Þjóðviljinn - 17.01.1981, Side 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. janúar 1981
Viðtal við Ragnar Arnalds
Jóhannesson veitti forstöBu og
Alþýöubandalagiö átti aöild aö.
Formreglurnar sjálfar hafa
aldrei veriö aöalatriöiö frá okkar
bæjardyrum séö, heldur sá kaup-
máttur launanna, sem veröbæt-
urnar eða aörar aðgerðir skiluöu.
Þessar aðgeröir sem ákveðnar
hafa verið um áramótin eru þvi,
eins og aðrar efnahagsráðstafan-
ir sem Alþýöubandalagið hefur
tekið þátt i, miöaðar viö það að
hægja á hraða verðbólgunnar án
þess að skerða kaupmátt hjá
meðaltekjufólki og lágtekjufólki.
Þrjár leiðir til
skattalækkunar
Þjv.: En geta ekki skapast
vandamál við skattgreiðslur ef
verðbólguhjöðnun veröur að
veruleika?
R.A.: 1 sambandi við þessi
skipti á sköttum og veröbótum
verður að hafa i huga það
vandamál aö þegar veröbólga fer
minnkandi verða skattarnir hlut-
fallslega heldur þyngri miðað við
tekjur á liöandi stund. A sama
hátt og skattarnir lækka raun-
verulega þegar verðbólgan er á
uppleið. Þetta er staðreynd sem
við komumst aldrei framhjá.
Þjv.: Nú er ekki ákveðit
hvernig formið verður á þessar
skattaiækkun, en það hlýtur at
skipta verulegu máli. Hvenær má
vænta ákvörðunar i þvi efni?
R.A.: Við munum eiga ýtar-
legar viðræður við verkalýðs-
hreyfinguna um þessa hlið máls-
ins áður en nokkrar ákvaröanir
veröa teknar. En þrjár leiðir
koma helst til greina:
1. Hækkun skattafsláttar, sem
gengur þá upp i útsvar og
sjúkratryggingargjald, ef við-
komandi greiðir ekki tekju-
skatt.
2. Ákveöin verði tiltekin upphæð i
fjölskyldubætur til allra skatt-
greiðenda, sem hafa tekjur
undir ákveðnu marki. Þá fá
þeir mest sem minnst hafa, ef
um er aö ræöa fasta krónutölu.
3. Afnám sjúkratryggingar-
gjalds, sem eins og kunnugt er
nemur 1 1/2 til 2% af tekjum.
Þaöer einföld aöferð til þess að
skila þessu 1 1/2% i skatti, en
kæmi ekki að eins góðum not-
um og hinar leiöirnar tvær fyrir
lægst launaöa fólkið.
Nægt fé í
niðurgreiðslur
Þjv Svo við vendum okkar
kvæði i kross þá eru uppi efa
semdir um að nægilegt fé sé fyrii
hendi til þess að viðhaida niður
greiðslustigi á búvöru.
R.A.: Það er rétt að sumir
stjórnarandstæðingar eru með
upphrópanir um að niður-
greiðslur nægi ekki fyrir óbreyttu
niðurgreiðslustigi, hvað þá að
þær geti hækkað til jafns við
hækkun búvöruverðs á árinu.
Þessir menn hafa greinilega ekki
fylgst með þvi sem samþykkt var
á fjárlögum. Til niðurgreiðslna
eru áætlaðir 35 miljarðar gamalla
króna, en það er 43% aukning frá
liönu ári, og ætti aö duga lang-
leiöina til að halda i við verðbólg-
una. Hugsanlega verðum við þó
að taka einn miljarð eða svo af
liönum efnahagsaðgerðir á fjár-
lögum i þessu skyni.
3% viðskiptahalli
Þjv.: Enda þótt margar stærðir
i þjóöarbúskapnum virðist hafa
þróast skaplega á siðasta ári er
enn um nokkurn viöskiptahaila að
ræða. Er það ekki áhyggjuefni?
