á kvöldin. Einu sinni var
,ég stödd á Ferðafélagsfundi i
Sjálfstæðishúsinu. Þá kom aðal-
þjónninn inn i salinn, kallaði
upp nafn mitt og sagði að ég
væri beðin að koma strax i út-
varpið. Ég fór þegar. 1 út-
varpinu var fyrir Helgi Hjörvar.
Bað hann mig að finna plötu i
hvellinum því hann sé með
mikla frétt og á undan lestri á
henni eigi að spila sorgarmars.
Hvað nafði komið fyrir? Jú,
Kristján konungur X. var dáinn.
s-
„U tlendingar
hrista bara
hausinn ”
— segir Jón Sigurbjörnsson,
deildarstjóri tœknideildar
Einn sá maður, er á að
baki sér hvað lengstan,
samfelldan starfsferil hjá
Ríkisútvarpinu er Jón Sig-
björnsson, deildarstjóri
tæknideildar. Hann réðist
til Útvarpsins 1942og hef ur
alltaf unnið við tækni-
deildina.
Jón sagði okkur, að þegar
þrengjast tók um innflutning á
striðsárunum tók útvarpiö að sér
að sjá landsmönnum fyrir
viðtækjum. 1 þvi skyni var sett a
fót svonefnd Viötækjasmiðja
útvarpsins. Einstakir hlutar
tækjanna voru aö sjálfsögðu flutt-
ir inn en starfsmenn Viðtækja-
smiðjunnar sáu um að setja þau
saman. Þetta voru rafhlöðutæki
og nefndust Austri, Vestri og
Suðri og einnig voru framleidd
nokkur viötæki fyrir skipin.
Þarna vann Jón til að byrja meö,
og — hvað vannstu lengi hjá
Viðtækjasmiðjunni?
— Það var nú ekki nema svona
1 1/2 ár, þá fluttist ég 1 Tækni-
deildina, (raunar var nú
Viötækjasmiðjan hluti af henni),
og vann þar að útsendingu
dagskrár og upptöku efnis, sem
raunar var nú ekki mikil á
þessum árum.
— Hvernig var vinnuaðstaðan
hjá ykkur þarna i
t'æknideildinni?
— Hún var góð framan af
a.m.k. samanborið við það, sem
seinna varð. Framan af árum var
útsendingartiminn margfalt
styttri en hann er nú. Þá var
hann, ja, svona hvað, 5 klst, á dag
að mig minnir, en nú er hann
orðinn 17 timar. Dagskráin hefur
stöðugt verið aö lengjast og það
gerir mjög mikinn mun. Það má
segja, að viö höfum nægan mann-
afla i deildinni miðaö við það
húsnæði, sem viö höfum til
umráða. Fleiri komast þar blátt
áfram ekki fyrir svo tómt mál er
að tala um aö fjölga starfs-
mönnum hvað svo sem þörfinni
liður.
En vinnuaðstaöan er hinsvegar
nú orðin óbærileg. Og hún breytist
ekki til batnaðar nema byggt
verði nýtt hús yfir starfsemina.
WtKXr <já
Jón Sigbjörnsson
Núverandi húsnæði er alls ekki
byggt fyrir jafn umfangsmikinn
rekstur og útvarpið hefur orðið
meö höndum. Þaö er blátt áfram
sárgrætilegt til þess að hugsa að
sjóðir útvarpsins skuli ekki hafa
verið notaðir til bygginga-
framkvæmda i staö þess að láta
verðbólguna spæna þá upp.
— Hvernig eruð þið búnir að
tækjum hjá tæknideildinni?
— Tækin, sem við höfum nú,
voru keypt 1959, þegar flutt var á
Skúlagötuna. Sá tækjabúnaður
var góður á sinum tima en fram-
farirnar á þessu sviði hafa oröið
það örar, að þaö, sem gott er 1
dag, er úrelt orðið eftir 5 ár.
Auðvitað hefur ýmsu verið bætt
inn i þennan búnað þessi 20 ár, en
megin uppistaða hans er samt
sem áður sú sama. En húsnæðis-
þrengslin eru svo mikil, að þau
tæki, sem nú eru talin góð, kom-
ast blátt áfram ekki þarna fyrir.
Arið 1959 var dagskrárgerðin
mun einfaldari en hún er orðin nú.
Nú er farið að taka miklu meira
upp gegnum sima, farið að gera
þætti út um land o.s.frv. og til
þess þarf fullkomnari búnað.
Vöntun á honum háir að
sjálfsögðu dagskrárgerðinni og
svo eru stúdfóin of fá til þess að
hægt sé að inna þar af hendi þá
vinnu, sem þörf er raunverulega
á.
Nú svo er það auðvitað hluti af
vinnu okkar hjá tæknideildinni
að kynna okkur ýmsar nýungar i
sambandi við tækni á þessu sviði.
Um það þyrftum við aö hafa mun
meiri samskipti og samráð við
erlendar útvarpsstöövar en um
hefur verið að ræða. Þó hefur
nokkuð verið að þvl gert. Viö höf-
uní t.d. sent menn frá okkur til
norska útvarpsins til þess að
kynna sér þar ýmis tækniatriði.
