Þjóðviljinn - 17.01.1981, Side 17
Maður tekinn
upp i bíl
Hann stóð keikur við
vegkantinn með stóran
poka á baki og leit um öxl.
Ég frekar fann að hann
þurfti far, en að hann gæfi
það til kynna.
Ég þarf ekki lengra en móts viö
Skiðaskálann, sagði hann.
— Vinnurðu hjá Steingrlmi?
— Nei, ég bý þarna i grennd.
Hann kom sér fyrir I framsæt-
inu með stóran pokann I fanginu
og vildi alls ekki leggja hann frá
sér — Þetta er okkur dýrmætt
sem i pokanum er og ég vil ekki
að nokkuð komi fyrir það, — sagði
hann og þykkar brúnirnar sigu.
Mig tók að gruna ýmislegt,
enda strjálbýlt i kringum Stóra-
Reykjafell og varla nema tvær
manneskjur, sem hafa sest aö i
torfbæ uppi i fjallinu og stunda
vefnað i vetrarhriöunum þegar
skelfingar nista borgarbúann og
rafmagnið fer af og útvarpsloft-
net hrynja á Vatnsendahæð og
ekki er hundi út sigandi f miðri
borginni.
— Ertu vefarinn?
- Já.
— Ég hélt þú værir dauöur, segi
ég og lít glottandi á kail.
— Nei, ég er langt i frá dauður
— og hann hristist i hlátri, — en
þaö er hvorki aö þakka þeim
gamla, né heldur þessum Kristi i
Himnariki — og á eftir fylgja
óprenthæfar lýsingar á guös-
kristni i landinu.
Málsvari Stalíns
Við ókum inni heiðina og vegur-
inn var svell á köflum og bfllinn
dansaði áfram i rykkjum eins og
öldruð ballerina sem þykist ung,
og veröldin brosti viö okkur snæ-
hvit og heið.
Svinahrauniö var framundan
og ég var að hugsa um að máske
væri hér efni fyrir Þjóðviljann.
Ekki var ég búinn undir aö hafa
viðtal við þetta fólk, en myndir
geta talaö og myndavélin lá ein-
mitt i aftursætinu item eitt stykki
filma. Heldur fannst mér samt
syrta i álinn, er hann tók að út-
húða kommunum.
— Stalin var mikilmenni og
Beria var viröingarveröur
maður. Þegar þeirra naut ekki
við hallaði undan fæti og nú hafa
kommarnir svikiö allt sem máli
skiptir og ég er að gefast upp á
þeim, þekki þá ekki lengur frá
andskotans ihaldinu, sem ég hata
þó heitast af öllu og þennan yfir-
stéttarguð þeirra Krist.
Hús og þjóðfélag
— Hvað kom til að þið fluttuð i
heiðina?
Hann litur háðsiega til min og
brosir svo úti annað. — Þú spyrð
eins og ég hafi hrakist úr sælunn-
ar dal. Reyndar var ég flæmdur
úr minu húsi, en ég kaus einnig
sjálfviljugur að yfirgefa þetta vit-
firrta samfélag þar sem lifið
sjálft er sett að veði fyrir falsguði
og fölsk gæði og fólkið ferðast um
i lyftum allan daginn i eiginlegri
og óeiginlegri merkingu. Börn
hafa gaman af lyftum(en ég skil
ekki það sé fyrir fullorðið fólk.
— Segðu mér frá húsinu.
— Garðstunga hét það i Blesu-
gróf og er farið undir veg. Satt er
þaö að veggirnir voru sprungnir,
en inni var stolt heimili og hlýlegt
og garöurinn var dýrgripur og
það eru einmitt trén úr honum
kringum hestinn og reyndar upp-
með Miklubrautinni alllangt, seg-
ir hann og verður dreyminn i aug-
unum.
Bærinn í fjallinu
Framundan er brekkan viö
Skiðaskálann og þegar upp hana
er komið legg ég bilnum utan
vegar og áræði aö spyrja hvort ég
megi fylgja honum til bæjar.
Færðin er góð. örþunnt lag af
nýföllnum og fisléttum snjó hylur
hjarnbreiðu heiðarinnar og hann
gengur á undan léttur i spori eins
og unglingur með þungan pokann
á baki og stefnir á litinn kofa og
leggur kolareyk frá honum.
Allstór vefstóll nær fyllir gólf-
rýmið en kolaofn er i horninu viö
dyrnar. Veggirnir eru þaktir ein-
földum og tvöföldum mynd-
vefnaði og strangar eru á gólfi og
hillum. Húsgögn eru fábreytt
nema tveir stólar og mér sýnist
enginn heima nema kettir sem
eru í hverju horni.
