Þjóðviljinn - 29.01.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. janúar 1981 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstiórar; Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. (Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmvndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglysingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Um orkuskort • Þótt framkvæmdir í orkumálum hér á landi hafi á síðari árum verið mun meiri en nokkru sinni fyrr, þá ríkir nú orkuskortur í landinu. % Á undanförnum vikum hafa almenningsrafveitur víða um land orðið að taka í notkun varaaf Istöðvar, sem ganga fyrir rándýrri olíu, og hefur slíkt að sjálfsögðu mikinn kostnað í för með sér. • Óhjákvæmilegt er að landsmenn allir taki eðlilegan þátt í þeim kostnaði sem af keyrslu varaaf Isstöðvanna leiðir. • Alþýðubandalagið hef ur markað þá stef nu, að orku- verð skuli vera hið sama um allt land, og í stef nuyf irlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að unnið skuli að verðjöfnun á orku. • I þessu sambandi má minna á, að þegar Hjörleifur Guttormsson tók við sem iðnaðar- og orkumálaráðherra haustið 1978 var raf magn til heimilisnota 80-90% dýrara víðast úti um landið heldur en í Reykjavík, en um síðustu áramót var þessi munur kominn niður í 24%. A þessari braut þarf að halda áfram, og m.a. að jafna aukakostn- aðinum við olíukeyrslu varaaf Isstöðva nú á landsmenn alla. • Nú er svo komið að nær allt landið hef ur verið sam- tengt f orkumálum með Austur-, Norður- og Vesturlínu. • Þegar haf ist var handa um þessa miklu framkvæmd á ráðherraárum Magnúsar Kjartanssonar snemma á síðasta áratug risu margir upp til andmæla, — þar á meðal ýmsir þeir sem nú þykjast miklir spámenn í orku- málum. Það kemur hins vegar fram í greinargerð sem Landsvirkjun sendi f rá sér f yrr í þessum mánuði að sala raforku inn á Norðurlínu (og þaðan líka austur og vest- ur) hefur á árunum 1977-1980 sparað yfir 20 miljarða gamalla króna í olíunotkun, og er þá miðað við núverandi olíuverð. • Hvernig halda menn svo að ástatt hefði verið nú í vetur ef ekki hefði verið ráðist í byggingu stofnlínanna eða framkvæmdum slegið á frest í þeim efnum? • Vegna orkuskortsins nú hefur járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga verið algerlega lokað um sinn og munu allir aðilar sammála um að sú ráðstöfun sé þjóð- hagslega hagkvæm og sjálfsögð. • En hér er einnig ástæða til að minna á, að þótt orku- sala haf i nú verið skert nokkuð til álversins í Straumsvík um sinn, þá fær þetta erlenda f yrirtæki áf ram í sinn hlut mun meiri orku dag hvern en þyrfti til að komast hjá olíukeyrslu varaafIsstöðva, ef við aðeins hefðum sjálf ráð á þeirri orku sem til álversins fer. • i frétt, sem Fjórðungssamband Norðlendinga sendi f jölmiðlum fyrir skömmu, í tilefni ráðstefnu um orku- mál sem haldin var á Akureyri, þá er vakin athygli á því að í Bandarikjunum sé verðið á kílówattstund raforku til stóriðju 15 aurar. Hér er þessi sama orkueining seld ALUSUISSE fyrir 4 aura, eða aðeins einn þriðja þess verðs, sem kilówattstundin kostar nú í nýjum virkjunum. Og samkvæmt álsamningnum, sem helstu talsmenn nú- verandi stjórnarandstöðu á Islandi syngja lof flesta daga, þá erum við bundnir við þetta smánarverð alger- lega til 1994 og að mestu