Þjóðviljinn - 17.01.1981, Page 5
Helgin 17,—18. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Naudsyn samstödu
um okkar kröfur
Iðnaðarráðuneytið hefur ítrekað óskir sinar um að skýringar vegna
hækkunar á súráisverði tSALS „i hafi” berist ráðuneytinu sem fyrst og
ekki siðar en fyrir lok þess mánaðar.
Hjörleifur Guttormsson:
Reisum kröfur okkar á sann-
girnirsjónarmiðum og þeirri
þróun sem orðið hefur i heiminum
varðandi orkuverð.
Iðnaðarráð-
herra óskar
viðræðna
um endur-
skoðun
álsamningsins
17. til 18.
febrúar n.k.
Starfi endurskoð-
unarskrifstofunnar
miðar vel áleiðis
Duiarfull hækkun Alusuisse á
súráli i hafi og önnur samskipti
þess við islenska rikið hafa veriö
mjög i sviðsijósinu siðustu vik-
urnar. Skýringa f jölþjóðafyrir-
tækisins á þessu fyrirbæri er
beðið með óþreyju, auk þess sem
rikisstjórnin óskaði i desember
eftir viðræðum við Alusuisse um
endurskoðun álsamningsins.
Þjóðviljinn leitaði til Hjörleifs
Guttormssonar, iðnaðarráð-
herra, um stöðu þessara máia.
Hvenær er ráðgert að viðræður
hefjist milli islenska rikisins og
Alusuisse um endurskoðun samn-
ingsins um Alverið?
„Eins og menn muna sam-
þykkti rikisstjórnin á fundi sinum
9. desember sl. að hið fyrsta
skyldu teknar upp viðræður við
Alusuisse til endurskoðunar á nú-
verandi samningum milli is-
lenskra aðila og Alusuisse og þær
færu fram hérlendis.
1 samræmi við þetta skrifaði
iðnaðarráðuneytið Alusuisse hinn
8. janúar sl. og óskaði eftir að við-
ræður um endurskoðun samning-
anna og var tillaga gerð um
17.—18. febrúar sem viðræðu-
daga.
Svar hefur enn ekki borist enda
aðeins ein vika liðið frá þvi þessi
tilmæli voru borin fram.
Ráðuneytið vinnur nú að undir-
búningi þessa máls með sérstakri
athugun á þeim þáttum er
mestu varða, svo sem orkuverði
og skattlagningu”.
— Hvaða frest hefur Alusuisse
til að skila skýringum varðandi
hækkun súráls i hafi?
„í nefndu bréfi til Alusuisse
itrekaði ráðuneytið óskir sinar
um að skýringar vegna hækkunar
á verði súráls i hafi bærust ráðu-
neytinu sem fyrst og ekki siðar en
fyrir lok þessa mánaðar.
Eins og menn muna kom að-
stoðarforstjóri Alusuisse til við-
ræðna við ráðuneytið vegna upp-
lýsinga þess um mismun á fob-
verði út frá Astraliu og til Islands.
Hann gaf þá munnlega skýrslu,
sem ráðuneytið taldi ekki full-
nægja, enda gerði hann ráð fyrir
að ýtarlegri upplýsingar fylgdu á
eftir.
Við óskuðum eftir þvi með bréfi
til endurskoðunarskrifstofu Coo-
pers & Lybrandt i London, fyrir
jól að þeir hefðu samband við
Alusuisse og tækju við skýringum
þeirra varðandi „hækkun i hafi”,
og gerðum Alusuisse grein fyrir
þvi að þeir ættu kost á að koma
sjónarmiðum sinum á framfæri
við endurskoðunarskrifstofuna.
Mér er kunnugt um að þeir hafa
þegar hagnýtt sér það tilboð”.
— Hvernig hefur starfi endur-
skoðunarskrifstofunnar miðað?
„Ég hygg að starfi hennar miði
vel áleiðis, en auk athugunar á
„hækkun i hafi” óskaði ráðu-
neytið eftir áliti á því hvert telja
beri eölilegt verö á súráli milli
óskildra aðila á árunum
1975—1980, annars vegar miðað
við útflutning frá Astraliu og hins
vegar miðað við öll heimsvið-
skipti með súrál. Ég vænti þess að
álit þeirra um þessi atriði liggi
fyrir nálægt næstu .nánaða-
mótum, þótt engir eindagar hafi
verið settir i því sambandi”.
— Hvers væntir þú af þessari
endurskoðun?
„Ég vonast til að hún varpi ljósi
á súrálsmálið þannig að unnt
verði að meta ástæður fyrir hin-
um mikla verðmun, sem athugun
ráðuneytisins leiddi i.ljós og gefi
jafnframt grundvöll til að meta
hvert telja megi eðlilegt verð á
aðföngum álbræðslunnar, þ.e.
verð er taki mið af viðskiptum
milli óskildra aðila.
Þetta er annar þátturinn, sá er
varðar fortiðina. Hitt skiptir þó
höfuðmáli að við getum náð við-
unandi endurskoðun á samning-
um varðandi álbræðsluna i
Straumsvik, en þeir eru sem
kunnugt er bundnir til ársins 1994
og raunar með litlum möguleik-
um til breytinga til ársins 2014,
nema samkomulag verði um
annað.
Staða okkar i þessu máli bygg-
ist ekki sist á góðri samstöðu hér
heima fyrir um þær kröfur sem
við hljótum að setja fram og reis-
um á sanngirnissjónarmiðum og
þeirri þróun , sem orðið hefur i
heiminum varðandi orkuverð og
fleira á undanförnum árum.
Bó
Ferdaskritstota
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoóavog 44 - Simi 86255
Bæklingar sendir og
aörar upplýsingar um
skólana.
Kynningarfundir
verða haldnir á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 17. janúar kl. 14 e.h. og á
Rein, Akranesi sunnudaginn 18. janúar kl. 14 e.h.
Norman Harris, fulltrúi skólanna mætir á fundina.
Sýndar verða kvikmyndir um skólana og frá Bournemouth.
(2) Pooio (3) WimbQine (4) Blyndford. (ý) Sherborne
Samtvinnuð kennsla og ýmiskonar tómstundaiðja, iþróttir, leikir, fyrir-
lestrar, skoðunarferðir og aðrar skemmtanir á einum frægasta bað-
strandarstað Englands — Bournemouth. Gist er á einkaheimilum, sér her-
bergi og aldrei nema einn íslendingur á sama heimili.
Lærið ensku í Englandi
39 mismunandi námskeið i 16 skól-
um.
Starfa Mttárit. ANGLOCONTINENTALEDUCATWNALGROUP
CJrvals kennarar og starfslið.
Nýtísku kennsluaðferðir og tækni.
Opnir fólki á öllum aldri.
Ferðaskrifstofa okkar skipuleggur 5. árið i röð sérstakar hópferðir á Nova
School i Bournemouth
dagana: 31. mai - 21
- 12. júli - 2. ágúst og 6.
september. Lágmarksd
völ 3 vikur en hægt að
framlengja dvöl að vild.