Þjóðviljinn - 19.01.1982, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Síða 9
Þriðjudagur 19. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Graciela Geuna, 26 ára, fyrrum nemi i Cordoba. Argentinu. „Hvarf” 1975, var látinn laus I aprfl 1978. fjöldi „horfinna” manna aðallega verkamenn, smábændur og námsmenn, sem ekki hefur verið unnt að gera grein fyrir. Þrátt fyrir neitun stjórnvalda, eru óyggjandi sannanir fyrir, að öryggissveitir herforingja- stjórnarinnar i Chile hafi tekiö þá i sina vörslu á næstu fjórum árum eftir að herforingjar steyptu kos- inni rlkisstjórn 11. nóvember 1973. Flestar handtökur voru framkvæmdar af Uppljóstrunar- miðstöö rikisins, sem var stofnuö á árslok 1973 til að samræma að- gerðir njósnasveita hers og lög- reglu. Samkvæmt skilgreiningu hinnar nýju stjórnar um „fólk, sem ógnar öryggi þjóðarinnar”, voru llklegir einstaklingar gripnir án handtökuheimildar og stóðu vopnaöir menn, óeinkennis- klæddir, aö verkinu. Þessum „hættulegu einstaklingum” var síðan hlaðiö 1 sendiferðabila, sem oft báru engin einkenni eða númer. Forstööumaður Uppljóstrunar- miðstöðvar rikisins, sem var ábyrgur aðeins gagnvart forset- anum, PINOCHET hershöfð- ingja, var um tima einn og sami maður, sem stjórnaði Tejas Ver- des, varöhaldsstöö þar sem fangar voru pindir til dauða. Oftar þó þreyðu hinir „horfnu” i leynifangelsum i langan tima eða skamman og neituðu yfirvöld allri vitneskju um dvalarstað eða varðhald. Mótmæli, hungurverkföll, skir- skotutun til skoðana almennings viðsvegar um heim, ýtarlegar til- raunir til lögfræðilegra úrræða og vitnisburður margra vitna reynd- ust haldlitil i samskiptum við rikisstjórnina, sem hélt upptekn- um hætti aö bera af sér alla ábyrgð. Sannanirnar fengu enn meiri þunga er fimmtán lik fundust i nóvember 1978 i ónýtri kalknámu i Lonquen, sem er ekki fjarri höfuðborginni Santiagó. Allir þeir, sem fundust höfðu verið handteknir eða numdir á brott i október 1973; voru nöfn hvers ein- asta á lista yfir „horfna”, sem Vicariá de la Solidaridad, mann- réttindastofnun rómversk-ka- þólsku kirkjunnar i Chile gaf út. Opinber rannsókn rannsóknar- dómara leiddi i ljós að a.m.k. ell- efu af þessum fimmtán höfðu veriö teknir til fanga eða numdir á brott fimm árum áður. Höfðu lögreglumenn veriö að verki. Fangar þessir höfðu fyrst verið ákærðir, siöan náöaðir. Aðrar leynigrafir hafa fundist, hvildu þar leifar allmargar annarra „horfinna” manna. Fjöldamargir I Chile biða enn eftir fregnum af „horfnum” að- standendum eða vinum, en einn þeirra er Ðr. Carlos GODOY Lagarrigue sem taliö er að Upp- ljóstrunarmiðstöö rikisins hafi tekið til fanga i ágúst 1976. Hans hefur verið saknað siðan á þeim degi, er hann fór úr vinnu sinni á San Bernando sóknarspital- anum i Santiagó. 28. september 1976 var afrýjunarréttinum i San- tiagó sagt aö fyrrverandi fangar hefðu séð hann I Villa Grimaldi, pyntingarstöðinni, og i Cuatre Alamos, fangabúðum þar sem margir „horfnir” fangar hafa verið i haldi. Yfirvöld neita að hann sé i gæslu og hefur ekki frést af honum siðan. Amnesty International fékk vitneskju um umfang og kerfis- Alaide FOPPA de Solórzano, Guatemala. 