Þjóðviljinn - 07.02.1981, Page 25
Helgin 7.-8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 25
Afinœliskveöja
Margrét
Óttósdóttir
A morgun, 9. febrúar, veröur
hún Magga Ottós — eins og viö
félagar hennar venjulega köllum
hana, 80 ára. Starfsferill
hennar i samtiScum sósialista er
orðinn býsna langur. Þó verður
ekki með sanni sagt að áhugi
hennar fyrir málefnum verkalýðs
og vinstri hreyfingar hafi dvinað
með aldrinum. Ahuginn er sá
sami og fyrr, en starfsþrekið að
sjálfsögðu mihna.
Störf Möggu eru orðin fleiri og
meiri en rakið verður hér. Þó vil
ég nefna starf hennar i Kven-
félagi sósialista frá stofnun þess
1939, en þar hefur hún oftast verið
i stjórn og einnig formaður um
skeið. Þá hefur hún og gegnt ýms-
um öðrum störfum fyrir félagið,
t.d. verið fulltrúi þess i fastanefnd
Kvennaráðstefnu Eystrasaltsvik-
unnar, fulltrúi á aðalfundúm
Bandalags kvenna i Reykjavik
o.m.fl.
Sérstaklega er mér minnisstæð
forstaða hennar i mörg ár, fyrir
kaffiveitingum og kvöld-
skemmtunum á hátiðisdegi
verkalýðsins, 1. mai, meðan
Kvenfélag sósialista hafði að-
stöðu i' Tjarnargötu 20. Þar var
hún jafnan lifið og sálin.
Þá má einnig geta þess að
LAUFAS
SÍMI 82744
Húsafell — Sumarbústaðir
Höfum fengið til sölumeðferðar nokkur hús Kristleifs Þor-
steinssonar i Húsafellsskógi. Húsin eru af ýmsum stærðum og
fylgir þeim byggingarréttur á allt að 45 ferm. heildarstærð
húss á hverri lóð. Húsunum fylgir allur búnaður sem i þeim
er, s.s. húsgögn, rúmstæði, eldunartæki, búsáhöld o.s.frv..
Húsin eru tengd með rafmagni og rafmagn er til eldunar og
ljósa. Hverju húsi fylgir leigusamningur um lóðarréttindi til
20ára. Grunnverðhúsanna er frá 63 þús. upp i 175 þús..
Húsin og sú aðstaða sem boðið er uppá er tilvalin fyrir félaga-
samtök og starfshópa.
Við höfum einnig fengið til leigumeðferðar land i næsta ná-
grenni þjónustumiðstöðvarinnar i Húsafellsskógi ætlað undir
bústaði, en leyft verður að hafa hjólhýsi á þessum lóðum til að
byrja með.
Þetta er mjög gott tækifæri fyrir einstaklinga.
Þessi þjónusta er nú þegar fyrir hendi á staðnum: Sundlaug,
ljósaböð, sauna, verslun, bensinsala, flugvöllur, hestaleiga,
veiðileyfi á Arnarvatnsheiði, merktar gönguleiðir, varðelda-
svæði, eftirlit með sumarbústöðunum o.fl. o.fl..
A framkvæmdaáætlun er: Heilsuhæli, ráðstefnuaðstaða,
mótel, bætt iþróttaaðstaða, golfvöllur, skiðalyfta o.fl. o.fl..
Það sem fjölmargar pantanir liggja fyrir um dvöl i húsunum
næsta sumar er áskilinn réttur til að afgreiða þær pantanir ef
sala hefur ekki farið fram fyrir febrúarlok og þá yrði afhend-
inghúsanna til kaupanda ekki fyrr en i sept. n.k..
Uppdrættir og nánari uppl. á skrifstofunni.
Guðmundur Reykjalin viðsk.fr..
Hreppsnefnd
Egilsstaðahrepps
auglýsir eftir mönnum, sem hugsanlega
hefðu áhuga á að mynda samtök til þess
að standa að byggingu Iðngarða á
Egilsstöðum.
Upplýsingar veita sveitarstjóri
og oddviti Egiisstaðahrepps.
Hitaveita Akraness
og Borgarf jarðar
óskar eftir að ráða tvo laghenta menn til
starfa á Akranesi, annar þarf að hafa raf-
suðuréttindi.
Skrifstofumann i hálft starf á Akranesi.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Véivirkja vana rafsuðu til starfa i Borgar-
nesi og nágrenni.
Um framtiðarstörf getur verið að ræða.
Upplýsingar um störfin veitir hitaveitu-
stjóri i sima 93-2214.
Umsóknir ásamt upplýsingum sendist til
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar
Heiðarbraut 40, Akranesi, fyrir 20. febr.
n.k..
Magga hefur lengi starfað i
Mæðrafélaginu og verið þar i
stjórn.
En eins og ég sagði áður, þá
verður þessi stutta kveöja ekki
nein skrá yfir þau fjölmörgu
störf, sem Magga hefur leyst af
hendi utan þeirrar daglegu og oft
hörðu li'fsbaráttu.
Þessi orð eru fyrst og fremst
þakklætisvottúr fyrir að hafa
notið og njóta enn samstarfs við
svo góðan félaga sem Magga er:
dugandi, bjartsýna og með af-
brigðumhlýja og létta i skapi.
