Þjóðviljinn - 17.01.1981, Qupperneq 19
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. janúar 1981
Áður en sprengjurnar falla
Daniel
Ellsberg
segir álit
KJARNORKUSTRlÐ
Eflaust kannast margír
við nafnið Daniel Ellsberg.
Hann er Bandaríkjamaður
og hlaut skjótan frama
sem hernaðarráðgjafi á
sjöunda áratugnum þar
vestra. Hann vann hjá
fjórum forsetum USA og
sat við að semja áætlanir
um það hvernig Banda-
ríkjamenn ættu að hefja
kja rnorkustrið. »Mér
fannst ég vera að skipu-
leggja útrýmingu mann-
kynsins", sagði hann i við-
tali við Politisk Revy í
Danmörku fyrir skömmu.
Ellsberg varð frægur er
hann birti hina svokölluðu
Pentagonskýrslu árið 1971,
þar sem lýst var á meira
en 7000 siðum stríðsglæp-
um Bandaríkjamanna i
Víetnam.
Ellsberg var einn af höfundum
skýrslunnar, en samviskan var
farin að kvelja hann og þvi lét
hann fjölmiðlum i té upplýsingar.
Hann var dreginn fyrir dóm og
átti yfir höfði sér alls 125 ára
fangelsi. En lukkan snérist hon-
um i vil, Bandarikjamenn voru að
tapa striðinu, almenningur var
þvi andvigur og það þótti ekki
fært að dæma Ellsberg.
Nú er hann mikill friðarsinni,
feröast um og heldur fyrirlestra,
auk þess sem hann skrifar bækur
og greinar um vopnakapphlaupið
og hættuna á kjarnorkustyrjöld.
Fyrir skömmu var hann á ferð i
Danmörku og þá birtist i In-
formation grein sú sem hér fer á
eftir nokkuð stytt:
Sprengjuregn
„I 35 ár hefur tekist að koma i
veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Ég
hef ekki trú á að það takist að
fresta henni næstu 35 árin. Ég tel
mjög sennilegt að kjarnorkuvopn
verði notuö á næstu 35 mánuö-
um”.
Þessi orð lét Ellsberg falla á
umræðufundi i lýðháskólanum I
Borup sem bar yfirskriftina ,,Að-
ur en sprengjurnar falla”. t ræöu
sinni sagði Ellsberg meðal ann-
ars:
„Arið 19C1 meðan ég vann I
Pentagon,hrapaði B-52 sprengju-
þota við Goldsboro I Norður-
Karólinuriki. Við slysið týndist
sprengjufarmurinn, 24 mega-
tonna kjarnorkusprengja. Hvað
er það stór sprengja? spyrjið þið
eflaust. Hún hefur styrkleika
sem er 12 sinnum meiri en allt
það sprengjumagn sem varpað
var i siðari heimsstyrjöldinni.
Með öörum oröum: Meöan á Viet-
nam striöinu stóð vörpuðu
Bandarikjamenn samtals 7.5
miljónum tonna af sprengjuefni
yfir Indókina, en það er fjórum
sinnum meira en það sprengju-
regn sem féll i siðari heims-
styrjöldinni. Slysið sem varð i
Norður-Karólinu hefði getað
valdið sprengingu sem var
þrisvar sinnum meiri en allar þær
sprengingar sem uröu i Indó-
kina.”
Það mátti heyra saumnál detta
i fundarsalnum.
Ellsberg nefndi einu sinni i við-
tali við Information nokkur dæmi
þess er Bandarikjamenn hafa
verið á barmi kjarnorkustyrjald-
ar, þegar miklar likur voru á þvi
að kjarnorkuvopnum yröi beitt,
eða þegar þau voru notuð sem
ógnun. Kóreustriöiö 1950—53,
deilan milli Kina og Formósu
1958, og Kúbudeilan 1962 eru vel
þekkt dæmi aö ógleymdum
örlagastundum i Vietnamstríð-
inu. í ræöu sinni bætti Ellsberg
við vitneskju okkar:
Manntjón
óvinanna
„Arið 1961 bað ég Kennedy for-
seta að beina þeirri fyrirspurn til
varnarmálaráðunauta sinna
hvort þeir hefðu nákvæmar tölur
um það hversu margir myndu
láta lífið i stigvaxandi kjarnorku-
striði við Sovétríkjn og Kina. Mig
hryllti viðseinna, aö öðlast þá vit-
neskju að f Pentagon voru til
nákvæmir útreikningar um
manntjón óvinanna mánuð eftir
mánuð. Ég nefni aðeins eina tölu.