67 ára, gift 5 barna móöir, rithöfundur og listagagn- rýnandi, „hvarf” 19 des. 1980 Jorgelina PLANAS Argentina var 3 1/2 árs þcgar móöir hennar, Christina, var numinn á brott i mai 1977. bundiö eöli „mannhvarfa” i Argentinu með vitnisburði tveggja fyrrverandi fanga leyni- búða i Argentinu. Oscar Alfredo GONZALES og Horacio CID de la Paz voru i haldi i ýmsum fanga- búöum höfuöborgarinnar Buenos Aires og gáfu upplýsingar um hundruð „horfinna” fanga, lýstu meðferð og staðfestu tilvist leyni- fangabúða i Argentinu. Þeim var rænt i Buenos Aires i nóvember 1977, en eftir 15 mánaða fangelsisvist tókst þeim að losna og flýðu þeir til Brasiliu. Fyrstu daga i varðhaldinu voru þeir pyntaðir með rafstjaka (sem not- aður er við nautgripagæslu,) og var höfði þeirra auk þess margoft haldiö niöri i vatni. Pyntingarnar voru gerðar undir eftirliti læknis, sem mældi blóðþrýsting fang- anna og taugaviðbrögð. Mennirnir tveir voru fluttir frá búðum til búða,úr einu lögsagnar- umdæmi i annað. Starfsmenn frá landher, sjóher, flugher og rikis- lögreglu mynduðu sveitir, sem sáu um brottnám og fangabúða- rekstur. Meöal þeirra sem komu til eftirlits i búðirnar voru hers- höfðingjar, liösforingjar og. aðrir háttsettir menn. 1 búöunum beið „flutningurinn á endanlegan ákvörðunarstaö” margra fanganna. Þrjátiu til fimmtiu föngum var troðið inn i flutningavagn, sem kom til baka með handjárnin ein. Enginn sem „fluttur” var á þennan hátt kom nokkru sinni fram. Eiginkonu Oscar Gonzales Stella Maris PAREIRO, var rænt 6. desember 1977, og var hún fiutt i Iþrótta- kiúbbinn. Hún hafði aldrei tekið þátt i neinu stjórnmálastarfi. Enda þótt starfsmenn sjóhers hafi staðhæft við Oscar, aö kona hans hafi viö látin laus i janúar 1978, hefur hann ekki heyrt frá henni. Skýrslur úr ýmsum áttum benda til aö „horfnum” föngum hafi verið hrint út úr þyrlum á flugi. Aðrar halda þvi fram, að íangar séu geymdir með bindi fyrir augum eöa hettu á höföi, séu i handjárnum og keöjum svo mánuðum skipti. I einstöku til- fellum hafa hinir „horfnu” þó verið leystir úr haldi og skilaö til þjóðfélagsins. Staðfesting á aöstæöum i öðrum búöum, sem mennirnir tveir nefndu: Perlunnii Cordoba, kom i vitnisburði Gracilu GEUNA, 26 ára Argentinubúa sem nú býr er- lendis. „Ég var flutt i herbúöir sem heita Perlan, og þar var ég pyntuð grimmdarlega”. Nakin og með járn um úlnliði og ökla var hún lögð á rúmbotn og pyntuð með raflosti. Verðir spörkuðu i hana og slógu með kylfum er þeir yfirheyrðu hana. Graciela, sem var háskólanem- andi i Cordoba, „hvarf” er 20 vopnaöir menn rændu henni og eiginmanni hennar Jorge Omar CAZORLA. Mannræningjarnir vor óeinkennisklæddir, en siöan komst hún að raun um, að þeir voru óbreyttir hermenn, liösfor- ingjar og starfsmenn hersins: hópur, sem vann undir stjórn njósnardeildar Ibarren hershöfð- ingja, sem á hinn bóginn var undir beinni stjórn Þriðju her- sveitarinnar. Er hjónin reyndu að flýja fékk Jorge Omar Cazorla skot i bakið og dó. Loks ári eftir brottnámiö fengu foreldrar Gra- cielu vitneskju um að hún væri á lifi. Enda þótt pólitisk brottnám i Argentinu væru tiökuö á miðjum sjöunda áratugnum, á stjórnar- dögum Perons, var þaö ekki fyrr en herinn tók völd 24. mars 1976 að „mannshvörf” voru iðkuð i stórum stil. Hámarkinu, sem voru 100 manns á mánuöi, var náð árin 1976 og 1977, en dregið hefur úr fjölda þeirra á seinustu árum. Enn eru „mannshvörfin” þó stunduö: 30 ný mál bárust Amn- esty til eyrna 1980. Heildarfjöldi „horfinna” er u.