Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVlLJINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981
*mér
datt það
i hug
Hafþór
Guðjónsson
skrifar
Hann nagar okkur. Oftast
ósýnilegur. Vakir með okkur.
Sefur með okkur. Meövitað eða
ómeðvitað. Eins og svört hola i
innstu afkimum sálarinnar. Við
reynum að bægja honum frá
okkur. Kannski tekst þaö um
stundarsakir. En hann kemur
bara alltaf aftur. Og heldur
áfram að naga okkur.
Ottinn.
Við lifum í heimi sem er gagn-
tekinn af ótta. Við lifum i heimi
á heljarþröm. Kjarnorku-
sprengjan. Möguleikinn á
kjarnorkustyrjöld verður æ
meiri. í valdamesta embætti
heims situr fyrrverandi kúreki.
(Eftirlikingar af kúrekastig-
vélum hans ku vera vinsæl sölu-
vara i fyrirmyndarrlki frjáls-
hyggjunnar). 1 hinum herbúö-
unum eru hámenntaðir siða-
postular, litlir brésnevar, látnir
útbreiða nyjan sannleik um
konuna. Hún á ekki að stjórna
jarðytu lengur, heldur fara
heim og ala börn. Þaö vantar
fleiri börni Sovét. Meöal annars
til að framleiða vopn. Þegar þau
eru orðin stór náttúrulega. Það
verður að viðhalda hinu hern-
aðarlega jafnvægi. Þaö verður
að framleiða betri sprengjur,
öflugari sprengjur, tæknilega
fullkomnari sprengjur. Til þess
þarf fólk. Og þá er konan i Sovét
mmnt á það til hvurs hún er eíg-
inlega.
Samt er til nóg af sprengjum
til að þurrka út mannkynið
30 — þrjátiu sinnum. Herma
skýrslur.
Nótt eina skömmu eftir að nýr
áratugur bjartra vona var runn-
in upp, vaknaði ungur maður i
vesturbænum af órólegum
svefni. Kannski voru það hrot-
urnar f konunni sem vöktu hann
(skyldi þessi setning sleppa
gegnum ritskoöun?) eða var
það þögnin? Þrúgandi
þögn — aðeins rofin af fyrr-
nefndum hrotum, sem þó voru
fljótlega bældar meö ,,klipa-i—
nefið” aðferðinni. Kiukkan?
Alltaf fyrsta hugsunin, sem
gripur mann ef maður vaknar
um miðja nótt. Hvað skyldi
klukkan vera? Nú verð ég
ábyggilega andvaka. Og ég sem
veröað vakna klukkan sjö. Próf
I fyrsta tima. A eftir að fjölrita.
Verö að ná strætó klukkan tiu
minútur fyrir átta. Já og stelp-
an. HUn má alls ekki mæta of
seint i skólann, rétt einu sinni.
Komin með fimmtán — eða var
það átján? — refsipunkta. Má
ekki ske. Hugsa sér ef stelpu-
greyinu yrði nú visað úr skóla
af þvi að pabbi drap á vekjara-
klukkunni oghéltáfram aðsofa.
Af þvi að hann lá andvaka.
Óttinn.
En hvað?
Vekjarakiukkan suðaði ekki
eins og hún var vön. Og heldur
ekki heyrðust úr henni hálf-
bælda, aumkunarverða hljóðið,
sem hún annars var vön að gefa
frá sér með kortérs millibili.
Eins og hana langað ofsalega
mikið að hringja en hætti viö af
tillitssemi við eigendur sina.
Hálfkæft, tregaþrungið ang-
istarvein og svo ekkert meir.
Klukkan var stopp.
Ef svo óliklega hefði borið við,
að tekið hefði verið hjartalinurit
af þessum unga manni i vestur-
bænurri þarna um nóttina, hefði
hvur mannskepna getað séð
ónáttúrulega sveiflu I linuritinu.
Svona eitthvað I likingu við
sveifluna stóru, sem ég sá koma
útúr minum mælitækjum, þegar
ég var að paufast viö að fá
brottnumið hjarta úr elskulegri
litilli rottu (sem þá var auðvitað
steindauð sjálf) til að byrja að
slá á nýjan leik. Þvilik sveifla,
maður. Skrifarinn langt útaf
blaðinu, sem honum annars bar
að halda sig við. Skruðningur og
læti i appirötunum. Hjartað
spriklaöi oni næringarbaðinu
eins og það gerði Itrekaðar til-
raunir til að losa sig frá öllum
slöngunum og klemmunum,
sem það var átengt eftir vis-
indalegri forskrift. Eftir
nokkrar mínútur steinhætti það
þessum látum.