Bandarikjamenn reiknuðu með
dauða 325 miijóna manna i
Sovétrikjunum og Kina sex mán-
uðum eftir að striðiö hæfist.”
Ellsberg þarf ekki að vitna til
sögunnar sér til hjálpar til að
styðja fullyrðingar sinar um
undirbúning kjarnorkustriðs.
Hann getur bent á nýlegar stað-
reyndir. Bandarikjamenn hafa nú
endurskipulagt áætlanir sinar um
kjarnorkustrið, þar sem skýrt er
kveðið á um möguleika þess að
vinna takmarkað kjarnorkustríð,
— i andstöðu við þá stefnu sem
áður rikti, en fyrrum var gert ráö
fyrir algjörri útrýmingu á báða
bóga. Sá þröskuldur sem stóð i
vegi kjarnorkustyrjaidar er ekki
lengur óyfirstiganlegur, og striðs
hættan eykst við það að ameriska
striðsvélin er utan við áhrif
pólitiskra og lýðræðislegra afla.
„Reyndarán þess að mannshönd-
in komi þar nærri” sagði Ells-
berg.
1 aournefndu viðtali við Politisk
Revy sagði hann: „í dag er það
þannig að tölvurnar setja striðið
af stað ef inn á þær kemur boð um
að andstæðingurinn sé of nærri. A
siðasta ári geröist það að tölva
fékk vitlaus boð og við vorum
komin 7 minútur áleiðis inn i
kjarnorkustyrjöld við Sovétrik-
in.”
í þessu samhengi verður fárán-
legt að tala um NATO sem
varnarbandalag. Eða eins og
Ellsberg sagði: Ég spurði einu
sinni starfsfélaga minn i Penta-
gon um varnarsjónarmiðin og
hann sagði: Vist erum við að
byggja upp varnir. Við verðum að
ganga svo langt i vörnum að vera
tilbúin til aö sprengja norðurhvel
jarðar i loft up! Og Ellsberg bætir
við: . Kjarnorkuvopn Nato á að
nota til árásar, lika á minni riki,
sem ekki eiga kjarnorkuvopn,
riki sem aðeins geta barist með
hefðbundnum vopnum.
Rökrétt afleiðing
Eftir fundinn átti blaðamaöur
Information viðtal við Ellsberg
og fyrsta spurningin var hvers
vegna hann teldi hættu á kjarn-
orkustyrjöld innan fárra ára. Er
það tengt þeirri staðreynd að ný-
kjörinn forseti Bandarikjanna
heitir Ronald Reagan?
Ellsberg: Ekki beint. Ég setti
fram þessa spá meðan Carter var
við völd. Vaxandi hættu á kjarn-
orkustyrjöld má fyrst og fremst
rekja til falls keisarastjórnarinn-
ar i tran og innrásar Sovétmanna
i Afganistan. Þessir tveir atburð-
ir gáfu þeim öflum i Bandarikjun-
um vind i seglin sem vilja gripa
til aðgerða i anda heimsvalda-
stefnunnar. Atburðirnir i og við
Persaflóa hafa ýttundir kröfur og
óskir um að Bandarikin gripi
beint inn i viðburðarásina með
hernaðarihlutun með kjarnorku-
yfirburði sina sem bakhjarl. Það
má segja að hernaðaráætlanir
Nato beinist að aðgerðum utan
bandalagssvæöisins. Bandarikin
búa sig undir að geta gripið til
vopna, hvar sem er i heiminum,
ef hagsmunum þeirra er ógnað.
