Þjóðviljinn - 07.02.1981, Page 21

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Page 21
Helgin 7.— 8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Eftir að hafa hlýtt á ,,nýjan'‘heilsteyptari Þey á þrælg'óðum tónleikum á Hótel Sögu (Súlnasal), sá ég mig tilneyddan að herja út úr þeim örlítið viðtal. Afrakstur „erfið- isins" fer hér á eftir. Stefnubreyting Blm.: Ef marka má tónleikana á Hótel Sögu þá virö- ist þiö vera orðnir miklu rokk- aðri samanboriö viö plötuna og tónleikana i Gamla Biói. Er þessi stefnubreyting komin til i kjölfar mannaskiptanna eða var búiö að móta hana áður? Magnús:Þaö stóö alltaf til aö spila meira rokk. Hilmar: Svo er nú Steini mik- ill rokkari. Segja má að þetta sé afleiöing af hvoru tveggja, stefnu sem búiö var aö móta áöur, og komu Steina i hljóm- sveitina. Blm.: Segja má þá að tónleikarnir á Sögu marki upp- hafið aö nýrri stefnu? Allir: Já, tvimælalaust. Magnús: Viö ákváöum einnig aö hætta að nota pianóiö þvi okkur fannst þaö ekki falla inn i myndina. Hilmar: Pianóer mjög gott til sins brúks i stúdiói.En það var vitleysa að hætta ekki aö nota það á fyrstu opinberu tónleikum okkar. Nú útsettum viö allt upp á nýtt og slepptum pánóinu eins og heyra mátti og sjá á Sögu. Magnús: Við komum ekki til með að nota annaö hljómborö i framtiöinni en það sem Gulli er aðhanna. Gulli: Þetta er alveg nýtt hugtak i hljómborðum. Ég fæ einkaleyfi á þvi áöur en viö byrjum aö nota þaö. Notaöir veröa 1000 yfirtónar sem gefa blæinn i tóninn. Það er komin tækni sem gerir þaö kleift aö ráða við þessa yfirtóna. Til dæmis verður hægt aö ná svipuöu hljóöi og þegar flygill er sagaöur sundur. Hljóöfæriö heitir Fourier og er tileinkað samnefndum stærðfræðingi sem uppi var á 19. öld. Hann er næsta skref viö Pyþagoras sem upp- götvaöi harmoniskar sveiflur. Fourier uppgötvaði allar periotiskar sveiflur. Allir tónar eru búnir til úr óendanlegri röð af pyþagoriskum harmoniskum sveiflum. Tilraunadýr Blm.: Snúum okkur að öðru, eruð þiö með nýtt efni á döfinni? Hilmar: Við erum alltaf að vinna að nýju efni. Það er einkanlega rokk með kryddi úr ýmsum áttum. Viö viljum ekki þetta hráa eins og Utan- garösmenn og Fræbbblarnir. Ég vil meina að það eru til ýms- ar aðrar viddir i rokkinu en þær sem áöurnefndar hljómveitir fylgja. Blm.: Hvað er á döfinni hjá ykkur næstu daga? Sigtryggur: Við spilum i M.K. og M.H. Siöan er ætlunin aö þræöa flesta framhaldsskólana. Blm.: Þið hafið ekki sett stefnuna á nýja plötu? Magnús: Jú, jafnvel, þá litla plötu. En meö útgefanda er ekki afráöið ennþá. Blm.: Hvernig hefur platan ykkur, Þagaö i Hel, gengið? Hilmar: Fyrsta upplagiö er búiö, en það var 450 eintök. Nú er allt strand i þessari bölvaöri pressu, Alfa. Magnús: Viö viröumst þvi miöur hafa lent þar sem tilraunadýr. Þvi þaö hefur ekk- ert staðiö sem þessir menn hafa sagt. Hilmar: Þar þarfaö rannsaka aöstandendur Alfa mjög gaum- gæfilega, Jón Ölafsson og kumpána. Hann er búinn aö ljúga aö okkur i mánuö. Platan hefur verið aö koma frá áramótum. Sigtryggur: Þaö er smá-galli á steypumótunum, svo þaö þurfti aö fá ný. Okkur var i fyrstu sagt aö ný mót væru komin aö utan, en það er allt saman bölvaö kjaftæði. Siöan var okkur sagt að þeir heföu lagað mótin undir smásjá hér heima! Hilmar: Nú á að senda ábyggilegan mann út eftir nýjum mótum, og vonandi kem- ur hann fljótlega. Svavar ætlar þá aö auglýsa hana