Hjartað sló ekki lengur. Það
hafði fengiö hjartaáfall.
Hjartað i unga manninum
hætti ekki að slá — nema þá ef
til vill eitt andartak. En það tók
kipp eins og sagt er. Mikinn
kipp. Vegna þess að honum brá.
Óttinn.
En hvers vegna? Hvað var
M05ÍAW7/
svona dttalegt við það aö vakna
um miðja nótt og uppgötva, að
rafmagnsvekjaraklukka gengur
ekki lengur?
Var það þögnin? Af þvi að
maður i borg er óvanur þögn?
Eöa var þettabara óttinn við hið
óþekkta? Hann veit ekki ástæð-
una fyrir þvi aö vekjaraklukkan
er stopp.
Hann liggur áfram i rúminu.
Hlustar á ekkert. Heyrir ekk-
ert — nema djúpan draum-
þungan andardrátt konunnar
við hliðina (alltaf getur hún
sofiö).
Af hverju er svona mikið
myrkur?
Af hverju engiri birta frá götu-
ljósinu?
Rafmagnslaust. Auðvitað.
Asni get ég verið. Um sinn hæg-
ist um andardráttinn og hjart-
sláttinn hjá unga manninum i
vesturbænum um nótt.
Skyringin var komin!
Honum léttir. Heldur barasta
aö hann geti nú sofnað alsæll,
dreymt fagra veröld og vaknað
á réttum ti'ma. Ekki fleiri refsi-
punktar hjá telpunni i bili. Borð-
um morgunverðinn i ró og næði.
Ekkert stress. Vaknað!!!!
Bannsett vekjaraklukkan!
Hvurnin i heitasta helviti á
vekjaraklukka sem gengur fyrir
rafmagni aö fara að þvi aö
vekja mannskapinn ef hún fær
ekkert rafmagn???
Ný sveifla. Nýr kippur. Helm-
ingi kröftugri en þessi áðari:
Bang-dong,bang-dong. Úff.Sviti.
Málið liggur ljóst fyrir:
Máttarvöldin — hver sem þau
annars eru — hafa gert sam-
þykkt um að leyfa honum ekki
að sofa í nótt. En hvers vegna
rafmagnslaust? Hvað ætli sé
að? Og af hverju þessi undar-
lega þögn?
Hvað var þetta? Flugvél?
Millilandavél? Þota? Orrustu-
þota? Nei, þetta hljóð var ekki
eins og i venjulegri þotu. Eins
og — eins og hvinur. Einna lik-
ast þvi þegar hvin i bildekkjum
á þurru malbiki. Hvaö skyldi
þetta vera? Nei, nei. Bara i
myndum Edlflaug? Þvilik fá-
sinna! Hvað ættu eldflaugar að
vera að gera þarna uppi um há-
nótt? Strið? Nei, nú læt ég
Imyndunarafliðhlupa með mig i
gönur. Strið. Fáránleg hug-
mynd. Ætli maður hefði nú ekki
fengið að vita það með nokkra
daga fyrirvara. Ekki var að
heyra i sjónvarpsfréttunum að
ástandið væri neitt sérstaklega
alvarlegt.Aðvisumikilspenna i
Póllandi. Já og þessar erjur
þarna suðurfrá. En ekkert
svona grafalvarlegt. Ekkert i
likingu við Kúbudeiluna. Nei,
nei. Alls ekki.
Skyndiárás?
Það er engu likara en þetta
orö hafi allt i einu umbreyst,
hlutgerst i griðarmikinn svamp
sem er troöið uppi hann. Honum
liggur við köfnun og þornar upp
i munninum af þvi ao svampur-
inn sýgur i sig hvern einasta
munnvatnsdropa.
Kannski Keflavikurflug-
völlur? Djöfuls hugarórar eru
þetta. Held bara ég sé að verða
vitlaus. Best að fá sér vatn að
drekka. Kikir út um svefnher-
bergisgluggann. Nú, þaö er
bara myrkur i allri borginni. En
hvaða reykur er þetta?
Aburðarverksmiðjan? Nei.
Ekki er hún i þessari átt. Ætli
það hafi kviknaö i? En þetta er
svo langt i burtu. Og svona
mikill mökkur. Eldgos?