Það eru i rauninni ekki nýjar
ógnanirsem fylgja þessari þróun.
Hún er rökrétt afleiðing af 30 ára
framleiðslu kjarnorkuvopna. Nú
er um þaö aö ræða aö geta rétt-
lættnotkun kjarnorkuvopna, seg-
ir Ellsberg.
Takmarkað
kjamorkustríð
— Kemur yfirlýsing Carters nr.
59 inn í dæmið hér, með skilgrein-
ingu sinni á þvi hvernig hægt
verður að sigra i takmörkuðu
kjarnorkustriði?
Ellsberg: Það er ekkert afger-
andi nýtt i yfirlýsingu 59. Aðferð-
in sem ætlunin er að beita I kjarn-
orkustriöi hefur verið i undirbdn-
ingi árum saman. Mismunurinn
er aðeins sá að nú er viðurkennt
opinberlega að breyting hafi átt
sér stað. Yfirlýsingin er til vitnis
um áætlanir NATO sem hafa ver-
ið i vinnslu frá sjötta áratugnum.
Skýringin á þvi aö Carteryfirlýs-
ingin hefur verið birt kemur ef-
laust mörgum á óvart. Carter átti
i erfiöleikum meö aö skýra út á
við, hvers vegna hann vildi iáta
framleiöa þessi háþróuðu vopn
eins og stýrisflaugar, hreyfanleg
eldflaugakerfi og nifteinda-
sprengjuna. Carter gat ekki rök-
stutt hvers vegna hann vildi láta
framleiða þessi vopn og þar með
féll hann i áliti. Repúblikanir not-
færðu sér þetta í baráttunni um
forsetaembættið og ráku mikinn
áróður fyrir einmitt þessum
vopnum. Við þær aðstæður var
það ekki tilviljun að yfirlýsing 59
lak til fjölmiðla. Meö henni gat
stjórn Carters rökstutt hvers
vegna hún teldi hin nýju vopn
nauðsynleg. Þeir vildu ekki
leggja rebúblikönum vopn í hend-
ur.
— Það hljóta að vera bæöi
áróðurslegar og hernaðariegar
ástæður fyrir þvi að leggja út i
framlciðslu slikra vopna?
Ellsberg: Það er rétt. Hinar
nýju miðfleygu rakettur eru afar
nákvæmar og þær á að nota gegn
eldflaugum, hernaðar-, og sam-
göngumiðstöðvum. Þær eru bak-
hjarl þeirrar hugmyndar að hægt
sé að vinna takmarkað kjarn-
orkustrið. En það er önnur hlið á
málinu sem ekki má horfa fram
hjá. Ef um er að ræða deilu á
þriðja heiminum, og Sovétrikin
vilja koma bandamanni til að-
stoðar, geta Bandarikjamenn
varpað sprengju nákvæmlega á
þær birgðir sem bandamanninum
voru ætlaðar. Bandarikjamenn
hafa forskot og þeir geta gripið
inn i deiluna á viðkomandi svæði.
Um eitthvað
að semja
— Hvaða samhengi er milli
endurskipulagningar kjarnorku-
striðsáætlana Nató og krafa til
Natórikjanna um að hækka fram-
lög sin til hermála um 3%?
Ellsberg: Hluti skýringarinnar
felst i innanrikismálum Banda-
rikjanna. Það hefði hjálpað
Carter gegn andstæðingum hans
ef hann hefði getaö bent á hóp
samstæðra Natorikja sem stæðu
að 3% hækkun hernaðarútgjalda,
jafnvel þó að þessi 3% séu bara
táknræn, hernaðarlega séð. Ef
við göngum út frá þvi að Natð
viiji styrkja stööu sina i Evrópu
með það fyrir augum að hafa um
eitthvað að semja við Sovétrikin i
afvopnunarviðræðum — þá er
eina rétta krafan frá minum
Hélgin 17'.J-l8.' jaiiúar 198Í ÞJÖ'ÐVILJINN — SÍÐA 19
Lyklar að
stríði eða friði
Þegar þeim
hefur verið
snúið fer eld-
flaug af stað..
hugsaniegt eftir nokkur ár
bæjardyrum séð, að Natórikin
krefjist þess að varnir þeirra
verði byggðar upp án kjarnorku-
vopna, — jafnvel þó að það þýði
útgjaldaaukningu til hermála.