eitthvaö en eins og þú veist þá var hún ekkert auglýst fyrir jólin. Skallapopparar Blm.: Eruð þið ánægðir meö þær viðtökur sem þiö hafið feng- ið frá þvi þið komuö fyrst fram opinberlcga? Magnús: Það er ekki hægt að segja annað, viðtökur hafa alveg verið ágætar. Hilmar: Maður finnur bað alveg á fólki að þessi tónlist fellur i kramið. Sem betur fer þá eru velflestir hættir þessu diskó- og jassrokkrugli. Liðiö er að veröa miklu rokkaöra og þreyta er farin aö gera vart viö sig á þessari steingeldu iönaöar- framleiðslu skallapopparanna eins og Steini kallar þá. Þorsteinn: Maöur er nú sjálfur skallapoppari, — og strýkur um leiö broddana á hausnum. Ég er nú búinn aö vera i þessu i tiu ár. Það er min kynslóö tónlistarmanna og þaöan af eldri sem ég kalla skallapoppara. En sem betur fer þá hef ég ekki hjakkað i sama farinu öll þessi ár, ég hef sifellt reynt að gera eitthvaö ferskt. Blm.: Hvað þarf platan að seljast i mörgum eintökum til að þiö fáið einhverjar krónur? Sigtryggur: Viö sömdum við Svavar (S.G. hljómplötur) um, að eftir 1500 eintök yröi hagnaðinum af sölunni skipt á milli okkar. Nýir menn Blm.: Hvað er langt siöan Steini gekk formlega til liös viö ykkur? Magnús: Formlega gekk hann til liðs við okkur um sein- ustu áramót, en hann er búinn aö vera viöloðandi hljómsveit- ina ansi lengi. Hann lék meöal annars á hljómplötu okkar. Hilmar: Alveg frá þvi viö byrjuöum að spila i haust, þá vissum viö að Jói mundi hætta um áramótin. Hann ætlar nefnilega aö snúa sér alfariö aö fluginu. Þá lá einhvern veginn beint við aö Steini tæki sætiö hans. Sigtryggur: Svipaða sögu er að segja af brottför Ellu. Hún „náöi” sér i mann og afréð „þvi” að hætta i hljómsveitinni. Gulli: Það er aldrei að vita nema hún troöi upp meö okkur á hljómleikum eöa syngi meö okkur inn á plötu. Blm.: Hvenær kemur Gulli inn i myndina? Gulli: Ég er búinn að vera viðloðandi þó ég byrjaöi ekki aö spila með þeim fyrr en á tónleik- unum i Norræna húsinu. Ég var búinn að þekkja vel flesta af strákunum i nokkur ár, þannig að þetta gekk allt mjög eölilega fyrir sig. Magnús: Koma Gulla i hljóm- sveitina var einhvern veginn mjög sjálfsögð svo ég minnist nú ekki á hæfileika hans. Blm.: Er þaö ekki rétt Gulli, að þú ætlaöir til náms erlendis i vetur? Gulli: Jú, ég ætlaði aö fara til Kanada, en þegar mér bauöst sæti i Þey þá sló ég til þótt ég hafi þá ekki snert á hljóðfæri i þrjú ár. Hilmar: 1 tónlist er ekki nóg að vera töff og fær, þaö veröur aö vera sál á bak við hljóðfærið'. Gulli: Þaö má alls staðar finna vatn, en uppspretturnar eru fáar. Áhugamenn Blm.: Eruö þiö ekki áhuga- menn i tónlistinni og hafiö þið haft eitthvaö upp úr þessu? Þorsteinn: Við höfum ekki séö krónu ennþá, þvi viö erum að kaupa hljóöfæri, og i þaö fer allur okkar peningur. Sigtryggur: Við erum allir annaðhvort i skóla eða vinnu,, þannig að eini æfingartiminn eri á kvöldin. En svo mikið er vist að við sjáum ekki eftir þeim tima. Hilmar: Það hefur bæði sina kosti og galla aö vera áhuga- maður. Ef tónlistin er aöalat- vinna þá þurfa menn að spila um hverja helgi og er hætt viö að þreyta og rútina komi i þetta og allt verður leiöinlegt og ómögulegt. Blm.: Nú viröist sem áhugi á lifandi tónlist hafi farið ört vaxandi, hverju þakkiö þið þennan aukna áhuga? Þorsteinn: Ég held aö fólk sé oröið þreytt á þvi að öllu sé dælt beint i æö. Ég veit ekki af hverju, en þetta