R.A.: Viðskiptahallinn er
liklega rúmir 40 miljarðar
gamalla króna á siöasta ári, en
það er um 3% af þjóðarfram-
leiöslu, sem er alls ekki meira en
oftast áður. Samkvæmt þjóðhags-
spá er gert ráð fyrir að viðskipta-
hallinn á árinu 1981 veröi um 2%.
I þessu sambandi verðum við
að minnast þess að við erum að
byggja upp fyrir framtiðina, bæði
með stórfelldum raforkufram-
kvæmdum og miklum hitaveitu-
framkvæmdum, og þess er varla
að vænta að viö fjármögnum
þessar framkvæmdir, t.d. 30
miljarða kr. til Hrauneyjarfoss-
virkjunar taliði gömlum krónum,
með tekjum liðandi árs. Það er
fullkomlega eðlilegt að við dreif-
um kostnaðinum af þessum fram-
kvæmdum á nokkurt árabil og
þess vegna verðum viö að taka
erlend lán i þessu skyni. En það
kemur þá út i minni háttar
viðskiptahalla á liðandi stund.
Komið og skoðið
þá bestu frá V.Þýskalandi og Japan
frá kl. 1 - 6
lASYNIHGB
VOLKSWAGEN - BÍLAH FRA V.ÞÝSKALANDI
DERBY GOLF - SENDIBÍLAR
MITSUBISHI - BÍI.AR FRÁ JAPAN
COLT - LANCER - GALANT - SAPPORO - L300 SENDIBÍLAR
Erlendar skuldir
ekki áhyggjuefni
Þjv.: Þú ræðir um erlendar
lántökur og þvi er ekki úr vegi að
spyrja hvort greiðslubyrði af
erlendum iánum sé ekki komin á
hættuiegt stig.
R.A.:Undanfarinár hafa hægri
öflin haldið uppi miklum hræðslu-
áróðri þess efnis að fjárfesting i
landinu væri að setja þjóðarbúið á
hvolf með erlendri skuldasöfnun.
Fyrir nokkrum árum var
algengt að þvi væri haldið fram
að fjárfestingin i tið vinstri
stjórnarinnar ’71 til ’74 myndi
leiða til þess að greiðslubyrði af
erlendum lánum i hlutfalli við út-
flutningstekjur færiupp i 20%. Ég
gagnrýndi þennan málflutning á
sinum tima sem óraunsæjar
hrakspár. Enda taka menn
sjaldnast meö i reikninginn að er-
lend lán rýrna einsog önnur lán i
hinni alþjóðlegu verðbólgu.
Staðreyndin er sú að þetta
skuldahlutfall hefur fariö jafnt og
þétt lækkandi. Það var 14.2%
1975, og hefur lækkað ár frá ári
niður i 12.8% 1979. A sl. vetri ruku
sérfræðingar með þessa tölu upp i
16%, en nokkrum mánuðum
seinna var talan aftur komin niö-
ur i 14 til 15%. Skýringin var ein-
faldlega sú að vextir hækkuðu á
erlendum fjármagnsmörkuðum
um tima, en lækkuðu siöan aftur.
Það er þvi ljóst að þessir útreikn-
ingar segja ekki mikiö sem máli
skiptir.
Auðvitað verðum við hiklaust
að taka erlend lán til arðbærra
framkvæmda, sem afla okkur
gjaldeyris eða spara hann. Og við
þurfum ekkert að óttast þó að
lánsfjáráætlun sé nokkuð há
þessa stundina, eða þessi árin,
meðan svo gifurlegar orkufram-
kvæmdir standa yfir. Bráða-
birgðayfirlit um lánsfjáráætlun
var lagt fram áður en fjárlög voru
afgreidd á þingi. Þar var gert ráð
fyrir erlendum lántökum uppá
135 miljarða gkr. Þar ber að sjálf-
sögðu langhæst lántökur vegna
Hrauneyjarfossvirkjunar, sam-
anlagt um 46 milljarða gkr., og
lántökur vegna hitaveitufram-
kvæmda, um 18 miljarðar gkr.