Uppbygging varnarkerfis á
kostnað kjarnorkuútbúnaðar
frestar þeim degi er gripið verður
til kjarnorkusprengjunnar. Þess
vegna álit ég slikar kröfur ekki
aðeins æskilegar heldúr nauðsyn-
legar hér og nú.
— Fyrir nokkrum dögum sagði
James Schlesinger á fundi hér i
Kaupmannahöfn að það gæti orð-
ið nauðsynlegt að senda banda-
riskar hersveitir til Persaflóans.
Hvernig túlkar þú slika yfirlýs-
ingu?
Lögregla heimsins
EUsberg: Hann hefur sagt
þetta margoft. Hann túlkar sjón-
armið sem hefur átt vaxandi fylgi
að fagna i Bandarikjunum eink-
um eftir fall keisarastjórnarinnar
i Iran. Það sem gerir heimaland
mitt hættulegt öðrum rikjum og
sjálfu sér — er sú skoðun að
Bandarikin og Bandarikjamenn
eigi að berjast fyrir forystu
Bandarikjanna i heimsmálum
(lögregla heimsins) sem ekki
verði vefengd. I reynd þýðir þetta
að notkun kjarnorkuvopna verður
nánast sjálfsögð, en ekki eitthvað
sem eigi að forðast með öllum til-
tækum ráðum. Þessi skoðun er
mjög útbreidd i stjórnkerfinu. —
Þar meö taldir f jölmiðlar og mik-
ill meirihluti öldungadeildarinnar
og fulltrúadeildarinnar. Þvi hef-
ur verið lýst yfir að Vietnamstrið-
inu sé endanlega lokið og að menn
vilja ekki draga neina lærdóma af
þvi. Ef einhver heldur þvi fram
að af Vietnamstriðinu sé eitthvað
að læra, er hann vinsamlega beð-
inn að gleyma þeirri skoðun sinni
eða steinþegja að minnsta kosti.
Menn sem hafa slikar meiningar
eru illa séðir og eru neðstir á lista
þegar stöður eru veittar.
— Nýlega birti danskt timarit
hluta af leynilegri ameriskri
skýrslu frá byrjun sjöunda ára-
tugarins. í skýrslunni eru talin
upp um 3000 mismunandi skot-
mörk í Evrópu og Miðausturlönd-
um, en vel að merkja skotmörk
bandariskra flugvéla og
sprengja. Þekkir þú þessa
skýrsiu frá þvi að þú vannst I
Pentagon?
Hvar á að
sprengja?
Ellsberg: Nei, ég þekki hana
ekki, en mér virðist hún mjög trú-
verðug.
— Það gæti þá verið rétt að
Bandarikin og Natð hafi gert lista
yfir skotmörk i Natórikjunum
sjálfum?
Ellsberg: Ég væri ekkert hissa
á þvi. Ég undrast meir að það
skuli koma Dönum á óvart. Skot-
mörk I Natórikjunum væru mjög
eðlileg afleiðing af hernaðar-
stefnu Natð. Amerisku herfor-
ingjarnir hefðu spurt? Hvers
vegna ættum við ekki að reikna
með þeim möguleika að við yrð-
um ao varpa sprengjum i Vestur-
evrópu til að stöðva framrás
sovésks hers? Það er alls ekki
kaldhæðni að fullyrða þetta. Það
væri alveg eftir Natðmönnum aö
skipuleggja slikt. Auövitað er
skelfilegt að vita að manns eigiö
land skuli vera skotmark fyrir
kjarnorkusprengju þeirra aöila
sem opinberlega tejjast banda-
menn rikisins. Þegar ég segi að
ég veröi ekki skelfingu lostinn við
að heyra þetta þá er þaö auðvitað
vegna þess að allar áætlanir
NATO eru stórhættulegar. Viö
getum verið viss um það að hefj-
ist árás af hálfu NATO mun ekki
standa á þvi að kjarnorkuvopn
verði notuð.
