Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 9
Helgin 7.— 8. febrúar-1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Evert Ingólfsson leikur Plútus sjálfan. Þdrunn Páisdóttir sem'Kaion Kristin Bjarnadóttir sem Hemes Eyvindur Erlendsson f hlutverki Kreinylusar Sigriín Björnsdóttir leikur fátæktina. Mikil stemmning og almenn ánægja Spjallað við Þórunni Pálsdóttur og Jakob S. Jónsson um viðtökurnar sem Breiðholtsleikhúsið hefur fengið Sennilega hefur aldrei veriö jafnmikil gróska f leikhúslffi Reykvikinga eins og einmitt núna. M.a. hefur sprottið upp splunkunýtt leikhús uppi I Breiö- holti sem nefnist Breiöholtsleik- húsiö. Þaö er nú búiö aö sýna gamanleikinn Plútus eftir Aristofanes i nokkur skipti og þvi ekki úr vegi aö ná i skottið á tveimur af stofnendum leikhúss- ins, þeim Þórunni Pálsdóttur og Jakobi S. Jónssyni, til aö forvitn- ast um hvernig þetta ævintýri gengi. bau voru sammála um aö fólk væri ánægt með þetta framtak og sögðust vera mjög bjartsýn á að það ætti sér framtið fyrir hönd- um. Þau sögðu að visu að komið hefði upp sú skoðun að svona leik- rit væri ekki við hæfi Breiðhylt- inga en þegar þeir væru á annað borð búnir að fara á sýninguna kæmi allt annað hljóð I þá. Stemmningin á sýningum er nefnilega mjög góð og fólk virðist hafa almenna ánægju af. Leikrit- ið fjallar um rlkidæmi, og fátækt og leikaðferðin er sú að áhorfend- ur eru I rauninni i hlutverki mUgsins I Aþenu og leikendur tala mikið beint til þeirra. Einungis atvinnuleikarar eru I sýningunni en þeir eru Eyvindur Erlendsson, Þórunn Pálsdóttir, SigrUn Björnsdóttir, Kristln S. Kristjánsdóttir, Kristln Bjarna- dóttir og Evert Ingólfsson. Leik- stjórinn er Geir Rögnvaldsson en bUninga gerði Hjördls Bergsdótt- ir með aðstoð Mariu Hauksdóttur.. Þórunn lét þess getið I samtal- inu að mjög gaman væri að leika i þessu leikhUsi en áhorfendur sitja á þrjár hliðar. Þetta mun vera eina skólahúsið á landinu sem notað er undir fasta leikstarf- semi. Bæði skólastjórinn I Fella- skóla, Arnfinnur Jónsson, og yfir- kennarinn, Guðjón Ólafsson, eru mjög jákvæðir og hjálpfúsir enda hafa þeir staðið fyrir fleiri nýj- ungum I hUsnæði skólans. Þess skal getið að Nemendaráð Fellaskóla er með veitingar I hléi, kaffi, kökur, gos og sælgæti, og eykur það á stemmninguna. Allur ágóði rennur til skólafélagsins en þess I stað sjá krakkarnir um að bera stóla inn fyrir sýningu og Ut eftir hana. Þau Þórunn og Jakob kváðu það m.a. hafa komiö sér á óvart hve krakkar hafa gaman að þessari sýningu en þeir hafa sótt hana töluvert. Að ýmsu leyti er erfitt að fara á stað með svona starfsemi og m.a. eru Reykvlkingar almennt ekki of klárir á þvl hvar Fellaskóli er. Sögðu þau að borgin ætti eigin- lega aö setja upp vegvisa á skól- anna þvi að I Breiðholti eru hvorki meira né minna en 5 grunnskólar óg 1 fjölbrautaskóli. Þeir sem eru ókunnugir þarna uppfrá halda sumir að það sé bara einn skóli I Breiðholti. Jakob er framkvæmdastjóri hUssins og sagði hann að fyrir- tækjum og stofnunum væri boðið að koma á sýninguna gegn hópaf- slætti og nU ætti að fara á stað með að bjóða hUsfélögum. Það gæti llka haft það gildi að auka kynni milli fólks I fjölbýlishUsum. bau sögðu að ldcum að það væri ekki sist áhugamál þeirra sem að leikhúsinu standa að fá nýja áhorfendur sem ekki sækja leik- hús reglulega. ,,Ef það tekst erum við ánægð og ef þessi sýning gengur vel höldum við ótrauð áfram I næsta stykki. Við erum næstum óhugnanlega bjartsýn”, sögðu þau að lokum. —GFr Blepsidemus mælir til múgsins (áhorfenda). Kristln