Ekki er allt sem sýnist og konu-
rödd fagnar Honum og spyr hver
gesturinn sé og þegar augun venj-
ast rökkri kofans kemur i ljós lit-
ill pallur undir kvistglugga á
austurvegg með tveimur rúm-
bálkum og sat litil kona i öðrum
og óf.
Viðhorf og trú
Þrátt fyrir þröng húsakynni hér
er margt fyrir augað. og þegar
Hann veltir viö ströngum vefn-
aðar opnast viðari heimur og
kofaveggirnir þrengja ekki að.
Greinilegt er að þótt aö Hann
standi nú utan við stéttabaráttu
og sé ekki lengur i hörðu striði við
ihaldið, svikakomma og trúna, en
búi að fjallabaki, þá hefur víglin-
an aðeins færst til og i mynd-
heiminum geysar þetta strið enn.
— Hér er Óðinn, segir hann og
er okkar ættfaðir. Ég trúi á
náttúruna, sem ég er sprottinn úr,
stokka og steina, en enga drauga.
ÓBinn lét annað auga sitt fyrir
skynsemina og skáldgáfuna og
honum vil ég likjast og risa upp til
orrustu að morgni, þótt falli aö
kveldi, ekki bardagans vegna,
heldur þess að gefa ekki eftir, en
verjast kúgunaröflunum. Hér við
hlið Oðins er önnur mynd sem ég
nefni Vort daglega brauð og það
eru einmitt brauð sem stiga á
myndinni upp af krossi þjáning-
anna. Þú mátt gjarnan skilja af
þessu aö ég er enginn dýrkari
vinnunnar, því aö hún er böl og
hefur alltaf verið og ég vil aö
henni sé skipt réttlátlega á fólk,
sem og afrakstri hennar líka.
Konan hafði til þessa setið og
gert gælur viö kettina en fór nú á
stjá að kurla brenni og huga að
ofninum. Siðan setti hún upp te-
pott.
Húsmissir
Mér lá forvitni á að vita nánar
um húsmissinn.
— Það hét Garðstunga, sagði
hann og starði annars hugar út
um gluggann, þar sem einn katt-
anna sat og veiddi flugur af mik-
illi list. Og nú kom Hún meö te I
drifhvitum postulinsbolla, og te-
ilmurinn blandaðist ullarlyktinni
og ég fann hlýjuna og notalegheit-
in i þessum litla bæ og seytla um
hverja taug.
— Garðstunga og var ekki
byggð á leýfum og skilirium frá
þeim háu og reyndar gaf ég einu
yfirvaldinu hjá Borginni munn-
legt loforö á slnum tima um að
þrjóskast ekki við, ef þeir þyrftu á
landinu aö halda. Arin liðu og að
þvi kom aö þessir skrattar létu I
sér heyra — og Hann tekur snöggt
viðbragð, stendur upp af stólnum
og augun loga af heift, en kattar-
agniö i glugganum missti jafn-
vægið og datt ofaní bollann minn.
Hann gengur um gólf og þylur:
Náköld er Hemra
þvi Niflheimifrá
nöpur spreltur á.
En kaldara und rifjum er
konungsmönnum hjá.
Kalinn á hjarta þaðan
slapp ég.
Og ég heyri að hann tautar: Ég
held Grimur hefði átt aö hafa
heldur kristsmönnum hjá, alla-
vega ætti þaö betur viö okkar
tima, þegar enginn kóngur kúgar
oss, en kristnu hundarnir þyrpast
i kirkjurnar um nýáriö og þakka
fyrir gróðann á hinu gamla og
biðja um gott gróða- og kúgunar-
ár.
— Svo hafa þeir tekið húsið?
Hann horfir á mig og nú er ró og
staðfesta í svipnum. — Þeir héldu
áfram aö þrátta I þessu meö veg-
inn sem endilega átti aö liggja
gegnum húsiö okkar og þegar ég
fann alvöruna vildi ég að sjálf-
sögðu efna loforö mitt, þótt kall-
inn sem ég gaf það væri reyndar
dauður.
Reyndar baö ég um einhvern
skúr eða aflóga sumarbústað i
nágrenni borgarinnar i staöinn,
af þvi að ég kunni ekki aö meta
eign mina til verös, en þvi var
ekki ansað og i mig hent einhverj-
um skitnum peningum sem þeir
náðu aftur með þessu apparati
verðbólgunni.
— Þú hefur staðið á götunni?
— Hann litur útundan sér og
glottir. — Ekki alveg kannski.