þ.b. 15.000. Ekki er að fullu ljóst hvers vegna „mannshvarf” hefur verið svo mjög tiðkað i Argentinu. Her- foringjastjórnin hefur alloft látið i það skina að „manns- hvarf” hafi verið nauðsynlegt vopn i hinni „grófu” baráttu gegn undirróðursmönnum. Mannrétt- indastofnanir landsins, t.d. Rann- sóknarstofnun i lögfræði og félagsfræði, heldur þvi fram, að „mannshvarf” hafi verið með- vituð stjórnarstefna hersins og hafi öryggissveitirnar fylgt henni kerfisbundiö. Alþjóðlegar mannréttinda- hreyfingar hafa einnig visað á bug að opinberir aðilar beri enga ábyrgð á „mannshvarfi”. Skýrsla Vinnuhóps Sameinuöu þjóðanna um „mannshvarf” greinir frá, aö upplýsingar séu til um sjö til niu þúsund mál af þessu tagi i Argen- tinu. Fimmhundruð þessara mála hafa veriö greind og sýnir sú greining að mjög ósennilegt sé að mannránin hafi ekki verið framin af opinberum starfsmönnum. Meöal „grunaöra einstaklinga” eða „andófsmanna”, sem „horfið” hafa, eru lögfræöingar, luan Juan CHAVES Hoyos fæddist 1958. Hann starfaði I Hylsa stál- iðjuveri og var jafnframt nokkurskonar trúnaöarmaður verkafólksins, þangað til að hann var numinn á brott 7. eða 8. september 1978 i Mexikó borg. Hann hefur sést i „Campo Militar No.l” i Mexikó borg. Þrir fangar sem var sleppt úr leynilegu fang- elsi I Mexikó borg i desember 1979, sögðu aö hann hafi ennþá verið á lifi þann 5. júli 1979, en þá var hann fluttur á óþekktan stað. Aðstæður Amnesty International hefur undir höndum nafnalista 400 manna sem hafa horfið i Mexikó siðan 1972. Það eru til skýrslur frá fólki sem hefur veriö haldiö i nokkra mánuði i leynilegum fangelsum, en siðan veriö sleppt. Þaö talar mikið um aö fangar séu pyndaðir. Mörg fangamál i Mexi- kó hafa veriö borin undir Am- nesty International eru um fólk sem hefur starfaö I verkalýös- félögum, stúdentasamtökum eöa verið aö gagnrýna stjórnina. Amnesty Internationai hefur oftar en einu sinni látiö i ljós áhyggjur til stjórnvalda vegna „mannshvarfa”. Flores Sanches rikissaksóknari i Mexikó skýröi frá þvi að I 314 tilvikum um mannshvörf, sem rikisstjórnin lét rannsaka höfðu 154 falliö i skær- um við herinn, 89 eru eiphvers- staöar i felum en hinir höföu látist * / • <■..... • \ Juan Chaves Hoyos, Mexfkó. 23 ára, iönverkamaöur, „hvarf” 8, sept. 1978. af öðrum orsökum, sem yfirvöld komu ekki nálægt. Þessar opin- beru skýrslur léttu ekki þeim áhyggjum sem Amnesty Inter- national hefur af öryggi þeirra manna sem haldið er i leyni- legum fangelsum i Mexikó og stööugt berast skýrslur um mannshvörf þaðan. Hvað gerá skal Vinsamlegast skrifaöu bréf og spyrðu hvar Juan Chavez Hoyos er og um heilsufar hans. I bréfi þinu skaltu lýsa áhyggjum þinum af fjölda „mannshvarfa” i Mexikó á siöastliönum árum, Þú skalt biöja yfirvöld i Mexikó aö gera allt sem i þeirra valdi stendur aö upplýsa þessi íæknar, hjúkrunarkonur, verka- lýösleiötogar, prófessorar og aörir kennarar, visindamenn,' sálfræðingar, félagsráögjafar, verkfræðingar, blaðamenn, menn i herþjónustu og fangar i fang- elsum. Námsmenn og verkamenn eru stærstu hóparnir. Heilar fjöl- skyldur hafa „horfiö” þ.