Verðtryggðir
sparifj árreikningar
og vaxtalækkun
Þjv.: Fráhvarf frá raunvaxta-
stefnu og hagur sparifjáreigenda
er mjög til umræðu. Telur þú að
sú stefna sé verjandi gagnvart
þeim?
R.A.: Fráhvarf frá vaxtavit-
leysu kratanna á eftir að verða
þjóðinni til heilla. Lita má á
lausafjárstöðu bankanna en hún
batnaði verulega á sl. ári, enda
þótt vaxtahækkunum væri skotið
á frest. Innlánaaukningin i
bankakerfinu varð um 65%, en
útlánaaukningin um 56%. Þessi
þróun sýnir betur en flest annað
að sparifjármyndun er ekki i
neinni hættu þótt ekki sé farið að
hækka vexti enn frekar eins og
kratar hafa lagt megináherslu á.
Aðalatriðið er að allir eigi þess
kost að ávaxta sparifé á verð-
tryggðum reikningum, sem ekki
eru bundnir til alltof langs tima.
Þetta er einmitt það sem rikis-
stjórnin hefur ákveðið með
bráðabirgðalögunum, þar sem
gert er ráð fyrir verðtryggðum
sparireikningum með 6 mánaða
bindingu i stað tveggja ára áður.
Að öðru leyti þurfum við heldur
á vaxtalækkun að halda til þess
að auðvelda okkur að hægja á
verðbólgunni.
Viðunandi útlit
í efnahagsmálum
Þjv.: Af máli þinu má ráða að
þú teljir stöðu efnahagsmála ekki
mjög slæma nú i ársbyrjun. En
hvernig er útlitið á næstu mánuð-
um?
R.A.: Ég tel að staða efnahags-
mála sé nokkuð viðunandi nú um
áramótin, miðað við allar
aðstæður. I þvi sambandi vil ég
nefna nokkur atriði:
1. Rekstrarstaða atvinnuveganna
á að geta orðið i sæmilegu lagi
næstu mánuði eftir efnahags-
aðgerðir rikisstjórnarinnar;
verðbólgan verður miklu minni
en horfur voru á, lækkun vaxta
af gengistryggðum lánum
hjálpar verulega til, svo og sú
millifærsla fjármagns, sem
fyrirhuguð er.
2. Kaupmáttur launa batnaði
verulega i kjölfar nýrra kjara-
samninga. Hann rýrnar að visu
eitthvað þegar á árið liður, en
rýrnunin er sennilega minni en
verið hefði að öllu óbreyttu, ef
engar efnahagsaðgerðir hefðu
verið gerðar.
3. Staða rikissjóðs er i viðunandi
jafnvægi. Að visu er enn ekki
ljóst, hver endanleg niðurstaða
verður, en þó' er fullljóst að
staðan gagnvart Seðlabankan-
um á föstu verðlagi hefur batn-
að um allmarga milljarða gkr.
4. Hinsvegar eru horfur á að
nokkur halli verðir á viðskipta-
jöfnuði við önnur lönd, en þó
alls ekki meiri en oftast áður.
5. Lausafjárstaða bankakerfisins
•batnaði verulega á liðnu ári og
aukning innlána varð talsvert
meiri en aukning útlána.
Þegar á heildina er litið tel ég
þvi.að staða efnahagsmála se alls
ekki slæm og ýmis merki um
jákvæða þróun. Þar við bætist aö
atvinnuástandið er viðast hvar
með viðunandi hætti og i heildina
tekið nokkuð gott, sem er talsvert
annað en unnt er að segja um
ástand mála i flestum nálægum
löndum, sem þessutan eiga mörg
við mikinn .vanda i rikisfjármál-
um að etja.
— ckh
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Gangavörður
JStarf gangavarðar, karl eða kona, við
Viðistaðaskóla, Hafnarfirði, er laust til
umsóknar.
Til greina kemur að skipta starfinu i tvær
hálfar stöður. Umsóknarfrestur er til 23.
jan. n.k.
Væntanlegir umsækjendur tilgreini aldur
og fyrri störf. Upplýsingar i simum 52911
53113 og 53444,
Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar,
Strandgötu 4.