A afmælisdaginn verður hún á
heimili Hrafnkels sonar sins.
Elin Guðmundsdóttir.
Vesturíslensk
skáldsaga um
ungan mann
í leit ad
sjálfum sér
Sd var tið að verulegur hluti is-
lenskra bókmennta varð til I
Vesturheimi: það nægir að minna
á skáld eins og Stephan G. og
Guttorm Guttormsson. Nú eru
bókmenntir á islensku úr sögunni
þar vestra eða svo gott sem, en
það þýðir vitanlega ekki, að eng-
inn þarlendur maður af islensk-
um ættum fáist tii að sýsla við
bdkmenntir.
t nýlegu hefti af The Icelandic
Canadian er sagt frá skáldsögu
eftir höfund sem heitir W.D. Val-
gardson og fylgir þar með að
hann hafi sýnt ágætar gáfur til að
skrifa smásögur. „Gentle Sinn-
ers”,heitir svo fyrsta skáldsaga
hans, hún kom út i fyrra hjá
Oberon Press.
I umsögn hins kanadisk-is-
lenska timaritssegirá þessa leið:
„Gentle Sinners segir frá dreng
á viðkvæmu skeiði ævinnar, hann
á rúmt ár eftir til að verða full-
veðja og sjálfstæður. Hann hleyp-
ur að heiman frá meinum borgar-
lifsins, frá sjálfumglöðum ofsa-
trúarforeldrum sinum og leitar
hælis á afskekktum slóðum i
Manitoba hjá frænda sinum Sig-
fúsi, sem skirir hann upp á nýtt á
sinn einfalda en hátiðlega hátt og
kallar hann Eric.
Það er I þessu nýja umhverfi að
Eric verður að komast að sam-
komulagi við menn eins og Stóra
Tré og Litla Tré, ágjarna óvini
sálarinnar og við Larry, tvifara
sinn, sem kemur út úr buskanum
hvenær sem eitthvað bjátar á til
að freista hans með þvi að skir-
skota til frumstæðra ofbeldis-
hneigða og ágirndar. Það er samt
sem áður við i þessu hrjúfa um-
hverfi, að Eric kynnist og lærir að
meta frænda sinn Sigfús, Sam
Pawles (Samúel Pálsson?) og
Melissu, sem öll eru „bliðir synd-
arar” (Gentle sinners).
Samband hans við Melissu er
sérstaiklega fallegt og endurleys-
andi. Leynilegir fundir þessara
elskenda eru dýrmætar flótta-
stundir undan skuggalegum
heimi hinna eldri. Undir lokin
verður Eric að fara frá Melissu
og snúa aftur til borgarinnar, en
lesandanum er eftir skilið hugboð
um að ekki hafi verið unnið fyrir
gýg.
I skáldsögunni lýsir höfundur á
lifandi hátt innri baráttu hinnar
ungu söguhetju við demónisk öfl.
Hann vinnur enga ótviræða sigra,
en hann hefur tekið nokkrar
mikilvægar ákvarðanir. Frændi
Erics orðar þetta vel á einum
stað: „Það er ekki spurt um það
hvort maðurinn muni eiga sér
guði heldur hverja hann muni
tigna”. Að lokum hefur Eric kosið
sér þá sem helst geta orðið honum
til bjargar.”
áb.
Félag bókagerðarmanna heldur
félagsfund
að Hótel Esju, 2. hæð, sunnudaginn 8. febr.
1981 og hefst hann kl. 14 stundvislega.
Dagskrá fundarins er
1. A félagið að sækja um aðild að ASí?
2. önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórn FBM
V»tu byggja
Samtak h.f. hefur hafið framleiðslu á nýj-
um einingahúsum, teiknuðum af Hróbjarti
Hróbjartssyni, arkitekt.
Húsin eru af stærðinni frá 100 ferm. til 150
ferm. úr vel viðuðum einingum með band-
sagaðri, standandi klæðningu. '
Húsin eru auðflytjanleg hvert á land sem
er.
Sveitarstjórnarmenn athugið!
Tökum einnig að okkur smiði á leikskólum,
lausum skólastofum, byggingum fyrir
aldraða og öðrum mannvirkjum.
Leitið upplýsinga.
SÍMI: 99-2333
AUSTURVEGI38
800 SELFOSSI
fAtvinnumálanefnd
Reykjavíkur
minnir hér með á, að hún hefur lýst eftir
aðilum, sem hafa áform um að brydda
upp á nýrri framleiðslustarfsemi i borg-
inni og hafa áhuga á að taka á leigu
húsnæði með einhvers konar iðngarða-
kjörum i þvi skyni.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir
áformum sinum i skriflegum umsóknum,
sem þurfa að hafa borist skrifstofu
Atvinnumálanefndar Reykjavikur,
Tjarnargötu 11, eigi siðar en 28. febrúar
1981.
Væntanlegir umsækjendur eru beðnir að
draga ekki til siðasta dags að leggja inn
umsóknir sinar.
Borgarhagfræðingur veitir allar nánari
upplýsingar i sima 18800 á venjulegum
skrifstofutima.