Þjóðviljinn - 17.01.1981, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17 —18. janúar 1901
Si, 29 ára, og aö baki hennar Toy, 30 ára. Báöar
vændiskonur gegn vilja sinum
Klong Thoey heitir hverfi i Bankok. Þaö er eitt af stærstu slömmum i heimi.
VÆNDI
í THAILANDI
Þriðji stærsti
atvinnuvegurinn
Héraðslæknirinn í Öre-
bro í Svíþjóð hef ur nú kært
f erðaskrifstof una Ciub
Thai Tours í AAalmö fyrir
að skipuleggja vændis-
ferðir til Thailands. Ástæð-
urnar fyrir kærunni eru
þær að stór hluti Svía sem
hefur farið í þessar ferðir
til Bankok hefur komið til
baka með kynsjúkdóminn
„Saigonrósina".
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli i Sviþjóð en einn aðaleig-
andi ferðaskrifstofunnar neitar
öllum ákærum og hefur nú i
hyggju að kæra héraðslækninn
fyrir atvinnuróg. Málið er nú i
höndum rannsóknarlögreglunnar
i Malmö.
Blaðamaðurinn Stefan Lind-
gren frá Dagens Nyheter lét bóka
sig i hópferð með Club Thai i
október og sunnudaginn 4. janúar
s.l. var ferð hans lýst i blaðinu.
Hann fór i hóruhús, sexklúbba og
fátækrahverfi, allt heimsóknir
sem fararstjórinn skipulagði.
Látum hann hafa orðið:
„Ég geng eftir götunni Visut
Kasat i kinverska hverfinu i Ban-
kok. Meðan á Vietnamstriðinu
stóð var þetta eitt finasta hverfið
sem bandariskir hermenn i frii
gistu. Eftir að striðinu lauk er
þetta eins og hvert annaö vændis-
húsahverfi.
Loftið er þungt og i bakgörðum
húsanna eru óteljandi rangalar
með dyrum við dyr inn i litil her-
bergi þar sem vændið fer fram.
Hótelin heita 999, 666, já öll þau
sem hafá tölustafi i nafninu eru
örugglega vændishús.
Ég geng inn i anddyri 42 júni-
hótelsins og þar taka á móti mér
hóteleigandinn og nokkrar bros-
mildar stúlkur. Þeim virðist ég
vera liklegur til að vilja gista
hótelið og eigandinn spyr hvort ég
vilji nokkra aukaþjónustu. Ég
bendi i vasaorðabók sem ég hef
meðferðis á enska orðið „virgin”
þ.e.a.s. meyja. Eigandinn verður
allur eitt bros og skrifar á sDÍald
5000 bath ium 1500 nýkr.). Hann
lofar að hafa fórnarlamb sitt til
reiöu i býtið i fyrramálið.
En hvernig gengur þetta til?
Hvaðan koma stúlkurnar og hvað
finnst þeim um starf sitt? Með að-
stoð enskumælandi vændiskonu
og i nokkrum tilfellum thailensks
túlks hafði ég viðtal við tylft
vændiskvenna.
Si og Toy voru tvær þeirra. Ég
hitti þær kvöld nokkurt á heimili
þeirra. Si er 29 ára gömul og er
eins og Toy ættuð frá hinu fátæka
héraði Isan i NA-Thailandi. Henni
segist svo frá:
„Ég hef unnið við þetta siðan
Bandarikjamenn voru hér. Mér
likar starfið ekki en það er ekki
um aðra atvinnu að ræða. Fyrsta
kvöldið sem ég varð að selja mig
hét ég mér þvi að gera það aldrei
oftar. Þeir fóru ferlega meö
okkur hermennirnir i Sattaship
og Utapao. Flestir þeirra voru
leiðindagaurar („shit” segir Si á
amerisku). Sumir neituðu jafnvel
að borga og þá var eina ráðið að
grýta skóm i þá.
Lögreglan hefur aldrei tekið
mig þó að nærri hafi legið. Nú
hefur hótelið tryggt okkur gegn
lögreglunni með þvi að hver
stúlka borgar 30 nýkr. á mánuði i
mútur til hennar.
Pabbi vissi að ég var byrjuð að
fara út á göturnar áður en hann
dó. Hann hélt þvi leyndu fyrir ná-
grönnunum en sagði ekkert við
mig. Ég á tvö börn, 4 ára strák og
7 ára stelpu sem mágur minn i
Petchaburi hefur tekið að sér.