til 2014! Og álverið fær að jafn- aði um helming allrar orku, sem framleidd er í landinu. • En flestum fjölmiðlum þykir víst ekki taka því að nefna þetta lítilræði, þótt margt sé skrafað og skrifað um orkuskort. • Síðan Hjörleif ur Guttormsson varð iðnaðar- og orku- málaráðherra haustið 1978 hefur verið haldið uppi meiri framkvæmdum á þessu sviði en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdum við Hrauneyjarfossvirkjun hef ur miðað áfram í samræmi við fyrri áætlun og enginn frestur komið þar til greina síðan upplýsingar lágu fyrir. Fyrsti hluti þeirrar virkjunar kemur í gagnið næsta haust og verði framhald með þeim hætti sem að er stefnt og ný stórvirkjun ákveðin á næstu mánuðum, þá ættu lands- menn ekki að þurfa að kvíða alvarlegum orkuskorti á komandi árum. • Og þess er einnig vert að minnast, að hefði Kröf lu- virkjun náð aðeins helmingi þess afls, sem henni var ætlað/Og óvæntur leki í Sigöldulóni ekki komið til, þá hefði engin orkuskömmtun reynst nauðsynleg nú í vetur þráttfyrir þurrtog kalttíðarfar. — k. klippt Minnkandi ■ markaður Þrjátiu prósent vörugjald á I gosdrykki, sem sett var um ára- . mótiahefur valdiö miklum deil- ■ um, og ieitt til þess aö sögn Coca I Cola-forstjórans aö hann neyö- | ist til þess aö segja upp kvöld- , vaktinni, um 60 starfsmönnum, | frá næstu mánaöamótum. Gos- I drykkjaframleiðendur telja aí | hækkunin sem vörugjaldiö ■ veldur hafi komið út i miklum | sölusamdrætti i jandar. Aörir I hafa bent á að gosdrykkjasalai I hafi sjálfir lagt fram beiðni um • 27% hækkun verðs á framleiöslu I sinniog sölusamdráttur i byrjun I árs sé venjulegt fyrirbrigöi 1 | allri verslun eftir jólaútlátin. ■ Eins mun það merkjanlegt aö I fólk velti nýkrónunni meira á I milli handanna áöur en henni er | eytt. • En það er fleira að gerast á I gosdrykkjamarkaðinum en I þetta. í viðtölum viö Morgun- I blaöið og Frjálsa verslun hefur ■ forstjöri Sanitas fullyrt að öl- og I gosdrykkjamarkaöurinn hafi I dregist saman aö undanförnu. I Hann rekur aö visu ekki ástæö- ■ urnar, en þær geta verið I margar. Talsverður áróður er I nú fyrir heilbrigðari lifsháttum I en áöur og ýmsar tegundir gos- ■ drykkja geta vart talist til I hollustuvöru. Þá hafa ýmsir á- I vaxtadrykkir náð vinsældum, | svo sem Tropicana-vörurnar og « drykkir i hentugum umbúðum I frá Mjólkursamsölunni svo sem I Jógi, Floridana, Mangó-sopi, og | hvað það nú heitir. Loks má svo « til taka töluverðan innflutning á t.d. pilsner. Harðnandi samkeppni 1 En á þessum minnkandi Imarkaði kemur einnig til harðn- andi samkeppni. Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas lýsir • þessu þannig i viðtali við IFrjálsa verslun: „Eiginlega má segja að Sanits fyrirtækið hafi verið búið J að sofa Þyrnirósarsvefni I 20 ár. Tveir stórir aðilar skiptu öl- og gosdrykkjamarkaðnum bróður- lega á milii sin: Coca Cola verk- smiðjan og ölgerðin Egill Skallagrimsson. Samkeppnin var nánast engin og litið nýtt kom fram. Neysla jókst jafnt og þétt, venjuleg 10 til 15% á ári. Kók hélt sinu meö sjónvarps- og blaöaauglýsingum og ölgerðin með vel skipulögðu dreifingar- kerfi. Þrátt fyrir að Sanitas framleiddi tvær af þrem mest seldu gosdrykkjategundum i heiminum, Pepsi og Seven Up, var fyrirtækiö naumast inn i myndinni”. Sanitas vaknar af svefni Þetta