S. Kristjánsdóttir. MISTÖK Frú Bergström hafði tognað á handlegg. Herra Bergström hafði nefnilega orðið litið á fætur konu sinnar og sagt við hana að þessir skór sem hún væri I væru bæði rifnir, slitnir og ljótir. Þá hafði frU Bergström tryllst. HUn var nefnilega ber- fætt. HUn hafði slegið til hans með vinstri, og síðan eldsnöggt með þeirri hægri. Herra Berg- ström sem var I góðri þjálfun gat beygt sig undan höggunum, með þeim afleiðingum að frU Bergström lenti með hendina i málmstyttu þeirra hjóna er átti að sýna „Strlð og Friöur”. Málmstyttan slapp ósködduö, en frU Bergström tognaði á hendinni. HUn hafði dálltinn verk i hendinni svo að hún ákvað aö fara á slysadeildina til að láta llta á hana og ef til vill fá teygjubindi um hana. Svo hún gaf manni sinum „einn á'ann” með þeirri vinstri og fór siöan á slysavarðstofuna. Læknirinn þar spuröi hvernig þetta hefði atvikast. HUn svaraði þvi til að hUn hefði dottið. „Þetta lítur nú ekki neitt illa Ut”, sagði læknirinn og kreisti dálltið handlegginn og Ulnliðinn. „Þaö eina sem þarf er teygju- bindi, og síðan þarft þú að hlifa hendinni dálitinn tlma, þá verður þetta strax gott”. Þegar frU Bergström hafði þakkað fyrir sig og ætlaði að fara, sagði læknirinn: „blðiö að- eins. Þér eruð dálítið fölar i andliti. Við ættum ef til vill að mæla i yður blóðið, fyrst þér eruð staddar hérna. Þá þurfið þér ekki að líða af blóðskorti. Hinkrið aðeins, ég skal biðja hjúkrunarkonú um að koma strax og taka blóðsýni.” Læknirinn hvarf á braut og eftir skamma stund birtist hjúkrunarkonan til að taka blóðsýni Ur frú Bergström. Þaö hafði aldrei valdið henni erfiö- leikum að sjá blóð, það er að segja ef það var blóö einhvers annars. Aftur á móti þoldi hún alls ekki að sjá sitt eigiö blóð. Þvl var það aö þegar hjúkr- unarkonan stakk hana I fingur- inn steinleið yfir hana. Hjúkrunarkonan varö dauð- hrædd. HUn haföi aldrei orðið fyrir því að liði yfir fólk við blóðtöku. HUn hljóp Ut Ur her- berginu til aö ná I hjálp. Af til- viljun varö læknakandidat gengið fram hjá skoðunarher- berginu og kom auga á frú Bergström þar sem hún lá i öng- viti á gólfinu. Kandidatinn, stór og kraftalegur strákur, hélt að hUn væri dáin. Hann kastaði sér yfir hana og hóf þegar hjarta- hnoð. Það gerði hann af svo miklu afli að hann braut rifbein I frU Bergström. HUn vaknaöi til llfsins, hinum unga kandidat til mikillar gleði. „Hvurn andskotann eruð þér að gera”, spurði hún. Einmitt í þvl kom hjúkrunar- konan til baka og hafi náð i lækni, og var sá I för með henni. FrU Bergström kvartaði sáran um verk í hinu brotna rifbeini. Læknirinn gaf skipun um að taka til sprautu með kvalastill- andi efni. HjUkrunarkonan náði I sprautuna, og fyllti hana með stórum skammti af kvalastill- andi, og gaf konunni. En þvi miður hafði frú Bergström of- næmi fyrir þessu lyfi. Það leið yfir hana. Læknirinn fyrirskip- aöi þegar I staö að henni yröi gefin önnur sprauta með mót- efni við hinu lyfinu. Við þá sprautu vaknaði frú Bergström til lifsins aftur. HUn varö meira aö segja svo hress að hún stóð upp af gólfinu . og tók nokkur skref á riðandi fótunum. Slðan datt hún I gólfið aftur. I fallinu sló hún höfðinu i skoðunarbekk- inn og rotaðist. FrU Bergström var flutt á gjörgæsludeild þar sem hUn varð aðdveljast I þrjá daga. Er heim kom ákvað hún að slá manninn sinn aldrei aftur, þ.e.a.s. með hnefunum. Hún varð sér Uti um góðan lurk I staðinn. Herra Bergström iiggur nU á stofu átta deild ellefu á sjúkra- húsinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.