Sakar ekki að hringja i lögg-
una og athuga málið.
„Nei okkur er ekki kunnugt
um að neitt alvarlegt sé á seyði.
Þaö eru einhverjar rafmagns-
truflanir hjá þeim. Kviknað i?
Nei, okkur er ekki kunnugt um
það. Reykur? Nei, við höfum
ekki heyrt neitt. Allt I lagi, ekk-
ert að þakka”.
Einar Karl Haraldsson skrifar
Fjaörafok út af
n f 1, , í 4 í n w w n „ 1 i Anl
feitum bita
Þrátt fyrir margra dálkkiló-
metra níð i málgögnum stjórn-
arandstööuhluta Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks um Al-
þýöubandalagið hefur gengið
illa að koma höggi sem dugar á
flokkinn. En þegar heilbrigöis-
ráðherra veitir einn af feitustu
bitum landsins þykir liðleskjum
stjórnarandstöðunnar auðsætt
að formaður Alþýðubandalags-
ins liggi vel við höggi, og hafin
er flokkspólitisk breiðsiðuárás á
hann undir yfirskini jafnréttis-
áhuga.
Það er afskaplega fróölegt til
þess aö vita að áhugi Jóhönnu
Sigurðardóttur þingmanns og
ritstjóra Morgunblaösins á jafn-
réttismálum skuli vakna þegar
um er að tefla eitt af ábatasöm-
ustu verslunarleyfum landsins.
Þessum sálufélögum hefur
varla þótt taka þvi aö fjalla um
önnur jafnréttismál, sem snerta
ekki sist þá sem skaröastan hlut
bera i þjóðfélaginu, svo sem
fæöingarorlofiö, sem gildi tók
um áramótin og aðgerðir i dag-
vistarmálum. Það gæti lika ver-
ið að hlutur formanns Alþýðu-
bandalagsins i þeim málum sé
of góður til þess aö taki því að
nefna þaö. Slik er hin flokkspóli-
tiska blinda og slikur er hinn
raunverulegi áhugi á þeim jafn-
réttismálum sem varða hinn
breiða fjölda i landinu, allan al-
mcnning og ekki sist iáglauna-
fólk.
Mismunandi hefðir
Athyglisvert er einnig, að i
offorsi sinu við að sverta Al-
þýðubandalagið koma hinir ný-
vöknuðu jafnréttissinnar upp
um raunverulegan tilgang sinn
með þvi að lita nær alveg fram-
hjá veitingu menntamálaráð-
herra i prófessorsembaétti við
Háskólann. Ingvar Gisíason var
þó að brjóta nokkuð fastmótaða
hefð með þvi að ganga fram hjá
úrskurði læknadeildar. Til þess
þykist ráðherrann hafa rök, en
um langt skeið hafa mennta-
málaráðherrar viðurkennt
sjálfstæði Háskólans með þvi aö
fara nær undatekningarlaust að
tillögum háskólaráðs og deilda i
stöðuveitingum.
Um slika hefö er ekki að ræða
i sambandi við veitingu lyfsölu-
leyfa. Matthiás Bjarnason gekk
á árunum 1974 til 1978 i fimm
skipti af tólf á snið við tillögu
stöðunefndar og landlæknis við
veitingu lyfsöluieyfa, og lá
undir nokkru ámæli fyrir
flokkspólitiskar stöðuveitingar.
Svavar Gestson er ekki sakaöur
um flokkspóiitik að þessu sinni,
heldur um að hafa brotið gegn
jafnréttislögunum frá 1976.
Þegar skoðaðar eru embættis-
veitingar heilbrigðisráöherra
aftur i timann er ljóst, að þeir
hafa litið svo á, og talið sig hafa
til þess lagastuðning, að þeim
beri að leggja sjálfstætt faglegt
mat á stöðuumsóknir, enda eru
umsagnir embættisnefnda að-
eins ráðgefandi.
Jafnrétti
karla og kvenna
Samkvæmt núgildandi jafn-
réttislögum er konum ekki
tryggður meiri réttur en körlum
við embættisveitingar. Þing-
menn Alþýðubandalagsins
lögðu til á sinum tima að lögin
yrðu þannig úr garði gerð, að
þau jöfnuðu ekki aðeins stöðu
kvenna og karla, heldur veittu
konum timabundin forréttindi
meðan á sókninni til fulls jafn-
réttis stæði. Þessi tillaga var
felld með atkvæðum allra þing-
manna nema Alþýöubandalags-
ins. Fróðlegt væri að kanna hug
þingsins til þessa máls i kjölfar
þeirra umræðna sem nú eiga sér
stað.
