Þjóðviljinn - 17.01.1981, Síða 31

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Síða 31
Helgin 17.—18. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 DÍLLINN HER OG „Boltinn berst út á hægri kantinn... fyrir markið... þrumuskot... og MAAAARK... — maðurinn varði... Hvurnin i andsk...” Þær voru skemmtilegar og lifandi beinu útvarpslýsingarn- ar hér áður fyrr. Vegna hártog- unar um tittlingaskit höfum við ekki fengið að njóta beinna lýs- inga nú um hrið og er það miður. Sjónarmið þess stóra hóps sem ekki kemst á keppnis- stað, af margvislegum orsök- um, eru látin lönd og leið á meðan embættismenn Ríkisút- varpsins og forkólfar iþrótta- hreyfingarinnar þrefa um samningsvilja hins aðilans og gjaldskrá. íþróttafréttir tJtvarpsins eru nú einkum fólgnar i örstuttum frásögnum af kappleikjum og mótum, nýbúnum eða framundan. Frammistaðan á þessu sviði er alveg ágæt. Það sem vantar eru þættir um ýrhis ýtri og innri mál iþróttahreyf- ingarinnar. — O — „Ætlastu til þess að við trúum þessu, Bjarni að þú sjáir aleinn um 15% af útsendingartima islenska sjónvarpsins. Nei, þetta getur ekki staöist,” sagði einn iþróttafréttamanna danska sjónvarpsins við Bjarna Felix- son á þingi norrænna iþrótta- fréttamanna i Noregi sumarið 1979. Þarna lýsti Bjarni vinnu- aðstöðu, launum og vinnutima islenskra i'þróttafréttamanna og fannst sumum Skandinaviu- mönnunum að þeir heyrðu einhvers konar bergmál löngu liðins tima. Danska iþróttafréttamannin- um var vissulega vorkunn að efast um sannleiksgildi orða Bjarna. Hjá danska sjónvarpinu er iþróttaefni innan við 7% útsendingartimans og á iþrótta- deildinni starfa 15 manns!! Iþróttaáhugamenn kvarta oft sáran undan þvi hve efni iþróttaþáttanna er einhæft, t.d. hve fáránlegtsé að horfa á 20 til 30 skiðastökkvara hendast fram af pallinum hvern á eftir öðrum. Þessi gagnrýni á fyllilega rétt á sér og undir hana skal ég taka fyrstur manna. 1 dag fáum við að sjá i iþróttaþættinum 30 stökkvara í einni striklotu. Bjarni fékk filmu með 105 stökkvurum og i gær og fyrra- dag vann hann að þvi að koma fjöldanum niður i 30. Þetta verk tók hann um 6 tima. Vita iþróttaáhugamenn um það, að 3 min. sýning frá hand- boltaleik i Höllinni kostar 3 til 6 tima vinnu fyrir iþróttafrétta- manninn og að það tók Bjarna marga daga að nálgast filmuna með mörkum Ásgeirs Sigur- vinssonar gegn Dynamo Dresden, hverrar sýningartimi var siðan 2 minútur... Þetta ættum við aö hafa i huga næst þegar sagt verður: Mikið helviti er þátturinn hjá honum Bjarna slappur. Væri ekki nær að segja sisona: Hvernig væri að skapa „iþrótta- deild” Sjónvarpsins viöeigandi aðstööu? Okkur langar til þess að fá fyrsta flokks iþróttaþætti. Þetta er vist gamla sagan um smiðinn og bakarann, þið mun- ið.... — IngH Svo mælti Bernard Shaw Eiðs- grandi skal hann heita Eftir að bvrjað var áð úthluta byggingalóðum á Eiðsgranda (eöa Eiðisgranda) i Vesturbæn- um I Reykjavik upphófust nokkrar deilur um hvor framangreind orðmynd væri rétt. Guðrún Jónsdóttir, for- stöðumaður Borgarskipulags R vikur, sendi s.l. vor bréf til Þórhalls Vilmundarsonar, for- stöðumanns örnefnastofnunar Þjóðminjasafns.og bað um úr- skurð i þessum efnum. Hálfu ári siðar, nánar tiltekið 19. desem- ber s.l., barst Borgarskipulagi eftirfarandi bréf frá Þórhalli: „Til svars bréfi yðar dags. 16.5. s.l. skal eftirfarandi tekið fram: Nafnorðið eið hvk. er gamalt a-stofna-orö (beygist eins og barn), og er sú mynd tiö- ust að fornu, t.d. I Egilssögu: „Nes mikit gekk i sæ út, og eiö mjótt fyrir ofan nesið”. (28. kap.kí Landnámu er nefnt Eiö i Vestmannaeyjum og i Eyr- byggjuEiðá Snæfellsnesi. Þessi orðmynd er algengur fyrri liður Til forna hét jörðin Eið samsettra örnefna i Noregi, t.d. Eiðsfjörðurog Eiðsvöllur. Fyrir áhrif ia-stofna-orða kom þó snemma upp orðmyndin eiði hvk. (beygist eins og kvæði), en hún var miklu fátiðari að fornu. 