Mig haföi um skeið grunað
hvernig fara myndi. Ariö 1967
byrjaði ég að byggja þennan bæ
hér utan i Reykjafellinu og var
næstum þvi búinn árið 1974, þegar
Borgin lét til skarar skriða og tók
af mér húsið. Reyndar höfðum
viö dvalið hér að sumarlagi um
nokkur ár. Eins og ég sagði var
nýja Garöstunga ekki fullbúin
1974 sem leiddi m.a. til þess að ég
varð að tjalda hér uppfrá yfir
myndirnar minar sem sumar
skemmdust af raka þvi aö þaö
var rigningartiö.
Óvarleg orð
— Innan um öll þessi teppi
hangir eitt málverk, þú hefur
málað talsvert?
— Það er rétt, en ég var aldrei
sáttur við málverkið, þótt
sköpunargleðin fengi þar útrás,
þettaö er yfirstéttarlist, kirkju-
list. Myndin sem þú sérð hér er
máluð eftir minni af Fjallabæjun-
um. Brekknakot er þarna efst við
fjallsræturnar og þar er ég upp
alinn hjá elskulegum fósturfor-
eldrum, sem Einar frá Her-
mundarfelli hefur skitlega rægt i
skrifum sinum um þessa byggö, á
sama hátt og bróöir minn Siggi
Magg hefur rægt föður okkar á
prenti, ómaklega, til að græöa á,
og veri þeir báöir margbölvaöir
fyrir orðin. Þaö á að fara varlega
með orö.
Heilagt orð
Ég er þarna alinn upp á tó-
vinnuheimili viö listrænt prjónles
og sitja þau áhrif i mér enn i dag.
Þarna var rekinn búskapur i
bestu merkingu orösins, sem er
heilagt i minum huga og merkir
að búa að sinu I andstööu við
þennan viðskiptabúskap i nútlma.
Þetta fólk stóö á sinni tið vel aö
vigi að verjast ásælni höföingja
þessa heims og annars og var
Helgin 17.—18. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Þau
búa utan
manna-
byggðar
á fjalli
í
Hellisheiði
miðri
og
slá
sinn vef
sjálfu sér nægt, þurfti litið til ann-
arra að sækja. Mér kæmi hins-
vegar ekki á óvart að tslendingar,
kannski jafnvel næsta kynslóð,
yrðu útilegumenn i sinu eigin
landi og byggju að fjallabaki,
enda búnir að selja allt frá sér,
auðlindirnar og frelsið, og yrðu
þá verr settir útlagar heldur en ég
núna.
Það vaktist harmur af værum
blundi,
sem vinlaus hvíldi hjá
liðni stund.
Nú er sem dómsmáttur
dauðans hryndi
hversdagsins von oná heljar
grund.
Náköld Hemra margt nistir
hjarta
og nóttin svalar oft heitri
lund,
Ett logum vitisins leifturbjarta.
mér leist ei ganga á þeirra
fund.
Blómey á hjónapall
WBA 'jfc, w
1 » - r ■'
k-
W/im
J|Kjf
pWlm
ÆmP m yfc WÆ.% ¥ JHWfan f
— Er þetta Grimur?
— Nei, en ætli ég hafi ekki ort
þetta undir áhrifum frá honum.
— Hvenær byrjið þið að vefa?
— Vefnaöur er alþýöulist, segir
Hann. ABminnsta kosti fer mynd-
vefur jafn vel i koti og höll og
þessi löngun hafði lengi brunnið i
okkur, en vissum varla hvar leita
skyldi tilsagnar I listinni. En svo
bar við fyrir einum átta árum að
hún Hildur Hákonardóttir leit inn
til okkar og fann þá inná þessa
þrá hjá konunni og bauö henni á
Myndir
og
texti
námskeiö i Myndlista-og handiða-
skólanum og ég elti og þá bauð
hún mér lika. Þetta var góður
timi og i lokin bætti Hildur enn
um og seldi konunni ódýrt litinn
myndvefstól.
Tvær leiðir
— Þú varst pólitiskur og kunnir
vel við Stalin. Hvað viltu segja
um pólitikina núna?
— Ég var nú áöan að skamma
kommana fyrir aumingjaskap og
þú ert frá Þjóöviljanum og ég get
svosem sagt það af þvi aö raunsæi
er I tisku, að þiö áttuö kannski
ekki um nema tvær leiðir aö
velja, þessa sem þið fóruð og svo
hina sem ég fór. Þannig er þetta
andskotans viðskiptaþjóðfélag.
Kannski meira
Svona að endingu sakar ekki aö
geta þess að Hann heitir Óskar
Magnússon og Hún Blómey
Stefánsdóttir og kannski heyrum
við frá þeim siðar, þvi að lifs-
hlaup þeirra er forvitnilegt.