erengu aö siöur að gerast. Magnús: Tónlistarlif borgar- innar hefur verið mjög bragö- dauft undanfarin ár. Það fer enginn á tónleika meö Brimkló, Geimsteini eða þessu liöi. Það verður aö vera einhver sannfæring og áhugi i tónlist- inni. Það nennir enginn aö hlusta á áhugalausa tónlistar- menn. Þorsteinn: Geimsteinn spilaöi einu sinni á Borginni fyrir 20—30 manns, meðan Þeyr lék á sama stað fyrir 300—400 manns. Straumar frá Bretlandi Blm.: Eruö þiö bjartsýnir á að þiögetið haldið lengi áfram á sömu braut? Magnús: Við erum ennþá mjög ferskir og opnir fyrir öllum nýjungum i tónlistinni. Segja má aö Bretland sé okkar Mekka. Hilmar: Til að halda hljóm- sveit gangandi, þá verður áhugi að vera til staöar og töluverö nýjungagirni. Viö strákarnir erum allir inni á sömu linunni, þannig aö þaö er ekkert vandamál að veröa fyrir góöum áhrifum frá Bretlandi. Þaö sem oft fer með þessar nýju hljómsveitir er þaö, aö hljómsveitarmeölimir eru ekki nægilega samhentir um þá tónlist sem leika á. Það gerir þaö aö verkum aö þær splundrast eftir nokkurn tima. Sigtryggur: Gott dæmi um hljómsveit sem sifellt er leitandi er Clash, nýja platan sýnir þaö augljóslega. Gulli: Ég þekki þá ekki fyrir sömu menn og á tónleikunum hér siðastliðið sumar. Hilmar: Það eru einkanleg hljómsveitir á borö viö Joy Division, Cure og Live Wire, sem heillar okkur frekar en Clash-linan. Stund milli stríöa Blm.: Eru einhverjir ákveönir einstaklingar i hljóm- sveitinni sem eru „dóminer- andi”? Sigtryggur: Þaö eru vissulega ákveönir pólar i hljómsveitinni, i þeim skilningi, að það eru vissir einstaklingar sem leggja fram megniö af frumsömdu efni hennar. Engu aö siöur þá leggjum viö allir eitthvaö til málanna. llilmar: Þessi tónlist er þaö frjáls, að allir einstaklingar hafa mjög mikið svigrúm. Sem betur fer þá erum viö það heilsteyptir að þetta smellur allt prýðilega saman. Blm.: Nú voruð þið með óvenju mikið af erlendu efni á tónleikunum á Hótel Sögu, hvernig stendur á þvi? Magnús: Það er nú frekar til bráðabirgða. Sigtryggur: Þegar verið er aö æfa nýjan mann inn i hljómsveit þá gest ekki svo mikill timi til bess að skapa nýja tónlist. Við kynnum fjögur ný lög á Sögu og öll eldri lögin voru i nýjum útsetningum eins og þú heyröir. Þetta er millibilsástand sem varir ekki lendi. Hilmar: Þaö er engu að siöur gaman að spila góö lög. Við erum ekki svo miklir egóistar aö halda, að allt sé best eftir okkur Eins og Sigtryggur sagöi, þá veröum viö i fram- tiöinni nær eingöngu meö frum- samiö efni kryddað með einu og einu erlendu lagi. Heima er best Blm.: Hvað er langt siðan þú byrjaöir aö leika aftur, Steini? Þorsteinn: Ég byrjaöi að leika aftur i júli siðastliðnum og haföi þá ekkert leikiö i tvö og hálft ár. Blm.: Hvernig finnst þér aö vera kominn i slaginn á ný og er munur á Þey og Eikinni? Þorsteinn: Gaman, maöur á heima i þessu og engu ööru. Þaö er i raun ekki svo mikill munur á Þey og Eikinni (1972—75) þvi þá spiluöum viö mikiö frum- samiö efni eins og við erum aö gera hér. Blm.: Hvenær byrjaöir þú aö leika á hljóöfæri, Gulli? Gulli: Ég byrjaöi á flautu fimm ára og var á þeim tima barnastjarna. Ég fór ekki aö leika á gitar fyrr en tólf ára. Þetta er I raun fyrsta „alvöru” hljómveitin sem ég lék i. Ég haföi aö visu leikiö eitt sumar meö Galdrakörlum og um stund meö sextett Stebba Stebb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.