Þjóðviljinn - 17.01.1981, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Síða 7
Helgin 17.—18. janúar 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 sunnudegi Einar Karl ræðir við Ragnar Arnalds fjármálaráðherra um stöðu efnahagsmála, afkomu ríkissjóðs, skattamál, erlendar skuldir, efnahagsáætlunina og fleira STAÐA EFNAHAGSMÁLA ER ALLS EKKI SLÆM Ragnar Arnalds: Alþýðubandalagið hefur oft áður átt þátt i að breyta gildandi verðbótakerfi með lögum, t.d. i báðum þeim rikisstjórnum sem Ólafur Jóhannesson veitti forstöðu. Þessar aðgerðir, sem ákveðnar hafa verið um áramótin, eru eins og aðrar efnahagsráð- stafanir sem Alþýðubandalagið hefur tekið þátt i, miðaðar við það að hægja á verðbólguhraðanum án þess að skerða kaupmátt hjá meðal- tekjufólki og lágtekjufólki yfir árið i heild. Þjóðviljinn: Er séð nú hvernig afkoma rikissjóðs varð á árinu 1980? Ragnar Arnalds: Rikið velti á siðastliðnu ári 370 þúsund milljónum gkr., og er þvi dags- veltan um milljarður. A þessu :sést að það er erfitt að láta rikis- sjóðsdæmið stemma upp á krónu. Það verður að teljast i sæmilegu jafnvægi ef skekkjumörkin eru innan við 1% af veltunni. Rekstur rikisins má meta út frá tveimur sjónarmiðum. Annars- vegar er talað um rekstraraf- komu rikissjóðs, það er að segja mismun tekna og gjalda, og er þá miðað við allan álagðan skatt á viðkomandi reikningsári. Tölur um rekstrarafkomu liggja ekki fyrir strax, og rikisreikningur er venjulega ekki lagður fram fyrr en i aprillok fyrir undangengið ár. Ég tel þó langliklegast að rekstur rikissjóðs sé jákvæður um nokkra milljarða gkr. Hinsvegar er svo rætt um greiðslujöfnuð rikissjóðs og þá miðað fyrst og fremst við innheimtar tekjurog tillit tekið til lánahreyfingar inn og út. Eins og fram kom i fréttatilkynningu, sem fjármálaráðuneytið sendi út nýverið, greiddum við 8 milljarða gkr. i afborgun af rikissjóðslán- um til Seðlabankans á liðnu ári, en ný skuldaaukning á árinu hjá Seðlabankanum er 1.2 milljarður gkr. reiknað á föstu verðlagi. Þetta þýðir að okkur vantar 1.2 milljarða gkr. til þess að standa að fullu við áætlun okkar um að greiða til baka i Seðlabankann. Endurgreiðslan nam þvi 6.8 milljörðum gkr. nettó. Svo er það allt annað mál að sú gifurlega skuld sem safnaðist upp i rikisstjórnartið Geirs Hall- grimssonar ’74 og ’78 og komst hæst i 27 milljarða króna, hefur verið framreiknuð frá ári til árs með verðbótum. Verðbætur einar á þessari skuld námu 8 milljörðum gkr. á sl. ári svo skuldin hefur litið lækkað i krónu- tölu. 1 samanburði er þó hæpið að taka þennan verðbótaþátt me& þvi þá er um leið verið að tala um verðminni krónur. 27 milljarðar gkr. i árslok 1980 eru að sjálf- sögðu allt annað en 27 milljarðar 1977, en á þeim tima hafa fjárlög m.a. tvöfaldast. Erum hættir að prenta seðla Það fæst ekki úr þvi skorið fyrr en að nokkrum tima liðnum hvoru megin við strikið rikissjóðsdæmið telst vera, en auðvitað er það algjört aukaatriði hvort þarna er um að ræða 0,5% i plús eða minus. Aðalatriðið er að rekstur rikissjóðs er loksins kominn i við- unandi jafnvægi. Við erum semsagt hættir þeirri ósvinnu að prenta seðla til þess að geta stdtað af óraunhæfum skattalækkunum, með tilheyr- andi skuldasöfnun rikisins hjá Seðlabankanum. A þeirri töflu sem fylgir greininni sést vel hvernig þeir Geir Hallgrimsson og Matthias Á. Mathiesen fóru að. Þeir eyddu meira en þeir öfl- uðu, og söfnuðu skuldum á hverju ári frá ’74 til ’78. Og þeir slógu lika metið i rikisútgjöldum á liðn- um áratug 1975, er þau komust i 31.4% af þjóðarframleiðslu. Ekki rætt um tollalækkanir Þjóðviljinn: Stjórnarandstæð- Ýmis merki um jákvæða þróun, og atvinnu- ástand víðast hvar með viðunandi hætti ingar halda þvi mjög á lofti að sá árangur sem náðst hefur i þvi að tryggja jafnvægi i rikisbúskapn- um sé tilkominn með skattaáþján rikisins. Hvað vilt þú segja um það? R.A.: Beinu skattarnir til rikis- ins hafa ekki hækkað á sl. ári, en útsvörin til sveitarfélaga hækk- uðu og þessvegna hækkaði heildarskattbyrðin litillega. Það er enginn vegur að halda uppi skattalækkunum með skuldasöfn- un rikisins eins og gert var áður. Með þvi er verið að búa til verð- bólgu og velta skuldunum yfir á framtiðina. Menn tala mikið og hátt um það ef skattar hækka eða einstökum skattstofnum er breytt. Á hitt minnist vart nokkur maður ef skattar lækka. 