Mig langar að leggja áherslu á
eitt einkenni áætlana NATO eins
og þær hafa mótast undanfarin 30
ár. Raunverulega hafa áætlanir
Nato allar miöast við árás. og
það með kjarnorkuvopnum.
Bandalagið — sérstaklega
Bandarikin — hafa lagt svo mikla
áherslu á að verða fyrst til árásar
að algjörlega hefur verið vanrækt
að byggja upp varnir og áætlun
um það hvernig hægt væri að
koma i veg fyrir fyrstu kjarn-
orkuárás. Hernaöarsérfræð-
ingarnir einblina á árásartækni.
Eins og ég sagði áöur, nú er það
sem gildir hjá þeim háu herrum
að geta réttlætt notkun kjarn-
orkuvopna. Sú stefna gerir það æ
sennilegra að kjarnorkustyrjöld
dynji yfir, ein eða fleiri innan
fárra ára; sennilega hefst hún
með átökum i þriðja heiminum.
Mér þykir ekki sennilegt að strið-
iö byrji i Evrópu.
Hvað getum
við gert?
Astæöan fyrir þvi hve málin
hafa þróast skelfilega er m.a. sú
að íbúar Vesturevrópu hafa al-
mennt ekki gert sér grein fyrir
striðshættunni. Hvað i ósköpun-
um getum við gert? Við verðum
að finna áhrifarikar og afdrifa-
rikar leiðir til þess aö fá fólk og
stjórnmálamenn til umræðna.
Við verðum aö afla okkur sem
mestra og bestra upplýsinga um
striðsógnunina og mér sýnist þvi
miður að fjölmiðlarnir séu ekki
beint samvinnuþýðir á þvi sviöi.
Beinar pólitiskar aðgerðir eru
lifsnauðsynlegar.
Við öll hugsanleg tækifæri verð-
um við að vera tilbúin til að ráð-
ast á og svara þegar verið er að
réttlæta notkun kjarnorkuvopna
til árásar. Við veröum að gera
hverjum og einum stjórnmála-
manni ógjörlegt að nefna hvers
konar rök fyrir árás.
Þær tilraunir sem gerðar eru til
að vernda Norðurlöndin sem
kjarnorkuvopnalaust svæði eru
mjög mikilvægar einmitt nú.
Mér finnst einnig mikilvægt að
innan Nato verði þess krafist að
fyrri áætlunum verði breytt.
Þegar sprengj-
umar falla
Aö siðustu er mikilvægasta
krafan að Evrópurikin berjist
fyrir þvi að stórveldin verði
skuldDundin til að hef ja ekki árás
með kjarnorkuvopnum, einnig ut-
an sinna áhrifasvæða. í þó nokkr-
um löndum er risin hreyfing sem
vinnur að þessum markmiöum.
Við vitum eftir baráttuna gegn
Vietnamstriðinu að slik barátta
getur borið árangur.
Að lokum sagöi Ellsberg i til-
efni umræðunnar um aukna að-
stööu NATO i Danmörku: „Þeir
sem segja að vopnabirgðir NATO
séu tilvalin skotmörk fyrir Rússa
hafa rétt fyrir sér. Þess vegna á
að berjast gegn auknum vopna-
styrk og koma i veg fyrir stað-
setningar þeirra, með öllu
hugsanlegu móti. Það væri hins
vegar blekking að imynda sér aö
Danmörk væri i minni hættu þó að
stöðvar Nató væru þar ekki. Eins
og ég sagði i fyrirlestri minum
um daginn: Aðeins geislavirka
rykið eitt, sem félli til jaijðar eftir
að kjarnorkuvopnum hefði verið
beitt t.d. á svæðiö umhverfis Len-
ingrad myndi kosta alla ibúa
Finnlands lifið. Hver trúir þvi að
ibúar Danmerkur myndu sleppa
þegar sprengjurnar fara að falla
á Þýskaland?”
(Byggt á Information
6.-7. des. —ká)