Þess er sjálfsagt að geta, aö
með tilkomu transistorstækjanna
Þannig urðum við að vera við-
búin á hverju augnabliki.
Eitt sinn hafði ég skroppið út
úr bænum. Er ég kom sagði
mamma, að viss maður væri
alveg að springa þvi hann þurfi
að koma boöum til Jónlistar-
deildarinnar um að óskað sé
eftir söng Karlakórsins Geysis á
Akureyri en sá liður sé ekki á
dagskránni og eftir að finna
plöturnar. Ég þaut niður i
útvarp og fann plötur rétt nógu
snemma til þess að Þorsteinn
elskulegur Stephensen gæti
kynnt þennan dagskrárlið, sem
var alls ekki á dagskránni.
— Starfslið útvarpsins var nú
ekki fjölmennt á þessum árum,
en þetta hefur verið gott og
samvalið lið?
— Já, þetta var ákaflega gott
fólk, traust og ábyggilegt. Ég
má segja, að þá get ég sleppt
sjálfri mér, — að það var valinn
maður i hverju rúmi. Þegar eitt-
Jhvað stóð til hjá okkur talaði
Jónas útvarpsstjóri alltaf og þá
lagði hann á það áherslu, að
starfsemi útvarpsins hvildi
fyrstog fremst á herðum starfs-
fólksins og velgengni stofnunar-
innar væru öllu öðru fremur þvi
að þakka. Litið gæti skipstjórinn
án góðrar áhafnar. Samvinnan
og andrúmsloftiö á þessum
vinnustað var einstakt. Ég
hlakkaði til þess á hverjum
morgni að vakna til starfsins.
Tónlistin hefur alltaf verið lif
mitt og yndi. Meiri hamingju
getur ekki en að fá að vinna að
henni alla sina starfsævi. A
þessum minningum lifi ég og
svo þvi, að hafa kynnst náttúru
landsins.
Og ekki má gleyma Þjóð-
kórnum hans Páls Isólfssonar.
Hann byrjaði með Otvarps-
kórinn, sem var skipaður 12
manns. En þegar Island var
hernumið stofnaði hann Þjóð-
kórinn. Hann var að hugsa um
tunguna, ættjarðarsöngvana og
að allir gætu tekið undir. Þess-
vegna söng Þjóðkórinn ein-
raddað.
Stundum heyrðist spurt:
Ifvað er allt þetta fólk að gera
hjá útvarpinu? Eruð þið alltaf
að spila plötur? Þá sá ég að
sumt fólk gerði sér enga grein
fyrir þvi hvað þarna var verið
að byggja upp. En fólkið i
t'ónlistardeiidinni þarf ekki að
fyrirverða sig fyrir sin störf.
Allsstaðar þar sem menningin
birtist i einhverri mynd er tón-
listin sterkasti þátturinn. Nú
finnst mér þessi ár fremur hafa
verið ævintýri en veruleiki.
_______ ________ ______- mhg
hefur aðstaða til efnisupptöku út
um land stórlega batnað.
— Nú ert þú búinn að starfa hjá
útvarpinu i 38 ár, Jón, og i raun-
inni alltaf hjá tæknideildinni.
Hvað viltu nú segja, svona þegar
þú litur til baka yfir þessa veg-
ferð?
— Mér fannst ú tvarpið ekki bú-
ið að slita barnsskónum þegar ég
'kom þangað fyrst, enda ekki búið
að starfa nema i rúman áratug.
Breyting hefur orðið alveg geysi-
leg á þessum árum. þott fjarri
fari, að við höfum getað notfært
okkur framfarirnar i nægilegum
mæli. Við höfum áður minnst á
útsendingartimann. Þegar ég
byrjaði var þvi nær allt útvarps-
efni flutt beint. Engar upptökur
voru þá komnar til skjalanna
nema eitthvað litilsháttar á
grammafónplötur.
Lýðveldishátiöarárið 1944 var i
raun og veru ekkert til af tækjum.
Til þess að geta útvarpað fra'
hátiðinni á Þingvöllum urðum við
að fá lánuð upptökutæki hjá
hej-num og hljóðnema og hátlara
fra BBC., — breska útvarpinu.
Svona var nú ástandið þá.
Tækninni hefur fleygt fram
með ótrúlegum hraða. En við
höfum bara ekki aðstöðu til að
notfæra okkur hana til neinnar
hlýtar. Og þaö verður ekki fyrr en
við fáum nýtt útvarpshús. En það
sýnist ætla að þvælast fyrir aö
koma þvi upp og þá þarf auðvitað
einnig að endurnýja
tækjabúnaðinn.
Það er náttúrlega dálitið
þreytandi að vinna ár eftir ár með
svona dóti og vita að til er annar
og margfalt fullkomnari búnaður.
Þegar útlendingar koma og sjá
þetta forneskjulega tækjasafn
okkar þá hrista þeir bara haus-
inn. — mhg