Þjóðviljinn - 07.02.1981, Page 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981
vísna-
mál t
Umsjón:
Adolf J.
Petersen
Forna rímið
seiðir sál
Það vill verða misvindasamt
núna á þorranum, bæði hjá
veðurguðunum og mönnunum,
og áhöld um hvort betra er.
Varla kæmi það neinum á óvart
þo svo færi, að éljagangur
veðurguðanna yrði með betri
einkunnargjöf hjá almenningi
en mannlifsþvargið, ef t.d.
skoðanakönnun færi fram á þvi
hjá Dagblaðinu.
Sennilega hafa sumir, en aðr-
ir ekki, haft gaman af að sjá
einkunnargjöfina sem fram
kom i skoðanakönnun Dag-
blaðsins um daginn, þegar spurt
var um afstöðuna til rikis-
stjórnarinnar, en þá datt manni
i hug visa Rannveigar
Guðnadóttur i Keflavik, sem
hún hefur sennilega gert á
fimmta áratug vorrar aldar:
Um þig harður stendur styr,
stældu þrótt og vilja.
Þvi ösnunum mun eins og fyr
illa ganga að skilja.
Éljagangur veðurguðanna
hefur oftast fengið misjafna
dóma hjá mönnum, að minnsta
kosti hefur hið þekkta alþýðu-
skáld Marius Ólafsson hvorki
kosið að berja sér né blása i
kaun, þó að éljagjóstur blési um
dyr og glugga. Hann bara kveð-
ur i sig hita við éljaganginn:
fcljagrimur greipum slær
gráan skýjahjúpinn.
kuldabóistra haglihlær,
hrannar bláu djúpin.
Þegar tóninn tekur haust,
taka aðspillast veður,
einhver gömul islensk raust
innan i mér kveður.
Hetjusögur, het juljóð
hljóma á fornum nótum.
Þúsund vetra veðurhljóð.
vaka i hjartarótum.
Horfna timans stuölastál
stökum máttinn gefur.
Forna rimið seiðir sál,
sama háttinn vefur.
Hjartans yndið, móðurmál,
máttarlind og gaman,
það er mynd af þjóðarsál,
þegna bindur saman.
Mvndin breytist, ljóðalið
lengur skeytir eigi um klið.
Hugur veit ei hljómasvið.
Hrörnun leitar inn á við.
Erlend tildrar tiskan sér,
talin snilldarmerki hér,
því sem skyldu þjónað er,
þjóðargildi úr minni fer.
Vísna sinna veðraspil.
Vetur karlinn rimar,
gengur að með gadd og byl,
gluggarúður hrimar.
Það er hér ekki kunnugt,
hvaða vetur það hefur verið,
sem iJón Þorsteinsson á Arnar-
vatni kvaö um i bréfi til vinar
sins. Það kann að hafa verið
veturinn 1881—'82, en i bréfinu
segir Jón frá harðindum i sveit-
inni á eftirfarandi hátt i hluta af
bréfinu:
Þunnt er efni um þetta blað,
þóégsé aðleita.
Hátt úr fjöllum f jórum aö
fréttalaust má heita.
Ekkier fyrirenda aðsjá
enn að fari betur,
þó er mesti munur á
mörgu, eða i vetur.
Dimman varðsvo djúp, af þvi
dagurinn aldrei hitti,
jafnafallin ófærð I
oftast hné og mitti.
Siðan, þegar býsnum brá,
blika af stöðum hærri,
netto-frosti alloft á
át ján —og tuttugu nærri.
Nefin voru bleik og blá,
bólganhringa sæti,
margur var, sem vissi þá
hann var meðskó á fæti.
Klepraði okkur kjálka
og vör,
kólu eyrnabörðin,
hefði einhver hortug svör,
heyr, hve drap i skörðin.
Verst af öllu þótti þó,
þarsem anda kólu,
að fela bæði frost og snjó
fósturlenska sólu.
Feginn varð ég sól að sjá,
svo það færi að hlýna'um,
það hefur heldur húsað frá
hjartastöðvum minum.
Leyfi ég hverjum þiðuþyt
þægum gott aö vita,
tek cg sérhvert geislaglit
og geri mér alltað hita.
Þetta er lifsins leyndarmál,
laust af öllum beislum,
min in hinsta hestaskál,
húrra öllum geislum!
Ljóðabréfið búið er
bóter aðloknum önnum.
Hlýir geislar hlúi að þér,
hlúi að öllum mönnum.
Flestir eiga allt sitt undir
veðurfarinu á hvaða árstið sem
er. Samt er fleira sem valdið
getur búsifjum ef grant er að
gáð. Stephan G. Stephansson
hefur I visnahópi sinum, sem
hann kallar Eftirköst, lýst við-
horfum sinum til veðurfarsins i
fleirum en einum skilningi. Við
skulum sjá hér nokkrar af þeim
vísum:
Kæri Hnýsinn minn, til min
tniðinn spurning benti:
hvort að bréf ið það til þin
þyrði sjá á prenti.
Ekki þarf i það að sjá
— þér ég aftur gegni —
ég er bóndi, allt mitt á
undir sól og regni.
Þó að einhver þykktist mér,
það er smátt i tapi.
Veðuráttin aldrei fer
eftir manna skapi.
Mér var heldur aldrei um
að eiga nokkru sinni
málsverð undirembættum
eða lýðhyllinni.
Örðug veröur úrlausn hér,
illa stend að vigi.
Hálfsannleikur oftast ér
óhrekjandi lýgi.
Það er satt, að menntun mér
mislögð vist er fengin.
Ef við hámark hana ber,
hún er næstum engin.
Ilámenntaða virðum vér
vora lærdómshrdka,
sem eru andleg igulker
ótal skólabóka.
En I skólum út um lönd
er sú menntun boðin:
fátter skeytt um hjarta
og hönd,
hausinn út er troðinn.
Á ég að segja þér
einn nýjan?
Maður verður nú
að brosa svona
í kurteisisskyni
I
hvað hann er
þreytandi
Stjórnlyndi