breyttist árið 1979, er ný forusta tók við Sanitas. Fyrst keypti fyrirtækið Sana h.f. á Akureyri og var siöan sameinaö Pólaris h.f. og er stærsti eigand- inn og stjórnarformaðurinn nú Páll i Pólaris G. Jónsson. Ragnar Birgisson lýsir þvi aö þegar hafist var handa um að vekja þessi fyrirtæki af Þyrni- rósarsvefninum hafi verið sett upp fjögur markmiö, sem öllum hefur veriö fylgt eitilhart eftir, sem sé gagnger endurskipu- lagning, aukning vöruúrvals, betra samband við smásala og neytendur. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. I viötali i Morgunblaðinu 29. nóvember i tilefni af 75 ára afmæli Sanitas h.f. segir Ragnar Birgisson for- ,,A þessu ári munum við svo komast á réttan kjöl að nýju. Það getum við þakkaö stórauk- inni sölu um land allt, sérstak- lega hefur Pepsi náð góðri fót- festu fyrir norðan. Reyndar má segja, að mikil söluaukning hafi oröiö á allri okkar framleiðslu á undanförnum mánuðum. Það sem er kannski ánægjulegast við þá þróun er að markaöurinn i heild sinni hefur á þessum sama tima dregist nokkuð saman”. Kóksalan stórminnkuð Fram kemureinnig i viðtalinu að sumar nýjar vörutegundir hjá Sanitas seljist svo ört að verksmiöjan hafi ekki undan. En aöspuröur um hvort ekki sé hörö samkeppni á þessum markaöi segir Ragnar Birgis- son i 12. tölublaði Frjálsrar verslunar 1980: „Jú, svo sannarlega. Heildar- sala á gosdrykkjum á markaðn- um hefur minnkað, en þó hefur framleiðsla Sanitas aukist gifurlega. Sem dæmi má taka að í september sl. vorum við búnir að framleiða og selja jafn- mikið og allt árið i fyrra. Ljóst er að þessi söiuaukning okkar hlýtur að koma niöur á hinum framleiðendunum. Ég held að þetta bitni harðast á Coca Cola framleiðslunni. Kóksalan hefur stórminnkað. En þetta er ekkert einsdæmi á tslandi, þvi að Kókið er I mikilli vörn gagnvart Pepsi bæði i Evrópu og i Bandarikjun- um”. -—®3 / vinnu hjá Pepsi? Gosdrykkjasala dregst saman , af mörgum ástæðum um leið og ■ einn framleiðenda á þessum J markaði vaknar af löngum . Þyrnirósarsvefni og þrengir að I hinum tveimur stóru, sem setið I höfðu nær einir að vaxandi J markaði. Þetta rennir stoðum . undir þær lausafregnir að um I nokkurt skeið hafi verið i undir- 9 búningi hjá Coca Cola verk- J smiðjunni að draga saman J seglin og slátra kvöldvaktinni I vegna sölusamdráttar. Harön- I andi erlend og innlend sam- J keppni hlýtur af framansögðu j að vera meginorsök erfiðleika hjá Vifilfelli— Coca Cola en ekki I það innheimtuhlutverk sem rikið hefur falið framleiðend- um gosdrykkja. Ef til vill hefur I velgengni hinna tveggja stóru I á markaðnum, meðan Sanitas ] svaíj gert þá of værukæra til . þess að standast samkeppni. En I Pétur B jörnsson i Coke hefur ef- I laust meiri áhuga á að gera ] málið pólitiskt og breiða yfir . það að vara hans fer halloka I I samkeppni, heldur en að viður- I kenna að hann hafi oröið undir. J Boðberar frjálsrar samkeppni J ættu þó að bera sig karlmann- I lega þótt stundum vilji svo til að I þeir fái að kenna á kostum sinna * eigin kenninga. En vonandi fær starfsfólkiö I hjá Coke vinnu hjá Sanitas, þvi I ef marka má orð forstjóra • siðarnefnda fyrirtækisins hefur I þaö vart undan við framleiðsl- I una. Má bjóða þér Pepsi, Pétur I Björnsson? 1 — ekh skorið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.