Þjóðviljinn - 07.02.1981, Qupperneq 29

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Qupperneq 29
Helgin 7,— 8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29 um hclgina Talía sýnir: Gum og Goo i Menntaskólanum við Sund stendur nú yfir árleg menningarhátíð, sem að þessu sinni nefnist Þorravaka. Einn liður hátiðarinnar er sýning Taliu, leiklistarsviðs MS, á ein- þáttungnum Gum og Goo eftir breska leikskáldið Howard Brenton. Þetta er annað verkefni Taliu i vetur, og æfingar eru hafnar á þvi þrið.ia. Auk þess fá nem- endur i leiklistarsviði tilsögn i leiklist tvisvar i viku, og er Rúnar Guðbrandsson kennari þeirra og leikstjóri i vetur. Hann hefur einnig þýtt Gum og Goo. Höfundur verksins, Howard Brenton, er i hópi þekktustu leikskálda Bretlands. Hann hefur þó jafnan verið umdeildur og verk hans þótt djörf og nýstárleg. Gum og Goo er leikrit sem skrifað var fyrir þrjá leik- ara og með það fyrir augum að hægt væri að setja það upp hvar sem er. Leikendur i sýningunni eru örbrún Guðmundsdóttir, Sigriður Anna Ásgeirsdóttir og Soffia Gunnarsdóttir. Sýningar eru i Skálholti, samkomusal Skólafélags MS, og er gengið inn um kjallaradyr frá Ferjuvogi. Miðar eru seídir i skólanum á virkum dögum kl. 12—2 og við innganginn. Verð miða er 5 kr. fyrir meðlimi L.M.F. en 10 kr. fyrir aðra. Sýningin tekur 40 minútur. Sýningar verða sunnu- dag 8. febrúar, þriðjudag 10. feb., sunnudag 15. feb., mánudag 16. feb. og þriðjudag 17. feb. og hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. —ih Mjóafjarðarskessan — ein af þjóðsagnateikningum Asgrims Jóns- sonar. Skólasýning í Ásgrímssafni Á morgun, sunnudag, verður opnuð 17. skólasýning Ásgrims- safns. Sýndareru oliu- og vatns- litamyndir auk fjölda þjóð- sagnateikninga. Guðmundur Benediktsson myndhöggvari og Páll Guðmundsson myndlistar- nemi aðstoðuðu við val mynda og upphengingu. Skólasýningar Ásgrimssafns hafa átt vaxandi vinsældum að fagna á undan- förnum árum. Sólveig Georgsdóttir, fil. cand. i safngreinum annast i vetur safnkynningu á vegum Reykjavikurborgar. Hún hefur verið búsett I Sviþjóð um árabil og starfað i 3 ár við Nordiska Museet i Stokkhólmi en vinnur nú á Fræðsluskrifstofu Reykja- vikur. Hún mun skipuleggja ferðir barna úr skólum Reykja- vikur i Ásgrimssafn og tekur við sértimapöntunum á mánu- dögum kl. 9—11 i sima 28544. Sértima fyrir skóla utan Reykjavikur er hægt að panta i Asgrimssafni, simi 13644 á opn- unartima safnsins sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. Sýningin er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Upplyfting á Þorranum: Skálað í lýsi! i dag kl. 15 veröur opnuö sam- sýning tveggja listamanna i Djúpinu og stendur hún til isunnudagsins 22. febrúar. Þaö eru þeir Einar Þorsteinn Asgeirssonhönnuöur og Haukur Halldórsson teiknari, sem sýna þar. Þeir hafa áður sýnt verk sin m.a. nokkrum sinnum á haustsýningum FIM og á sam- sýningum á Kjarvalsstöðum vegna Listahátiöar 1976. Einar Þorsteinn hefur einnig sýnt að Kjarvalsstööum i boði List- iðnar. Aö þessu sinni sýna þeir félagarnir um þrjátiu myndverk: Teikningar, mál- verk, konsept og skúlptúr. Ætlunin er að hafa opnunina svolitið þjóðlega og verður gest- um boöið upp á lýsi i tilefni Þorrans. Síðustu sýningar á Könnu- steypinum Næstsiðasta sýning Þjóðleik- hússins á gamanleik Holbergs, Könnusteypinum pólitiska, veröur annað kvöld, sunnudag kl. 20, og sú siðasta laugardag- inn 14. febrúar. Aðalhlutverkin i leiknum leika Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephensen og Þórhallur Sigurðsson, en önnur hlutverk eru i höndum þeirra Baldvins Halldórssonar, Sigurðar Skúla- sonar, Þráins Karlssonar og Viðars Eggertssonar. Thorstein Bergman á Akureyri Einsog sagt var frá hér i biað- inu á fimmtudaginn er Thor- stein Bergman, einn fremsti visnasöngvari Norðurlanda, i heimsókn hér á landi á vegum MFA og Norræna hússins. Hann heldur tónleika í