Þjóðviljinn - 07.02.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. febrúar 1981 Enn fjölgar á kvikmyndahátíð: Tvær Keaton myndir til við- bótar Voru taldar gallaðar Buster Keaton hátiöin.sem haldin er innan ramma kvik- myndahátiðarinnar i Regn- boganum sem hefst I dag, verður sennilega i minnum höfö i kvikmyndasögunni, þvi á henni verða sýndar tvær stuttar myndir sem til skamms tima var haldiö að heföu giatast fvrir fullt og allt. Raymond Rohauer, sem vann með Buster Keaton siðustu árin sem hann lifði og hefur unnið ötullega aö þvi að leita uppi verk Keatons og bjarga þeim frá skemmdum, kemur hingað til að fylgja hátiðinni úr hlaði, og hefur meðferðis þessar tvær myndir, Fangi nr. 13. (Convict 13) og Ástarhreiðrið (Love Nest). Mun hann kynna og sýna myndirnar á morgun, og verður þar um einskonar heimsfrum- sýningu aö ræða, þvi þær hafa ekki verið sýndar neinsstaðar siðan á framleiðsluári. Fangi nr. 13 (1921) var aðeins tili ösýningarhæfri kópiu, en úr Astarhreiðrinu (1923) var ekkert til nema ein ljósmynd. Fangi nr. I3er eitt besta dæmið um gálgahúmor Keatons. Þar stendur til að hengja hann fyrir framan áhorfendur, sem borða að sjálfsögðu poppkorn, en siöan gerist margt óvænt. AstarhreiðriCer eins konar upp- kast að löngu myndinni Sæfaranum (The Navigator), sem einnig verður sýnd á kvik- myndahátiðinni. —ih 1 Kjaradeilan í ríkisverksmiðjunum: 12félögnáðu samningum Tólf verkalýðsfélög af þeim þrettán, sem staðið hafa i samningaþófi við ríkisverksmiðj- urnar undanfarnar vikur, undir- rituðu nýjan kjarasamning í gær- morgun. Það þrettánda, Vél- stjórafélag íslands, skrifaði ekki undir og hefur boðað verkfall i rikisverksmiðjunum frá og með sunnudagskvöldinu næsta hafi Þá voru ymis atriði i samn- ingum rikisverksmiðjfólksins samræmd. Auk þess var samið um aukagreiðslu til starfsfólksins i desember sem nemur 2ja vikna launum. Félagar f þeim 12 verkalýðs- félögum sem samið hafa eru á milli 300 og 400 i rikisverksmiðj- unum, en vélstjórar eru 16. J — betta eru aö minum dómi mjög góðir samningar. Og það sem mér þykir mest um vert i þeim er, að föst aukavinna, 8 timar á viku, er felld niður, en samt halda menn sömu launum og jafnvel riflega það, sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands, i samtali við Þjóöviljann i gær. Þessi nýi samningur er næstum alveg eins og sá kjarasamningur sem gildir við Grundatangaverk- smiðjuna. Fólkið i rikisverk- smiðjunum fer nú á byrjunarlaun samkvæmt Grundartangasamn- ingnum, en 1. nóvember nk. fer það á taxta eins og eftir eins árs starf, og 1. mai 1982 á 3ja ára taxta, en þá hefur það náð sömu kjörum og starfsfólk Grundar- tangaverksmiðjunnar, sem þá hefur starfað þar i 3 ár Þroskaþjálfarar lýsa stuðningi við fóstrur: Göngum ekki í ykkar störf Fundur i Félagi þroskaþjálfa s.l. miðvikudag gerði eftirfarandi samþykkt i tilefni af uppsögnum fóstra: „Félag þroskaþjálfa lýsir yfir stuðningi sinum við Fóstur- félag Islands i kjarabaráttu þeirri sem nú stendur yfir. Viljum við ennfremur lýsa þvi yfir að við þroskaþjálfar komum ekki til með að gegna störfum fóstra ef til vinnustöðvunar kemur af þeirra hálfu.” Ferðafélag íslands og Náttúruverndarráð óska að ráða konur og karla til gæslu- starfa næstkomandi sumar. Um er að ræða störf i 2 til 4 mánuði, sem m.a. gætu hentað hjónum. Starfið er fólgið i eftirliti með sæluhúsum, tjaldsvæðum og friðlýstum svæðum. Málakunnátta, reynsla i ferðalögum og þekking á landinu æskileg. Skrifleg umsókn með sem gleggstum upplýsingum óskast send skrifstofu Nátt- úruverndarráðs, Laugavegi 13, Ferða- félags íslands, öldugötu 3, Reykjavik.eða Ferðafélagi Akureyrar, Skipagötu 12, Akureyri.fyrir febrúarlok. Ferðafélag íslands. Náttúruverndarráð. |fc RÍKISSPÍTALARNIR S lausarstöður Landspitalinn Tveir AÐSTOÐARLÆKNAR óskast á handlækningadeild til 1 árs frá 1. mai n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 16. mars. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000. Reykjavik, 8. febrúar 1981. Skrifstofa rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, sími 29000. Iðnskóiiim í Reykjavík Námskeið vegna endurtökuprófa hefjast 23. febr. n.k.. Fyrirhugaðar kennslugrein- ar eru: Danska, enska, efnafræði, eðlis- fræði, stærðfræði og grunnteikning. Nán- ari upplýsingar og innritun i skrifstofu skólans. Iðnskólinn i Reykjavik. Fóstrur hjá ríkinu segja upp: Lokast spítaladag heimílín líka? Föstrursem starfa hjá rikinu á dagheimilum viö spitalana hafa nti slegist i hóp starfsfélaga sinna hjá sveitarféiögunum og sagt upp störfum frá 1. febrúar s.l. að telja. Hér er um aö ræöa nær 40 fóstrur sem starfa við dagheimili fyrir starfsmenn á Landspitala, Kleppsspitala, Vifilsstaða- spítala, Kópavogshælis, Landa- kots og Hjúkrunarskólans. Sér- kjarasamningum milli starfs- mannafélags rikisstofnana og samninganefndar ríkisins við fóstrur er ekki lokið enn, þó sér- kjarasamningar hafi veriö undir- ritaðir fyrir alla aöra starfshópa rikisins í nóvember s.l. Fóstrur hjá rikinu eru þvi i 10. launaflokki og 11. eftir 4ra ára starf og hefur þeim verið boöiö upp á „Reykja- vikursamninga”, þ.e. byrjun i 11. launaflokki. Sem kunnugt er hafa fóstrur á Akureyri og i Kópavogi hafnað enn hærri tilboöum. Kjaramálaráöstefna fóstra hefst í húsnæði BSRB i dag kl. 14 og veröa aðgerðir þá ræddar og kröfur samræmdar. — AI Framtals- frestur fram- lengdur í gærmorgun var tekin ákvöröun um að framlengja skilafrest einstaklinga á skatt- framtölum tilog meö 18. febrúar. Eftir sem áður er skilafrestur einstaklinga með sjálfstæðan rekstur til 15. mars og félaga til 31. mai. Þeir sem ekki hafa fengið leiðbeiningabækling rikisskatt- stjóra vegna framtalsins geta snúið sér til skattstjóra i sinu umdæmi eða umboðsmanns hans. Einhver brögö munu að þvi aö bæklingurinn hafi ekki fylgt framtalseyðublöðunum en upplag hans var miðað við fjölda heimila i landinu. —AI Listahátíð: Ný framkvæmdastjórn Nú hefur verið kosiö og tilnefnt I nýja framkvæmdastjórn Lista- hátfðar sem haldin verður árið 1982. Stjórnarmenn eru fimm talsins, þrir kjörnir af fulltrúa- ráði Listahátiðar, einn tilnefndur af menntamálaráöherra og einn af borgarstjórn Reykjavikur. Samkvæmt hefð mun fulltrúi borgarinnar veröa næsti for- maður stjórnarinnar, fulltrúi rikisins gegndi þvi starfi á síðasta tveggja ára kjörtfmabili stjórnar. 1 stjórn Listahátiðar eru: Guðrún Helgadóttir, fltr. Reykja- víkurborgar, Gunnar R. Bjarna- son, fulltrúi menntamálaráö- herra, Ann Sandelin, Njörður P. Njarðvik og Rögnvaldur Sigur- jónsson eru kosin af fulltrúa- ráðinu. Thor Vilhjálmsson, Sveinn Einarsson og Atli Heimir Sveins- son sem voru kjörnir af fulltrúa- ráöinu fyrir tveimur árum gáfu ekki kost á sér. Hrafn Gunnlaugs- son og Niels P. Hafátein náðu ekki kjöri. A fyrrnefndum fulltrúaráðs- fundi var sú breyting gerö að upp- sagnarfrestur framkvæmda- stjóra var lengdur úr 3 mánuðum i sex en þvi starfi gegnir nú örn- ólfur Arnason. — AI Torfusamtökin: Aðalfundur á Aðalfundur Torfusamtaka verður haldinn i Norræna húsinu sunnudaginn 8. febrúar kl. 15.00. A fúndinum mun stjórn sam- takanna gera grein fyrir starfinu frá siöasta aðalfundi. Reikningar verða lagðir fram og tillögur aö breyttum lögum bornar undir at- sunnudag kvæöi. Telur stjórnin breyt- ingarnar nauðsynlegar vegna aukins og breytts rekstrar sem séö er fram á að veröur æ meiri. Þá verða ræddar hugmyndir að framtiðarskipan mála varðandi endurbyggingu Bernhöftstorfu og önnur verkefni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.