Karlar geta ekki siöur en kon-
ur leitað til jafnréttisráðs og
dómstóla telji þeir að konur hafi
óverðskuldaö verið teknar fram
yfir þá við embættisveitingar.
Samkvæmt núgildandi iögum
hefur ráðherra þvi ekki heimild
til þess að taka konur fram yfir
karla við stöðuveitingar ef hann
kemst að þeirri faglegu niður-
stöðu að karlmaður sé hæfari til
starfs en kona.
Mismunandi mat á
embættisreynslu
Úr þvi að árásir á Svavar
Ritstjórnargrein
Gestsson eru á dagskrá má
skoða tvö dæmi um embættis-
veitingar hans, sem nú eru
orðnar um 30 talsins og hafa
ekki sætt gagnrýni fyrr. Fyrir
skömmu skipaði ráðherra i tvær
stöður heilsugæslulækna við
Heilsugæslustöðina i Borgar-
spitalanum. Umsækjendur voru
átta og voru allir úrskurðaðir
hæfir af stööunefnd lækna, en
einu konunni i umsækjanda-
hópnum raðað neðst i forgangs-
röðina. Það var faglegt mat
ráðherrans, að enginn mark-
tækur munur væri á hæfni um-
sækjenda til starfans, og þvi var
Katrin Fjeldsted læknir skipuð
til starfans, enda réttlætanlegt
og jafnréttissjónarmiö kæmi til
álita úr þvi að ráðherra lagði
umsækjendur að öðru leyti að
jöfnu.
Um lyfsöluleyfið á Dalvik
sækja þrir og eru allir úrskurð-
aðir hæfir af umsagnaraðilum,
en Freyju Frisbæk Kristensen
raðað efst i forgangsröð. Ráð-
herra hafði hins vegar það mat,
að vegna meiri reynslu óla Þ.
Ragnarssonar i starfi og rekstri
lyfjabúða skyldi veita honum
starfið. Enda þótt lengra sé liðið
frá þvi Freyja lauk embættis-
prófi taldi ráðherra, að embætt-
isstörf hennar i danska innan-
rikisráðuneytinu bæri ekki að
meta til jafns við starfsreynslu i
lyfjabúðum i þetta tiltekna em-
bætti. Ef hins vegar um hefði
verið að ræða deildarstjóra-
stöðu i lyfjadeild heilbrigðis-
ráðuneytisins hefði hann vænt-
anlega metið Freyju hæfasta til
þess starfa. Hér snýst málið um
mismunandi mat á ráðuneytis-
störfum og rekstri lyfjabúða.
Hvar eru
/,f lokksvinirnir"?
Um það hefur mikið verið
fjasað í málgögnum stjórnar-
andstöðuhluta Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks að Alþýðu-
bandalagið stundi það nú
grimmt að koma „sinum mönn-
um” i embætti i krafti valdaað-
stöðu sinnar. Athyglisvert er, að
engar ásakanir eru uppi hafðar
um að Svavar Gestsson sé að
hygla flokksvinum sinum i þeim
tveimur málum sem hér hafa
verið rakin. Hvernig má það
vera? Er ekkert að marka fjasið
i stjórnarandstöðunni?
Enda þótt að i Dalvikurmálinu
sé aðeins um að ræða „mismun-
andi mat á embættisreynslu
tveggja hæfra manna”, eins og
landlæknir segir i blaðaviðtali,
þá er það afar skiljanlegt að
stjórnarandstaðan vilji gera sér
mat úr þvi eins litil og mat-
björgin er um þessar mundir á
þvi heimili. Það er á allra vit-
orði, að þingmenn Alþýðu-
bandalagsins hafa um langt
árabil haft forystu i jafnréttis-
málum á Alþingi og unnið að
þeim málum af einurð og með
töluverðum árangri. Einmitt
þess vegna riöur á að sverta
formanns flokksins og Alþýðu-
bandalagiö i augum almenn-
ings. En það mun verða fylgst
grannt með þvi hversu hann
dugar hinn nývaknaði jafnrétt-
isáhugi á þingi, þegar að þvi
kemur, að fylgja fram raun-
verulegum jafnréttismálum.