Norræna hús- inu i dag kl. 16, og i Amtsbóka- safninu á Akureyri á mánudag- inn kl. 20.30. Tónleikarnir á Akureyri eru haldnir i samvinnu milli Tón- listarfélagsins á Akureyri og Menningar- og fræðslusam- bands alþýöu. Aðgöngumiöa- sala fer fram við innganginn á Amtsbókasafninu og hefst salan einni klukkustund fyrir tónleik- ana á mánudaginn. A miðvikudaginn kl. 21 heldur Thorstein Bergman svo siöustu tónleika sina hér á landi. i Fjöl- brautaskólanum á Akranesi. —ih FEF fundur um skóla- dagheimili Félag einstæöra foreldra efnir til fundar um skóladagheimili, starf þeirra og skipulag, að Hótel Heklu við Rauðárárstlg kl. 14 i dag, laugardag. Gerður Steinþórsdóttir formað- ur Félagsmálaráðs og Bergur Felixson framkvæmdstjóri Dagvistar mæta á fundinum. Einnig segir Hrafn Jökulsson frá reynslu sinni af skóladag- heimili. —ih Söngur á Hlíðarenda Hjónin Hjálmtýr E. Hjálm- týsson og Margrét Matthlas- dóttir syngja við undirleik Steinunnar B. Ragnarsdóttur á veitingastaðnum Hliðarenda viö Nóatún annað kvöld frá kl. 20. Þau Hjálmtýr og Margrét munu syngja lög úr ýmsum söngleikjum, óperuaríur og einnig lög af nýútkominni plötu sinni. —ih Ballett og Dostojefskí Kl. 15 I dag veröa sýndar tvær nýlegar, sovéskar heimildamyndir i MtR-salnum, Lindargötu 48. önnur myndin er um Fjodor Dosto- jéfski, en á mánudaginn verður liðin öld frá andláti hans. Hin myndin er um nokkra unga sovéska listamenn á sviði tónlist- ar og danslistar, m.a. hina frægu ballerlnu Nadesdu Pavlovnu. Skýringatal er með myndunum á ensku og norsku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Guðmundur Armann Vinnan - Við kynntumst fyrst þegar við vorum sendlar hjá Eddunni hérna I gamla daga, — sögðu my ndlistarmennirnir Guð- mundur Armann og Siguröur Þórir, sem opna sýningu á verk- um sinum að Kjarvalsstöðum kl. 16 I dag, og nefna hana „Vinnan — fólkið — landið”. Þeir félagar eiga nokkuð svipaðan feril að baki, luku báðir námi við Myndlista- og handiðaskólann og fóru siðan utan til frekara náms. Sigurður - landið — Hugmyndin að þessari sýningu varð þannig til, — sagði Sigurður Þórir, — að ég var á leið til Húsavikur á bil, en bill- inn neitaði að fara yfir Vaðla- heiði, þannig að ég leitaöi á náðir Guðmundar á Akureyri og fékk gistingu hjá honum. Við fórum að spjalla saman og sýna hvor öðrum myndir, og það endaði með þvi að við ákváðum að fara út I þetta. Sýningin verður opin kl. 2—10 daglega til 22. febrúar. 11 myndir um helgina Það er i dag, laugardag, sem Kvikmyndahátið 1981 verður opnuð með pompi og prakt I Regnboganum. Egill Skúli Ingi- bergsson borgarstjóri setur hátíöina kl. 14.30, og siöan verð- ur sýnd franska myndin Perce- val frá Wales, eftir Eric Rohmer. Opnunarathöfnin er eingöngu fyrir boðsgesti. Nú um helgina verða syndar samtals ellefu kvikmyndir á hátiðinni. 1 dag verða þessar myndir sýndar: Stjórnandinn (Dyrygent) eftir Andrzej Wajda, rokkmyndin Cha Cha með Ninu Hagen, danska myndin Johnny Larsen, Solo Sunny eftir Austur-Þjóðverjann Konrad Wolf, egypska myndin Hversvegna Alexandria? og Dekurbörn eftir Frakkann Tavernier. A morgun hefst Buster Keat- on hátiðin og verða sýndar 2 langar myndir og 3 stuttar eftir Keaton. Auk þess bætast við myndirnar Perceval frá Wales, Xala eftir Sembene, og Haust- maraþoneftir Danelia. Nánari upplýsingar er að finna i bióauglýsingadálkinum og i blaðinu i gær. —ih - fólkið - Þórir var i Kaupmannahöfn i rúm 4 ár, og Guðmundur Ármann i Gautaborg i 5 ár. Þeir hafa ekki sýnt saman áður, en báðir hafa þeir haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt i fjölda samsýninga hér heima og erlendis. A sýningunni eru um 90 verk, málverk, grafik og teikningar. Meginþema sýningarinnar er fólk i atvinnulifinu, en einnig á Guðmundur allmargar lands- lagsmyndir. Kvikmyndahátíð 1981: Sigurður Þórir Úr opnunarmyndinni „Perceval frá Wales”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.