á m. vanfærar konur, börn og jafnvel ungabörn. Siöan 1976 hafa yfir 50 börn horfiö. Areiöanlegar heimildir segja að flest þeirra séu börn, sem fæðst hafa i varðhaldi, eins og t.d. i Vélvirkjaskóla Sjóhersins i Buenos Aires, eftir brottnám mæðra þeirra. En einnig eru þekkt mál sjö annarra litilla barna sem „hurfu” er foreldrar þeirra voru gripnir af öryggis- vörðunum. Einni þeirra, Jorge- linu PLANAS, fæddri i Rosario 5. ágúst 1973, var rænt ásamt móður sinni Christinu PLANAS 32, ára gömlum háskólanema, i mai 1977 i Buenos Aires. Af hvorugri hefur frést siöan. Enda þótt ameriska millirikja- nefndin um mannréttindi hafi skorað á argentinsku stjórnina aö skila börnum þessum til foreldr- anna eða annarra náinna ætt- ingja, er nú á döfinni i Argentinu ný ættleiðingarlöggjöf, sem mun enn frekar torvelda ættingjum barnanna að hafa upp á þeim. Opinberlega neitar stjórnin allri ábyrgð. llabeas corpus beiönir (þ.e. réttarkrafan um aö hinn „horfni” verði leiddur fyrir rétt), voru næstum alltaf settar á spjaldskrá i réttarkerfinu, en ekki hefur kröfu þessara veriö sinnt i einu einasta máli. 1 sumum rikja Miö og Suöur Ameriku hefur kúgunaraöferöin „mannshvarf” nýlega veriö tekin upp. i Bóliviuhafa a.m.k. 19 „hvarf” mál verib staöfest siöan herfor- ingjastjórn tók viö völdum i júli 1980. Þaö hefur auöveldaö fram- gang aðferðarinnar aö bólivisk yfirvöld hafa hingaö til brugðist þeirri skyldi að setja lög um, hvernig staöið skuli að löglegri handtöku. Sumar fjölskyldnanna grunar aö ættingjar þeirra séu i haldi innan herskálanna I höfuö- borginni La Paz. I Paraguay hafa, aö þvi er fregnir herma, horfið 16 manns siöan I mai 1979. Viö og viö hafa menn „horfið” á árinu 1980. Auk þess hafa 43 Paraguaymenn horfiö i Argentinu frá 1976 til 1979, sem bendir til sambands milli öryggissveita þessara tveggja landa. Ariö 1979 sendi Amnesty stjórninni i Brasiliu nöfn yfir 60 manna sem „horfiö” höfðu i land- inu á undangengnum árum, margir þeirra voru taldir hafa veriö pyntaöir til dauða. „Mannshvarf” i ýmsum lönd- um rómönsku Ameriku mun verða áhyggjuefni þar til hvert. einasta mál hefur verið rann- sakað og leitt til lykta. Þegar á heildina er litið, gæti virst svo sem umfang aöferðarinnar hafi náð hámarki. Afl og þungi alþjóö- legra þrýstihópa hefur ef til vill haft áhrif i þessa veru. Ef svo er, að fjöldi „manns- hvarfa” fari minnkandi i róm- önsku Ameriku, er það einnig rétt, aöaöferöin hafi náö fótfestu I öörum heimsálfum. Verður fjallaö um. Afriku og Ásiu i næstu grein. „mannshvörf ”, svo aö fjölskyldur þeirra geti haft samband viö þetta fólk. Skrifiö til: Sr. D. Lopez Portillo Presidente de la Kepública Los Pinos Mexico 1 DT F. Mexico Bréf til stuönings Juan CHAVES Hoyos (Mexlkó) og bréf til stuðnings fanga i Eþiópiu liggja frammi til undirskriftar fyrir almenning á skrifstofu Is- landsdeildar Amnesty Inter- national, Hafnarstræti 15, 2h, en skrifstofan er opin á þriðjudögum 15.30 til 17.30.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.