1 samsettum örnefnum kemur hún þó fyrir i Noregi svo sem Eiðisvöllur, Eiöis sókn (Fritzner). Ekki leikur vafi á þvi að eldri mynd bæjarnafnsins á Sel- tjarnarnesi er Eiö og eru til dæmi þeirrar nafnmyndar frá 14. til 16. öld, t.d. eidsker 1379/1598 (DI III, 339), Eidz- landi 1397/um 1640 (DI IV, 109), eidz, eidz grandi, eidz tiornn/um 1500 // um 1570 (DI VII, 458). A 16. öld kemur fram nafnmyndin Eiöi: Eidi nf. 1556 (DI XIII, 139), en i Alþingisbók um 1600 er enn ritað Eijdz, Eidzgrandi, Eidztiarnar (Atin, 198). t jarðabók Arna 1703 er jörðin nefnd EYDE nf. (Jb III, III, 251). Nú er það almenn venja að fyrna ekki myndir örnefna, heldur nota þær myndir, sem tiðkast meðal heimamanna nú á dögum. Þannig rita menn Reykjavik, en ekki Reykjarvik, Skálholt, en ekki Skálaholt o.s.frv..Þar sem jörðin hefur heitiö Eiði siðustu fjórar aldir eöa svo.virðistþvi i fljótu bragöi eðlilegt aö rita Eiöisgrandi. En nú upplýsir gamall Seltirningur, Pétur Sigurðsson frá Hrólfs- skála, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar (f. 1911), aö Seltirningar hafi jafnan sagt Eiðsgrandi og Eiðssker þótt jörðin væri nefnd Eiði. Viröist þvi mega lita á nafnmyndir þessar sem gamla leif hinnar eldri beygingar sem þá sýnist vert að halda i heiðri og rita samkvæmt þvi Eiðs- grandi.” Mynda- getraun Hér birtist mynd nr. 3 i myndagetrauninni i Sunnudags- blaði Þjóðviljans. Alls verða myndirnar fimm. Verðlaun fyrir réttar lausnir er helgar- ferð fyrir einn að eigin vali með Ferðafélagi Islands. Lausnir skulu sendast til Þjóðviljans. Siðumúla 6, innan viku frá því að siðasta myndin birtist. Mynd Q ÞAR Ingólfur Hannesson skrifar um iþróttir i útvarpi og sjónvarpi Ur koffortinu hans afa Hvað haldið þið að ég hafi fundið i koffortinu hans afa? Gamla úrklippuúrfrönskublaöi sem hér getur að lita. Liklega er hún frá þeim tima sem hann bar upp bónorðið við ömmu. Einhverjar efasemdir hefur hann alið viö brjóst sér úr því að hann fór að klippa myndina út. Eins og ég man eftir ömmu var hún lika andsk... stjórnsöm. Guð blessi minningu hennar. „Mér er óskiljanlegt, aö ekki skuli verða meiri maöur úr hon- um, eins og hann kemur sér vel við alla,” er mjög algengt orða- tiltæki. En skyldi stefnufastur og viljasterkur maður nokkurn tima koma sér vel við alla? Enginn getur séð fyrir þá óhamingju sem konan getur valdið, ef hún tekur upp á þvi að haga sér skynsamlega, i stað þess að afsaka sig með einhverjum málamynda orsök- um og haga sér siðan eins og hún hefur löngun til. Konunni er nauðsynlegt að segja skiliö við siðprýði þrælk- unar sinnar til þess að hún geti tileinkað sér siðprýöi frelsisins. Fyrsta ástin. sprettur af dálitilli léttúð og talsverðri forvitni. Fyrirmyndar eiginkonan gerir allt það, sem fyrirmyndar eiginmaður óskaraðhún geri — en heldur ekkert annað. Ógiftri stúlku er heimilið fangelsi — giftri konu vinnu- hæli. Velmetnir menn og konur mega tengjast húsdýrunum vináttuböndum, en ekki hjúum sinum. Þeir segja að ieynifélagið Loki sé ennþá finna en Frimúr- arareglan. Og samt hafa þessir Lokalimir ekki enn beðið mig um að ganga i Regluna!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.