1 þessu sambandi er nauðsynlegt að minna á það að tollar á innfluttum varningi, sem endanlega koma fram sem álögur á almenning i vöruverði, hafa stórlækkað öll árin ’78, ’79 og ’80 svo nemur mörgum milljörðum gkr. á hverju ári. Og nú um siðustu áramót var um að ræða tollalækkun til iðnaðarins uppá um 1.5 miljarð gkr. Breyting á skattalögunum Þjv.: Rikisstjórnin hefur i efna- hagsáætlun sinni boðið skatta- lækkun á móti frestun verðbóta. en á sama tima er skattvisitala ekki hækkuð nægilega. Er þá ekki aðeins verið að lækka það sem áður var búið að hækka? R.A.: Það er rétt að skattvisi- tala hefði átt að hækka meira að öllu óbreyttu. Skattvisitalan var á fjárlögum ákveðin 145 stig, en það er um 45% hækkun frá árinu áður. Ef engar breytingar yrðu gerðar á skattalögum er áætlað að nú- verandi skattkerfi og skattvisi- tala myndu skila um fjórum miljörðum gkr. umfram það sem fjárlög gera ráð fyrir, eða 86.6 miljörðum gkr. i stað 82.6. Hugsunin að baki þessu er sú að við ætlum þessa fjóra.miljarða til þess að gera almennar breyt- ingar á tekjuskattskerfinu, hækka þak á vaxtafrádrætti, huga að málum einstæðra for- eldra og fl. Að svo miklu leyti sem þetta fé verður ekki notað til sérstakra breytinga á skattalögum verður það nýtt til þess að hækka frá- dráttarliðina, eins og að skatt- 'visitala hefði hækkað sem þvi nemur. Saman við þetta má þvi alls- ekki blanda þeim 11 miljörðum sem við höfum til efnahags- ráðstafana á fjárlögum. Ég geri ráð fyrir að ca. 7 miljarðar gkr.. verði notaðir af þvi fé til þess að lækka skatta eða greiða fjöl- skyldubætur með það fyrir aug- um að auka kaupmátt meðal- launa og lægri um 1 1/2%. Heimild til að auka skattalækkun Þjv.: Það er talað um skatta- lækkun sem nemur 1 1/2% i kaupi til þess að jafna þá timahundnu kaupmáttarskerðingu sem hlýst af frestun verðbóta 1. mars. Hef- ur rikisstjórnin fé milli handa til þess að jafna metin ef skerðingin hjá láglaunafólki verður meiri en nú er fyrirsjáanlegt? R.A.: Efnahagsáætlunin miðar að þvi að þrátt fyrir breytingar á verðbótakerfinu 1. mars verði kaupmáttur meðaltekna og lægri ekki lakari en verið hefði að óbreyttu. Launafólk fær minni verðbætur á fyrri hluta ársins en meiri á seinni hluta þess. Þetta vinnst upp eins og kunnugt er með óskertri framfærsluvisitölu 1. júni, 1. september og 1. desember i stað skerðingarákvæða Ólafs- laga, en einnig rýrnar kaupmátt- ur talsvert miklu minna á hverju verðbótatimabili, þegar verð- bólgan fer niður fyrir 50% i stað 70%. Það sem á kynni að vanta viljum við bæta með sérstakri skattalækkun, sem er áætluð 1 1/2% i kaupmætti launa. Reynist kaupmáttarskerðingin meiri en áætlað var getur þurft meira til, og i þvi skyni eru heim- ildir i bráðabirgðalögunum til aö skerða niður útgjaldaupphæðir fjárlaga. Hvort til þess þarf að koma verður ekkert sagt að svo stöddu. Kaupmátturinn er aðalatriðið Þjv.: Sú skoðun hefur heyrst að það sé stigsmunur en ekki eðlis á bráðabirgðalögunum frá áramót- um og kaupránslögunum frá þvi i febrúar 1978. Hver er þin afstaða til þess? R.A.: Stjórnarandstaðan likir þessum aðgerðum við kaupráns- lögin 1978, en þar er svo sannar- lega óliku saman að jafna, þvi samkvæmt þeim átti að klipa helming verðbóta af launum jafnt og þétt á þriggja mánaða fresti án þess að nokkuð kæmi i staðinn. Samkvæmt efnahagsáætlun nú- verandi rikisstjórnar er um jöfn skipti að ræða þegar litið er á árið i heild. Alþýðubandalagið hefur oft áður átt þátt i að breyta gild- andi verðbótakerfi með lögum,'og var það til dæmis gert i báðum þeim rikisstjórnum sem ólnfur Framh. á næstu síðu Innheimtar tekjur og gjöld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu Taflan hér að ofan sýnir að með óraunhæfri skattheimtu, sem var i engu samræmi við rikisútgjöld á sama tima, rak rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar rikissjóð frá ’74 til '78 með stöðugum halla og stór- felldri skuldasöfnun við Seðlabankann. Hún á lika metið i ríkisútgjöldum á siðasta áratug, árið 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.