Faðir stelpunnar er bandariskur
hermaður. Hann heitir Baker en
ég hef ekkert heyrt frá honum
siðan hann var sendur heim árið
1976. Hvorugt barnanna hefur
fæðingarvottorð svo að þau koma
ekki til með að fá aðgang að
venjulegum skólum en mágur
minn ætlar að reyna að útvega
dóttur minni fæðingarvottorð
með mútum.”
Toy er 30 ára og var eitt sinn i
Freiburg i V-Þýskalandi i 3 mán-
uði. Þýskur túristi tók hana með
sér. Hún segir:
„Hann talaði of mikið og ég
þoldi hann ekki þegar hann var
fullur.
Undanfarið hefur þetta gengið
verr og verr hjá mér. Eftir að ég
kom frá Þýskalandi var ég hand-
tekin af lögreglunni og ég á sifellt
erfiðara með að ná i viðskipta-
vini.
Ég á tvö börn i Surin i Isan sem
foreldrar minir sjá um. Þau eiga
bæði sama föður, Kinverja sem
fór frá mér þegar eldra barnið
var 3 ára. Við vorum samt ekki
gift en bjuggum saman.
Nú er ég alveg að komast i þrot
með peninga og hef engan áhuga
á að byrja að vinna á nuddstofu.
Til þess að komast þar að verður
maöur að taka tveggja vikna
námskeið sem kostar 90 nýkr.,Og
sjúkdómarnir kosta lika sitt. Ég
fæ oft sjúkdóma og siðast var það
Svii sem smitaði mig. Fyrsta
læknisskoðun kostar 45 nýkr. en
siðan kostar hver sprauta 6nýkr.’
— Hvernig leggst framtiðin i
þig?
„Ég reikna með að einn góðan
veðurdag verði ég að fara heim til
min til Surin. Ef ég er heppin hér
get ég þénað 1500 nýkr. á mánuði
en slæma mánuði er þérlustan
ekki nema um 170 nýkr. (meðal-
tekjur vændiskvenna á lands-
byggðinni eru um 200 nýkr.).
Siðasta mánuð hef ég aðeins náð i
tvo viðskiptavini.”
Hvorki Si né Toy telja sig eiga
nokkra framtið i Bankok. Verk-
smiðjuvinna?
— Hún er alltof erfið, segir Toy.
Við viljum frekar fara heim.
Þetta viðtal og önnur sýna öll
hversu vændi er snar og viður-
kenndur þáttur i þjóðlifi Thai-
lands.
Fræðimaðurinn Nopporn Sou-
wanpanit skýrir tilvist vændisins:
„Fram til 1868 var staða
kvenna hér i landi sú sama og
staða þrælsins. Þær gengu kaup-
um og sölum. Fjölkvæni var fyrst
bannað með lögum árið 1935 en
ýmsir eiga sér þó ennþá hjá-
konur.
Tómarúmið sem afnám fjöl-
kvænisins skildi eftir leiddi til
stóraukins vændis. Það hefur þó
þekkst i töluverðum mæli i 200 ár i
Thailandi. Vændi var lögleitt árið
1909 en þá gaf Rama V. konungur
út tilskipun um að vændishús
skyldu merkt með grænum ljós-
kerum.
Eftir seinni heimsstyrjöldina
gekk Thailand i Sameinuðu þjóð-
irnar og varð þá að lýsa vændið
ólöglegt að nafninu til. Það eru
ekki bara túristar sem sækjast
eftir vændiskonum i landinu
heldur er vændið snar þáttur i
þjóðlifi landsmanna. Hit’t er
annað mál að peningar túristanna
eru mjög eftirsóttir af vændis-
konum.”
Sænski blaðamaðurinn ferð-
aðist m.a. um héraðið Do Kham
Thai i norðurhluta landsins en þar
eru stúlkurnar álitnar sérstak-
lega fagrar vegna ljóss hörunds-
litar. Hér vaða umboðsmenn frá
vændishúsunum uppi og kaupa
ungar stúlkur. Meðal annars f jár-
festa þeir i 8—9 ára gömlum
stúikum fyrir 14-1600 nýkr., fara
Sœnskferðaskrifstofa hefur verið kærð
fyrirað skipuleggja þangað vændisferðir