Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 15

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 15
Helgin 7,— 8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Skólaskákmót Noröurlanda: Bolvíkingurinn sigrar enn Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði héldu sjöungmenni frá íslandi til Sviþjóðar, nánar tiltekið Eksjö, þarsem fram fór Skólaskákmót Norðurlanda. Hér var ekki um að ræða sveitakeppni, heldur ein- staklingskeppni þar sem kepp- endum var skipt niður i 5 riðla eftiraldri. 1 A-riðliþar semkepp- endur voru fæddir á árunum 1960- ’63 áttu íslendingar einn fulltriia, Elvar Guðmundsson. Elvar skrapp Ur Skákþingi Reykjavikur á þetta mót og er skemmst frá þvi að segja, að hann skipaði sér þeg- ar i hóp þeirra sem börðust um efsta sætið. Þegar ein umferð var til loka, en tefldar voru 6 umferðir i hverjum riðli, var hann i efsta sæti ásamt einum fulltrúa Svia, Gösta Svenn. Hann tefldi i siðustu umferð við Kivistö frá Finnlandi, sem var heldur aftarlega á mer- inni þegar skákinfór fram. Elvar virtist eiga alls kostar við and- stæðinginn en heilladisirnar voru ekki á hans bandi og eftir að hafa leikið niður vinningsstöðu mátti hann þola tap. Varð hann að gera sér að góðu 2. sætið en sigurveg- ari varð helsti keppinautur hans Gösta Svenn. I B-riðli, þar sem keppendur voru fæddir 1964-’65, tefldi Jóhann Ragnarsson fyrir Islands hönd. Þar eins og i öðrum riðlum voru tefldar 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Jóhanni gekk ekki sem skyldi og hafnaði i neðsta sæti i 10 keppenda hópi. í C-riðli áttu Islendingar tvo þátttakendur, Halldór G. Einars- son frá Bolungarvik og Hannes Gunnarsson frá Hellu. Keppendur iþessum riðli voru alls 12 talsins, fæddir 1966-’67. Halldór sem vakið hefur mikla athygli fyrir sigra i skólaskákkeppnum hér heima svo og á Unglingameist- aramóti íslands 1979 svo ekki sé minnst á það afrek þegar hann gerði jafntefli við Friðrik ólafs- son i einu af helgarmótum tima- ritsins Skákar. Keppnin um efsta sætið þarna var geysihörð og svo fór að lokum, að Halldór bætti einni skrautfjöörinni enn i safnið og deildi sigrinum með Simon Agdenstein frá Noregi. Þeir hlutu báðir 4 1/2 v. af 6 mögulegum. Það er ekki litið afrek hjá þessum pilti að sigra á móti sem þessu þegar þess er gætt að hann er að miklu leyti einangraður frá þeim skákkeppnum sem mesta þroska- möguleika gefa. A Bolungarvik stendur skáklif með blóma og þar vestra eru margir bráðefnilegir skákmenn. Annan pilt má einnig nefna, Július Sigurjónsson,' en hann eins og Halldór skaut mörgum þekkt- um meisturum skelk i bringu þegar helgarmót Skákar fóru fram siðastliðið sumar og haust. Hinn islenski keppandinn i riðlin- um, Hannes Gunnarsson, lenti i 11. sæti i riðlinum, hlaut 1 1/2 vinning. í D-riðli (keppendur fæddir 1968-’69) áttu Islendingar tvo keppendur, Davið Ólafsson og Tómas Björnsson. Davið náði 4. sæti og Tómas varð nr. 9 i 10 manna hópi. I E-riðli tefldi Arnaldur Lofts- son (keppendur fæddir 1970 og siðar) og hafnaði hann i 6. sæti. Allir þeir keppendur sem tefldu fyrir Islands hönd stóðu sig með mestu prýði og voru landi og þjóð tii sóma. Alls tóku 50 unglingar þátt i keppninni i Eksjö. Sviar áttu eðli- lega flesta þátttakendur eða 16 talsins, Danir og Norðmenn áttu 10 keppendur hvor þjóð og tslend- ingar og Finnar 7 keppendur. Fararstjdri islensku unglinganna var Þorsteinn Þorsteinsson. Margar fjörugar og skemmti- legar skákir voru tefldar á mót- inu og á mótsblaðinu má sjá að flestir þátttakenda eru einlægir kóngspeðsmenn. En ekki er framþrýstingur þess peðs ailtaf sigurvænlegur eins og eftirfar- andiskák sýnir. Það er Vestfjarða undrið semsannarþað mætavel: Hvítt: Jesper Jensen (Danmörk) Svart: Halldór G. Einarsson Sikileyjarvörn 1. e4-c5 4. Rxd4-Rf6 2. Rf3-Rc6 5. Rc3-e6 3. d4-cxd4 6. Bg5 (Kennisetningamenn mæla með 6. Rdb5 eða 6. Rxc6.) 6...Bb4! 8. e5-Da5 7. Rxc6-bxc6 9. Dd4-Rg4 (Góður leikur. Einnig var mögu- legt að leika 9. — Re4.) 10. f4-Bc5 11. Dd2-Bf2 + 12. Kdl-h6 (Annar möguleiki var 12. — Be3, þvi 13. Dd6 strandar á 13. — Bc5 ásamt 14. — Rf2+.) 13. De2-Dc5 15. Bd3-hxg5 14. Dxg4-Dd4+ 16. Re2 (Betra var 16. Dxg5. Svartur heldurþó frumkvæðinu með 16. — Ba6.) 16....Dxb2 18. c3-Db2+ 17. Kd2-Db4+ 19. Bc2-Ba6 (Biksupar svarts ráöa lögum og lofum.) C 3 £. o- 3 X « o skák 20. Hhbl-Da3 N (Annar möguleiki var 20. — Be3+. SU leið sem svartur velur er einnig góð.) 21. Hb3-Dc5 22. c4-Bxc4 23. Hc3-Bxe2 24. Dxe2-Dd4 + 25. Bd3-Dxf4 + 26. Kc2-Bd4 27. Hc4-Bxe5 (Hvfta staðan eru rústir einar.) 28. Hbl-Hxh2 29. Df3-De3 30. Dg3 (Leik þennan ber fyrst og fremst að skoða sem skákfræðilegt sjálfsmorð). 30...Dxg3 — Hvitur gafst upp. Lausn á skákþraut þriðjudags: 1. Hc7 (hótar 2. Rc4 mát) Hxc7 2. c4 (hótar 3. Rc2 mát) Hxc4 3. Rxc4 mát. Hvftur leikur og vinnur Lausn f næsta sunnudagsþætti. „Comfort“ kallast Lágvær er og hljóöur i truflar ekki með hávaðamengun. Aksturinn verður þvl öruggur og áreynslulaus. iýníð 1 afbragðsgott. Aó stjórna honum í þrengslúm er þvl leikur einn. l dúnmjúka fjöðrunarkerfi, sem Ifkja má vió flugskeið og svo rás- fastur er hann, að honum verður ekki haggað af þeirri braut, sem þú velur honum. þægindi þau og veilíðan, sem vel hönnuð sæti hans, ásamt nægu rými til höfða og fóta, veita farþegum. nl erfl-s+ ekki f hans anda, hann er f rauninni mesta nánös við sjálfan sig bæði á bensfn og vara- hluti. , f , J --------_ gagnvart fai enda er farangurs- geymslan sérlega vel hönnuð og rúmgóð. A MITSUBISHI MOTORS_ Komið, skoðið og reynsluakið LANCER frá Mitsubishi. MJÖG HAGSTÆTT VERÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.